Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 36
— 36 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
rr
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ELÍN ÞÓRDÍS GÍSLADÓTTIR
Ásbraut 17,
(Holtagerði 67),
verður jarðsungin frá Háteigskirkju á morgun,
fimmtudaginn 5. júní kl. 13.30.
Gísli Stefán Sveinsson,
Ólöf Sveinsdóttir,
Jóhanna Sveinsdóttir,
Sveinbjörg Þórdís Sveinsdóttir,
Hafdís Sveinsdóttir,
Sveinn Anton Sveinsson,
Guðrún Svava Sveinsdóttir,
tengdabörn og barnabörn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÓSKAR STEFÁNSSON
áður bóndi á Stað,
Borgarfirði,
Sléttuvegi 11,
verður jarðsunginn frá Áskirkju fimmtudaginn 5. júní kl. 13.30.
Ingibjörg Ósk Óskarsdóttir, Hörður Smári Hákonarson,
Stefán Agnar Óskarsson, Ása Jónsdóttir,
Guðný Ósk Óskarsdóttir, Anton Sigfússon,
Pétur Ævar Óskarsson, Unnur Sigurgísladóttir,
barnabörn, barnabarnaböm
og aðrir vandamenn.
t
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns, föður okkar, tengdaföður og afa,
GUÐBJARTS FINNBJÖRNSSONAR
loftskeytamanns,
Bólstaðarhlíð 45,
Reykjavík,
áður til heimilis
á Hrannargötu 1, ísafirði.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Heimahlynningar Krabba-
meinsfélags íslands og Sjúkrahúss Reykjavíkur deild 4A.
Þórdís S. Friðriksdóttir,
Hafþór Einar Guðbjartsson,
Helgi Þór Guðbjartsson, Berglind Ólafsdóttir,
Rakel Adolphsdóttir.
Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför móður okkar,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
SIGRÍÐAR KRISTÍNAR
KOLBEINSDÓTTUR,
Sólheimum 23.
Starfsfólki Heimahlynningar Krabbameins-
félagsins viljum við þakka sérstaklega.
Börn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi.
BERTEL ERLINGSSON
málarameistari,
lést laugardaginn 17. maí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Sigríður Bertelsdóttir, Jón Friðþjófsson,
Erlingur Bertelsson, Marga Thome,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför
ARNBERGS GÍSLASONAR
frá Vinaminni
í Borgarfirði eystra.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Garðvangs í Garði.
Aðstandendur.
OTTÓ SVEINSSON
+ Ottó Sveinsson
var fæddur í
Reykjavík 22. júní
1956. Hann lést 28.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Guðrún Jóhanna
Eggerz, f. 29.9.
1927, bóndi á Litla
Kambi, Breiðuvík-
urhreppi, Snæfells-
nesi, f. 29.9. 1927,
og Sveinn Ferdin-
andsson, vélfræð-
ingur, f. 14.3. 1926,
d. 7.6.
var næstyngstur
sjö systkina. Systkini hans eru
Kristjana Heiður, Valur, Snjó-
laug, Bragi, Birgir og Hjörtur.
Árið 1985 giftist
hann Sigrúnu
Karlsdóttur, f. 17.9.
1955; sonur þeirra
er Olafur Örn, f.
11.6. 1979. Fyrir
átti Ottó Kolbrúnu,
f. 5.6. 1977.
Ottó ólst upp i
Kópavogi og síðar á
Gíslabæ á Hellnum
á Snæfellsnesi. Ottó
lauk rafsuðunámi
frá Fjölbrautaskóla
Vesturlands 1983
og vann hann við
iðn sína.
Ottó verður jarðsunginn frá
Akraneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Hér sit ég og ætla að reyna að
skrifa nokkrar línur um bróður minn
og vin Ottó Sveinsson sem lést af
slysförum hinn 28. apríl. Þetta er
eitthvað sem stenst ekki. Þegar
svona kemur upp fer maður að horfa
til baka, til æskuáranna í Kópavog-
inum. Ég sé fyrir mér Ottó fjögurra
ára, dökkan yfirlitum með þessi
stóru brúnu augu sem heilluðu alla,
síbrosandi í stuttbuxum og beran
að ofan. Hann þótti óvenju fallegt
bam. Ottó var rólegur, yfirvegaður
og gat dundað sér tímunum saman
við eigin leiki og hugsanir. Það var
sama hvað við eldri systkinin reynd-
um að sannfæra hann eða stríða
honum, aldrei skipti Ottó skapi eða
lét af sinni meiningu og stóð þvi
alltaf uppi sem sigurvegari, hann
bara glotti svolítið.
Margt var brallað á barnmörgu
heimili. Við kassabílagerðina var
Ottó liðtækur en hafði jafnframt þau
forréttindi að sitja í meðan við eldri
ýttum. Síðar tók hann svo við af
okkur og ytti Hirti, þeim yngsta í
hópnum.
Þegar Ottó er 10 ára flutti fjöl-
skyldan að Hellnum á Snæfellsnesi
og var þá kraftadella allsráðandi hjá
okkur bræðrum. Ottó lét ekki sitt
eftir liggja enda snemma mjög
hraustur og efnilegur íþróttamaður.
Ég man t.d. þegar hann, aðeins 11
ára gamall, jafnhenti 50 kg fóður-
poka yfir höfuð sér. 12 ára varð
hann íslandsmeistari í þríþraut
gmnnskólanna í sínum aldurshópi.
Snemma fór Ottó að heiman, fyrst
í skóla svo að vinna bæði til sjós
og lands. Þá urðu straumhvörf í lífi
hans og hann kynntist Bakkusi sem
varð hans eini óvinur í lífinu. Þá
kynntist hann skuggahliðum mann-
lífsins. En þótt Ottó hafi farið svo
langt niður um tíma var hann ætíð
að reyna að bijótast út úr því lífi
enda stefndi hugur hans ætíð að
einhveiju miklu meira. Ottó var upp-
tekinn af lífínu sjálfu og þrátt fyrir
sjúkdóm sinn, alkhólismann, var
hann svo bjartsýnn og jákvæður.
Rétt tvítugur flytur Ottó svo hing-
að til Akraness en þá hafði hann
kynnst ástinni í lífi sínu, Sigrúnu,
sem hann mat ætíð mikils. Líf hans
breyttist þá til betri vegar enda
bjuggu þau sér gott heimili ásamt
syni sínum, Ólafí Erni.
Ottó lærði rafsuðu og þótti góður
fagmaður enda var hann laginn við
það sem hann tók sér fyrir hendur.
Svo var einnig um bílaviðgerðir sem
voru eitt af hans mörgu áhugamál-
um. Ottó var mikill bókaormur og
hafði gaman af að spjalla um það
sem hann var að pæla í hveiju sinni.
Sérfræðingar
í I)lómaskreyt in”u m
við öll tækifæri
1 blómaverkstæði 1
IÖINNA I
SkólaNorðustíg 12,
á horni Bcrgstaðastrætis,
sími 551 0090
Ottó var mikill ljúflingur, hjálp-
samur og mátti ekkert aumt sjá.
Hann var skapgóður og ég get full-
yrt að hann hafí enga óvildarmenn
átt í lífinu. Vonlaust var að reita
hann til reiði og ekki lagði hann í
vana sinn að tala illa um fólk. Ottó
var frændrækinn og í veislum var
hann hrókur alls fagnaðar. Þar naut
hann sín vel.
Aldrei varð Ottó laus við sjúkdóm
sinn, alkhólismann, og árlega komu
sprungur í „edrúmennsku" hans.
Sigrún hefur ætíð staðið við hlið
eiginmanns síns og verið honum
ómetanlegur styrkur í gegnum súrt
og sætt.
Eftir sitjum við hér og skiljum
ekki tilganginn með lífínu. Allt virt-
ist vera farið að ganga svo vel, hann
var kominn í góða vinnu sem hann
var ánægður með. Af hveiju hann
fékk ekki að lifa lengur, hann sem
var á besta aldri og átti svo margt
eftir ógert?
Elsku Sigrún, Óli, mamma og
aðrir ástvinir, guð gefi okkur styrk
og huggun í þessari miklu sorg.
Minningin um góðan dreng lifír ætíð
í hugum okkar.
Birgir Sveinsson.
Nú er höggvið skarð i okkar stóra
systkinahóp, Ottó, fallegi, yndislegi
bróðir okkar, með tindrandi, brúnu
augun og tvíræða brosið, er látinn.
Þau virðast grimm örlögin sem
taka hann burt frá konu og bömum,
þegar allt var svo bjart framundan,
en Alfaðir ræður.
Ottó var einstaklega mikið ljúf-
menni, hæglátur og hávaðalaus inn-
an um fyrirferðarmeiri systkini, bón-
góður og barnelskur, mikill félagi
konu sinnar og barna og er missir
þeirra mikill. Hann var kappsfullur
og viljugur, vel lesinn og skarp-
greindur, elskaði lífið og tilveruna,
trúði á tilvistir annarra heima og
leitaði sífellt nýrra leiða í þeim til-
gangi að öðlast betra líf. Hann fór
ekki varhluta af skuggahliðum lífs-
ins og glímdi við Bakkus á fyrri
ámm með því helsi sem því fylgir
en ekki bar hann erfiðleika sína eða
tilfinningar á torg né fyrir allra
augu, frekar faldi hann særindi eða
kvalir með brosi. En nú er hann
alheill og vil ég kveðja elskulegan
bróður með eftirfarandi orðum: Nú
heftir þig ekkert né halda nein bönd
og himinsins víddir þér opnast. Já,
örninn er floginn á friðarins lönd
og fegurðarfjaðrirnar vopnast.
Elsku Sigrún, mamma og fjöl-
skylda okkar öll, ég treysti því að
kærleikur Guðs umvefji okkur öll á
þessari sorgarstund.
Heiður.
Elskulegur bróðir er dáinn, og
brotið blað í tilveru okkar, þeirra sem
þekktu hann og elskuðu. Okkur mun
alltaf svíða um hjartarætur við að
hugsa til þess að við sjáum hann
ekki aftur. En hann skildi líka margt
eftir sem hann gaf okkur og miðlaði
til okkar með sinni hreinu fram-
komu, hjálpsemi og elsku, því hann
elskaði okkur og við hann, það efuð-
umst við aldrei um. Lífsþorsti hans
eftir allri þekkingu og hinu óþekkj-
anlega var honum ávallt efst í huga
og las hann allt sem hann komst í
til að reyna fullnægja þeirri þörf.
Hann var gáfaður, verklaginn og
skapandi, alltaf tilbúinn að rétta
öðrum hjálparhönd. Alltaf stutt í
góða skapið hvað sem á gekk, því
eins og aðrir fékk hann sinn djöful
að draga. Hann hugsar ábyggilega
hinum megin: Ég fékk heil íjörutíu
ár til að lifa og dó ungur og falleg-
ur. Við ástvinir hans sem eftir lifum
kveðjum hann og þökkum honum
margan vísdóminn sem hann gaf
okkur.
Elsku mamma, Sigrún, Óli og
börn, margs er að sakna og margs
er að minnast. Látum minningu
hans verða okkur til heilla og
ánægju, eins og hann hefði viljað
sjálfur.
Systkini.
Kæra amma, Sigrún, Óli og börn,
ég vil byija á að votta ykkur samúð
mína, þetta er búið að vera svo sárt
fyrir ykkur vegna fráfalls sonar, eig-
inmanns og föður. Ekki óraði mig
fyrir svona fráfalli, í mínum huga
var allt svona fjarlægt og þetta
kennir manni að sýna ættingjum og
vinum meiri væntumþykju því mað-
ur veit ekki hver fer næstur. í mín-
um huga mun Ottó alltaf vera hjá
okkur. Maður á ljúfar og skemmti-
legar minningar um Ottó. Alltaf
þegar maður sá Ottó var hann í
góðu skapi og ef hann var í leiðu
skapi þá leyndi hann því vel. Við
Ottó gat maður alltaf talað um lífið
og tilveruna og hann gat sagt ýmis-
legt sem gat fengið mann til að
hugsa um hvað lífið væri furðulegt
og órannsakanlegt því mikið var til
af leyndardómum sem að hann pældi
mikið í. Kannski er hann búinn að
finna svörin við öllum þessum leynd-
ardómum nú. En það er hlutur sem
við vitum ekki. Við fjölskyldan
geymum minningarnar um Ottó í
hjartastað.
Guð blessi ykkur og varðveiti.
Vala, Einar og börn.
Elsku amma, Sigrún, Óli og börn.
Megi Guð gefa ykkur styrk til þess
að komast yfir sorg ykkar.
Ég minnist þín í vorsins bláa veldi
er vonir okkar stefndu að sama marki,
þær týndust ei í heimsins glaum og harki,
og hugann glöddu á björtu sumarkveldi.
Þín sál var öll hjá fögrum lit og línum,
og ljóðsins töfraglæsta dularheimi.
Þú leiðst í burt frá lágum jarðarseimi,
i ljóssins dýrð, á hugar vængjum þínum.
Ég sakna þín, ég syrgi farinn vin,
í sálu þinni fann ég dýpsta hljóminn,
er hóf sig yfir heimsins dægur-glys.
A horfna tímans horfi ég endurskin,
ég heyri ennþá glaða, þýða róminn,
frá hreinni sál með hárra vona ris.
(Steinn Steinarr).
Kveðja.
Valdís og Eddie.
Þegar ég kom í heiminn var vinur
minn Ottó Sveinsson orðinn tæpra
6 mánaða gamall. Ottó og fjölskylda
hans bjuggu í næsta húsi við hús
foreldra minna í Vallargerði í Kópa-
vogi. Mömmur okkar voru nágrann-
ar og vinkonur og ekki var ég
margra daga gamall þegar Ottó kom
í heimsókn með mömmu sinni. Allar
götur síðan vorum við Ottó bestu
vinir. í yfir 40 ár. En nú er Ottó
vinur minn dáinn. En minningamar
lifa, þær eru margar og allar góðar.
Einu sinni vorum við báðir með blei-
ur og æfðum okkur að segja r.
Mörgum árum síðar byggðum við
risateygjubyssuna á Hábrautinni.
En engu lík voru þau ævintýrin sem
við upplifðum þau 5 sumur sem ég
var í sveitinni hjá fjölskyldunni á
Gíslabæ á Hellnum. Á seinni árum
þegar ég kom í heimsókn á heimili
þeirra Sigrúnar, Ottós og Óla sonar
þeirra á Akranesi lifnuðu minning-
arnar og stundum fannst okkur eng-
inn tími hafa liðið. Með söknuði og
trega sem er þyngri en tárum taki
kveð ég þennan yndislega dreng og
bið Guð að styðja hann í göngu sinni
inn í heim ljóssins.
Tryggvi Júlíus Hiibner.