Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
fírXASÐÍ í B<S VIL HBLÞUe
<sitiPTV.I /,CNDyeiasr%
Tommi og Jenni
Ljóska
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
SÉÐ yfir Tallin af Dómkirkjuhæð.
Lettlands-
félagið og
Eystrasaltsríkin
Frá Tryggva V. Líndal:
VINÁTTUFÉLAG íslands og Lett-
lands hélt fjórða aðalfund sinn fyr-
ir skemmstu. Sýndi hann í hnot-
skurn hvemig félagsmál íslands og
Eystrasaltsríkjanna hafa verið að
þróast hérlendis síðan 1993:
Formaður félagsins frá byrjun,
Hrafn A. Harðarson, bókasafns-
fræðingur og rithöfundur, lét nú
af embætti, eftir að hafa stuðlað
að miklum samskiptum milli land-
anna á sviðum bókasafnsmála og
bókmennta.
Við af honum tók Jón Snorrason,
fyrsti ræðismaður Lettlands á ís-
landi. Stundar sá viðskipti við Lett-
land. ísland hefur einnig ráðið sér
viðskiptafulltrúa í Lettlandi.
Á fundinum, sem taldi 16 manns,
voru nokkrir Lettar sem eru hér
við nám og störf, og jafnvel búsett-
ir hér.
Einnig ræðismaður Litháens á
íslandi, sem er Arnór Hannibalsson,
prófessor.
Þau nýmæli urðu að eini Eistinn
sem við höfum kynnst sem hefur
verið langdvölum á íslandi, stúlka
að nafni Lemme Saukas, sem var
að ljúka íslenskunámi við Hí, var
mætt á fundinn, og greindi frá því
að hún væri tekin til starfa sem
launaður menningarfulltrúi Eist-
lands á íslandi. Enn á þó eftir að
stofna Eistlandsfélag hér.
Einnig var mættuj' fulltrúi frá
Norræna félaginu á íslandi, til að
greina frá nýjum styrktarmöguleik-
um sem Eystrasaltsbúum bjóðast
til að sækja atvinnukynningarnám-
skeið á íslandi.
Hér var því í reynd saman kom-
inn í fyrsta sinn hjá okkur vísir að
Eystrasaltsfélagi, og í Norrænu
samhengi.
Stjórnarmenn á fundinum komu
úr ýmsum áttum. Þar var t.d. undir-
ritaður, mannfræðimenntaður rit-
höfundur, sem er einnig formaður
Vináttufélags íslands og Kanada,
en það félag var stofnað með Vin-
áttufélag íslands og Lettlands sem
fyrirmynd, 1995.
Einnig Guðrún Halldórsdóttir, fv.
Alþingismaður Kvennalista, og
skólastjóri Námsflokka Reykjavík-
ur, sem efndi til námskeiðs í lett-
nesku í vetur.
Einnig Dagur Þorleifsson, sagn-
fræðingur, blaðamaður og Lett-
landsfari.
Ennfremur Letti sem er starfs-
maður við norrænt sendiráð hér.
Þess má að lokum geta að Lithá-
ar höfðu áður mætt á fund hjá
okkur, og að félagið hafði áður
tengst norrænu samstarfi með þátt-
töku í Norræna kórnum sem æfir
í Norræna húsinu, og með þátttöku
í Eystrasaltsdögum Norræna húss-
ins.
Gestirnir 16 á fundinum voru að
meirihluta karlar, háskólamenntað-
ir, og á miðjum aldri. Nokkrir voru
félagsbundnir rithöfundar.
Á fundinum lýsti Eistinn því
hvernig hún fyndi til sérstakrar
samkenndar með Finnum og Söm-
um, en þeir tala mállýskur náskyld-
ar eistnesku. Þetta höfðum við einn-
ig fundið á stofnfundi Lettlandsfé-
lagsins árið 1993; að Eystrasalts-
þjóðirnar vildu hafa aðskilin félög
hér á landi, ti! að undirstrika mis-
muninn sín á meðal.
Ég held að þrennt hafi orðið til
þess að Lettlandsfélagið hafi orðið
helsta Eystrasaltsþjóðfélagið á ís-
landi: Lettneska er indóevrópskt
mál, líkt og litháíska og íslenska,
og Lettland var fámennara en Lit-
háen. Auk þess vildi svo til að fleira
duglegt félagsmálafólk (einkum af
vinstri kantinum), kom að stofnun
Lettlandsfélagsins en að stofnun
Litháensfélagsins, sem gerðist árið
áður. En bæði félögin voru stofnuð
í hrifingaröldunni sem varð við hrun
Sovétríkjanna og frelsun Eystra-
saltsríkjanna.
Á fundinum var rætt um að
Rússar væru nú orðnir nánir sam-
starfsmenn Atlantshafsbandalags-
ins, en að það mætti ekki skyggja
á kröfur íslendinga um að Eystra-
saltsþjóðimar fengju engu að síður
inngöngu í Nató, þrátt fyrir and-
stöðu Rússa innan þess.
Þannig virðist mér heimurinn all-
ur vera að þéttast: Þjóðirnar sem
búa við norðanvert Atlantshafið eru
að verða svo heimakomnar hjá hver
annarri, að varla kemst hnífurinn
á milli þeirra miklu lengur!
TRYGGVIV. LÍNDAL
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG:
MBL@CENTRUM.IS / Áskriftargjald 1.700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. cintakið.