Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1997 37 INNLENT AT V I N N U AU G LÝ SINGA Viðurkenn- ing fyrir skólastarf FORELDRARÁÐ Hafnarfjarðar hefur undnfarin ár veitt þeim viðurkenningu sem það telur að hafi skarað fram úr í að bæta hag barna og unglinga í Hafnar- firði. Sunnudaginn 25. maí var Setbergsskóla og leikskólanum Hlíðabergi veitt viðurkenning fyrir athyglisverða nýjung í sam- starfi leikskóla og grunnskóla. Samstarf Setbergsskóla og leikskólans Hlíðabergs hófst vet- urinn 1993-1994. Markmið þessa samstarfs skyldi vera að auðvelda leikskólakennurum að undirbúa nemendur undir grunnskólanám- ið og jafnframt að gera grunn- skólakennurum auðveldara að byggja á því að nemendur höfðu lært þ.e. gera leikskóla- og grunnskólanámið samfelldara og auka skilning og virðingu þeirra ÞÓRODDUR S. Skaptason, talsmaður foreldraráðs Hafnarfjarð- ar, Sigurborg Kristjánsdóttir, leikskólastjóri I Hlíðabergi, og Loftur Magnússon, skólastjóri í Setbergsskóla. starfsstétta sem vinna á þessum skólastigum hver fyrir starfi ann- arrar. Jafnframt var þess vænst að flutningur barna á milli leik- skóla og grunnskóla yrði börnum auðveldari, segir í fréttatilkynn- ingu. Starfsmenn þessai’a skóla, sem hafa tekið þátt í verkefninu, veittu að þessu tilefni viðtöku vatnslitamynd eftir Gunnlaug Stefán Gislason myndlistarmann í kaffisamsæti í Hafnarborg að viðstöddum bæjarstjóra, skóla- stjórum grunnskólanna, foreldr- aráði og öðrum gestum. Heilsuhlaup Krabbameins- félagsins HEILSUHLAUP Krabbameinsfé- lagsins verður frá húsi Krabba- meinsfélagsins, Skógarhlíð 8, fimmtudaginn 5. júní kl. 19. Hægt að velja um 2 km skokk/göngu, 5 km hlaup umhverfis Öskjuhlíð eða 10 km hlaup umhverfís Reykjavíkur- flugvöll. Skráning er hjá Krabbameinsfé- laginu í dag, miðvikudaginn 4. júní, frá kl. 16-18 og fimmtudaginn 5. júní kl. 8-18. Þátttökugjald er 200 kr. fyrir 14 ára og yngri en 500 kr. fyrir 15 ára og eldir. Allir þátttak- endur fá sérstakan verðlaunapening. Fyrsti karl og fyrsta kona í öilum vegalengdum fá verðlaunapening. Utdráttarverðlaun. Akraneshlaup haldið í sjötta skipti AKRANESHLAUP var í fyrsta sinn haldið árið 1992 eða sama ár og Akraneskaupstaður fagnaði 50 ára afmæli og hefur verið haldið árlega síðan. í ár fer hlaupið fram 7. júní. Vegalengdirnar sem boðið verður upp á í hlaupinu eru 21 km, 10 km og 3,5 km. Ræst verður kl. 11.30 í 21 km og kl. 12 í 10 km og 3,5 km. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra mun ræsa hlaupara. í fyrsta skipti síðan bytjað var að halda þetta hlaup er boðið upp á reiðhjólakeppni jafnhliða hlaupinu og hefst hún kl. 11. Allir þátttakend- ur fá verðlaunapening og bol. Auk þess eru góð verðlaun í boði fyrir þá keppendur sem bestum tímum ná í 21 km og 10 km. Helstu styrktaraðilar hlaupsins eru Tóbaksvarnanefnd, Spölur ehf. og íslandsbanki á Akranesi. Akra- neshlaupið er á vegum Ungmannfé- lagsins Skipaskaga og Badmintonfé- lags Akraness. QKllfllll 6S8IIID1B tlEllKllft Háskóli íslands Námsbraut í hjúkrunarfræði Við námsbraut í hjúkrunarfræði í Háskóla íslands eru tvö störf laus til umsóknar. Annars vegar 50% starf lektors í hjúkrunarfræði með áherslu á barnahjúkrun. Hins vegar 50% starf lektors í hjúkrunarfræði með áherslu á heilsugæslu. Lektorinn mun hafa umsjón með námskeiðinu Heilsugæsla samfélagsins, sem kennt er á - 4. námsári. Reiknað er með að ráða í störfin frá og með 1. ágúst 1997 til tveggja ára. Laun eru skv. kjarasamningi Félags háskóla- kennara og fjármálaráðherra. Frekari upplýsingar um störfin veitir Kristín Björnsdóttir, formaður stjórnar námsbrautar í hjúkrun, í síma 525 4978. Umsóknarfrestur ertil 18. júní næstkomandi. Umsækjendur um ofangreind störf skulu láta fylgja umsóknum sínum ítarlega skýrslu um hjúkrunar- og vísindastörf þau sem þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og náms- feril. Með umsóknunum skulu send þrjú eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum umsækj- enda, birtum og óbirtum, sem umsækjendur óska eftir að verði til mats. Þegar fleiri en einn höfundur stendur að ritverki, skal umsækjandi gera grein fyrir framlagi sínu til verksins. Enn- fremur er óskað eftir greinargerð um rannsókn- ir, sem umsækjandi hyggst stunda verði hon- um veitt starfið. Umsóknum og umsóknargögnum skal skila til starfsmannasviðs Háskóla íslands, Aðal- byggingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Starfsmannasvið mun svara öllum umsóknum og greina umsækjendum frá því hvort og þá hvernig starfinu hafi verið ráðstafað þegar sú ákvörðun liggurfyrir MENNTASKÓUNIM I KÓPAVOGI Kennarar Menntskólinn í Kópavogi óskar eftir að ráða kennara í eftirtaldar greinarfrá næsta hausti: íslensku 1 staða Næringar- og örverufræði 1 staða Stærðfræði 1 staða Um launakjör fer eftir samningum kennara- félaganna og ríkisins. Umsóknum skal skila til skólans fyrir 13. júní. Nánari upplýsingarveitirskólameistari í síma 544 5510. Skólameistari. Suðurnes - Verslunarstjóri BYKO Suðurnes óskar eftir að ráða verslunarstjóra til starfa. Starfssvið: • Dagleg verslunarstjórn og umsjón með sta rfs mannamá I u m. • Skipulagning og framkvæmd daglegrar sölu. • Persónuleg samskipti við viðskiptavini, gerð tilboða og samningagerð. • Umsjón með og ábyrgð á innkaupum og vörumóttöku. •Hafa umsjón með framstillingu vöru, daglegt uppgjör og skýrslugerð. Við leitum að jákvæðum og drífandi starfsmanni með haldgóða menntun og/eða reynslu sem nýtist í þessu mikil- væga starfi. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „BYKO 016" fyrir 10. júní n.k. Hagvangurhf Skeifan 19 108 Reykjavík S(mi: 581 3666 Brófsími: 568 8618 Netfang: hagvang@tir.skyrr.is Veffang: http://www.apple.is /hagvangur HAGVANGUR RADNINGARÞJÚNUSTA Rétt þekking á réttum tima -fyrir rétt fyrirtæki BYKO w Lausar stöður Menntaskólinn á Egilsstöðum, 700 Egilsstaðir, sími 471 2500 Lausar stöður næsta skólaár: Eðlisfræði, 50% staða, ef naf ræði, 100% staða, sálfræði, 75% staða, stærðfréeði, 2 stöður. Krafist er háskólamenntunar í viðkomandi greinum. Laun samkvæmt kjarasamningi HÍK/KÍ og ríkisins. Húsnæðishlunnindi í boði og flutningsstyrkur. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist skólameistara Mennta- skólans á Egilsstöðum, sem einnig veitir nánari upplýsingar í símum 471 2501 og 471 3820. Umsóknarfrestur er framlengdur til 11. júní 1997. Skólameistari. Vegna opnunar á Grillhúsinu Sprengisandi erum við að leita að hressu og öflugu starfs- fólki til starfa með okkur, vönu fólki til eldhús- starfa og í sal. Ekki yngra en 20 ára. Ef þú hefur áhuga, komdu þá á Grillhúsið, Tryggvagötu, í dag milli kl. 15.30—17.30 og spjallaðu við mig. Helga. % TÓNLISTARSKÓLI NJARÐVÍKUR Tónlistarkennarar Tónlistarkennara vantar í eftirtalin störf: Staða píanókennara, 70% starf. Æskilegt er að sami aðili taki að sér allt starfið, en þó er möguleiki á að skipta því milli tveggja. Búseta í Reykjanesbæ æskileg, en ekki skilyrði. Staða kennara í klassískum gítarleik, 41%starf. Skilyrði að sami aðili taki að sér allt starfið. Búseta í Reykjanesbæ æskileg, en ekki skilyrði. Umsóknir, ertilgreini menntun ásamt staðfest- ingu á henni og upplýsingum umfyrri störf, þurfa að hafa boristtil Tónlistarskóla Njarðvík- ur, Þórustíg 7, 260 Reykjanesbæ, í síðasta lagi föstudaginn 13. júní nk. Upplýsingar veittar í síma 421 2903. Skólastjóri. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00 FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKiNNi 6 - SlMI 568-2533 Helgarferðir um næstu helgi: Ferð á slóðum Eyrbyggju o.fl. 7.-8. júní. Söguskoðun, náttúruskoðun. Einstök ferð. Upplýsingablað á skrifst. Pantið fyrir miðvikudagskvöld. Þórsmerkurferð 6.-8. júní. Gist í Skagfjörðsskála. Heiðmörk, skógræktarferð á miðvkikudagskvöldið 4. júni kl. 20.00. Fríferð. Allir velkomnir. Brottför frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6. Leiðbeinandi: Sveinn Ólafsson. Ferð á Njáluslóðir kl. 09.00 laugardaginn 7. júní með Ragnheiði Erlu. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Bænastund i kvölld kl. 20.00. Allir hjartanlega velkomnir. ÉSAMBAND (SLENZKRA f KRISTNIBOÐSFÉLAGA Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Samkoma i kvöld kl. 20.30. Skúli Svavarsson talar. Allir velkomnir. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Samkoma í kvöld kl. 20. Jódís Konráðsdóttir prédikar. Beðið fyrir lausn á þinum vanda málum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.