Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997 35
sorg okkar, vitandi að upp styttir
um síðir.
Ekki bauð okkur í grun þegar
við sátum öll saman í síðasta fjöl-
skylduboði um miðjan apríl að við
ættum ekki eftir að njóta nærveru
Gunnars lengur en rúman mánuð.
En lífið er margslungið og stutt
milli lífs og dauða. Skyndilegum
veikindum sínum tók Gunnar með
reisn og aldrei buguðu þau anda
hans þótt þau legðu hann sjálfan
að velli að lokum.
Heimsóknir þeirra hjóna, Gunn-
ars og Guðrúnar, voru margar
hingað í Skeiðarvoginn sein þeir
bræður, Gunnar og Bolli, byggðu
og þar sem þeir héldu heimili með
móður sinni eftir að þau fluttu frá
ísafirði til Reykjavíkur og sam-
gangur mikill. Heimsóknir þeirra
Gunnars og Guðrúnar voru einkar
ánægjulegar. Ég, þá þriggja til
fjögurra ára stuttur snáði, horfði
nánast þráðbeint upp í loft á þenn-
an stóra föðurbróður minn og bað
hann um að koma með mér upp í
herbergi til að ná í þangsann sem
ég hafði gleymt. Ég þorði ekki
einn. „Ef þú hleypur upp og nærð
1 bangsa, skal ég lyfta þér einu
sinni upp í loft,“ sagði Gunnar, og
þeirri áskorun tók ég fagnandi;
hvílíkt útsýni. Frá þessu sjón-
arhorni hafði barnið aldrei séð
heiminn áður.
Gunnar Ólason var að upplagi
skipulagður og nákvæmur í öllum
sínum störfum og fjarri honum að
ijúka skyndilega út í framkvæmdir
án þess að ígrunda þær vandlega
áður. Hann bjó yfir næmri rök-
hugsun sem fram kom glögglega
í ræðu og öllum hans verkum. Það
var því ekki tilviljun að Gunnar
réðst til Eldvarnaeftirlits Reykja-
víkurborgar og var síðar fenginn
til að veita því forstöðu. Þar mun
hafa verið réttur maður á réttum
stað þar sem í starfi hans nýttist
haldgóð vélstjóramenntun, ná-
kvæmni og lagni. Minnist ég þess
að Rúnar Bjarnason, fyrrverandi
slökkviliðsstjóri, nefndi orðið þrek-
virki í sambandi við störf Gunnars
að eldvarnamálum í ræðu á sex-
tugsafmæli hans.
Gunnar var alltaf nýtinn og fór
vel með hlutina enda var hann
ekki að eltast við hvern þann hlut
sem kom á markað og flestir töldu
sig vart geta verið án. Talaði hann
um gerviþarfir í því sambandi, og
allt óhóf var honum víðsfjarri.
Hann var léttur í lund, gaman-
semin aldrei langt undan og stund-
um kom létt stríðni fram í honum
en aldrei þó öðruvísi en svo að sjálf-
ur hlægi maður mest.
Hin seinni ár eyddu þau hjónin
dijúgum tíma á hveiju sumri í sum-
arbústað sínum í Grafningnum.
Þar gat Gunnar dundað við smíðar
í frítímum sínum þar sem lagni
hans fékk notið sín. Hann hafði
einkar glöggt auga fyrir hornum
og hlutföllum enda báru smíðar
hans vott um vandvirkni. Alltaf
bættist eitthvað við bústaðinn á
hveiju sumri og ég veit að Gunnar
hafði mikla ánægju af þessum
sælureit og veru þeirra hjóna þar.
Þangað var líka gott að koma,
vera laus við amstur borgarlífsins
og skreppa austur á góðum degi.
Þær eru líka ófáar ferðirnar sem
við feðgarnir fórum upp í bústað
til þeirra og dvöldumst í lengri eða
skemmri tíma.
Þau hjónin voru samstiga í því
að búa fjölskyldu sinni gott heim-
ili og þar var frændliði tekið opnum
örmum. Eftir fráfall móður minnar
fyrir fáum árum eyddum við feðg-
arnir flestum jólum og áramótum
á heimili þeirra í Gautlandinu. Það
voru góðar stundir og fyrir þær
þökkum við.
Með Gunnari Ólasyni er genginn
vandaður og heilsteyptur maður
sem gekk til sinna verka með ná-
kvæmni og samvizkusemi bæði
innan og utan heimilis. Hans er
og verður sárt saknað af frændliði
sínu og samferðafólki öllu og í dag
kveðjum við hann hinztu kveðju.
Blessuð sé minning okkar elsku-
lega frænda, bróður og vinar,
Gunnars Ólasonar.
Gunnar Bollason.
VALDIMAR
JÓHANNESSON
+ Valdimar Jó-
hannesson var
fæddur í Helgu-
hvammi á Vatns-
nesi í V-Hún. 7. júní
1933. Hann varð
bráðkvaddur 26.
maí síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Jóhann-
es Guðmundsson,
bóndi, f. 30. sept.
1904, og Þorbjörg
Marta Baldvins-
dóttir, f. 10. nóv.
1897. Þau bjuggu
allan sinn búskap í
Helguhvammi. Bræður Valdi-
mars eru Guðmundur, f. 4. júní
1934, kvæntur Helgu Magnús-
dóttur, og Eggert, f. 31. ágúst
1939, kvæntur Auði Hauksdótt-
ur. Fóstursystir hans er Hall-
dóra Kristinsdóttir, gift Ólafi
Þórhallssyni.
Eftirlifandi kona Valdimars
er Guðrún Bjarnadóttir frá
Hraðastöðum í Mosfellsdal, f.
25. april 1941. Þau eignuðust
tvær dætur, Þorbjörgu, f. 5.
júní 1978, og Þuríði, f. 26. maí
1981. Börn Guðrúnar frá fyrra
hjónabandi eru þijú: Þorvald-
ur, f. 20. des. 1965, Úlfhildur,
f. 29. mars 1967, og Jóhanna,
f. 24. maí 1968.
Valdimar átti alla ævi heima
í Helguhvammi. Hann ólst þar
upp hjá foreldrum
sínum og fór ungur
að taka þátt í öllum
störfum við búskap-
inn. Á unglingsá-
rum vann hann
ýmis störf utan
heimilis. Var til
dæmis við vertíðar-
störf á Akranesi og
vann á jarðýtum
Búnaðarsambands-
ins. Starfsvettvang-
ur hans var þó aðal-
lega heima í Helgu-
hvammi. Þar ráku
þeir bræðurnir
Valdimar og Guðmundur ásamt
Jóhannesi föður sínum myndar-
legt bú. Guðrún Bjarnadóttir
kom að Helguhvammi árið
1976. Jóhannes lét upp úr því
búið í hendur sona sinna og
byggðu þau Valdimar og Guð-
rún þá Hjótlega annað íbúðar-
hús á jörðinni. Þar hafa þau
búið síðan með fólki sinu.
Fyrir nokkrum árum fór
Valdimar að kenna nokkurs
sjúkleika og þótti þá sýnt að
hann þoldi illa erfiðið við bú-
störfin. Hætti hann þá búskap
en hóf störf þjá Kaupfélaginu
á Hvammstanga og þar starfaði
hann til dauðadags.
Útför Valdimars fer fram frá
Hvammstangakirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Mánudaginn 26. maí sl. var stillt
og milt veður hér í Reykjavík. Við
sem þessar línur skrifum áttum þá
leið út í borgina. Hvar sem við kom-
um sáust þess glögg merki að sum-
arið var að koma. Trén voru sem
óðast að laufgast, blómin að springa
út og grasfletir að ná sínum dökk-
græna sumarlit. Það var gott að
fínna gleði vorsins í sálinni og okkur
varð hugsað norður yfír heiðarnar
til æskustöðvanna. Þar mundi sum-
arið líka vera að koma. Þangað
ætluðum við bráðlega að fara og
njóta sumarsins og hitta vini og
kunningja. Meðal þeirra bestu voru
Guðrún og Valdimar í Helgu-
hvammi. Hjá þeim vorum við viss
um að njóta gleðistunda.
En dauðinn kemur stundum
snögglega og án alls fýrirvara. Um
kvöldið barst okkur fregnin um and-
lát Valdimars í Helguhvammi. Þá
varð okkur ljóst að ferðin norður til
að njóta dásemda sumarsins mundi
verða að bíða, en önnur ferð á sömu
slóðir til að fylgja góðum vini síð-
asta spölinn, væri í vændum.
Við erum viss um að mesta gæfa
Valdimars í lífínu var þegar hann
eignaðist Guðrúnu Bjamadóttur og
svo mun honum sjálftim hafa fund-
Crfíéyííjur
Upplýsingar í símum
562 7575 & 5050 925
o
2
1 HOTEL LOFTLEIÐIR
g lttlANbAin motei h
Glæsileg kaffihlaðborð
FALLEGIR SALIR
OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
GUÐMUNDUR M. ÞÓRÐARSON,
Laugarásvegi 1,
lést á Landspítalanum sunnudaginn 1. júní.
Sæmunda Pétursdóttir,
börnin og þeirra fjölskyldur.
t
Ástkær móðir og tengdamóðir,
ÓLÖF J. JÓNSDÓTTIR,
lést á Landakoti föstudaginn 30. maí.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 5. júní kl. 15.00.
Sveinbjörg Alexanders, Björgvin M. Óskarsson,
Þórhildur Jónasdóttir, Kolbeinn Björgvinsson,
Símon Veredon.
ist. Þess er getið hér að framan að
hún átti þrjú böm þegar hún kom
að Helguhvammi og fylgdu þau
henni þangað. Þau vom þá enn ung
að ámm. Þeim gekk Valdimar alger-
lega í föðurstað enda hlýr og bam-
góður maður. Þau em nú öll fulltíða
fólk og farin að heiman en oft mun
leið þeirra liggja heim að Helgu-
hvammi. Og það er okkar tilfínning
að öll muni þau líta á Valdimar sem
sinn annan föður.
Valdimar var mikill dýravinur og
hirti skepnur sínar af umhyggju og
natni. Hann var sérlega glöggur á
kindur og þegar hann var ungur
drengur mun hann hafa þekkt með
nöfnum flestar eða allar kindurnar
á bænum. Mest dálæti hafði hann
þó alltaf á hestunum og átti reið-
hesta frá því hann var drengur. Af
fáu hafði hann meira yndi en fara
í reiðtúra með glöðum félögum.
Svo lengi sem elstu menn muna
hefur Helguhvammsheimilið verið
rómað fyrir gestrisni. Svo var það
í búskapartið foreldra Valdimars og
einnig hjá afa hans og ömmu, Vig-
dísi og Baldvin. Valdimar var það
metnaðarmál að halda þessum rót-
gróna sið og með góðum stuðningi
Guðrúnar konu sinnar tókst það með
sóma. Það var gott að koma á heim-
ili þeirra í Helguhvammi. Um það
getum við hjónin svo sannarlega
borið vitni. Valdimar kom vanalega
fýrst til dyra og fagnaði gestum af
sinni einlægu hlýju sem honum var
svo eðlileg. Að baki honum stóð svo
Guðrún og heilsaði með mildu brosi
sem sagði gestunum fremur en
mörg orð að þeir væru hjartanlega
velkomnir. Síðan var gengið til stofu
til að spjalla. Eftir nokkra stund kom
svo húsfreyjan í dymar 0 g bauð fram
veitingar sem alltaf voru hinar
rausnarlegustu. Flestum sem komu
á heimilið fannst tíminn fljótur að
líða og þeir munu líka margir sem
fóru þaðan glaðari en þeir komu.
Valdimar var glaðsinna maður og
léttur í lund og hafði næmt auga
fýrir því broslega í tilverunni. Hann
átti auðvelt með að kynnast fólki
og eignaðist því marga vini og kunn-
ingja. Hann hafði ánægju af að ferð-
ast um landið og eftir að þau hjónin
voru hætt búskap höfðu þau rýmri
tíma og gátu þá ferðast töluvert.
Það var oft gaman að hitta Valdi-
mar þegar þau komu úr þessum
ferðum. Þá hafði hann frá mörgu
að segja og ánægjulegt var að finna ^
hve þau höfðu notið ferðalagsins vel. v
Nú er Valdimar vinur okkar og
bróðir horfínn yfír móðuna miklu.
Við söknum hans sárt en eigum líka
um hann margar ánægjulegar minn-
ingar sem munu ylja okkur svo lengi
sem við lifum.
Elsku Guðrún, við vottum þér og
bömum þínum öllum, svo og öðrum
ættingjum og vinum Valdimars,
dýpstu samúð.
Halldóra og Ólafur
frá Ánastöðum.
Það var gott veður að kvöldi 26.
maí sl. sólskin, hlýindi, alveg yndis-
legt vorveður. Þá hringdi síminn.
Valdimar dáinn. Hafði orðið bráð-
kvaddur. Það dimmdi og kólnaði.
Þetta fallega vorkvöld hafði breyst
snögglega. Svo snöggt, svo óvænt
og svo ótímabært. Hvers vegna? Svo
komu tárin. Minningamar helltust
yfir. Þessi hæglætismaður sem alltaf
mátti vera að því að spjalla, spyija
hvemig búskapurinn gengi, um
heimtur, fallþunga, fijósemi og
fleira, eftir því hvaða árstími var
og svo bauð hann í nefið. Nú verður
enginn Valdimar er við leggjum inn
ullina, lömbin eða komum í heim-
sókn í Helguhvamm. Þetta er sárt,
svo sárt.
Við munum segja Guðmundi
Bjarka frá Valdimar frænda sínum,
er hann verður stærri, frá þessum
hjartahlýja gæðamanni sem fór svo
alltof snemma frá okkur, þangað
sem við fömm öll að lokum.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vom grætir
þá líður sem leiftur af skýjum
ljósgeisli af minninpm hlýjum.
(H.I.H.) m
Við biðjum góðan Guð að veita
•Guðrúnu, börnum og fjölskyldum
þeirra styrk og blessun á erfiðum
tíinum.
Vertu sæll, elsku frændi.
Kristín Guðmundsdóttir,
Ólafur Benediktsson.
+
Hjartkær konan mln, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
ERNA GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR
STELLA,
Hagamel 47.
sem lést á heimili sínu aðfaranótt laugardag-
sins 31. maí sl. verður jarðsungin frá Neskirkju
föstudaginn 6. júní kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á
styrktarsjóð hjúkrunarþjónustunnar Karitas, sími 551 5606 milli
kl. 9.00-11.00.
Hörður Þormar,
Kristján Ingi Einarsson, Ásdís Lilja Emilsdóttir,
Hildur Einarsdóttir, Sigmundur Hannesson,
Ásdís Hrund Einarsdóttir, Erling Nesse
og barnabörn.
Elskuleg eiginkona, móðir, amma og
langamma,
JÓHANNA ÖGMUNDSDÓTTIR,
lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur þriðjudaginn 27.
maí síðastliðinn.
Útför hennar fer fram frá Fíladelfíu, Reykjavík,
föstudaginn 6. júni kl. 14:00.
Kveðjuathöfn fer fram í Sauðárkrókskirkju
laugardaginn 7. júní kl. 14:00.
Jarðsett verður í Sauðárkrókskirkjugarði sama dag.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á trúboðsstarf Fíladelfíu.
Kristján Reykdal,
Sigurjón Reykdal, Nakkaew Seelarak,
Ásmundur Reykdal, Stella Stefánsdóttir,
Ingibjörg Reykdal, Margeir Margeirsson,
Anna Reykdal, Snæbjörn Halldórsson,
barnabörn og barnabamabörn.