Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1997 37
INNLENT
AT V I N N U AU G LÝ SINGA
Viðurkenn-
ing fyrir
skólastarf
FORELDRARÁÐ Hafnarfjarðar
hefur undnfarin ár veitt þeim
viðurkenningu sem það telur að
hafi skarað fram úr í að bæta
hag barna og unglinga í Hafnar-
firði. Sunnudaginn 25. maí var
Setbergsskóla og leikskólanum
Hlíðabergi veitt viðurkenning
fyrir athyglisverða nýjung í sam-
starfi leikskóla og grunnskóla.
Samstarf Setbergsskóla og
leikskólans Hlíðabergs hófst vet-
urinn 1993-1994. Markmið þessa
samstarfs skyldi vera að auðvelda
leikskólakennurum að undirbúa
nemendur undir grunnskólanám-
ið og jafnframt að gera grunn-
skólakennurum auðveldara að
byggja á því að nemendur höfðu
lært þ.e. gera leikskóla- og
grunnskólanámið samfelldara og
auka skilning og virðingu þeirra
ÞÓRODDUR S. Skaptason, talsmaður foreldraráðs Hafnarfjarð-
ar, Sigurborg Kristjánsdóttir, leikskólastjóri I Hlíðabergi, og
Loftur Magnússon, skólastjóri í Setbergsskóla.
starfsstétta sem vinna á þessum
skólastigum hver fyrir starfi ann-
arrar. Jafnframt var þess vænst
að flutningur barna á milli leik-
skóla og grunnskóla yrði börnum
auðveldari, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Starfsmenn þessai’a skóla, sem
hafa tekið þátt í verkefninu,
veittu að þessu tilefni viðtöku
vatnslitamynd eftir Gunnlaug
Stefán Gislason myndlistarmann
í kaffisamsæti í Hafnarborg að
viðstöddum bæjarstjóra, skóla-
stjórum grunnskólanna, foreldr-
aráði og öðrum gestum.
Heilsuhlaup
Krabbameins-
félagsins
HEILSUHLAUP Krabbameinsfé-
lagsins verður frá húsi Krabba-
meinsfélagsins, Skógarhlíð 8,
fimmtudaginn 5. júní kl. 19. Hægt
að velja um 2 km skokk/göngu, 5
km hlaup umhverfis Öskjuhlíð eða
10 km hlaup umhverfís Reykjavíkur-
flugvöll.
Skráning er hjá Krabbameinsfé-
laginu í dag, miðvikudaginn 4. júní,
frá kl. 16-18 og fimmtudaginn 5.
júní kl. 8-18. Þátttökugjald er 200
kr. fyrir 14 ára og yngri en 500 kr.
fyrir 15 ára og eldir. Allir þátttak-
endur fá sérstakan verðlaunapening.
Fyrsti karl og fyrsta kona í öilum
vegalengdum fá verðlaunapening.
Utdráttarverðlaun.
Akraneshlaup
haldið í sjötta
skipti
AKRANESHLAUP var í fyrsta sinn
haldið árið 1992 eða sama ár og
Akraneskaupstaður fagnaði 50 ára
afmæli og hefur verið haldið árlega
síðan. í ár fer hlaupið fram 7. júní.
Vegalengdirnar sem boðið verður
upp á í hlaupinu eru 21 km, 10 km
og 3,5 km. Ræst verður kl. 11.30 í
21 km og kl. 12 í 10 km og 3,5 km.
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis-
ráðherra mun ræsa hlaupara.
í fyrsta skipti síðan bytjað var
að halda þetta hlaup er boðið upp á
reiðhjólakeppni jafnhliða hlaupinu
og hefst hún kl. 11. Allir þátttakend-
ur fá verðlaunapening og bol. Auk
þess eru góð verðlaun í boði fyrir
þá keppendur sem bestum tímum
ná í 21 km og 10 km.
Helstu styrktaraðilar hlaupsins
eru Tóbaksvarnanefnd, Spölur ehf.
og íslandsbanki á Akranesi. Akra-
neshlaupið er á vegum Ungmannfé-
lagsins Skipaskaga og Badmintonfé-
lags Akraness.
QKllfllll
6S8IIID1B
tlEllKllft
Háskóli íslands
Námsbraut í hjúkrunarfræði
Við námsbraut í hjúkrunarfræði í Háskóla
íslands eru tvö störf laus til umsóknar.
Annars vegar 50% starf lektors í hjúkrunarfræði
með áherslu á barnahjúkrun.
Hins vegar 50% starf lektors í hjúkrunarfræði
með áherslu á heilsugæslu.
Lektorinn mun hafa umsjón með námskeiðinu
Heilsugæsla samfélagsins, sem kennt er á
- 4. námsári.
Reiknað er með að ráða í störfin frá og með
1. ágúst 1997 til tveggja ára.
Laun eru skv. kjarasamningi Félags háskóla-
kennara og fjármálaráðherra.
Frekari upplýsingar um störfin veitir Kristín
Björnsdóttir, formaður stjórnar námsbrautar
í hjúkrun, í síma 525 4978.
Umsóknarfrestur ertil 18. júní næstkomandi.
Umsækjendur um ofangreind störf skulu láta
fylgja umsóknum sínum ítarlega skýrslu um
hjúkrunar- og vísindastörf þau sem þeir hafa
unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og náms-
feril. Með umsóknunum skulu send þrjú eintök
af vísindalegum ritum og ritgerðum umsækj-
enda, birtum og óbirtum, sem umsækjendur
óska eftir að verði til mats. Þegar fleiri en einn
höfundur stendur að ritverki, skal umsækjandi
gera grein fyrir framlagi sínu til verksins. Enn-
fremur er óskað eftir greinargerð um rannsókn-
ir, sem umsækjandi hyggst stunda verði hon-
um veitt starfið.
Umsóknum og umsóknargögnum skal skila
til starfsmannasviðs Háskóla íslands, Aðal-
byggingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík.
Starfsmannasvið mun svara öllum umsóknum
og greina umsækjendum frá því hvort og þá
hvernig starfinu hafi verið ráðstafað þegar sú
ákvörðun liggurfyrir
MENNTASKÓUNIM I KÓPAVOGI
Kennarar
Menntskólinn í Kópavogi óskar eftir að ráða
kennara í eftirtaldar greinarfrá næsta hausti:
íslensku 1 staða
Næringar- og örverufræði 1 staða
Stærðfræði 1 staða
Um launakjör fer eftir samningum kennara-
félaganna og ríkisins.
Umsóknum skal skila til skólans fyrir 13. júní.
Nánari upplýsingarveitirskólameistari í síma
544 5510.
Skólameistari.
Suðurnes -
Verslunarstjóri
BYKO Suðurnes óskar eftir að ráða
verslunarstjóra til starfa.
Starfssvið:
• Dagleg verslunarstjórn og umsjón með
sta rfs mannamá I u m.
• Skipulagning og framkvæmd daglegrar
sölu.
• Persónuleg samskipti við viðskiptavini,
gerð tilboða og samningagerð.
• Umsjón með og ábyrgð á innkaupum
og vörumóttöku.
•Hafa umsjón með framstillingu vöru,
daglegt uppgjör og skýrslugerð.
Við leitum að jákvæðum og drífandi
starfsmanni með haldgóða menntun
og/eða reynslu sem nýtist í þessu mikil-
væga starfi.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir
til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf.
merktar „BYKO 016" fyrir 10. júní n.k.
Hagvangurhf
Skeifan 19
108 Reykjavík
S(mi: 581 3666
Brófsími: 568 8618
Netfang:
hagvang@tir.skyrr.is
Veffang:
http://www.apple.is
/hagvangur
HAGVANGUR RADNINGARÞJÚNUSTA
Rétt þekking á réttum tima
-fyrir rétt fyrirtæki
BYKO
w
Lausar stöður
Menntaskólinn á Egilsstöðum,
700 Egilsstaðir, sími 471 2500
Lausar stöður næsta skólaár:
Eðlisfræði, 50% staða,
ef naf ræði, 100% staða,
sálfræði, 75% staða,
stærðfréeði, 2 stöður.
Krafist er háskólamenntunar í viðkomandi
greinum. Laun samkvæmt kjarasamningi
HÍK/KÍ og ríkisins. Húsnæðishlunnindi í boði
og flutningsstyrkur.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf, sendist skólameistara Mennta-
skólans á Egilsstöðum, sem einnig veitir nánari
upplýsingar í símum 471 2501 og 471 3820.
Umsóknarfrestur er framlengdur til 11. júní
1997.
Skólameistari.
Vegna opnunar á
Grillhúsinu Sprengisandi
erum við að leita að hressu og öflugu starfs-
fólki til starfa með okkur, vönu fólki til eldhús-
starfa og í sal. Ekki yngra en 20 ára.
Ef þú hefur áhuga, komdu þá á Grillhúsið,
Tryggvagötu, í dag milli kl. 15.30—17.30 og
spjallaðu við mig.
Helga.
%
TÓNLISTARSKÓLI
NJARÐVÍKUR
Tónlistarkennarar
Tónlistarkennara vantar í eftirtalin störf:
Staða píanókennara, 70% starf. Æskilegt er
að sami aðili taki að sér allt starfið, en þó er
möguleiki á að skipta því milli tveggja. Búseta
í Reykjanesbæ æskileg, en ekki skilyrði.
Staða kennara í klassískum gítarleik, 41%starf.
Skilyrði að sami aðili taki að sér allt starfið.
Búseta í Reykjanesbæ æskileg, en ekki skilyrði.
Umsóknir, ertilgreini menntun ásamt staðfest-
ingu á henni og upplýsingum umfyrri störf,
þurfa að hafa boristtil Tónlistarskóla Njarðvík-
ur, Þórustíg 7, 260 Reykjanesbæ, í síðasta lagi
föstudaginn 13. júní nk.
Upplýsingar veittar í síma 421 2903.
Skólastjóri.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00
FERÐAFÉLAG
® ÍSLANDS
MÖRKiNNi 6 - SlMI 568-2533
Helgarferðir um næstu helgi:
Ferð á slóðum Eyrbyggju o.fl.
7.-8. júní. Söguskoðun,
náttúruskoðun. Einstök ferð.
Upplýsingablað á skrifst. Pantið
fyrir miðvikudagskvöld.
Þórsmerkurferð 6.-8. júní.
Gist í Skagfjörðsskála.
Heiðmörk, skógræktarferð á
miðvkikudagskvöldið 4. júni
kl. 20.00. Fríferð. Allir
velkomnir. Brottför frá BSÍ,
austanmegin og Mörkinni 6.
Leiðbeinandi: Sveinn Ólafsson.
Ferð á Njáluslóðir kl. 09.00
laugardaginn 7. júní með
Ragnheiði Erlu.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía.
Bænastund i kvölld kl. 20.00.
Allir hjartanlega velkomnir.
ÉSAMBAND (SLENZKRA
f KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Kristniboðssalurinn,
Háaleitisbraut 58.
Samkoma i kvöld kl. 20.30.
Skúli Svavarsson talar.
Allir velkomnir.
Orð lífsins, Grensásvegi 8
Samkoma í kvöld kl. 20.
Jódís Konráðsdóttir prédikar.
Beðið fyrir lausn á þinum vanda
málum.