Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
LOGI Laxdal og „Hvellurinn" sigla lygnan sjó á toppnum um
þessar mundir í baráttunni um skeiðsætið í landsliðinu.
Góðir tímar
á Kjóavöllum
HESTAR
Umsjön Valdimar
Kristinsson
KILJAN frá Sæfelli og Guðmundur
Jónsson halda sigurgöngu sinni áfram
en þeir áttu góðu gengi að fagna á
íþróttamóti Andvara fyrr í þessum
v mánuði. Nú sigruðu þeir í B-flokki
gæðinga með 8,41 í einkunn úr for-
keppni og höfðu allnokkra yfirburði
ef marka má einkunnir. í A-flokki
var keppnin heldur jafnari þar _sem
Blær frá Árbæjarhjáleigu og Jón Óiaf-
ur Guðmundsson sigruðu.
Á Kjóavöllum hjá Andvara hefur
rikt nokkuð góð kappreiðastemmning
enda völlurinn gefið góða tíma. Góð
þátttaka var í skeiðinu og mættir til
leiks margir fremstu vekringamir og
skeiðknapar landsins. Margir þeirra
eiu nú að reyna að ná lágmarkstíma
í 250 metra skeiði fyrir úrtöku vegna
vals á landsliði Islands. Bestum tíma
á Kjóavöllum náði Sprengi-Hvellur
Loga Laxdal 22,6 sek., en hann
hyggst stefna með klárinn í úrtök-
una. Staða þeirra er mjög sterk á
þeim vettvangi, eru með langbesta
tímann og þurfa aðeins að skeiða einn
sprett af átta á tíma undir 23 sek.
til að tryggja sér sæti. Þess má geta
að þegar „Hvellurinn" hefur skilað
tíma hefur hann ávallt verið undir
23 sek. með einni undantekningu. í
150 metrunum sigraði Tangó frá
Lambafelli á 14,94 sek.
Rétt er að koma að hér leiðréttingu
á úrslitum í fjórgangi barna á íþrótta-
móti Andvara. Þar var ekki farið rétt
með nöfn knapa og hests sem urðu
í fjórða og fimmta sæti en þar átti
að vera í fjórða sæti Þórir Hannesson
á Aski og í fimmta sæti Anna Gréta
Oddsdóttir á Vini.
Urslit
A-flokkur
1. Blær frá Árbæjarhjáleigju, eig.
Hlíf Sturlud. og fj., kn. Jón Ó. Guð-
mundsson, 8,22.
2. Kjarkur frá Ásmúla, eig. og kn.
Þórarinn Halldósson, 8,15.
3. Rimma úr Kópavogi, eig. og kn.
Arnar Bjarnason, 8,08.
4. Kyndill frá Bólstað, eig. Tómas
Bragason, kn. Daníel Jónsson, 8,06.
5. Hófí frá Húsatóftum, eig. Jón
Guðmundsson, kn. Friðdóra Frið-
riksd., 7,97.
B-flokkur
1. Kiljan frá Sæfelli, eig. Þórður
Kristleifsson, kn. Guðmundur Jóns-
son, 8,41.
2. Gjafar frá Hofsstöðum, eig. og
kn. María D. Þórarinsd., 8,23.
3. Erill frá Hrafnabjörgum, eig. og
kn. Elfa D. Jónsdóttir, 8,18.
4. Tíbrá frá Vörðufelli, eig. Júlíus
Sigurðss., kn. Friðdóra Friðriksd.,
8,16.
5. Glanni frá Enni, eig. og kn. Sveinn
G.Jónsson, 8,08.
Unglingar
1. Theodóra Þorvaldsd. á Feng frá
Eyrarbakka, 8,22.
2. Fannar Jónsson á Tjörva frá
Syðri-Hofdölum, 7,88.
3. Þorbergur Jónsson á Kletti frá
Hraunbæ, 7,59.
- 4. Eiríkur L. Steinþórsson. á Drífu,
y 7,70.
Börn
1. Bylgja Gauksdóttir á Goða frá
Enni, 8,19.
2. Þórunn Hannesdóttir á Jarli frá
Steinum, 7,97.
3. Anna Gréta Oddsd. á Vini frá
Kjóavöllum, 8,23.
4. Hrönn Gauksdóttir á Adam frá
Ketilsstöðum, 8,14.
5. Þórir Hannesson á Aski frá Eyja-
hólum, 7,92.
Unghross
1. Safír frá Ögmundsstöðum, eig.
Ágúst Hafsteinsson, kn. Stefán Ág-
ústsson, 8,5.
2. Jara frá Jórvík, eig. og kn. Birg-
ir Kristjánsson, 7,8.
3. Kolgríma frá Ketilsstöðum, eig.
Gréta Boða, kn. Sveinn GJónss., 7,6.
4. Tangó, eig. og kn. Eiríkur L.
Steinþórsson, 7,4.
150 metra skeið
1. Tangó frá Lambafelli, kn. Axel
Geirsson, 14,49.
2. Elvar frá Búlandi, eig. og kn.
Logi Laxdal, 15,30.
3. Askur frá Djúpadal, eig. Hinrik og
Hulda, kn. Auðunn Kristjánss, 15,35.
250 metra skeið
1. Sprengi-Hvellur frá Efstadal, eig.
og kn. Logi Laxdal, 22,6.
2. Hátíð frá Hóli, eig. Sigurbjöm
Bárðar, kn. Sigurður Marínuss., 23,0.
3. Ósk frá Litladal, eig. og kn. Sigur-
biörn Bárðarson, 23,0.
BÁSAFELL HF.
Aðalfundarboð
Aðalfundur Básafells hf. verður haldinn á Hótel ísafirði
fimmtudaginn 12. júní 1997 kl. 16.00.
Dagskrá er skv. 18. grein samþykkta félagsins svo
hljóðandi:
1. Hefðbundin aðalfundarstörf skv. 18. grein samþykkta
félagsins.
2. Tillaga um heimild til stjórnartil kaupa á eigin hlutum
félagsins sbr. 55. grein hlutafélagslaga.
3. Önnur mál löglega upp borin.
Stjórnin.
I DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags
Yita Hvergerð-
ingar ekki að
það er
komið sumar?
ÞEGAR ég var á ferð í
Hveragerði í vikunni fannst
mér eins og öllum þrifnaði
hefði farið aftur. Alls staðar
blöstu við opin sár eftir
snjómokstur vetrarins,
götur voru ekki sópaðar og
greinilega enginn metnaður
til að hafa fínt. Ég las það
í einhveiju blaði að
Hveragerðisbær væri búinn
að ráða garðyrkjustjóra.
Hann er kannski ekki
mættur til starfa. Mér hefur
fundist að Hveragerði hafi
undanfarin ár verið að taka
sig á. Það er leitt til þess
að vita að þetta bæjarfélag
blómaræktar og
ferðaþjónsutu skuli vera á
hraðri niðurleið.
Gylfi.
Tapað/fundið
Dýrahald
Göngustafur fannst
GÖNGUSTAFUR fannst á
bílastæðinu í Dýradal við
Nesjavelli sunnudaginn 1.
júní kl. 18. Uppl. hjá Jóni
í síma 552-7873.
Barnaúr fannst
í Elliðaárdal
BARNAÚR fannst í Ind-
íánagili í Ellliðaárdal
sunnudaginn 1. júní. Uppl.
í síma 587-1780.
Þríhjól fyrir
fatlaðan
ungling tapaðist
STÓRT þríhjól fyrir fatlað-
an ungling tapaðist frá
Hraunteigi 23 mánudaginn
19. maí. Skilvís finnandi
hafi samband í síma
568-1548.
Tveir kettlingar
þurfa heimili
TVEIR sjö vikna gamlir gulir fresskettir þurfa að eignast
góð heimili. Þeir eru kassavanir og gæfir. Áhugasamir
dýravinir eru vinsamlega beðnir að hringja í síma
551-5075.
Kisa er týnd
BRÚN, svört og hvít læða er týnd í Háaleitishverfi.
Hún er með hvíta ól með rauðri bjöllu og merkt í eyra
RSH 049. Hún er mjög mannelsk. Finnandi er
vinsamlega beðinn að hringja í síma 568-1637.
Víkveiji skrifar...
MIKIÐ hefur verið rætt um
samræmt próf í stærðfræði
á þessu vori, gerð prófsins, lengd,
stærðfræðikunnáttu íslenskrar
æsku og gæði kennslunnar. Líklega
er umræðan í rénun nú, eftir að
blessuð börnin eru búin að sækja
einkunnirnar sínar, en það gerðu
þau flest einhvern tíma í síðustu
viku. Víkverji er þeirrar skoðunar,
að enn sé ákveðinn angi umræðunn-
ar óútkljáður, en hann tekur til
þáttar Rannsóknastofnunar í upp-
eldis- og kennslumálum og hugsan-
lega einnig til sjálfs menntamála-
ráðuneytisins.
xxx
FYRIR næstsíðustu helgi kom
Þórólfur Þórlindsson, for-
stöðumaður RUM, fram í ljölmiðl-
um, bæði útvarpi, sjónvarpi og dag-
blöðum og lýsti þeim niðurstöðum
sem hefðu fengist í stærðfræðipróf-
inu og sagði það mat stofnunarinn-
ar að útkoman í ár sýndi fram á
að allt hefði verið í lagi með prófið.
Að vísu hefðu einungis 17 nemend-
ur á öllu landinu fengið 10 í eink-
unn í ár, miðað við 60 nemendur í
fyrra. Meðaleinkunnin var eins og
kunnugt er 0,3 lægri en í fyrra,
5,1 en 5,4 í fyrra. Forstöðumaður-
inn gaf til kynna að þarna væru
viss óvissumörk, sem nota mætti
til þess að færa upp allar einkunnir
sem því næmi. Hann upplýsti ekki
um hver myndi taka slíka ákvörð-
un, né hvenær.
XXX
TRAX eftir þá helgi spurðist
hins vegar út að einkunnirnar
í samræmdu prófunum hefðu verið
sendar út til allra grunnskólanna
og gátu nemendur þegar nálgast
einkunnir sínar, sumir á mánudag
í síðustu viku og aðrir á þriðjudag.
Um það er Víkveija kunnugt. En
ef það stóð jafnvel til að hækka
alla nemendurna um einhveija 0,3
eða 0,4, sem voru sögð óvissumörk-
in, hvers vegna í ósköpunum voru
einkunnirnar þá sendar út, áður en
ákvörðun hafði verið tekin í þeim
efnum? Er hugsanlegt að það hafi
aðeins verið gefið til kynna að þessi
leið yrði farin, til þess að róa ang-
istarfull ungmennin sem biðu með
öndina í hálsinum eftir einkunn-
inni? Var aldrei nein alvara á bak
við þessi orð forstöðumannsins?
Hver getur svarað þessu - forstöðu-
maðurinn eða ráðherra mennta-
mála?
xxx
HÉR fer á eftir orðrétt tilvitnun
í Björn Bjarnason mennta-
málaráðherra úr viðtali sem birtist
hér í Morgunblaðinu sl. miðvikudag
þar sem fjallað var um skýrslu um
háskólamenntun hér á landi: „Við
þurfum að sjálfsögðu að taka okkur
á í skólakerfinu, meðal annars varð-
andi stærðfræðikennslu. Með út-
tektum og alþjóðlegum samanburði
er leitað að veikum hlekkjum og
síðan ber að gera ráðstafanir til að
styrkja þá. Hinn alþjóðlegi saman-
burður leiðir í ljós að innra starfið
í skólunum skiptir sköpum. Mark-
mið, kröfur og agi þurfa að fara
saman með metnaðarfullum hætti.
Það þarf að skapa skólunum þau
skilyrði að þau geti tekist á við við-
fangsefni sín undir þessum for-
merkjum." Undir hvert orð ráðherr-
ans tekur Víkveiji, en telur að enn
skorti upplýsingar um það hvaða
leið á að fara og hvaða skilyrði á
að skapa skólunum, til þess að
markmiðinu verði náð.