Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997 39
SKÓLASLIT
Stýrimanna-
skólanum í Eyjum
slitið í síðasta sinn
33 ára sögu skólans lokið
Vestmannaeyjum - Stýrimanna-
skólanum í Eyjum var slitið fyrir
skömmu og voru það síðustu
skólaslit í sögu skólans þar sem
hann verður nú lagður niður og
námið fellt inn í nám Framhalds-
skólans í Eyjum. Með skólaslitun-
um nú lauk því 33 ára sögu þessa
skóla sem hefur frá því hann var
stofnsettur útskrifað 362 nemend-
ur með skipstjórnarpróf af 2. stigi.
Friðrik Asmundsson, skóla-
stjóri, kom víða við í skólaslita-
ræðu sinni. Hann byijaði ræðu
sína, eins og ávallt áður, á því að
minnast þeirra sjómanna sem far-
ist hafa við störf sín frá síðustu
skólaslitum. Hann fjallaði síðan
um þá miklu sjóskaða sem orðið
hefðu undanfarna mánuði og þau
verðmæti sem tapast hefðu við
strand Vikartinds og þegar Dísar-
fellið sökk. Friðrik sagði að því
miður hefðu orðið manntjón í
skipssköðum undanfarna mánuði
en hann gæti ekki varist þeirri
hugsun hvernig hefði farið ef sjó-
setningarbúnaður gúmbjörgunar-
báta, flotgallar og björgunarþyrla
hefðu ekki verið til staðar. Allir
sem hefðu ýtt á að nýjustu björg-
unartækin væru um borð og kaup-
in á þyrlunni TF-Líf ættu miklar
þakkir skildar.
Hann hrósaði útgerðarmönnum,
sérstaklega í Vestmannaeyjum,
fyrir skjót viðbrögð þegar ný
björgunartæki hafa komið á mark-
að en sagði aftur á móti ólíðandi
hvernig starfsmenn þeirra í
Reykjavík hafa barist á móti sjó-
setningarbúnaði björgunarbáta,
þrátt fyrir að Sigmundsbúnaður-
inn hefði staðist allar kröfur sam-
kvæmt prófunaraðferðum Iðn-
tæknistofnunar. Hann sagði að
þrátt fyrir að sjö af átta nefndar-
mönnum samgönguráðuneytis
sem úölluðu um þessi mál mæltu
með því að Sigmundsbúnaðurinn
yrði settur í allan flotann þá gerð-
ist ekkert í þeim efnum þar sem
ráðuneytið frestaði stöðugt að
gefa út reglugerð sem fyrirskipaði
að þetta björgunartæki færi um
borð í alla báta. Friðrik sagði
þennan seinagang enn undarlegri
í ljósi þess að menn væru alltaf
af og til að bjargast fyrir tilkomu
þessa búnaðar og nú teldu 22 sjó-
menn sig eiga lif sitt þessum bún-
aði að þakka.
Friðrik sagði að skólaslitin væru
síðustu skólaslit Stýrimannaskól-
ans í Vestmannaeyjum. Þetta
væru 31. skólaslitin í 33 ára sögu
skólans en starfsemi hans hefði
legið niðri tvö ár eftir eldgosið
1973. Hann sagði að á þessum
árum hefðu 352 nemendur lokið
2. stigi frá skólanum og rúmlega
helmingur þeirra, 190, hefði komið
annarstaðar að en frá Eyjum.
Þessir nemendur hefðu flutt til
Eyja til að hefja nám í Stýri-
mannaskólanum og um 40 þeirra
hefðu sest að í Eyjum er námi
lauk og byggju þar enn og störf-
uðu sem stýrimenn, skipstjórar
eða útgerðarmenn.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
SÍÐUSTU útskriftarnemar Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum ásamt kennurum og skólastjóra.
Framhaldsskólinn yfirtekur
skipstj órnarnámið
Friðrik fjallaði um þær breyt-
ingar sem framundan væru á
skipstjórnarnáminu og yfirtöku
Framhaldsskólans á skipstjórn-
arnáminu í Eyjum. Sagði hann
að forsvarsmenn Stýrimannaskói-
ans hefðu aldrei verið ánægðir
með að skólinn sameinaðist Fram-
haldsskólanum en nú væri búið
að setja lög í þeim efnum sem
fara yrði eftir. Hann sagði að
breytingarnar leiddu af sumu leyti
gott af sér en sá skuggi hvíldi
yfir að hið eiginlega fagnám skip-
stjórnar aflegðist í Eyjum í náinni
framtíð.
Friðrik afhenti síðan nemend-
um prófskírteini sín. Fimm nem-
endur luku prófi af 1. stigi. Hæst-
ur varð Ólafur Ólafsson, með
meðaleinkunn 9,08, sem er ágæt-
iseinkunn. Annar varð Trausti R.
Traustason með 8,78 í meðalein-
kunn og þriðji Theodór Haralds-
son með meðaleinkunn 8,61.
Atta nemendur luku prófi af
2. stigi og var meðaleinkunn nem-
endanna 8,08. Hæstur varð Einar
Ólafur Ágústsson með meðalein-
kunn 9,29, sem er ágætiseinkunn.
Annar varð Bjarni Halldórsson
með meðaleinkunn 9,26 og þriðji
Hrafn Sævaldsson með meðalein-
kunn 8,45.
Ýmsar viðurkenningar voru
veittar fyrir_námsárangur.
Friðrik Ásmundsson, skóla-
stjóri, afhenti síðan fjórum aðilum
sem lengst hafa starfað við skól-
ann með honum smá skilnaðar-
gjöf. Þeim Hilmari Rósmundssyni
og Þórði Rafni Sigurðssyni, sem
lengst allra hafa setið í skóla-
nefnd, Brynjúlfi Jónatanssyni,
tækjakennara, en hann hefur
kennt við skólann frá stofnun
hans, og Sigurgeir Jónssyni sem
kennt hefur við skólann frá árinu
1983 er hann lauk þar námi sjálf-
ur.
Sigurður Einarsson, formaður
skólastjórnar Framhaldsskólans í
Eyjum, tók til máls á skólaslitun-
um og sagði að vel yrði tekið á
móti nemendum Stýrimannaskól-
ans í Framhaldsskólanum. Hann
lét að því liggja að ekki væri úti-
lokað að framhald yrði á skip-
stjórnarnámi í Eyjum í framtíð-
inni, þrátt fyrir breytt fyrirkomu-
lag.
Að skólaslitum loknum var
gestum boðið upp á kaffi og með-
læti sem konur úr slysavarna-
deildinni Eykyndli sáu um að
vanda.
Sauðárkróki - Skólaslit Fjöl-
brautaskóla Norðurlands
vestra fóru fram laugardag-
inn 24. maí sl. í hátíðarsal
skólans að viðstöddu fjöl-
menni.
f skólaslitaræðu Jóns Fr.
Hjartarsonar, skólameistara,
kom fram að starf skólans hef-
ur verið þróttmikið á því skóla-
ári sem nú er að ljúka, en einn-
ig að skólahaldið hafi í stórum
dráttum verið með viðlíka sniði
og undanfarin ár. Það nýmæli
var, að í upphafi skólaárs var
lögð viðamikil könnun fyrir
nemendur varðandi þá þjón-
ustu sem skólinn veitir, um
kennslu, afgreiðslu og stjórn-
unarstörf, og hefur þegar ver-
ið unnið úr öllum niðurstöðum
og munu þær nýttar til þess
að bæta sem mest skólastarf
allt á komandi misserum.
Sagði skólameistari þetta
vera lið í þeirri gæðastjórnun
og þeirri viðleitni sem hver
skóli sem stofnun yrði að rækja
sem best og yrði hér ekki látið
staðar numið.
Á skólaárinu stunduðu 508
nemendur nám við skólann,
þar af bjuggn 174 í heimavist,
en mjög hefur á undanförnum
árum verið sótt eftir að fá fjár-
veitingar til þess að stækka
heimavistina verulega, og
ræddi skólameistari þau ný-
settu lög er kvæðu á um
breytta kostnaðarskiptingu
milli ríkis og sveitarfélaga
varðandi þessi mál.
Sagði hann þessa skipan
mála veruleg vonbrigði, ekki
síst fyrir þá sök að Norðurland
vestra hefði um áratuga skeið
búið við ósanngjarnari kostn-
Morgunblaðið/Björn Bjömsson
ÚTSKRIFTARNEMAR Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra ásamt skólameistara.
Skólaslit Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra
7 7 nemendur útskrifaðir
eftir þróttmikið skólaár
aðarbyrði en sveitarfélög í öðr-
um kjördæmum við byggingu
framhaldsskóla, og nefndi það
himinhrópandi misrétti. Þá
gerði skólameistari grein fyrir
starfsemi Farskóla Norður-
lands vestra sem starfað hefur
á vegum Fjölbrautaskólans, en
þar hafa 748 nemendur sótt
71 námskeið af ýmsum toga,
sem haldin voru á 10 stöðum í
kjördæminu.
77 nemendur
brautskráðir
Að þessu sinni brautskráð-
ust 77 nemendur frá skólanum,
45 stúdentar, en 32 nemendur
af hinum ýmsu iðnfræðslu-,
vélstjórnar-, uppeldis-, við-
skipta- og sjúkraliðabrautum.
Við skólaslitin flutti kveðjuorð
nemenda Guðmundur Otti Ein-
arsson nýstúdent, en Jón Egill
Bragason flutti kveðju 10 ára
stúdenta.
Þá söng Svana Berglind
Karlsdóttir nokkur lög við
undirleik Rögnvalds Valbergs-
sonar. í lokaorðum sínum
ávarpaði Jón Fr. Hjartarson
nýstúdenta sérstaklega og
spurði: „í hvaða anda viljið þið
lifa og starfa?“
Vitnaði hann í ræðu sinni
til, meðal annars, helgra bóka,
sem hann sagði þétt af heilræð-
um og siðferðilegum dæmisög-
um, en einnig til bókar séra
Arnljóts Olafssonar Auðfræði,
en þar segir: „Fyrir því verðum
vér að hafa vit í kolli, hug í
bijósti, þor í hjarta og bein í
hendi til að verjast og reka
órétt og ósannindi oss af hönd-
um og út úr mannlegu samfé-
lagi.“
Skólameistari bað nýstúd-
enta að tileinka sér kærleikann,
velja hið góða en hafna öllu því
sem illt er og rækta með sér
réttvísi og dyggðir. Að lokum
sagði hann: „Gerið dygðirnar
svo fylgispakar við ykkur og
svo leiðitamar að þær gangi
með ykkur út og inn í öllu sam-
lífi ykkar við aðra. Veitið hinu
góða á marga vegu aðgang til
ykkar, bæði í gegn um skilning-
inn og tilfinningamar, leyfið
því að nema staðar í hjartanu,
þegar þetta allt fylgist að, þeg-
ar skilningur og tilfinningar
laða það góða til viljans, þá
verðið þið fullkomin."