Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997 43
BRÉF TIL BLAÐSINS
Gatan gleymda
Frá Torfa Guðbrandssyni:
MEÐ sívaxandi umferð bifreiða
hefur sums staðar myndast mikil
mengun í Reykjavík. Einkum
kvarta íbúar við Miklubraut undan
óþægindum sem starfa bæði af
hávaða og loftmengun. Og þessar
kvartanir eiga við rök að styðjast,
um það er enginn ágreiningur.
Hitt er meira vafamál, hvemig
leysa eigi þennan vanda. Bent hef-
ur verið á þá leið að hleypa umferð-
inni undir yfirborð jarðar og leiða
hana þannig í lokuðum stokki fram
hjá viðkvæmustu svæðunum, sem
eru frá Snorrabraut austur að
Stakkahlíð. Þessari lausn hefur
verið vel tekið af mörgum þunga-
vigtarmönnum. En þegar betur er
að gáð hefur hún marga galla,
bæði hvað varðar kostnað og eðli-
lega umferð á svæðinu. Hér skal
því bent á annan kost sem taka
þarf til athugunar áður en hafist
er handa við úrbætur.
Þannig hagar til, að samhliða
Miklubrautinni er önnur gata sem
var breikkuð fyrir nokkrum árum
þ.e.a.s. Suðurlandsbrautin. Stóðu
lagfæringar á götunni mánuðum
saman. Þetta var sannarlega þarft
verk og vonuðu þeir sem áhuga
höfðu fyrir umferðarmálum að
gatan yrði framlengd og tengd
með brúagerð við Bíldshöfða. En
skyndilega var verkinu hætt og
Suðurlandsbrautinni lokað í aust-
urendann með lykkju og er hún
þar með orðin að hálfgerðri blind-
götu sem engar væntingar eru
bundnar við.
Væri nú ekki bæði einfaldara
og ódýrara að opna Suðurlands-
brautina og aka hana áfram yfir
Sæbrautina og Elliðaárnar inn á
Bíldshöfðann og bægja þannig frá
Miklubrautinni umferð þeirra bif-
reiða sem ekið er af svæðum norð-
an hennar til Ártúnshöfða og
Grafarvogs? Slík skipulagsbreyt-
ing mundi létta dijúgum umferð-
arþunga af Miklubrautinni.
Annað atriði vil ég og nefna,
sem gæti bætt umferðina að mikl-
um mun. Við eigum að nota
strætisvagnana meira en við ger-
um nú. Það ætti að vera tíska að
fara með strætó í bæinn. Margir
sneiða hjá strætó af því að þeim
finnst langt á milli ferða. Þarna
getur stjórn SVR komið til móts
við fólkið með tíðari ferðum og
minni vögnum. Litlir léttir og lipr-
ir vagnar eru algjör forsenda fyrir
tíðum ferðum og bestu þjónustu.
Stóra vagna þarf aðeins á álags-
tímum. Þeir eiga alls ekki að vera
á ferðinni allan daginn, því að
hver hefur efni á að keyra 100
tonnum af stáli daglega fyrir ekki
neitt? (50 vagnar x 2 aukatonn =
100 tonn).
TORFIGUÐBRANDSSON,
Bogahlíð 12, R.
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
Sumarskór í úrvali
Verð
5.995,
Tegund: 3696
Litir: Svartur, brúnn
og blár
Stærðir: 36-42
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS 5% STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR
Tökum á móti notuðum skóm til handa bágstöddum
STEINAR WAAGE
SKOVERSLUN
SlMI 551 8519
# \oppskórinn
f JL VELTUSUNDI • INGÓLFST0GI • SÍMI: 21212
STEINAR WAAGE
SKOVERSLUN »
SÍMI 568 9212 ■»?
Er áhættan þess virði?
Frá Orra Björnssyni:
ÞEGAR tekin er
ákvörðun um hvar
langtíma- eða eftir-
launasparnaður er
ávaxtaður er rétt að
spyija nokkurra mikil-
vægra spurninga áður
en söfnun hefst. Er
fjármálastofnunin ör-
ugg og traust? Er
gjaldmiðillinn sterkur,
og stöðugur til lengri
tíma litið? í hveiju er
sparnaðurinn ávaxt-
aður? Og síðast en
ekki síst, hver er
ávöxtunin? Á íslandi
bjóðast orðið nokkuð margir kostir
til lantímaávöxtunar og vinsældir
hlutabréfasjóða hafa verið miklar
á síðustu árum vegna hárrar
ávöxtunar. Allir vita þó að hækkun
síðustu ára hér á landi mun ekki
halda endalaust áfram og einhvern
tímann kemur niðursveifla sem
enginn veit hvað verður mikil.
Erlendir hlutabréfasjóðir
í öðrum löndum með þroskaðri
fjármálamarkaði eru sveiflur al-
kunnar og allir vita að áhættan
er mikil þegar keypt eru hluta-
bréf. Af þeim sökum eru margir
sem fjárfesta frekar í hlutabréfa-
sjóðum til að dreifa áhættu og
minnka sveiflur. Það dugar þó
ekki til að koma í veg fyrir sveifl-
urnar. Jafnvel virt fyrirtæki, eins
hið breska Sun Life með alla þá
sérfræðinga sem þar
starfa, ráða ekki við
sveiflur hlutabréfa-
markaðarins og þurfa
stundum að sætta sig
við tugprósenta fall á
hlutabréfasjóðum sín-
um. I úttekt þýska
tímaritsins Capital í
apríl sl. á japönskum
hlutabréfasjóðum kom
fram að hlutdeildar-
skírteini í Sun Life
Japan Gr. sjóðnum
hafa á síðustu þremur
árum fallið í verði um
87,8%.
Áhætta eða öryggi
Ef tölur eru skoðaðar kemur í
ljós að há ávöxtun í langan tíma
getur á fáum árum orðið að engu
jafnvel hjá virtustu fyrirtækjum.
Ef við tökum tvö dæmi um fimmt-
án ára sparnað annars vegar í
hlutabréfasjóði og hins vegar söfn-
unarlíftryggingu hjá Allianz Leben
AG í Þýskalandi verður þessi mun-
ur augljós.
Sparnaður hófst í apríl 1982,
borgað var út í apríl 1997. Lagðar
voru inn 15.000 krónur á mánuði
allan samningstíman. Reiknað er
með meðalársvöxtum söfnunarlíf-
tryggingar hjá Allianz Lebens-
versicherungs AG síðustu fimmtán
árin 7,64%. Hjá hlutabréfasjóðnum
er reiknað með 15% ársávöxtun
fyrstu tólf árin og svipuðu falli og
hjá Sun Life Japan Gr. síðustu
þijú árin.
Dæmi A: Söfnunarlíftrygging hjá
Allianz Leben.
15.000 krónur. á mánuði-í fimmtán
ár á 7,64% ársvöxtum útborgun
var krónur 4.916.793.
Dæmi B: Hlutabréfasjóður.
15.000 krónur á mánuði í fimmtán
ár, fyrstu tólf árin var gríðarleg
ávöxtun eða 15% á ári en síðustu
þijú árin var ávöxtunin neikvæð
um 14,5% á ári, svipað og hjá Sun
Life Japan Gr, útborgun í samn-
ingslok var því krónur 3.915.160.
Niðurstaða ^
Þrátt fyrir helmingi hærri ávöxt-
un hlutabréfasjóðsins lengst af
samningstímanum skilaði söfn-
unarlíftryggingin 25,6% hærri
upphæð til útborgunar. Það munar
um minna fyrir flesta. Þessi dæmi
sýna að jafnvel traust og virt fyrir-
tæki með færustu fjármálaspek-
inga sem fjárfesta á háþróuðum
hlutabréfamarkaði með traustan
gjaldmiðil ráða ekki við þær gríðar-
legu verðsveiflur sem verða á
hlutabréfum með ákveðnu millibili.
Og enginn getur sagt fyrir með
vissu hvaða markaður hrapar næst
og hvaða markaður stígur. Þessi
dæmi ættu því að kenna okkur að -
hlutabréf geta seint talist örugg
fjárfesting og að vafasamt er að
festa lífeyri sinn í hlutabréfasjóð-
um hversu traust sem fyrirtækið
sem sér um sjóðinn kann annars
að vera.
ORRI BJÖRNSSON,
fulltrúi hjá Allianz
söluumboði ehf.
Orri
Björnsson
Auglýsendur athugið
breyttan skilaftest
á atvinnu-, rað- og smáauglýsingum
sem eiga að birtast í sunnudagsblaðinu
Auglýsingatexta og/eða tilbúnum atvinnu-, rað- og smáauglýsingum sem
eiga að birtast í sunnudagsblaðinu, þarf að skila fyrir kl. 12 á föstudögum.
Auglýsingadeild
Sími 569 11 11 » Símbréf 569 11 10 • Netfang: augl@mbl.is
ITORG FUNAHÖFÐA 1 S. 587 7777
Ragnar Lövdal,
lögg. bifreiðasali
Volvo 8S0 GLE árg. 1995.
Grásans, sjálfskiptnr ABS, ekiim
25.000 k 'm. ' Verð 2.290.000,-
skipti.
Toyota Corolla Special Series
áre. 199L, silfurgrár.
Ekinn 61.000 km.
Vcrð 1.090.000,- Skipti.
Ford Taurus STW árg. 1993,
silfitt; 7 manna, V6 3000,
siálfskiptur. Ekimi 65.000 km.
Verð 1.580.000,- Skipti.
Nissan Patrol GR árg. 1991,
svartur, álfelgur.
Verð 2.250.000,- Skipti.
• arg. 1;
fullinnréttaður húsbtll.
'Verð 2.490.000,- Skipti.
JaguarXJ 6 atg. 1988,
vmrauðut; lcðursæti, rafm. í óllu.
Einn meiríbáttar. Bíll ckinn aðeins
90.000 km. Verð 1.730.000,-
Skipti.
''ÍST' VANTAR ALLAR GERDIR BILA A SKRA - VISA OG EURO RAÐGREIÐSLUR