Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997 9
FRÉTTIR
Víkartindur
Samningur
um björg'-
un undir-
ritaður
FULLTRÚAR íslenskra stjórnvalda
og eigenda þýska flutningaskipsins
Víkartinds hafa undirritað samning
um framkvæmd björgunar vegna
strands skipsins þar sem m.a. er
íjallað um að flakið verði fjarlægt
og frágang á strandstað.
í samningnum er það einkum
tvennt sem snýr að yfirvöldum
umhverfismála, segir í frétt frá
umhverfisráðuneytinu. Eigendur
skipsins lýsa því yfir að þeir muni
sjá til þess að flak skipsins verði
hlutað sundur og fjarlægt úr Háfs-
íjöru að því marki sem það er tækni-
lega mögulegt. íslensk yfirvöld
munu fylgjast með niðurrifi flaksins
og sölu brotajárns og annarra hluta
úr því. Rísi ágreiningur um fram-
vindu verksins eða hvort nægjan-
lega sé frá því gengið skal óháður
aðili, tilnefndur af sýslumanni
Rangárvallasýslu, skera úr um
ágreininginn og skuldbinda aðilar
sig til að hlíta úrskurði hans. Allur
kostnaður við að fjarlægja flakið
er borinn af eigendum skipsins.
95% af olíunni
náðust úr flakinu
„Það tókst að ná mest öllum
spilliefnum úr flakinu og yfir 95%
af olíunni sem um borð var, eða
rúmlega 400 tonnum og því var
hugsanlegu mengunarslysi af-
stýrt,“ segir í fréttatilkynningunni.
Enn er nokkuð af rusli sem safnað
hefur verið saman í fjörunni og bíð-
ur það urðunar. í vörslu umhverfis-
ráðuneytisins er tryggingaryfirlýs-
ing að upphæð 50 milljónir kr. sem
lögð var fram af eigendum skipsins
að kröfu ráðuneytisins og er hún
til tryggingar því að viðunandi
hreinsun fari fram á fjörum á Suð-
urlandi vegna strandsins. Síðasti
hluti hreinsunaraðgerða, fjarlæging
flaksins af strandstað, er hafinn og
með þeim samningi sem nú liggur
fyrir ætti að vera tryggt að sá hluti
þess sem er ekki grafinn í sand
verði að mestu eða öllu leyti fjar-
lægður fyrir lok sumars.
-kjarni málsins!
SANDALAR
St. 28-31
kr. 1.990
St. 32-381/2
kr. 2.380
SK0VERSLUN
KÖPAV0GS
HAMRABORG 3, SÍMI 554 1754.
Póstsendum
samdægurs
Sex metra stöng
og íslenski fáninn
á aöeins
Sænsku Formenta fánastangirnar
eru í senn grimmsterkar, endingargóðar, fisléttar og fellanlegar.
Þeim fylgja allar nauðsynlegar festingar, flagglína og gyllt stangarkúla.
Verð áður: Stöng 6m kr. 29.900, fáni 150xl08sm kr. 4.660, alls kr. 34.650-
Formenta stangirnar fást í 6, 7 og 8 metra lengdum.
Eigum íslenska fánann í mörgum stærðum á lager.
Nú bjóðum við í fysta sinn forsteypta sökkla tilbúna til uppsetningar.
Einkaumboð á íslandi, Grandagarði 2, Rvík, sími 552-8855
Ný sending af fatnaöi
í stórum stærðum upp í st. 60.
Stretchbuxurnar komnar aftur
í öllum stærðum og 3 litum.
Eddufelli 2,
sítni 5571730.
DANSANI baðinnréttingar
INDA baðáhöld
DANSANI sturtuklefar
O I I Suðurlandsbraut
rV/UIOv I I sími 568 6499.
ENDURSKIPULAGNING SPARISKÍRTEINA RIKISSJÓÐS
TILKYNNING TIL ÞEIRRA SEM EIGA SPARISKIRTEINI
í GLILU OG RAUÐU FLOKKUNUM
Þeir sem enn eiga eftir að skipta gömlu spariskírteinunum yfir í markflokka eru hvattir til
að gera það sem fyrst og tryggja sér þannig markflokka til 5 eða 8 ára á markaðskjörum.
Nú þegar hafa fjölmargir skipt yfir í markflokka í tengslum við endurskipulagningu spariskírteina
sem kynnt hefur verið að undanförnu.
MARKFLOKKAR njóta daglegrar viðskiptavaktar, sem
tryggir bestu fáanlegu markaðskjörfyrir kaupendur
og seljendur skírteinanna á hverjum tíma.
Hér til hliðar er tafla yfir hluta þeirra flokka
spariskírteina, sem nú eru til endurfjármögnunar
í markflokka, en þessir flokkar koma til lokainnlausnar
á næstu mánuðum.
Komdu með gömlu skírteinin til Lánasýslu ríkisins
og við aðstoðum þig við skiptin. Það borgar sig að
skipta strax yfir í MARKFLOKKA.
Eftirfarandi gulir og rauðir flokkar spariskirteina
koma til lokainnlausnar á næstu mánuðum:
Lokagjalddagi Flokkur
12. 05. 1997 SP1984 III
01. 07. 1997 SP1986 II4A
10. 07. 1997 SP1989 II8D
10. 07. 1997 SP1985 IA
10. 07. 1997 SP1985 IB
10. 07. 1997 SP1986 I3A ■
10. 07. 1997 SP1987 I2A
10. 07. 1997 SP1987 I4A
10. 09. 1997 SP1977 II
10. 10. 1997 SP1987 II6A
LÁNASÝSLA RÍKISINS
Hverfisgata 6, 2. hæð, sími 562 6040
ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA • SALA • INNLAUSN • ÁSKRIFT
GOTT f ó L K / SlA