Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
Ikveikja við bústað Carlssons
Kaupmannahöfn. Morgfunblaðið.
TILRAUN til íkveikju var gerð við heimili Ing-
vars Carlssons, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóð-
ar, í fyrrinótt. Árvökulir nágrannar uppgötvuðu
brunann, svo engan sakaði. Undanfarið hefur
verið kveikt í þremur íþróttahöllum í Stokkhólmi
og nágrenni og lögreglan álítur tengsl milli
íkveikjunnar nú og þeirra. Samhengið væri þá
hugsanlega að Carlsson er í forsvari nefndar,
sem beitir sér fyrir því að fá Ólympíuleikana til
Stokkhólms árið 2004. Enginn var heima þegar
kveikt var í.
Forsætisráðherrann fyrrverandi býr á jarðhæð
í félagslegu íbúðahverfi í úthverfi Stokkhólms
úns og hann hefur gert um árabil. Um þijúleyt-
I varð einn nágrannanna var við að eldtungur
íkveikjan talin tengjast
tilraunum til að
fá Ólympíuleikana
til Stokkhólms
léku um húsvegginn, þar sem Carlsson býr. Fljót-
lega tókst að ráða niðurlögum eldsins og engan
sakaði. í húsinu er öryggisgler, sem líklega varð
til þess að eldurinn breiddist ekki út, því glugga-
rnir sprungu ekki, þó eldtungur léku um þá.
Carlsson og fjölskylda hans var að heiman. Lög-
reglan segir að íkveikjuna beri að líta á sem
tilraun til morðbrennu. Undanfarið hefur verið
kveikt í þremur íþróttahöllum á Stokkhólms-
svæðinu að næturlagi. í fyrri viku var var kveikt
í einni og í tveimur aðfaranótt mánudags. Eng-
inn vafi er á að um íkveikjur er að ræða. Lög-
regian álítur nú að aðferðin við íkveikjuna við
heimili Carlssons sé sú sama og beitt hafi við
tvær af hinum íkvekjunum. Tengslin gætu þá
verið að Carlsson vinnur að því að fá Olympíu-
leikana til Stokkhólms 2004 og allar þessar
íkveikjur beinist gegn þátttökunni, sem er mjög
umdeild. Carlsson hefur ekki haft lífvörð síðan
hann hætti sem forsætisráðherra fyrir rúmu ári
og ekki er vitað til þess að haft hafi verið í
hótunum við hann.
jWjjjjBMMBi
Ríkulegur staðalbúnaður er eitt af aðalsmerkjum
Mitsubishi. Nú bjóðum við nokkra sérbúna
Mitsubishi Lancer Royale á frábæru verði.
Auk venjulegs staðalbúnaðar er girnileg ábót:
■
rMFELGUR
r^VINDSKEIÐ
r GEISLASPILARI
'SM ^FJARSTYRÐAR HURÐALÆSINGAR
Staðalbúnaður Mitsubishi Lancer er m.a
Oryggispúðar fyrir ökumann og farpega í framsæti • Samlæsingar
Hreyfiltengd þjófnaðarvöm • Styrktarbitar [ hurðum
Rafhituð framsæti • Aflögunarsvið að framan og aftan
Rafstýrðir upphitaðir útispeglar • Hæðarstilling á framljósum
Rafstýrðar mðuvindur með slysavöm • Samlitir stuðarar
Vökva- og veitistýri • Þvottasprautur á aðalljóskerjum
1.460.000
iiiBm
Landsalar
myrtir
ÍSRAELSK stjórnvöld hafa
ásakað yfirmenn palestínsku
sjálfstjórnarsvæðanna um að
bera ábyrgð á morðum þriggja
landsala. Mennirnir þrír sem
allir voru milligöngumenn um
sölu á palestínsku landi fund-
ust myrtir eftir að dómsmála-
ráðherra sjálfstjórnarinnar
lýsti því yfir að þeir sem seldu
gyðingum land mættu eiga
von á dauðadómi yrðu þeir
fundnir sekir fyrir rétti. Pal-
estínsk stjórnvöld hafa vísað
ásökunum Israela um beina
aðild að morðunum á bug.
Leitað að
gulli Mobutus
NÝIR valdhafar í Lýðveldinu
Kongó, sem áður hét Zaire,
leita nú logandi ljósi að auðæf-
um sem þeir telja Mobutu Sese
Seko, fyrrverandi forseta, hafa
falið í svissneskum bönkum.
Svissnesk bankayfirvöld segj-
ast einungis hafa fundið 3,4
milljónir Bandaríkjadala, þ.e.
um 240 milljónir íslenskra
króna, á reikningum hans en
stjórnin í Kinshasa telur upp-
hæðina vera nær 7,7 milljörð-
um dala, þ.e. 53 milljörðum
króna.
Morð á flótta-
mönnum
FLÓTTAMANNAHJÁLP
Sameinuðu þjóðanna hefur
hvatt Laurent Kabila, nýjan
forseta Kongó, til að grípa til
aðgerða til verndar flótta-
mönnum frá Rúanda eftir að
fjórir flóttamenn og starfs-
maður barnahjálparsamtaka
voru myrtir í landinu.
Atökin í
Norður-Irak
KÚRDAR segjast hafa fellt
fjölda tyrkneskra hermanna i
bardögum í Norður-írak á
undanförnum vikum. And-
stæðum fylkingum ber ekki
saman um mannfall og vegna
fréttabanns hafa engar tölur
fengist staðfestar. Bæði
arabaríkin og vesturlönd hafa
harðlega gagnrýnt innrás
Tyrkja á verndarsvæði Kúrda
í Norður-írak.
Skortur í
írak
750 þúsund börn, 27% allra
barna í írak, eru vannærð
samkvæmt skýrslu á vegum
Sameinuðu þjóðanna. í flest-
um tilfellum mun skorturinn
hafa varanleg áhrif á börnin,
bæði líkamleg og andleg.
Næringarskortur var svo til
óþekktur í írak áður en Sam-
einuðu þjóðirnar settu við-
skiptabann á landið í kjölfar
innrásarinnar í Kúveit árið
1990.
Gluggatjöld
hættuleg
SAMKVÆMT upplýsingum,
sem birtust í nýrri skýrslu um
heilbrigðismál, hengdust
a.m.k. 183 bandarísk börn í
gluggatjaldastrengjum á árun-
um 1981-1995. Flest barn-
anna voru yngri en þriggja ára
og létust eftir að hafa flækst í
strengjunum.