Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
r
FRÉTTIR
Leikskólakennarar
boða verkfall í haust
Samkeppnisráð úrskurðar um Markaðsráð kindakjöts
Krafa um
34% hækk-
un launa
LEIKSKÓLAKENNARAR hafa
samþykkt að boða til verkfalls er
hefjast skuli þann 22. september
nk. Meðal krafna er hækkun
grunnlauna um 34% næstu 3 árin.
Um 80% félaga í Félagi ís-
lenskra leikskólakennara greiddu
atkvæði um verkfallsboðun. 751
lýsti sig reiðubúinn til að fara í
verkfall eða 96,3%. en tæp 3%
höfnuðu verkfallsboðun.
Björg Bjamadóttir, formaður
Félags íslenskra leikskólakennara,
segir ákvörðun um boðun verkfalls
1 haust miða að því að gefa við-
semjendum góðan tíma og ráðrúm
til að fara yfir kröfur þeirra. Sum-
arið sé auk þess ekki hagstæður
verkfallstími þar sem böm séu þá
mikið til í leyfi frá skólunum. Krafa
leikskólakennara hljóðar upp á
hækkun grunnlauna í 110 þúsund
til aldamóta og er það um 34%
hækkun launa.
--------------
Akranes
Viðræður um
búddamusteri
FORSVARSMENN búddista áttu
í gær fund með bæjarráði Akra-
ness um að kaupa land bæjarins
við ströndiná í Innstavogi til móts
við Snæfellsjökul til að reisa
búddamusteri.
Gunnar Sigurðsson, forseti bæj-
arstjórnar Akraness, segir vel hafa
farið á með bæjarstjóra og búddist-
um á fundinum í gær og að líklegt
sé að gengið verði frá lóðarkaup-
um. Bæði hafi búddistum litist vel
á staðsetninguna og auk þess taki
bærinn engin sérstök gjöld fyrir
lóðina.
Búddistar hyggjast veija um 60
milljónum í framkvæmdir við 3
byggingar á landinu. „Þetta göfgar
mannlífið," sagði Gunnar.
Endurskoða þarf fyrir-
komulag niðurgreiðslna
SAMKEPPNISRÁÐ hefur sent frá sér álit þess
efnis að endurskoða verði fyrirkomulag niður-
greiðslna Markaðsráðs kindakjöts á lambakjöti.
Ráðið telur að núverandi fyrirkomulag sé til
þess fallið að hafa skaðleg áhrif á samkeppni.
Markaðsráð kindakjöts hefur heimild til að
veita fé til sláturleyfishafa í því skyni að stuðla
að verðlækkun á lambakjöti og aukinni sölu.
Samkeppnisstofnun barst í fyrra erindi frá kjöt-
vinnslunni Ferskum kjötvörum hf., þar sem fyr-
irkomulag niðurgreiðsinanna er gagnrýnt.
í áliti Samkeppnisráðs kemur fram að fyrir-
komulag markaðsaðgerða þeirra, sem Mark-
aðsráðið hafi umsjón með, sé með þeim hætti
að ráðið veiti það fé, sem það hafi yfir að ráða
í þessu skyni, til sláturleyfishafa. Ráðið ákveði
hversu mikil niðurgreiðslan skuli vera, hversu
mikið magn skuli niðurgreitt og á hvaða tíma.
Ekki sé um lagalega skyldu að ræða hjá slátur-
leyfishöfum að selja það kjöt, sem þeir fái niður-
greitt. Hins vegar dreifi Markaðsráðið upplýs-
ingum um niðurgreiðslurnar til verzlana og
kjötvinnslna, auk þess sem tilmælum sé beint
til sláturleyfishafa að selja kjöt á lækkuðu
verði til viðskiptavina sinna í hlutfalli við við-
skipti.
Hætta á mismunun
Samkeppnisráð telur að með því að fá kjöt á
niðurgreiddu verði sé kjötvinnslu veitt ákveðið
forskot til markaðssóknar í samanburði við kjöt-
vinnslu sem ekki fái niðurgreitt kjöt. Það sé
því mikilvægt að ekki eigi sér stað mismunun.
Sú staðreynd, að niðurgreiðslum sé beint til slát-
urleyfishafa en ekki kjötvinnslna eða verzlana
bjóði hins vegar heim þeirri hættu að mismunun
eigi sér stað milli sjálfstæðra kjötvinnslna og
þeirra, sem sláturleyfishafar eigi.
Samkeppnisráð er einnig þeirrar skoðunar
að með því að notast við „viðskiptasögu“ aðila
þegar niðurgreiddu kjöti sé dreift frá sláturleyf-
ishöfum séu sköpuð nokkurs konar „tryggðar-
tengsl“ milli sláturleyfishafa annars vegar og
kjötvinnslna hins vegar, sem séu til þess fallin
að draga úr samkeppni.
Höft og forræðishyggja
Samkeppnisráð segir loks að fyrirkomulag
niðurgreiðslnanna sé til þess fallið að hafa skað-
leg áhrif á samkeppni. „Þá er ekki sízt haft í
huga, að stjórnkerfí landbúnaðarins, og þá fram-
leiðsla og sala kindakjöts, er markað höftum
og forræðishyggju þar sem opinberum afskipt-
um er ætlað að hafa áhrif á neyzlu. Það ber
því sérstaklega brýna nauðsyn til að þeir aðilar
sem starfa innan stjómkerfis landbúnaðarins
gæti réttlátra og sanngjarnra reglna þegar um
aðgerðir er að ræða sem ætlað er að hafa áhrif
á búvörumarkaðinn og verzlun með búvörur,"
segir í áliti ráðsins.
Vestfjarðadeilan enn í hörðum hnút
Verkbann boðað hjá
Básafelli eftir viku
Morgunblaðið/Golli
Loftköst
OFURHUGAR á hjólabrettum
eru tíðir gestir á Ingólfstorgi
og halda áhorfendum hugföngn-
um með dirfskufullum tilþrifum
sínum.
Byrjunar-
örðug- ^
leikar FÍ
TAFIR verða til að bytja með
á áætlun hins nýja Flugfélags
íslands, sem tók formlega til
starfa í gær.
Að sögn Páls Halldórsson-
ar, framkvæmdastjóra FÍ,
tókst ekki að ljúka við þjálfun
nýrra áhafna vélanna í tæka
tíð fyrir stofnun félagsins. Sú
óvissa sem lengi ríkti um það
hvort af samrunanum yrði
vegna skilyrða sem Sam-
keppnisstofnun setti og síðan
tiltölulega skjót tilurð flugfé-
lagsins gæti verið skýring á
röskun áætlunar. Einnig hafí
orðið tafir á komu 2 nýrra
flugvéla til flugfélagsins en
þær séu væntanlegar innan
skamms.
„Fyrstu dagana í júní erum
við í smá vandræðum með að
halda uppsettri áætlun en ég
býst við að það verði leyst nú
á næstu dögum,“ segir Páll.
Verið er að bæta við nýju
starfsfólki en þeir sem áður
störfuðu hjá innanlandsflugi
Flugleiða og Flugfélagi Norð-
urlands halda sínum störfum.
Mál Hanes-hjónanna í héraðsdómi
Lagaskilyrðum til
framsals fullnægt
BOÐAÐ hefur verið verkbann hjá
Básafelli á ísafirði af hálfu Vinnu-
málasambandsins vegna þeirra
starfsmanna sem ekki eru í verk-
falli. Önnur samtök vinnuveitenda
hafa ekki boðað verkbann fýrir
hönd félagsmanna sinna. Engin ný
skref voru sjáanleg í lausn deilunn-
ar í gærkvöld.
Verkbannið hjá Básafelli á að
ganga í gildi á miðnætti 11. júní
næstkomandi. Nær það til alls 16
starfsmanna í landvinnslu hjá Bása-
felli, þeirra sem eru í Verkstjórafé-
lagi Vestfjarða, Vélstjórafélagi ísa-
fjarðar og_ Sveinafélagi bygginga-
manna á ísafirði. Verkbannið nær
einnig til félaga í Baldri.
„Þetta er það úrræði sem við
höfum því það segir sig sjálft að
það er ekki sjálfgefið að menn geti
byijað vinnslu nokkrum klukku-
stundum eftir að samningar takast
og erum við bara að undirstrika
okkar rétt án þess að ég sé að segja
að það verði verulegur dráttur,"
segir Halldór Jónsson vinnslustjóri
hjá Básafelli.
Einar Jónatansson formaður
Vinnuveitendafélags Vestfjarða
sagði að engin ákvörðun hafi verið
tekin um verkbann hjá félögum
þess og sömu sögu er að segja af
hálfu VSÍ en þar er málið í athug-
un. Básafell er stærsta fiskvinnslu-
fyrirtækið á Vestfjörðum.
„Við erum svo sem ekki skelfingu
lostnir en ég vona að nú fari að
finnast einhver flötur á lausn deil-
unnar. Báðir aðilar þurfa að fara
að skoða sinn gang alvarlega því
deilan er farin að hafa veruleg áhrif
á allt og örugglega engum til hags-
bóta hvað hún er orðin löng,“ sagði
Guðmundur Þór Kristjánsson, vél-
stjóri og formaður Vélstjórafélags
ísafjarðar. Verkbannið hjá Bása-
felli nær til fjögurra vélstjóra ef til
kemur og segir Guðmundur þá að
mestu hafa unnið að viðhaldsverk-
efnum sem hafa orðið að bíða.
Ekki gæfulegt spor
Pétur Sigurðsson, forseti ASV,
segir sjaldgæft að vinnuveitendur
grípi til verkbanns. „Mér finnst
þessi fyrstu spor Vinnumálasam-
bandsins hér á Isafirði ekki gæfuleg
því þetta hefur ekki verið gert áður
hér,“ segir Pétur og sagði sjáanlegt
að taka ætti öðruvísi á málum hjá
því en gert hefur verið hjá Vinnu-
veitendafélagi Vestfjarða.
FELLDUR var sá dómur í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gær að fullnægt
væri lagaskilyrðum til framsals
Hanes-hjónanna bandarísku sem
þarlend yfírvöld fóru fram á vegna
refsimáls sem hefur verið höfðað á
hendur þeim vestra. Hafa Hanes-
hjónin ákveðið að áfrýja úrskurðin-
um til Hæstaréttar.
Forsaga málsins er sú að banda-
rísk yfirvöld óskuðu þess í bréfi til
utanríkisráðuneytisins íslenska
hinn 4. mars sl. að Connie Jean
Hanes og Donald Hanes yrðu fram-
seld til Bandaríkjanna vegna refsi-
máls sem höfðað hefur verið á hend-
ur þeim í Arizona-fylki. Er meint
brot þeirra brottflutningur barnsins
Zenith Elaine Helton frá Bandaríkj-
unum til íslands en yfirvöld höfðu
falið barnið í umsjá Kelly Helton.
Rannsóknarlögreglu ríksins var
heimilað að taka barnið úr vörslu
Hanes-hjónanna og var það síðar
afhent starfsliði bandaríska sendi-
ráðsins og fór með móður sinni úr
landi í kjölfar þess.
Hanes-hjónin kröfðust úrskurðar
Héraðsdóms Reykjavíkur um hvort
lagaskilyrði væru fyrir hendi um
framsal þeirra en framsalsbeiðnirn-
ar byggjast á samningi um framsal
sakamanna til Bandaríkjanna og
Danmerkur frá 6. janúar 1902 og
viðbótarsamningi frá 1905. Veij-
andi hjónanna taldi ekki skilyrði til
framsals þar sem beiðnirnar væru
grundvallaðar á samningi en ekki
lagaákvæðum, og taldi einnig að
mannúðarástæður mæltu gegn
framsali, en dómurinn féllst ekki á
þessi sjónarmið.
I
I
»
I
I
a
i
i
t
I
5
í
I
.Jj