Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ-1997 13
FRÉTTIR
Kaup á Aburðarverksmiðjunni
Deilt um þátt-
töku borgar-
fyrirtækja
MEIRIHLUTI borgarráðs hefur
samþykkt fyrir sitt leyti þátttöku
veitufyrirtækja borgarinnar í
kauptilboði ásamt fleirum í hlutabréf
ríkissjóðs í Áburðarverksmiðjunni
hf. Hlutur veitufyrirtækjanna er 21%
eða rúmar 129,5 milljónir af 617
milljón króna tilboði. Borgarráðsfull-
trúar Sjálfstæðisflokks bókuðu að
ógjörningur væri að samþykkja til-
löguna að svo stöddu, þar sem stjóm
veitustofnana hafi ekki íjallað um
tilboðið. Tillagan verður rædd á
fundi borgarstjórnar á fimmtudag.
Á fundinum var lögð fram fyrir-
spurn frá borgarráðsfulltrúum
Sjálfstæðisflokks, þar sem óskað
var upplýsinga um hvaðan heimild
væri fengin til að leggja fram tilboð
frá borgarfyrirtækjum í Áburðar-
verksmiðjuna, þar sem ljóst væri
að engar umræður hefðu farið fram
í stjórn veitustofnana eða í borgar-
ráði um þessa aðgerð áður en tilboð-
ið var gert.
Hagsmunir borgarinnar
Borgarstjóri lagði þá fram til-
lögu, sem borgarráð samþykkti með
þremur atkvæðum gegn tveimur,
um að borgarráð heimilaði þátttöku
veitufyrirtækjanna í tilboðinu með
vísan til þess að framtíð verksmiðj-
unnar varðaði meðal annars hags-
muni borgarinnar og veitufyr-
Morgunblaðið/Halldór
FRÁ undirritun samningsins.
F.v.: Helga Thoroddsen, for-
seti bæjarstjórnar, Ingibjörg
Pálmadóttir heilbrigðisráð-
herra og Örn Kærnested, for-
stjóri Álftaróss.
Heilsugæsla í
Mosfellsbæ
irtækja. í tillögunni er bent á að
vegna atvinnuástands í borginni
væri mikilvægt að standa vörð um
þau 100 störf, sem væru í verk-
smiðjunni og að borgin hafi umtals-
verða hagsmuni af því að hafa áhrif
á framtíðarþróun verksmiðjunnar
vegna nálægðar hennar við íbúða-
byggð í Grafarvogi. Jafnframt að
ákveðið hafi verið að stofna undir-
búningsfélag um nákvæma könnun
á hagkvæmni þess að reka vetnis-
peroxíðverksmiðju hér á landi og
væru borgin og Vatnsveita Reykja-
víkur stærstu aðilar að verkefninu
en heppilegt væri samkvæmt forat-
hugun að staðsetja verksmiðjuna í
Gufunesi. Þá sé mikilvægt að innan
borgarmarkanna sé stór raforku-
kaupandi með tilliti til framtíðar
raforkuframleiðslu á Nesjavöllum.
Ámælisverð vinnubrögð
í síðari bókun sjálfstæðismanna
er ítrekað að Stjórn veitustofnana
hafi ekki komið að málinu og því
sé ógjörningur að samþykkja það
að svo stöddu. Fram kemur að ekk-
ert benti til þess að leggja ætti nið-
ur 100 störf í Áburðarverksmiðj-
unni og ekkert benti til að borgin
gæti ekki haft áhrif á starfsemi
verksmiðjunnar án þess að eiga 21%
hlut í henni. Þau vinnubrögð að
sniðganga stjórn veitustofnana
væru mjög ámælisverð.
Tilmæli til ráðherra
Þá lagði borgarstjóri fram tillögu
um að borgarráð beini þeim tiimæl-
um til landbúnaðarráðherra og rík-
isstjórnarinnar að við sölu Áburðar-
verksmiðjunnar verði höfð hliðsjón
af að um atvinnurekstur innan
borgarmarkanna væri að ræða, sem
árlega velti milljarði króna og hefði
margföldunaráhrif á aðra atvinnu-
starfsemi í borginni. Jafnframt að
tryggilega yrði gengið frá að þau
100 störf sem þar væru legðust
ekki niður.
Að síðustu segir í bókun Reykja-
víkurlistans að Stjórn veitustofnana
verði kynnt málið á fundi en að
fullt samráð hafi verið haft við
vatnsveitustjóra, hitaveitustjóra og
rafmagnsstjóra áður en tilboðið
hafi verið gert.
Raflínur á
Mosfellsheiði
Jarðstrengurerum2km
lengri en áður var áætlað
Mosfell:
.báerj
^Mosfeilsheiöi
íBÍnas
Sooslína H1
220 kV
Geitháls •'
Nesjavallavirkjun
lottlínur
Hengill
jarðslrengir
Frummat á umhverfisáhrifum Nesjavallalínu
Línan fari í jarð-
streng í Bringnm
ATHUGUN á frummati á um-
hverfisáhrifum fyrirhugaðrar lagn-
ingar Nesjavallalínu 1 frá Nesja-
völlum að Mosfellsdal er hafin hjá
Skipulagi ríkisins. Línunni er ætlað
að tengja fyrirhugað 60 MW raf-
orkuver Rafmagnsveitu Reykjavík-
ur á Nesjavöllum við höfuðborgar-
svæðið og er stefnt að því að línan
verði tilbúin til rekstrar síðari hluta
árs 1998.
Samkvæmt frummatsskýrslu
verkfræðistofunnar Línuhönnunar
felast mótvægisaðgerðir vegna
framkvæmdanna í lagningu jarð-
strengs hluta leiðarinnar og í því
að fella línuna að landslagi eftir
því sem unnt er. Ennfremur hefur
Landsvirkjun fallist á að rífa niður
Sogslínu 1 frá Jórukleif að Korpu
þegar Nesjavallalína 1 hefur verið
tekin í notkun.
Samkvæmt frummatsskýrslunni
er áætlað að leggja línuna í jörðu
frá Nesjavallavirkjun að Grafn-
ingsvegi, upp með veginum við
Selkleif í endamastur norðan við
Sogslínu 3, í allt 2,4 km. Frá Sel-
kleif er gert ráð fyrir að línan liggi
samsíða Sogslínu 3 yfir Hengla-
fjöllin vestur fyrir Sköflung og
þaðan til norðvesturs yfir Mosfells-
heiði, að þverunarpunkti Hval-
fjarðarlínu og Sogslínu 1. Þaðan
mun hún síðan liggja nær samsíða
Sogslínu 1 niður Mosfellsbringur
að eyðibýlinu Bringum. Frá Bring-
um að tengivirki Rafmagnsveitu
Línan felld að
landslaginu eins
og unnt er
Reykjavíkur við Korpu er fyrirhug-
að að leggja línuna í jörð meðfram
þjóðveginum, alls 13 km, en upp-
haflega var áætlað að línan myndi
liggja ofanjarðar niður undir Gljúf-
rastein og fara þar í jörðu um 11
km leið að Korpu.
Umhverfisáhrif fyrst og
fremst sjónræn
Línan verður að mestu gerð úr
stöguðum möstrum og verða burð-
armöstrin úr stálprófílum og
standa á steyptum undirstöðum en
á Hengilssvæðinu er gert ráð fyrir
frístandandi stálgrindarmöstrum.
Meðalhaflengd línunnar verður um
290 metrar og meðalhæð mastra
um 19 metrar. Leggja þarf malar-
borna fjögurra til fimm metra
breiða slóð að öllum möstrum á
leiðinni.
Samkvæmt matsskýrslunni lúta
helstu umhverfisáhrif fram-
kvæmdanna að sjónrænum áhrif-
um línunnar, einkum við enda
hennar í Grafningi, á Mosfellsheiði
vestan við Sköflung og næst end-
anum hjá Bringum í Mosfellsdal.
Þá gæti framkvæmdin haft einhver
áhrif á fuglalíf en tíu til tólf teg-
undir varpfugla eru skráðar á vot-
lendi við Geldingatjörn ofan við
Bringur. Enn er ekki ákveðið hvort
vegarslóði meðfram línunni yfir
Mosfellsheiði frá Bringum að
Sköflungi verði opinn almennri
umferð, en hún gæti valdið röskun
á gróðri og dýralífi.
Áætluð efnisþörf fyrir slóðagerð
er um 40.000-45.000 rúmmetrar
af möl, sem verður tekin úr námum
í Nesjalandi, í Leirvogstungulandi
og hugsanlega úr eyrum Þverár
hjá Hrafnhólum.
Frummatsskýrsla liggur
frammi til 4. júlí nk.
Frummatsskýrsian var lögð
fram 30. maí sl. á bæjarskrifstof-
um Mosfellsbæjar, hjá oddvita
Grafningshrepps, í Nesbúð á
Nesjavöllum, Þjóðarbókhlöðunni
og Skipulagi ríkisins og mun hún
liggja frammi á þessum stöðum til
4. júlí nk. Almenningur fær þannig
fimm vikur til að kynna sér fram-
kvæmdina og leggja fram athuga-
semdir sem skulu berast Skipulagi
ríkisins eigi síðar en 4. júlí. Leitað
verður umsagna frá bæjarstjórn
Mosfellsbæjar, oddvita Grafnings-
hrepps, Náttúruvernd ríkisins,
Hollustuvernd __ ríkisins, Náttúru-
fræðistofnun íslands, Þjóðminja-
safni íslands, Veiðimálastjóra og
Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis.
Auk þess er framkvæmdin kynnt
sveitarstjórn Kjósarhrepps og
Veiðifélagi Leirvogsár.
Úr 250
fermetr-
um í 600
HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ hef-
ur tekið húsnæði byggingafyrirtæk-
isins Álftaróss ehf. í Þverholti í
Mosfellsbæ á leigu fyrir nýja heilsu-
gæslustöð í Mosfellslæknisumdæmi.
Samningurinn er til fimmtán ára.
Jóhann Siguijónsson bæjarstjóri í
Mosfellsbæ segir að samningur þessi
sé endapunkturinn á talsverðri bar-
áttu sveitarfélaga í Mosfellslæknis-
umdæmi, þ.e. Kjalarness, Kjósar og
hluta Þingvallasveitar.
Heilsugæslustöðin hefur verið
rekin í tengslum við starfsemi Rey-
kjalundar í mörg ár í 250 fermetra
húsnæði en vegna stækkunar byggð-
arinnar var orðin brýn þörf fyrir
stærri heilsugæslustöð. Starfsemin
flyst í Þverholt og tekur heilsugæsiu-
stöðin til starfa þar um næstu ára-
mót í 600 fermetra húsnæði.