Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens fírXASÐÍ í B<S VIL HBLÞUe <sitiPTV.I /,CNDyeiasr% Tommi og Jenni Ljóska BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 SÉÐ yfir Tallin af Dómkirkjuhæð. Lettlands- félagið og Eystrasaltsríkin Frá Tryggva V. Líndal: VINÁTTUFÉLAG íslands og Lett- lands hélt fjórða aðalfund sinn fyr- ir skemmstu. Sýndi hann í hnot- skurn hvemig félagsmál íslands og Eystrasaltsríkjanna hafa verið að þróast hérlendis síðan 1993: Formaður félagsins frá byrjun, Hrafn A. Harðarson, bókasafns- fræðingur og rithöfundur, lét nú af embætti, eftir að hafa stuðlað að miklum samskiptum milli land- anna á sviðum bókasafnsmála og bókmennta. Við af honum tók Jón Snorrason, fyrsti ræðismaður Lettlands á ís- landi. Stundar sá viðskipti við Lett- land. ísland hefur einnig ráðið sér viðskiptafulltrúa í Lettlandi. Á fundinum, sem taldi 16 manns, voru nokkrir Lettar sem eru hér við nám og störf, og jafnvel búsett- ir hér. Einnig ræðismaður Litháens á íslandi, sem er Arnór Hannibalsson, prófessor. Þau nýmæli urðu að eini Eistinn sem við höfum kynnst sem hefur verið langdvölum á íslandi, stúlka að nafni Lemme Saukas, sem var að ljúka íslenskunámi við Hí, var mætt á fundinn, og greindi frá því að hún væri tekin til starfa sem launaður menningarfulltrúi Eist- lands á íslandi. Enn á þó eftir að stofna Eistlandsfélag hér. Einnig var mættuj' fulltrúi frá Norræna félaginu á íslandi, til að greina frá nýjum styrktarmöguleik- um sem Eystrasaltsbúum bjóðast til að sækja atvinnukynningarnám- skeið á íslandi. Hér var því í reynd saman kom- inn í fyrsta sinn hjá okkur vísir að Eystrasaltsfélagi, og í Norrænu samhengi. Stjórnarmenn á fundinum komu úr ýmsum áttum. Þar var t.d. undir- ritaður, mannfræðimenntaður rit- höfundur, sem er einnig formaður Vináttufélags íslands og Kanada, en það félag var stofnað með Vin- áttufélag íslands og Lettlands sem fyrirmynd, 1995. Einnig Guðrún Halldórsdóttir, fv. Alþingismaður Kvennalista, og skólastjóri Námsflokka Reykjavík- ur, sem efndi til námskeiðs í lett- nesku í vetur. Einnig Dagur Þorleifsson, sagn- fræðingur, blaðamaður og Lett- landsfari. Ennfremur Letti sem er starfs- maður við norrænt sendiráð hér. Þess má að lokum geta að Lithá- ar höfðu áður mætt á fund hjá okkur, og að félagið hafði áður tengst norrænu samstarfi með þátt- töku í Norræna kórnum sem æfir í Norræna húsinu, og með þátttöku í Eystrasaltsdögum Norræna húss- ins. Gestirnir 16 á fundinum voru að meirihluta karlar, háskólamenntað- ir, og á miðjum aldri. Nokkrir voru félagsbundnir rithöfundar. Á fundinum lýsti Eistinn því hvernig hún fyndi til sérstakrar samkenndar með Finnum og Söm- um, en þeir tala mállýskur náskyld- ar eistnesku. Þetta höfðum við einn- ig fundið á stofnfundi Lettlandsfé- lagsins árið 1993; að Eystrasalts- þjóðirnar vildu hafa aðskilin félög hér á landi, ti! að undirstrika mis- muninn sín á meðal. Ég held að þrennt hafi orðið til þess að Lettlandsfélagið hafi orðið helsta Eystrasaltsþjóðfélagið á ís- landi: Lettneska er indóevrópskt mál, líkt og litháíska og íslenska, og Lettland var fámennara en Lit- háen. Auk þess vildi svo til að fleira duglegt félagsmálafólk (einkum af vinstri kantinum), kom að stofnun Lettlandsfélagsins en að stofnun Litháensfélagsins, sem gerðist árið áður. En bæði félögin voru stofnuð í hrifingaröldunni sem varð við hrun Sovétríkjanna og frelsun Eystra- saltsríkjanna. Á fundinum var rætt um að Rússar væru nú orðnir nánir sam- starfsmenn Atlantshafsbandalags- ins, en að það mætti ekki skyggja á kröfur íslendinga um að Eystra- saltsþjóðimar fengju engu að síður inngöngu í Nató, þrátt fyrir and- stöðu Rússa innan þess. Þannig virðist mér heimurinn all- ur vera að þéttast: Þjóðirnar sem búa við norðanvert Atlantshafið eru að verða svo heimakomnar hjá hver annarri, að varla kemst hnífurinn á milli þeirra miklu lengur! TRYGGVIV. LÍNDAL MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: MBL@CENTRUM.IS / Áskriftargjald 1.700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. cintakið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.