Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 56
ffttunftUKfrife mW 1 minni eyösla - hreinni útblástur meiri sparnaður MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Ákvörðun tekin um að stækka Kringluna á næsta ári Tengibygging reist fyrir 1,2 milljarða EIGENDAFUNDUR í Húsfélagi Kringlunnar ákvað í gær sam- hljóða að ráðast í framkvæmdir við nýja tengibyggingu milli norður- og suðurbyggingar Kringlunnar. Tengibyggingin verður 8.800 fer- metrar og henni fylgja 400 ný bíla- stæði. Kostnaður við framkvæmd- ina er áætlaður um 1.200 milljónir króna, án virðisaukaskatts. „Hagkvæmniathugun sýnir að þetta er það hagkvæmt og svo margir eru búnir að skrá sig fýrir plássi að það var ákveðið að halda áfram með þetta,“ segir Bolli Kristinsson kaupmaður í Sautján, sem situr í framtíðarnefnd Kringl- unnar. Framkvæmdir hefjast í janúar Bolli segir að framkvæmdir hefj- ist líklega í janúar næstkomandi og stefnt sé að því að byggingin verði tilbúin í desember 1998. Hún mun tengja aðalbyggingu Kringlunnar við suðurbygginguna, sem áður hét Borgarkringla, með göngugötu. Pá verður þar rými fýrir verzlanir, veitingahús og afþreyingu. Tengibyggingin telst vera annar áfangi í stækkun Kringlunnar; yf- irtaka Borgarkringlunnar var sá fýrsti. Bolli segir miðað að því að þriðji áfanginn verði tekinn í notk- un árið 2005, en þar er um að ræða að stækka Kringluna til norðurs, í átt að Miklubraut. Þar á m.a. að byggja 14 hæða hótelturn, með um 200 herbergjum. Bolli segir að hugmyndin sé sú að halda rekstrarkostnaði hótelsins í lágmarld með því að gestir sæki þjónustu í Kringluna. Jafnframt sé gert ráð fyrir tengingu við Borgar- leikhúsið. Þannig geti hótelgestir verzlað og sótt veitingastaði, kvik- myndahús og leikhús án þess að fara út úr húsi. Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson 26 stiga hiti HITINN fór í 26 gráður á hitamæl- inum á Ráðhústorgi á Akureyri um miðjan dag í gær og bar mannlíf þess merki. Sundlaugar yfirfullar og fáklætt fólk á ferli í miðbænum. Annir hjá ríkissátta- semjara MIKLAR annir voi-u í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær en þá voru þar ellefu stéttarfélög á sáttafund- um með viðsemjendum sínum. Fundir stóðu enn í kjaradeilum kennara og flugfreyja um miðnættið í gær og var búist við næturfundum. Eiríkur Jónsson, formaður Kenn- arafélags íslands, sagði þá að hægt miðaði áfram en aðilar ættu enn eft- ir að ná saman um mörg atriði. Margir hópar á fundum Aðrir hópar sem voru á fundum hjá ríkissáttasemjara í gær voru starfs- fólk í veitingahúsum, hjúkrunar- fræðingar, starfsmenn á Herjólfi, landverðir, Póstmannafélag Is- lands, Félag íslenskra símamanna, náttúrufræðingar og flugumferðar- stjórar. Lífeyrissjóður verslunarmanna Ellilíf- eyrir hækkar um 11,8% STJÓRN Lífeyrissjóðs verslunar- manna hefur ákveðið að leggja til við aðildarsamtök hans að ellilífeyr- isaldur verði færður úr 70 árum í 67 ár um leið og réttindaávinnsla til ellilífeyris hækki um 11,8%. Það mun jafnframt leiða til hlið- jstæðrar háekkunar á ellilífeyris- greiðslum sjóðsins en á ellilífeyri hjá LV eru liðlega 1.750 einstak- lingar. Gert er ráð fyrir að hækk- unin taki gildi 1. júlí nk. Breytingar á makalífeyri Að sögn Þorgeirs Eyjólfssonar, forstjóra LV, er auk þess gert ráð fyrir að nýjum valmöguleikum við töku makalífeyris með samþykkt þessara tillagna. Samkvæmt hon- um mun makanum bjóðast að fá greidda jafnháa mánaðarlega fjár- hæð og núverandi reglur gera ráð fyrir í þann árafjölda, sem kaup- andvirði þeirra stiga, sem sjóðfé- laginn hefur áunnið sér í lífeyris- fcsjóðnum endist. Kaupandvirði stig- anna eru samanlögð 10% iðgjöld sjóðfélaga sem greidd hafa verið til sjóðsins, með verðbótum. Þá er í reglugerðarbreytingunni jafnframt gert ráð fyrir 40% hækk- un bamalífeyris, og að hann verði greiddur 2 árum lengur en áður, eða til 20 ára aldurs. Sterk fjárhagsstaða „Þessi réttindaaukning er mögu- leg vegna sterkrar fjárhagsstöðu sjóðsins, en eignir hans námu 45,5 milljörðum króna um síðustu ára- mót. Þar við bætist hækkun vegna núvirðis verðbréfaeignar en við það hækka eignirnar um 8,4 millj- arða, eða 18,5%, og nema 54 millj- örðum. Skuldbindingar sjóðsins munu vaxa um 8 milljarða við breytingarnar og eignir verða 2,1 milljarði hærri en skuldbindingar að teknu tilliti til núvirðis eigna,“ sagði Þorgeir. Morgunblaðið/Ásdís Strengur sameinast norsku fyrirtæki Mikil veiði á Dohrn- banka RÆKJUVEIÐI á Dohrnbanka er nú orðin nær fjórfalt meiri á þessu fisk- veiðiári, en á sama tímabili á síðasta fiskveiðiári. Bæði hafa aflabrögð ver- ið mun betri, en auk þess hefur veiðin staðið lengur yfir en oft áður. Aflinn á Dohrnbanka er utan kvóta. Það sem af er þessu fiskveiðiári hafa veiðst samtals um 2.115 tonn af rækju á Dohrnbanka. Á sama tíma- bili á síðasta ári var veiðin aðeins um 559 tonn. ■ Fjórfalt meiri/Cl Þjóðin fagnar Everest- förunum MJÖG margir lögðu leið sína niður á Ingólfstorg til að fagna Birni Ólafssyni, Hallgrími Magnússyni og Einari K. Stefánssyni, sem komu í gær til landsins eftir að hafa klifið Everest. Samskip, helsti sfyrktar- aðili leiðangursins, bauð lands- mönnum þetta tækifæri til að fagna afreki þremenninganna. Og það gerði mannfjöldi vel og innilega. ■ Gáfu forsetanum/4 HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Strengur hf. sameinast norska fyrir- tækinu Infostream í sumar og hefur ákvörðun um það verið tekin. Sa- meinaða fyrirtækið heith- Infostr- eam í Noregi. Strengur átti fyrir hluta í norska fyrirtækinu. Haukur Garðarsson, framkvæmda- stjóri Strengs, sagði að búið væri að taka ákvörðun um að framkvæma samrunann. „Þetta sameinaða fyrir- tæki verður sett á hlutabréfamarkað í Noregi," sagði Haukur. Hann sagði að gefin yrði út frétta- tilkynning um samrunann síðar og vildi sem minnst tjá sig um málið. Hann sagði þó að gengið yrði frá sameiningunni í sumar. Starfsemi Strengs verður óbreytt hér á landi og er ekki ætlunin að draga úr þjón- ustu, vinnu, sölu og markaðssetn- ingu á viðskiptakerfinu Fjölni/Na- visjon og mun hún frekar aukast heldur en hitt. Hann sagði að starfs- menn Strengs yrðu ekki varir við samrunann á annan hátt en að meira yrði um erlend verkefni en áður. Eignaraðild fyiirtækjanna breytist. Infostream er tiltölulega ungt fyr- irtæki í Noregi og hefur veitt stórum fyrirtækjum og stofnunum þjónustu á sviði upplýsingatækni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.