Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖND/KVIKM YN Dl R/ÚTVARP-S JÓN VARP Perlur í sólskini PERLUR Austurlands heitir þáttaröð sem sýnd er á Stöð 2 á þriðjudagskvöldum kl. 22.00. Umsjónarmaður hennar er Ágúst Ólafsson fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar á Austurlandi. Þættirnir hafa hlotið einróma lof áhorfenda enda um sérdeilis vand- aða þætti er að ræða. Mjög austurlensk Ágúst segir hugmyndina að þáttunum hafa komið upp fyrir löngu. „Ég hef verið fréttamaður hér í átta ár og ferðast mikið um Austurland. Þá hef ég séð allar þessar landslagsperlur og mér fannst tími til kominn að gera þátt um þær. Það er líka upplagt að nýta ný tæki sem við höfum fengið hingað. Þættirnir eru mjög austfirskir þar sem bæði ég og Sigurður Mar Halldórsson töku- maður erum héðan og höfundur tónlistarinnar, Einar Bragi Braga- son, er skólastjóri tónlistarskólans á Seyðisfirði.“ Úr of miklu að velja Nú er náttúrufegurðin mikil fyrir austan eins og allir vita, og það reyndist Ágústi erfítt verk að hafa þættina aðeins sjö. „Ég hefði helst viljað gera 27 þætti! Við ákváðum þó að hafa þá tíu en að lokum urðu þeir sjö til að fylgja kostnaðaráætlun. Þar að auki komumst við ekki á einn af þeim stöðum sem við ætluðum á. Þættirnir eru um Stórurð, Hengifoss, Hafrahvammagljúfur, Lónsöræfi, Norðijarðarflóa, Skrúð og einn ijallar bæði um Loðmund- arfjörð og Seyðisfjörð. Við mynd- um og fjöllum um staðina og nán- asta umhverfi. Ég skrifaði þular- texta þáttanna, og það var mjög mikið verk. Staðirnir eru svo mis- jafnir, og hver og einn þarfnast texta sem undirstrikar hans ein- kenni. í því skyni notfærði ég mér þjóðsögur, jarðfræði- og landa- fræðirit auk annarra upplýsinga og skeytti því yfir myndirnar.“ Dásamlegt sumar Myndefni er einstaklega fallegt og sól skín í heiði á hverri mynd. „Þetta er dæmigert fyrir sumar- ið í fyrra sem var einstaklega gott hér fyrir austan. Við vorum í tökum frá júní til ágústs með hléum, og þetta var alveg dásam- legur tími. Þessi glæsta mynd gerir styrktaraðila þáttanna ánægða, en þeir vonast til að laða að ferðalanga, en það eru örugg- lega allir hér fyrir austan_ sem S’ 'óða þá velkomna," sagði Ágúst lafsson að lokum. Ljjósmynd/Skarphéðinn Þórisson FEGURÐ Skrúðs er ólýsanleg. HAFRAHVAMMAGLJÚFUR eru eitt af stórkostlegustu náttúrufyrirbærum á Islandi. Það er nóg til af góðum tölvuprenturum en þegar við sáum Tektronix prentarann frá Tæknivali var það ást við fyrstu sýn: Tektronix Phaser 350EF Vaxiitaprentari Eldsnöggur að prenta með þykkri gljááferð í svart/hvítu eða fullkomnum litum (og hann hefur meira segja eigin heimasíðu) SMMMN Hjá xnet.is færðu aðgang að bestu fáanlegum tölvum og fylgibúnaði fyrir aðeins 400 krónur á tímann. frs&rekkinema WMfrónur r.xne MYNPBOND Selirnir hafa mannsaugu Leyndarmál Roan Inish (The Secret of Roari Inish) Fjölskyldumynd ★ ★ '/t Framleiðandi: Sarah Green & Maggie Renzi. Leikstjóri og hand- ritshöfundur: John Sayles. Kvik- myndataka: Haskell Wexler. Tón- list: Mason Daring. Aðalhlutverk: Eileen Colgan, Jeni Courtney, Ric- hard Sheridan og John Lynch. 103 mín. írland. Tartan Video/ Myndform 1997. FIONA flytur til ömmu sinnar og afa í lítið sjávarþorp, ekki langt frá eyjunni Roan Inish, þar sem öll fjöl- skyldan bjó áður. Um það leyti sem þau fluttu brott, hvarf Jamie litli bróðir hennar út á haf í vöggunni sinni. Því meira sem Fiona heyrir um Selkie, goðsagnarveruna sem er hálf- ur maður og hálfur selur, þvi sann- færðari verður hún um að bróðir hennar sé á lífí, og fer að leita hans. Roan Inish er mjög falleg fíöl- skyldumynd, þar sem efniviðs er leitað í írskum þjóðsögum, sem reyndar virðast ekki svo ólíkar þeim íslensku. Myndin er mjög látlaus á allan hátt; hugljúf saga, sögð á fallegan hátt. Kvikmyndatakan er öll hin feg- ursta, og sama má segja um leik- myndina. Þessi atriði stela þó engu frá leikurunum sem túlka vel mótað- ar persónur í rólegheitunum. Myndin er á köflum heldur langdregin, og sagan hefði mátt vera kraftmeiri og dulúðugri. Hér eru engir venjulegir atburðir að gerast! íslendingar virð- ast almennt vera mjög hrifnir af ír- landi um þessar mundir, og gæti þessi mynd því glatt margt íslenskt hjartað. Hildur Loftsdóttir. )o}>n tjnc«> Stmn í.yatfc fcrfMO The Secret Of Koan Snish MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU Skólabílsránið Aftökulistinn (Sudden Terror Hijacking ofSchool (The Assassination File)k k Bus 17)-k Þytur í laufi Vélrænir böðlar (Wind in the Willowsí'k k (Cyber 1 rackersj'k V2 Hann heitir Hatur Moll Flanders (A Boy Called Hate)k Vi (MoII Flanders)k ★ ★ Þrumurnar Draugurinn Susie (Rolling Thunder)k Vi (Susie Q)-kVi Glæpastundin Jólin koma (Crime Time)k k 'h (JingleAll the Way)k k
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.