Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1997 45
I DAG
Arnað heilla
70«
A ÁRA afmæli. Sjötugur er í dag, miðviku-
FogO V/ daginn 4. júní Þormóður Helgason, Hris-
eyjargötu 16, Akureyri. Eiginkona hans, Rannveig H.
Helgadóttir, verður sextug laugardaginn 21. júní nk. í
tilefni þessara tímamóta taka þau á móti gestum laugardag-
inn 7. júní í Húsi aldraðra (Lundargötu 7) milli kl. 20-23.
BRIPS
Umsjón (iuömundur Páll
Arnarson
SPIL dagsins einkennist af
spennandi einvígi sóknar og
varnar. Tvílita opnun aust-
urs vísar vöminni veginn,
en hjálpar sagnhafa líka.
Austur gefur; NS á hættu.
Norður
♦ Á3
? 10873
♦ K5
♦ K10742
Austur
♦ D9875
■
* 9
Suður
♦ KG104
? K9
♦ Á1098
♦ Á65
Vestur Norður Austur Suður
2 tígtar * 2 grönd
Pass 3 grönd Pass Pass
Pass
* Veikt með 5-5 í
hálitunum.
Vestur hittir á hjartafim-
muna út, sem er eina byijun-
in sem ógnar samningnum.
En spilið er rétt að byrja.
Hvort myndi lesandinn veðja
á vömina eða sóknina?
Austur fer vel af stað þeg-
ar hann lætur lítið hjarta í
fyrsta slaginn. Þannig heldur
hann opnu sambandi í litn-
um, svo sagnhafi getur ekki
hleypt vestri inn.
En þessi vöm er út af
fyrir sig ekki dauðadómur
yfir samningnum. Sagnhafi
sér átta slagi með spaðasvín-
ingu og getur hugsanlega
byggt upp innkast á austur
og neytt hann til að spila frá
spaðadrottningu. Hann tekur
laufás og kóng (vestur sting-
ur á milli og austur hendir
spaða), og tvo efstu í tígli.
Síðan leggur hann niður
spaðaás og svínar spaðagosa.
Nú er sviðið sett til að spila
austri inn á hjarta! Gangi
allt að óskum, tekur austur
íjóra slagi á hjarta, en verður
síðan að spila frá spaða-
drottningu og gefa saghafa
fría svíningu.
En það er vömin sem hef-
ur síðasta orðið. Hafi austur
látið lýartasexuna í fyrsta
slaginn - þ.e. geymt tvistinn
— gefur hann látið sér nægja
að taka tvo slagi á hjarta,
en síðan spilað blindum inn
á hjartaþrist! í borðinu finnst
ekkert nema lauf, svo vestur
fær þijá síðustu slagina á
D8 í laufi og tíguldrottningu.
Vestur
* 62
V 54
♦ D7643
♦ DG83
pT/kARA afmæli. í dag,
Oi/miðvikudaginn 4. júní,
er fimmtugur Jóhann Þór
Einarsson, veggfóðrara-
og dúklagningameistari,
Engiþjalla 3, Kópavogi.
Hann og kona hans Bára
Magnúsdóttir taka á móti
gestum í Oddfellowhúsinu
við Vonarstræti, á afmælis-
daginn frá kl. 18-21.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um af-
mæli, brúðkaup, ættar-
mót o.fl. lesendum sínum
að kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að ber-
ast með tveggja daga fyr-
irvara virka daga og
þriggja daga fyrirvara
fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælis-
barns þarf að fylgja af-
mælistilkynningum og
eða nafn ábyrgðar-
manns og símanúmer.
Fólk getur hringt í síma
569-1100, sent í bréfsíma
569-1329. Einnig er hægt
að skrifa:
Dagbók
Morgunblaðsins,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík
SKÁK
Umsjón Margeir
Pctursson
Staðan kom upp á al-
þjóðamótinu í Madrid á
Spáni sem lauk um helgina.
Aleksei Shirov (2.690),
Spáni (áður Lettlandi),
hafði hvítt og átti leik, en
Valery Salov (2.665) Rúss-
landi var með svart. Salov
hefur fórnað tveimur peðum
og virðist hafa afar hættu-
leg sóknarfæri. Shirov lum-
aði á laglegri gagnsókn:
29. Hxg7+! og svartur
gafst upp. Eftir 29. — Kxg7
30. Hgl á svartur ekki aðra
vöm en að leika 30. —
Dg6, en eftir 31. Hxg6+
verður hvítur með drottn-
ingu og þijú peð fyrir tvo
hróka sem er allt of mik-
ill liðsmunur.
Þeir Topalov og Shirov
urðu jafnir og efstir á
mótinu með 6'A vinning
af 9 mögulegum. Þeir
tefldu þá tvær atskákir
til að skera úr um sigur-
inn á mótinu, en þeim
lauk báðum með jafntefli.
Þá var tíminn styttur enn
meira og tefld hraðskák.
Shirov hafði hvítt og sex
mínútur, en Topalov svart
og fimm mínútur, en
dugði jafntefli til að sigra.
Eftir mikinn barning lyktaði
skákinni einmitt með jafn-
tefli og Topalov því úrskurð-
aður sigurvegari.
HOGNIHREKKVISI
STJ ÖRNUSPÁ
cftir Franccs Drake
TVÍBURAR
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert hægláturpersónu-
leiki og lætur ekkert frá
þér fara nema að vand-
legaathuguðu máli.
Hrútur
(21.mars- 19. apríl)
Þú þarft að gæta orða þinna
í dag, því fólki hættir til að
misskilja þig og svekkja sig
á þér. Útskýrðu þitt mál.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Ef þér finnst þú hafa náð
frábærum árangri varðandi
verkefni, skaltu vita að það
er aðeins byijunin.
Tvíburar
(21. ma! - 20. júní) 5»
Einhver félagi þinn dregur
sig f hlé um stundarsakir,
en þú skalt ekki hafa áhyggj-
ur af því. Hann þarf að
bjarga sér sjálfur.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí) Hg
Gættu þess vandlega, sem
þú segir við vin þinn í dag,
því hann gæti hæglega mis-
skilið þig. Talaðu við hann í
einlægni.
Ljón
(23. júlf — 22. ágúst)
Haltu aftur af sjálfum þér,
ef þú finnur þörf hjá þér að
æsa þig upp yfir ákveðnu
máli. Það hjálpar þér að
skoða málið í rólegheitunum
og gera þér grein fyrir því.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) M
Þú ert ákafur þessa dagana,
og finnst fólk standa í vegi
fyrir þér. Sannleikurinn er
sá að þetta fólk er aðeins
að hjálpa þér, svo gefðu því
tækifæri.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Þú ert ekki eins og þú átt
að þér í dag, því þú ert ofur-
viðkvæmur og þarft að halda
sjálfsstjóm. Taktu því rólega.
Sporódreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Þú ert viðkvæmur í dag og
kímnigáfan ekki upp á
marga fiska. Reyndu að
finna út hvað er að angra
þig og leyfðu ástvin þínum
að hjálpa þér.
Bogmaöur
(22. nóv. - 21. desember) «0
Þú veist hvað það er mikil-
vægt að missa ekki móðinn,
þó illa gangi, og gera aðra
tilraun. Þú þarft að miðla
reynslu þinni til annarra,
sérstaklega bama.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar) &
Þú þarft að aga sjálfan þig,
því töluverð óreiða er í kring-
um þig og málin líta allt
öðruvísi út, þegar það hefur
verið framkvæmt.
Vatnsberi
(20.janúar- 18. febrúar)
Nú ættirðu að taka hjólin
úr geymslunni og fara út í
náttúruna með fjölskyldunni,
í hjóla- og göngutúra. Það
hressir upp á sálarlífið.
Fiskar
(19. febrúar- 20. mars) ‘Sí<
Ef þér finnst þú vera að
drukkna í verkefnum, skaltu
leita aðstoðar hjá fjölskyld-
unni. Snúi fólk bökum saman
gerast oft kraftaverk.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár a f þessu tagi
byggjast ekki á traustum
gi-unni vísindaíegra staðreynda.
GARÐSLÖNGUR
SLÖNGUTENGI
GARÐÚÐARAR §
ÚÐAKÚTAR I
PÓR HF
HeykjEivík - Akureyri
Reykjavík: Ármúla 11 - Sími 568-1500
jÍAkureyri: Lónsbakka - Sími 461-10701
raftækin renna út!
CAFÉ CAPRICE
Glæsileg kaffivél sem
sýður vatnið sjálf.
Verð kr. 9.975 stgr.
Úrval kaffivéla frá
kr. 1.605 stgr. §
Fást víða um land.
ggig Einar
bmM Farestveit&Co.hf.
Borgartúni 28 S* 562 2901 og 562 2900
Endurklœbum húsgögn.
Gott úrval áklceba.
Fagmenn vinna verkib.
BólstranÁsgríms,
Bergstaðastræti 2,
sími 551 6807
17. júní
Sölutjöld - Sölubúðir
Alblöðrur fyrir helíum.
Rellur, fánar og blöðrur með íslenska fánanum
Venjulegar blöðrur og margt fleira
í tilefni útihátíða.
E.G. Ólafsson, heildverslun,
Arnarbakka 2, Rvík, sími 567 0799.
Whittard
Nýsending
afbragð-
bættukaffi
Kringlan, sími 5681223