Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vígsla nýs tölvusneiðmyndatækis á Sjúkrahúsi Reykjavíkur Morgunblaðið/Arnaldur INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir og Ingibjörg Pálmadóttir tóku nýja sneiðmyndatækið formlega í notkun. Áhafnir henti- fánaskipa slysatryggðar Þörfín sífellt að aukast NÝTT og fullkomið tölvusneið- myndatæki var formlega tekið í notkun á röntgendeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í gær að viðstöddum heilbrigðisráðherra, Ingibjörgu Pálmadóttur, og borgarstjóra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Sneiðmyndatæki þetta er annað sinnar tegundar hérlendis en fyr- ir hafði Röntgen- og geislagrein- ingin í Domus Medica yfir öðru tæki af sömu gerð spíraltækja að ráða. Samanlagður kostnaður við tækið, uppsetningu þess og breyt- ingar á aðstöðu samfara því nem- ur um 120 milljónum. Þörfin fyrir tölvusneiðmynda- rannsóknir hefur verið sívaxandi undanfarin ár og með tækniþróun hefur rannsóknum enn fjölgað. Fyrsta tölvusneiðmyndatækið hér- lendis var tekið í notkun árið 1981 á Borgarspítalanum. Mun nýja tækið leysa af hólmi annað eldra sem verið hefur í notkun frá 1988. Árið 1987 var fjöldi rannsókna með tölvusneiðmyndum 1600. Árið 1996 var fjöldi rannsókna orðinn 6.000. Þeim greinum læknisfræð- innar fjölgar einnig sem geta nýtt sér þessa tækni. Með nýja tækinu munu úrvinnslumöguleikar marg- faldast og rannsóknartími styttast. Sneiðmynd má fá á innan við 3 sek. og mun sá skammi tími sem fer í að gera hveija sneiðmynd koma að sérstöku gagni í meðferð á stórslösuðum og bráðveikum sjúklingum. Framfarir hraðar Með tækinu er í fyrsta sinn hægt að framkvæma æðamynda- töku sem hjálpar mjög við allan undirbúning skurðaðgerða. Nú má skoða allan líkamann í einu vetvangi og í máli Arnar Smára Arnaldssonar, forstöðumanns Myndgreiningar- og rannsóknar- sviðs, kom fram að eini flösku- hálsinn væri sá tími sem fer í flutning sjúkiinganna. Hann benti jafnframt á að framfarir í læknisfræði væru með ólíkindum og að fjármunir til tækjakaupa hérlendis hefðu verið af allt of skornum skammti undanfarin ár. Dvöl sjúkra og slasaðra á sjúkra- húsum hefði styst og fjármunum væri því vel varið í tækjakaup sem flýta fyrir greiningu og - meðferð. Ingibjörg Pálmadóttir, heil- brigðisráðherra, tók undir þau orð Jóhannesar Pálmasonar, framkvæmdastjóra Sjúkrahúss Reykjavíkur, að með vígslu nýja tækisins hefði birt yfir í málefn- um sjúkrahúsanna í Reykjavík og að svo yrði enn þar sem frekari framkvæmdir væru nú fyrirhug- aðar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, sagði það ljóst að ekki yrði lengra gengið í sparnaði og handan við hornið biði erfið pólitísk umræða um hvernig auka mætti fjármagn til spítalanna í Reykjavík. Von hennar væri sú að þetta væri upphafið að góðu uppbyggingar starf i. TRYGGINGASTOFNUN ríkisins hefur ákveðið að til bráðabirgða verði sjómenn á hentifánaskipum taldir slysatryggðir til 1. janúar 1998. Fyrir þann tíma telur stofn- unin nauðsynlegt að trygginga- málum sjómanna á hentifánaskip- um verði fundinn annar farvegur. Tryggingastofnun hafnaði um- sókn ekkna mannanna tveggja sem fórust með Dísarfelli, sem Samskip gerðu út, um dánarbætur á þeim forsendum að skipið sigldi undir erlendum fána og því hafi starfs- menn þess ekki átt rétt til bóta samkvæmt almannatryggingalög- gjöfinni. Samskip kærðu málið til tryggingaráðs og töldu að fordæmi væru fyrir því að Tryggingastofn- un hefði greitt slysabætur vegna sjómanna á skipum sem ekki eru skráð á íslandi. „Samkvæmt 24. grein almanna- tryggingalaga nr. 117/1993 eru launþegar sem starfa hér á landi slysatryggðir. Starf um borð í ís- lensku skipi eða íslenskri flugvél jafngildir starfi hér á landi. Því er ótvírætt að sjómenn er starfa um borð í hentifánaskipum geta ekki talist slysatryggðir samkvæmt lög- unum,“ segir í tilkynningu frá Tryggingastofnun. Þar segir einnig að ítarleg könn- un á sjóslysamálum hjá Trygginga- stofnun ríkisins hafi leitt í ljós að greiddar hafi verið slysabætur í nokkrum slíkum tilvikum undan- farin ár þrátt fyrir að bótaskylda hafi ekki verið fyrir hendi. Af þess- um sökum hefur Tryggingastofnun tekið þá ákvörðun að sjómenn á hentifánaskipum teljist áfram slysatryggðir til 1. janúar 1998. Há skráningargjöld ástæða hentifánaskráningar Jónas Garðarsson, formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur, kveðst ánægður með snör viðbrögð for- stjóra Tryggingastofnunar ríkisins. „Eg er reyndar ekki viss um að hann hafi komið að þessu máli fyrr en nú. Við vissum af þessum laga- krókum þegar þetta mál kom upp en við trúum varla að stjómvöld geti haft þessa stefnu gagnvart sjó- mönnum. Það þarf að slípa þessa hluti til svo eitthvað þessu líkt komi ekki upp á aftur,“ sagði Jónas. Hann sagði að fyrir Alþingi lægi frumvarp um að skráningargjöld- um af skipum yrði breytt þannig að þau yrðu síður skráð undir hent- ifána. „Eina ástæðan fyrir því að skipafélögin skrá skip undir hentif- ánum eru há skráningargjöld hér- lendis. En jafnvel þótt einhver skip séu skráð undir hentifána hlýtur að teljast eðlilegt að þeir sem borga sína skatta og skyldur hérlendis eigi rétt til almannatrygginga," sagði Jónas. Fjölskyldutekjur hæstar á Vestfjörðum samkvæmt kjarakönnun Vinnuvika karla 9 stund- um lengri en hjá konum Samningur um handboltasjónvarp Ekki ástæða til afskipta SAMKEPPNISRÁÐI þykir ekki tilefni til íhlutunar vegna samnings Ríkisútvarpsins og Stöðvar 3 síðasta haust við Handknattleikssambandið um einkarétt á sýningum frá leikj- um í fyrstu deild. Lögmaður Stöðvar 2 óskaði eftir úrskurði samkeppnisyfir- valda um það hvort opinbert fyrirtæki eins og Ríkisútvarp- ið, sem nýtur ótakmarkaðrar fjárhagslegrar ábyrgðar ríkis- sjóðs á skuldbindingum sínum, geti við efniskaup boðið ein- stökum einkafyrirtækjum að taka þátt í viðkomandi kaup- um til að bæta samkeppnis- stöðu sína. Meðan málið var í athugun hjá samkeppnisráði urðu þær breytingar að Stöð 2 yfirtók rekstur Stöðvað Samkeppnis- stofnun héldi athugun málsins áfram samt sem áður. Breyting á markaði í umsögn samkeppnisráðs segir að Ríkisútvarpinu sé ekki heimilt að raska samkeppni með því að veita einkafyrir- tækjum hlutdeild í því hagræði sem stofnunin geti notið vegna stöðu sinnar. Hins vegar þyki ekki þörf á að grípa til sér- stakra aðgerða vegna þessa samnings með hliðsjón af at- vikum og þeim breytingum sem orðið hafí á markaðnum að undanförnu. i KARLAR á vinnumarkaði vinna níu klukkustundum lengur á viku að meðaltali en konur, en hafa talsvert hærra tímakaup. Þetta er meðal niðurstaðna úr kjarakönnun Félagsvísindastofnunar, sem gerð var á síðasta ári. í könnuninni kemur einnig fram að fjölskyldu- tekjur eru hæstar á Vestfjörðum en lægstar á Norðurlandi vestra. Meðalvinnuvika fullvinnandi ís- lendinga er 51,8 klukkustundir, samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar. Karlar vinna að meðal- tali 55 stunda vinnuviku en konur 46 stundir. Um er að ræða meðal- tal allrar vinnu í aðalstarfi viðkom- andi og í launuðum aukastörfum. Sjómenn og bændur gáfu að meðaltali upp lengstan vinnutíma, eða 70 og 63 klukkustundir á viku að jafnaði. Af öðrum stéttum hafa stjómendur og atvinnurekendur iengsta vinnuviku eða 56 stundir, en skrifstofufólk stytzta, 47 stundir. í niðurstöðum Félagsvísinda- stofnunar kemur fram að þetta séu hærri tölur en Kjararannsóknar- nefnd fái út úr sínum gögnum, enda miði nefndin aðeins við greiddar vinnustundir hjá aðal- vinnuveitanda en Félagsvísinda- stofnun við heildarfjölda vinnuvið- vistarstunda í allri launaðri vinnu. Nokkur kynbundinn launamunur Meðalmánaðartekjur fullvinn- andi fólks voru 154.000 krónur á síðasta ári. Meðaltekjur á vinnu- stund voru 693 krónur. Hjá körlum var meðaltímakaupið 768 krónur en 200 krónum lægra hjá konum eða 568 krónur. Félagvísindastofn- un segir muninn skýrast m.a. af mismunandi starfsstéttaskiptingu, mismunandi tegund menntunar, ólíkum starfsvettvangi (konur vinna fremur hjá ríki og sveitarfé- lögum), mismunandi vægi auka- vinnukaups (karlar hafa fleiri vinnustundir á aukavinnutaxta), en jafnframt sé um að ræða nokk- urn kynbundinn launamun. Heildaratvinnutekjur fullvinn- andi einstaklinga voru hæstar á Vesturlandi, 176.000 krónur, og á Vestfjörðum, 167.000 krónur. Lægstar eru þær hins vegar á Austurlandi, 120.000 krónur. Meðalfjölskyldutekjur voru 235.000 Ef litið er á fjölskyldutekjur hjóna og fólks í sambúð voru þær að meðaltali 235.000 krónur á síð- asta ári. Svarendur í stétt stjórn- enda og atvinnurekenda höfðu hæstar fjölskyldutekjur, eða um 306.000 krónur. Lægstar fjöl- skyldutekjur höfðu bændur, 153.000 krónur að jafnaði. Munur er á fjölskyldutekjum eftir menntun. Þannig hefur fólk með háskólapróf hæstar tekjur en fólk með grunnskólapróf eða minna minnstar tekjur. Fjölskyldufólk á Vestfjörðum er tekjuhæst, með 269.000 krónur á mánuði, en lægstar eru fjölskyldu- tekjur á Norðurlandi vestra, 210.000 krónur á mánuði. Niðurstöður Félagsvísinda- stofnunar eru fengnar úr tveimur spurningakönnunum, en úrtakið í hvorri um sig var 1.500 manns. Önnur könnunin var gerð í maí á síðasta ári en hin í desember. Nettósvörun í könnununum var 72-73% og þykja úrtökin endur- spegla þjóðina ágætlega. Tvær kannanir voru gerðar til að jafna út hugsanlegar árstíðasveiflur í atvinnu og tekjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.