Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997 19
Sjáland tengt
meginlandinu
Kaupmannahöfn, Óðinsvé. Morgfunblaðið.
MEÐ tárum, kyndlum, kampavíni og
konunglegri viðurvist var um helgina
haldið upp á að farþegaferðir með
járnbraut um Stórabeltisbrúna og
göngin þar hófust. Tárin flutu, því
nú hætta farþegafeijurnar að sigla
eftir 114 ár og í staðinn kemur bíla-
feq'a. Með brúnni verður það raun-
hæfur möguleiki fyrir fólk að búa í
Óðinsvéum og vinna í Kaupmanna-
höfn. Móttökur almennings koma
endanlega í ljós þegar bflumferð hefst
1998. Efasemdir eru um öryggi jarð-
ganganna við brúna og gangaótti
gæti haft áhrif, en þó einkum brúar-
tollur, sem nýlega var ákveðið að
lækka til að örva umferðina.
Með brúnni er Sjáland ekki lengur
eyja, heldur land tengt meginlandinu
og það er óneitaniega merkileg til-
fínning hjá þjóð, sem lítur að hluta
á sig sem eyjabúa. Og ekki vantaði
áhugann, því þegar upp úr áramótum
var orðið uppselt í fyrstu ferðirnar.
Farþegar mættu með kampavín og
bréfpoka og þegar keyrt var inn í
göngin flugu tappar úr flöskum og
spilað var undir húrrahrópin með því
að sprengja bréfpoka í takt.
Brúin hefur verið í undirbúningi
síðan 1986, en framkvæmdir hófust
1988. Frá því á síðustu öld hafa
verið uppi vangaveltur um brú milli
Fjóns og Sjálands. Framkvæmdin
er ári á eftir áætlun og hefur kostað
níu mannslíf. Brúin er bæði ætluð
lestar- og bílsamgöngum og skiptist
framkvæmdin í þijá hluta, þar sem
eyjan Sprogo er tengiliðurinn. Hin
6,8 km langa austurbrú frá Sjálandi
til Sproge er næstmesta hengibrú í
heimi og siglingarhæðin undir hana
er 65 metrar. Um brúna liggur íjög-
urra akreina vegur fyrir bíla og
mótorhjól. Undir brúnni eru 8 km
járnbrautargöng og dýpið þar er
mest 75 metrar. Frá Sprogo liggur
svo 6,6 km löng Vesturbrúin, sem
bæði er bíla- og járnbrautarbrú.
Heildarkostnaður reiknaður á verð-
lagi 1988 er 21,6 milljarðar danskra
króna og fór hann um fjórðung fram
úr upphaflegri áætlun.
Lyftistöng fyrir atvinnulífið?
Þegar bílaumferð hefst um brúna
1998 mun brúartollurinn upp á 200
danskar krónur nýtast til að greiða
niður skuldir og vexti, sem nú nema
um 38 milljörðum danskra króna.
Nýlega var ákveðið að lækka tollinn
úr 250 í 200 krónur fyrir fólksbíla
og um leið ákveðið að brúin yrði
greidd upp á 30 árum í stað um 14
ára, sem fyrst var reiknað með. Járn-
brautarferðin milli Óðinsvéa og
Kaupmannahafnar tók 3 tíma, en
þegar fullur hraði kemst á í vetur
tekur hún fimm stundarfjórðunga.
Þá fjölgar kannski þeim, sem kjósa
að búa í Óðinsvéum, þar sem er
ódýrara að búa, þó að þeir vinni í
Kaupmannahöfn. En brúin mun
einnig breyta samkeppnisaðstöðu
járnbrautanna við flugfélögin, sem
stunda innanlandsflug.
Samkvæmt skoðanakönnunum
þjáist þriðja hver kona af ótta við
jarðgöng en aðeins tíundi hver karl.
Reynslan frá Ermarsundsgöngunum
ERLENT
STÓRABELTISBRÚIN sem tengir Fjón og Sjálandið Ieysir af
hólmi 114 ára ferjusamgöngur og tengir Sjáland við evrópska
vegakerfið. Bygging brúarinnar hefur kostað 9 mannslíf.
milli Bretlands og Frakklands sýnir
þó að hræðslan minnkaði eftir að
göngin voru tekin í notkun, þótt slys
í göngunum yki hana aftur. Björg-
unaræfingar í Stórabeltisgöngunum
hafa ekki verið traustvekjandi, en
yfírvöld fullvissa almenning um að
öryggið sé eins og best verði á kos-
ið. Lestarferð um göngin tekur að-
eins átta mínútur (á 180 km. hraða)
og því varla tími til að verða veru-
lega hræddur.
Næsta danska brúin er Eyrar-
sundsbrúin, sem mun tengja Kaup-
mannahöfn og Málmey árið 2000.
Fehmerbrúin frá Suður-Sjálandi yfir
til Þýskalands er stöðugt umhugsun-
arefni stjórnmáiamanna. Reynslan
af nýju brúnum tveimur mun vísast
vega þungt þegar ákvarðanir verða
teknar um slíka framkvæmd og þá
hvort nýja brúin verður sú örvun
fyrir atvinnu- og efnahagslífið, sem
vænst er. Þegar ævintýraskáldið H.C.
Andersen sigldi frá Fjóni til Sjálands
1819 fannst honum hann kominn út
á heimshöfin. Vegfarendum nútím-
ans er vísast ofar í huga að Stórabelt-
isbrúin tengir Sjáland evrópska vega-
netinu.
Fawafeni 12. Sími 588 0444
ÍIOO*
»K?*r
Björn, Einar og Hallgrímur höfðu JVC Mini DV
PAL stafræna vídeóupptöku-undratækið frá
Faco með sér alla leið upp á Everest-tind.
Vélin sem afreksmennimir völdu sér er ekki aðeins
minnsta og léttasta vídeóupptökuvél í Iieimi, heldur
einnig hljóðupptöku- og ljósmyndavél!
Hvort sem ætlunin er að taka upp í'rækið ferðalag,
fund, framkvæmdir, fyrirlestur, veislu, viðtal... eða
búa til kvikmynd með tæknibrellum - er þetta vélin
sem uppfyllir allar kröfur. Komdu og kynnstu henni
frá fyrstu hendi. Við tökum vel á móti þér í verslun
okkar að Faxafeni 12.
JVC
mm
Tæknideild
Til hamingju með að
hafa komist hæst allra
íslenriinga.
Verið velkomnir heim!