Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1997 33
kirkjuskipið er. Það var líka haft í
huga alveg frá upphafi að góður
hljómburður yrði í þessari kirkju
og loft og lögun kirkjuskipsins
hannað með tilliti til þess. Venjan
er að varanlegt orgel er ekki keypt
í kirkjur fyrr en eftir svo eða svo
langan tíma eftir að þær eru tekn-
ar í notkun. Því ræður fyrst og
fremst fjárskortur og er það skilj-
anlegt að reynt sé að komast af
með bráðabirgðahljóðfæri á meðan
verið er að komast út úr mestu
fjárhagsörðugleikunum. Hitt er
ótvíræður kostur þegar saman fer
hönnun hljóðfæris og þess rýmis
sem það á að notast í og hvort
lagað að hinu. Orgelkaupin hækk-
uðu óhjákvæmiiega byggingar-
kostnað Digraneskirkju, en sérstök
söfnun í orgelkaupasjóð og gjafir
góðra manna hafa að langmestu
leyti staðið undir þeim kostnaði.
Við sem stóðum að vali þessa
hljóðfæris erum afskaplega stolt
af því og sérstaklega af því að
geta sagt innlendum sem erlendum
gestum sem koma að skoða kirkj-
una, að það sé íslensk smíð. Það
er ekki bara vel gert tæknilega,
ef ég má kalla svo þá list að teikna
og raða saman þúsundum smárra
hluta og stórra sem eitt orgel sam-
anstendur af, heldur er það líka
listilegt handverk og þar á stærstan
hlut að máli Jóhann Hallur Jóns-
son, sem Björgvin ætíð lætur njóta
sannmælis. Ég vil því leyfa mér
að fullyrða að Björgvin Tómassyni
og samverkamönnum hans er fylli-
lega treystandi til að smíða orgel
sem standast ströngustu kröfur um
gæði. Jafnframt vil ég minna á að
það eru ævinlega heimamenn,
sóknarnefndarfólk og prestur sem
hafa lokaorðið og ákvörðunarvaldið
til þess að velja hljóðfæri í sína
kirkju. Orgelnefndin er einungis
ráðgefandi og bráðnauðsynleg sem
slík. Og ég er ekki tilbúin að trúa
því að Haukur Guðlaugsson, eða
þeir sem með honum eru í Orgel-
nefnd þjóðkirkjunnar hafi misnotað
aðstöðu sína og þröngvað skoðun-
um sínum upp á einn eða neinn.
Ég tala nú ekki um í eigin hagn-
aðarskyni. Þeir sem með þessi mál
fara fyrir hönd síns safnðar hafa
líka fullt frelsi og umboð til til
þess að leita jafnframt álits ann-
arra en nefndarinnar og til þess
að kynna sér alla þá valmöguleika
sem fyrir hendi eru. En það er
vissulega óþarfí að leita langt yfir
skammt, ef það besta er ef til vill
hið næsta.
Ég vil taka það fram í lokin að
þegar þessi grein er skrifuð var
mér alls ókunnugt um þá staðreynd
að Haukur Guðlaugsson hefði sagt
sig úr Orgelnefnd þjóðkirkjunnar
og að hinir tveir hefðu fylgt á eft-
ir. Ég harma að svo skyldi fara og
að ekki skyldi auðnast að greiða
svo úr ágreiningsmálum að báðir
málsaðilar hefðu mátt halda rétti
og reisn.
Höfundur er formaöur
sóknarnefndar Digraneskirkju.
AÐSENDAR GREINAR
Að hálfnuðu
kjörtímabili
FORYSTA Sjálfstæðisflokksins
fyrir ríkisstjórn landsins hefur nú
varað í hálft annað kjörtímabil. Á
þessum sex árum hefur stjórnarfar
á íslandi tekið miklum
breytingum. Umskipt-
in eru mikil. Bæði þessi
og fyrri reynsla í sögu
lýðveldisins sýnir að
Sj álfstæðisflokknum
er best treystandi þeg-
ar á móti blæs og þörf-
in er mest á ábyrgri
pólitískri forystu.
Stjórnarstefnan hefur
gengið upp. Grunnur
atvinnulífsins hefur
verið treystur, atvinnu-
leysi fer minnkandi og
möguleikar opnast fyr-
ir nýsköpun. Útlit er
fyrir að ríkissjóður
verði nú rekinn halla-
laus í fyrsta sinn í ára-
tugi. Almennir kjarasamningar
tryggja í stórum dráttum frið á
vinnumarkaðnum fram til alda-
móta. Stefnan hefur verið tekin á
lækkun skatta í áföngum á næstu
árum. Hagvöxtur á Islandi stefnir
í 3,5% á næsta ári sem er einu pró-
senti meira en að meðaltali í OECD-
ríkjunum. Skilyrði eru hagstæð á
alþjóðavettvangi og eftirspurn er
eftir íslenskum framleiðsluvörum.
Opnun fjármagnsmarkaðar með
réttri gengisskráningu, aðildin að
EES og GATT eiga stóran þátt í
því. Útlit er nú fyrir áframhaldandi
stöðugleika en hann mun áfram
hafa mest áhrif á jákvæða efna-
hagsþróun með auknum kaupmætti
og hagvexti. En til þess að við-
skiptajöfnuður haldist og 2-3%
hagvöxtur verði stöðugur þarf þjóð-
hagslegur sparnaður að aukast upp
í 17-19%. Ein ástæða
þess er fyrirsjáanlegt
álag á hagkerfið vegna
mikillar fjárfestingar í
stóriðju. Áfram er því
þörf á aðhaldi í ríkis-
fjármálum og tekjuaf-
gangi á ríkissjóði. Það
er auðveldara vegna
þess að skipulag hag-
kerfisins hefur stór-
batnað. Sá þáttur í
umskiptunum er oft
vanmetinn. Miðstýrt
hagkerfi hélt öllu niðri.
Ekki eru svo ýkja mörg
ár síðan ákvarðanir um
fiskverð og almennt
vöruverð voru teknar í
ríkisstjórninni. Þar
voru ýmsar ákvarðanir teknar sem
nú ráðast af markaðsaðstæðum.
Ekki eru heldur mörg ár síðan af-
komu sjávarútvegsins var stýrt
ýmist með sértækum aðgerðum eða
gengisfellingum.
Ennþá verður hægt að bæta hag-
kerfið og að því verður unnið á
næstu árum. Stórir hlutar íslenska
efnahagskerfisins eru ennþá tiltölu-
lega lokaðir. Ríkið hefur á sinni
hendi um 80% fjármagnsmarkaðar-
ins og 100% orkugeirans. Á síðasta
þingi voru stigin skref til þess að
losa tökin á bankakerfinu en kostn-
aður við bankastarfsemi er allt of
mikill, að talið er helmingi of mik-
ill miðað við umfang. Þá er nauð-
synlegt orðið að endurskoða skipu-
lag orkumálanna með möguleika á
samkeppni í orkuöflun og orkusölu
í huga.
Sókn fyrir landsbyggð
Hinn almenni grunnur efnahags-
málanna er næsta traustur og ekki
annað hægt að segja en ríkisstjórn
Davíðs Oddssonar hafi tekist það
ætlunarverk að stýra gegnum eina
mestu efnahagskreppu sem komið
hefur frá stofnun lýðveldisins. Ár-
angurinn er sá að engin þjóð í Evr-
ópu getur státað af jafnmiklum
Markvissar aðgerðir til
þess að styðja búsetu
fólks í dreifðum byggð-
um landsins, segir
Hjálmar Jónsson
munu fá aukið vægi á
næstu misserum.
efnahagslegum árangri. Það er aft-
ur grunnur að enn frekari umbótum
og mörg brýn verkefni bíða síðari
hluta þessa kjörtímabils. Byggða-
mál eru þar efst á blaði. Efnahags-
legt góðæri skilar sér ekki jafnt í
þéttbýli og dreifbýli. Færra og
færra starfsfólk þarf til frumgrein-
anna beggja, sjávarútvegs og land-
búnaðar bæði á framleiðslu- og
úrvinnslustigi. Svonefnd byggða-
stefna hefur hins vegar byggst mjög
á því að styrkja hlut landsbyggðar-
innar í þessum greinum. í iðnaði og
þjónustu má benda á að það er
næsta fátt sem ekki er gert með
auðveldari hætti á suðvesturhomi
landsins en á landsbyggðinni.
Ástæðan er öðrum þræði mismunun
landsbyggðinni í óhag. Sá aðstöðu-
munur er verulegur og er ástæðu-
laust að tala um einhvers konar jöfn-
un atkvæðisréttar meðan svo er.
Vaxtarsvæði
í þjónustu og atvinnu
Sveitarfélögum og samtökum
þeirra á að vera kleift að marka
atvinnustefnu saman og til lengri
tíma en verið hefur. Mikilvægt er
að þannig verði við brugðist og um
leið nýtt þau bættu almennu skil-
yrði atvinnulífsins í landinu. Svo-
nefnd vaxtarsvæði á landsbyggð-
inni em til þess fallin þar sem þau
mynda heildstæð atvinnu- og þjón-
ustusvæði í hémðum og landshlut-
um. Brýnt er að leitað sé sóknar-
færa innan vaxtarsvæðanna því
ekkert fæst fyrirhafnarlaust.
Stjómvöld geta komið til stuðnings -
með því að jafna aðstöðu fyrirtækj-
anna í landinu til uppbyggingar og
atvinnuþróunar. Auðvelda þarf að-
gengi allra jafnt að stoðkerfi at-
vinnulífsins s.s. helstu ráðgjafar-,
menntunar- og rannsóknarstofnun-
um. Ferðakostnaður fyrirtækja á
landsbyggðinni vegna þjónustu sér-
fræðinga og ráðgjafa er verulegur
og vegna kostnaðarins nýta fyrir-
tækin sér ekki að fullu þá þjónustu
sem í boði er. Auðvelda þarf fólki
í sveitum landsins vinnusókn frá
heimilum sínum með því að aksturs-
kostnaður verði frádráttarbær frá
skatti. Ásamt fleiru gæti það styrkt
fólk til þess að búa á jörðum sínum
og nýta fjárfestingar sínar þótt V
búskapur hafi dregist saman.
Markvissar aðgerðir til þess að
styðja búsetu fólks í dreifðum
byggðum landsins munu fá aukið
vægi á næstu misserum. í þeim til-
gangi mun nýsköpunarsjóður at-
vinnulífsins, sem lög vom samþykkt
um í vor, koma að gagni. Margt
er framundan af brýnum verkefnum
og það eykur á bjartsýni um lausn
þeirra að vel hefur gengið hingað
til á kjörtímabilinu.
Höfundur er alþingismaður.
Hjálmar
Jónsson
Styðjum landslið okkar í handknattleik
GÓÐUR árangur
landsliðs okkar í hand-
knattleik á heims-
meistaramótinu í Jap-
an hefur að veriju glatt
okkur og aukið stolt
okkar sem sjálfstæðr-
ar þjóðar, vitandi að
fjölmennið er ekki það
mikilvægasta í harðri
samkeppni í íþróttum,
listum eða viðskiptum.
Frammistaða liðsins
hefur svo sannanlega
raskað nætursvefni
þjóðarinnar og er tími
til kominn að við
„vöknum“ og förum
að styðja almennilega
við „strákana okkar“ svo að við
getum haldið áfram að gera kröfur
til þeirra um góðan árangur í alþjóð-
legum mótum. Það getum við til
dæmis gert með því að greiða heim-
senda miða í hinu
glæsilega happdrætti
HSÍ, en dregið er 10.
júní nk.
ísland hefur átt
landslið I A-heims-
meistarakeppni ellefu
sinnum. I þessari
keppni hefur fána ís-
lands aðeins vantað
fjórum sinnum, 1938,
1954, 1967 og 1982.
Stefnum að því að fáni
íslands blakti einnig í
Egyptalandi 1999 þar
sem hið ágæta lið okkar
á að eiga góða mögu-
leika á verðlaunasæti
eins og piltalandslið
okkar gerði þar 1993, þegar það
lenti í þriðja sæti.
Landslið okkar vann sér því mið-
ur ekki sæti á Ólympíuleikunum í
Atlanta 1996 en við höfum fylgst
Það kostar mikið að
byggja upp landslið á
heimsmælikvarða. Jón
Hjaltalín Magnússon
hvetur landsmenn til að
styrkja íþróttafólk okk-
ar með árframlögum.
með góðu gengi liðsins á Ólympíu-
leikunum 1972, 1984, 1988 og
1992. Styðjum liðið til að keppa í
Sydney árið 2000.
Við viljum eiga handknattleiks-
landslið í fremstu röð. En það kost-
ar mikið fjármagn að byggja upp
landslið á heimsmælikvarða og
halda úti öllum pilta- og stúlkna-,
karla- og kvennalandsliðum okkar
til að þjálfa afreksleikmenn sem
geta orðið í fremstu röð sem ein-
staklingar og sterk landsliðsheild.
Ef hver Islendingur sem áhuga
hefur á handknattleik legði árlega
til aðeins 100 krónur söfnuðust sam-
an 20 milljónir til landsliðsins en það
þarf um 50 milljónir árlega til að
þjálfa 16, 18, 21 árs pilta- og
stúlknalandslið okkar svo og karla- ,
og kvennalandsliðin. Styðjum því vel
við HSI, svo við getum gert sann-
gjamari kröfur til íþróttamanna
okkar en við stundum gerum.
Ég óska landsliðsmönnum okkar
í handknattleik, þjálfurum liðsins,
formanni og stjórn HSÍ til ham-
ingju með góðan árangur í Japan,
sem hugsanlega hefði getað orðið
betri, ef við hefðum fyrr stutt betur
við „strákana okkar“.
Höfundur er verkfræðingur og
áhugamaður um íþróttir.
Jón Hjaltalín
Magnússon
897 5523
Antiksýmng
Síðasti dagurinn - í dag frá kl. 14-22 á Grand Hótel Reykjavík.
Ekta aníik á lægra verði en nýtt
- allt að 40% afsláttur, t.d.
6 eikarstólar áður 45.000 Nú 26.000
Eikarskatthol 58.000 38.000
Mahognynáttborð, par 38.000 23.000
Hnotuskápur 64.000 39.000
Sólasett, mahogný, 6 hluíir 160.000 110.000
Gamalt kashkai-teppi, ea 305 x 210 íran 85.000 65.000
Serabend, íran ea 110 x200 Mir, Indland ca 160 x 220 65.000 69.000 39.000 32.000
L E MfiMil
v/sa htÉMáMÉáÉ*áÉfl ITIL 36 MÁNAÐAj AUtáað seljast
Klapparstíg 40, sími 552 7977
HÓTEL
REYKJAVÍK
c-