Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1997 53 MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP 0 Eg mæli með Myndbandstækið stöðugt í notkun INGIBJÖRG segir að á hennar heimili sé „vídeótækið í stöðugri notkun. Fjölskyldan mín horfir mikið á sjónvarpið, auk þess að leigja og eiga margar skemmtileg- ar spólur. Uppáhaldsmyndirnar mínar eru þær sem hafa þessa fullkomnu bíóást sem alla dreymir um.“ Biluð ást Mad love - 1996 Leikstjóri: Antonia Bird. Drew Barry- more og Chris O’Donnel. „Drew er uppáhaldsleikkonan mín, og mér finnst hún æðisleg. Þessi mynd segir manni að ást geti sigrað næstum því hvað sem er. Hún fjallar um strák sem er ábyrgur, reglusamur og góður í skólanum. Hann verður ástfanginn af stúlku sem er kærulaus, villt og skítsama um skólann. Þau stijúka til þess að fá að vera ástfangin í friði. En allt snýst á móti þeim. Hún er geðveik og þarf hjálp lækna. Samt er myndin yndisleg, með ekta draumaást sem alla dreymir um. Ég get horft á hana aftur og aftur. Lög- in í myndinni eru æðisleg og setur það punktinn yfir i-ið.“ Á ystu nöf Point break -1991 Leikstjóri: Kathryn Bigelow. Keanu Reeves og Patrick Swayze. „Þetta er mynd sem fjallar um fjóra brim- brettagæja. Þeir ræna banka í dular- gervi fyrrum forseta Bandaríkjanna. Þannig geta þeir fjármagnað enda- laus ferðalög milli staða þar sem sumarið er og öldur til að brima í. Þeir endurtaka leikinn oftar en einu sinni, en lögreglunni tekst ekki að hafa hendur í hári þeirra. Ein efnileg lögga er send á stað þar sem þeir eru. Hún kynnist ræningjunum, og þá byrjar spennan. Það sem mér finnst flottast eru fallhlífarstökkin, og hvað aðallleikararnir eru alltaf á bláþræðinum með það að drepa sig. Þetta allt upplifir maður með þeim á sinn eigin hátt. Áhættuatriðin eru æðisleg." Morgunblaöið/Ásdís „Ástarmyndir eru mitt uppáhald." Sódóma Reykjavík Sódóma Reykjavík -1992 Leikstjóri: Óskar Jónasson. Björn Jörundur Friðbjörnsson, Helgi Björnsson, Ham og fleiri. „Þegar myndin er nefnd á nafn hlæja allir og segja „Unnur, Unnur, af hveiju ertu svona blá?“ Allir vita um hvaða mynd er verið að tala; söguþráðurinn snýst um eina fjarstýringu. í henni eru margar góðar setningar sem allir eru búnir að ofnota. Ég hef horft á myndina u.þ.b. 200 sinnum, og hlæ alltaf að bröndurunum, fyrir utan það að kunna megnið af mynd- inni utan að.“ Fríöa og dýrið Beauty and the Beast - 1991 Leikstjórar: Gary Trousdale, Kirk Wise. Raddir: Paige O’Hara, Robby Benson og Jerry Orbach. „Þetta er eitt af meistaraverkum Disneys, og er mitt uppáhald. Af hveiju? Hún er vel teiknuð, lögin falleg og alltaf þegar ég horfi á hana minni ég mig á að útlit, vinsældir og föt segja ekkert, það er hinn innri maður.“ Kvikmyndafréttir MEL Gibson og Chen Kaige, leikstjóri „Farew- ell, My Concubine", hafa fundað að undanfömu til þess að ræða kvikmynda- gerð á sögu Charles Dic- kens „A Tale of Two Cities". Á meðan aðdá- endur Gibson bíða eftir klassíkinni geta þeir horft á stjömuna í „Conspiracy Theory" sem verður sýnd í sumar. Michael Douglas leikur næst í „The Gen- eral’s Daughter". Mynd- in er byggð á skáldsögu Nelson DeMille og segir frá leynilögreglumanni hjá hernum sem þarf að rannsaka morð á dóttur yfírmanns í hernum. Kelsey Grammer, Frasier sjálfur, ætlar að leika höfund spennusagna í „Writer’s Block“. Þegar hann verð- ur uppiskroppa með einkaspæjara- hugmyndir ákveður hann að bjarga fjárhagn- um með því að skrifa barnabækur. Amanda Donahoe leikur á móti Grammer. Billy Crystal og Kat- hleen Quinlan leika saman í „My Giant“. Crystal fer með hlutverk manns sem uppgötvar alvöru risa. Leikmaður Washington Bullets, Gheorghe Gulliver, leik- ur risann. Mike Leigh, leikstjóri „Secrets & Lies“ hefur hafíð vinnu við sína næstu mynd. Vinnutitillinn, „Un- titled ’98“, segir ekki mikið en mynd- in verður ólík fyrri myndum Leigh ef rétt er farið með umfjöllunarefnið. Hún á að fjalla um samstarf Gilbert og Sullivan þegar þeir sömdu gam- anóperuna Míkadó. Michael Douglas í „The General’s Daughter". Kvikmyndir ættleiddar ÍTÖLSK stjórnvöld hvetja nú borgar- og sveitarstjórnir til þess að koma í veg fyrir eyð- ingu gamalla ítaiskra kvik- mynda með því að ættleiða þær. Ættleiðingin felst í því að bæjar- og sveitarfélög velja myndir og sjá um að fjármagna varðveislu þeirra. Yfir sextíu bæjar- og sveitar- stjórnir hafa ákveðið að taka þátt í þessu verkefni og velja þá oft myndir sem hafa verið kvikmyndaðar í þeirra umdæmi eða tengjast því á annan hátt. Meðal þeirra mynda sem hafa verið valdar eru „Amarcord", „Reiðhjólaþjófurinn", „Paisan“, og „Orrustan um Alsír“. Annars er valið mjög fjölbreytt, listræn- ar myndir, metsölumyndir, og myndir sem enginn vildi sjá þegar þær voru frumsýndar. Sumarfrí á íslandi Sunnudaginn 15.júní nk. verðursérblaðið Ferðalög helgað sumarfríum á íslandi. Veitt verður innsýn í hvað hægt er að gera í fríinu, hvort sem er fyrir einstaklinga, hópa, ævintýrafólk eða fjölskyldur. Litið verðurá ýmsa ferða- og gistimöguleika og athyglisverðir áningarstaðir skoðaðir. Meðal efnis: • Siglingar • Hestaferðir • Jöklaferðir Gönguferðir • Tjaldsvæði • Sundstaðir • Fugla- og hvalaskoðun • O.fl. Þá verður undirbúningurinn fyrir fríið skoðaður, hvort sem eru i I HP 690C HEIMILISPRENTARINN 22.900 600 pát svört prentun 360 pát lltaprentun 5 stður á mín í svörtu 3 síður á mín í lit Tekur IJósmyndahylkl BT. Tölvur Grensásvegi 3 -108 Reykjavík Slml: 5885900 Fax: 5885905 OpMvlikidagilrt 10-19 F R Á B Æ R T VORTILBOÐ 133 MHZ Targa turnvél Intel 133 mhz örgjörvi 16mb innra minni 14" stafrænn litaskjár 1080 mb harður diskur 16 hraða geisladrif 16 bita hljóðkort 25w hátalarar Lyklaborð & mús Windows '95 m/bók 5 íslenskir nýir leikir STGR 900 gönguskórnir, fatnaðurinn eða bíllinn. Sumarbústaðaeigendur verða sóttirheim og rætt verður við ýmsa þaulreynda ferðalanga, umhirða umhverfisins skoðuð og girnilegar grilluppskriftir birtar. Sumarfrí á íslandi - með í ferðalagið! í blaðinu verður stórt íslandskort með gagn- legum upplýsingum fyrirferðamenn á faralds- fæti. Þar er einnig að finna krossgátur og annað efni fyrir börn og fulíorðna, tilgagns og gamans í fríinu. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12.00 mánudaginn 9. júní. Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn auglýsingadeildar í síma 569 1111 eða í bréfasíma 5,69^ 1110. - kjarni málsins! 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.