Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1997 23 LISTIR Bandamenn gera víðreist með Amlóðasögu A leið til Kanada, Noregs og Suður-Kóreu BANDAMENN efna til tveggja sýninga á Amlóðasögu á Litla sviði Borgarleikhússins annað kvöld kl. 20 og á föstudag á sama tíma, en leikhópurinn er nú á leið til Kanada þar sem sýningin verður sett upp á leiklistarhátíðinni Northern Enco- unters í Toronto. í haust verða Bandamenn síðan á ferð í Noregi og Suður-Kóreu. Amlóðasaga var frumsýnd á Helsingjaeyri í mars á síðasta ári og hefur farið víða um lönd síðan en síðasti áningarstaðurinn var Eistland. Er verkið nú sýnt öðru sinni hér á landi en Bandamenn gengust fyrir tíu sýningum í Borg- arleikhúsinu fyrir ári. Leikurinn byggist á elstu heim- ildum um goðsagnapersónuna Am- lóða en er í rauninni dæmisaga fyrir nútímann, svo sem Sveinn Einarsson, leikstjóri og höfundur, upplýsir. „Amlóði kemur til dæmis mikið fyrir í íslenskri bókmennta- hefð og er nafns hans sennilega fyrst getið í íslenskri heimild, vísu eftir tíundualdarskáldið Snæbjörn. Þá þegar táknar nafnið aukvisi eða fífl og hefur sú merking haldist fram á okkar dag.“ Bandamenn voru stofnaðir vorið 1992 til þess að flytja leikgerð Sveins Einarssonar af Banda- mannasögu á Listahátið það ár en í framhaldi af því var leikhópnum boðið að sýna verkið á Norðurlönd- um, í Bretlandi og Þýskalandi. „Við bytjuðum í fullkominni hæ- versku og óraði aldrei fyrir þessu ferðaævintýri,“ segir Sveinn en Kanadaferðin verður ellefta utan- landsferð hópsins. Bandamenn munu nú vera sá leikhópur íslensk- ur sem víðast hefur farið til að kynna íslenska leiklist allt frá því Inúk-hópur Þjóðleikhússins var á ferðinni fyrir tveimur áratugum. Leikhús þjóðanna Þar með er reyndar ekki öll sag- an sögð því í september næstkom- andi hefur Bandamönnum verið boðið að sýna Amlóðasögu á hinni virtu leiklistarhátíð Leikhúsi þjóð- anna í Seoul í Suður-Kóreu og setja þar upp leiksmiðju til að kynna vinnuaðferðir sínar. A leiðinni aust- ureftir mun leikhópurinn koma við á hátíð í Þrándheimi, auk þess sem borist hafa fyrirspurnir um sýning- ar árið 1998 sem ekki hefur verið HULDA Stefánsdóttir, nemandi í málaradeild MHÍ, tekur við styrknum úr hendi Böðvars Magnússonar, útibússljóra Búnaðar- bankans við Hlemm. Fékk listastyrk TÓLF útskriftanemar Myndlista- og handíðaskóla Islands hafa á skólaárinu sýnt listaverk í sýn- ingarglugga Búnaðarbankans við Hlemm. Dregið var út nafn eins lista- mannsins sem sýnt hefur í lista- glugganum í vetur; Huldu Stef- ánsdóttur, og hlaut hún styrk frá bankanum. Við sama tækifæri var undirritaður nýr samningur milli nemendafélags MHÍ og Búnaðarbankans fyrir skólaárið 1997 til 1998. um, Guðni Franzson, stórt hlutverk þverkinu. Tæknimaður hópsins er Ólafur Örn Thoroddsen. Búninga fyrir Amlóðasögu hefur Elín Edda Arnadóttir hannað en grímur gerði Helga Steffensen. David Walters var ábyrgur fyrir lýsingu en Nanna Ólafsdóttir aðstoðaði við hreyfing- ar. Ljósmynd/María Guðmundsdóttir FRÁ æfingu á Amlóðasögu i Helsinki, þar sem verkið var sýnt nokkrum sinnum á síðasta ári. Morgunblaðið/Jim Smart Bandamenn verða á ferð í Borgarleikhúsinu annað kvöld og á föstudag. Á myndina vantar Borgar Garðarsson. tekin afstaða til ennþá. Af öðrum verkefnum Bandamanna má nefna að hópurinn leiklas Álf í Nóatúnum eftir Jónas Hallgrímsson og skóla- félaga hans á Bessastöðum í Lista- klúbbi Leikhúskjallarans í fyrravet- ur og Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna á hátíðasam- komu vegna 50 ára aðildar Islands að samtökunum. En er eitthvað í bígerð? „Við erum með hugmynd að nýju verki en framhaldið veltur hins vegar á því hvort einhver vill styrkja okk- ur,“ svarar Sveinn og bætir við að sem fyrr verði efniviðurinn sóttur í þjóðararfínn, ef til þess kemur. „Við leggjum hins vegar áherslu á, að það sem við setjum upp höfði jafnframt til útlendinga, þótt ekki komi til greina að leika á öðru máli en „heimsmálinu" íslensku." Bandamenn eru átta og hinir sömu og fyrr. Sveinn hefur þegar verið kynntur til sögunnar en leikarar eru Borgar Garðarsson, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Ragnheiður Elfa Arnardóttir, Jak- ob Þór Einarsson, Stefán Sturla Siguijónsson og Felix Bergsson en auk þeirra leikur tónskáldið í hópn- Samlitir stuðarar. B8.L, Suðurlandsbraut 14 & Ármúla 13, Sími: 568 1200, Beinn simi: 553 1236 Fax: 568 8675, Email: bl@bl.is, Internet: www.bl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.