Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Guðlast og grjótkast Enn um orgel- smíð og orgel- kaup í kirkjur í FYRRA mánuði fjölluðu fjöl- miðlar um guðlast. Tilefnið var sjónvarpsþáttur Spaugstofunnar sem sýndur var í dymbilviku, en þátturinn var með biblíulegu ívafi og eðlilega spaugilegu eins og ætlast er til af aðstandendum þessar- ar agætu stofu. Ég horfði á þáttinn og fannst hann fynd- inn, raunar misfyndinn eins og gengur og ekki fannst mér verra grínið sem hélt áfram næstu daga, þegar biskupinn kom fram í fjölmiðlum með sinn þátt og vildi ákærur og refsingar, studdur af nafngreind- um guðsmanni, en sá hafði fengið nafn- greindan saksóknara til liðsinnis við sig, þar sem þeir áttu saman stund í bað- húsi. Svo hélt þetta enn áfram og ég var viss um að grínaramir væru enn að þegar þeir mættu hjá ríkis- lögreglunni og ekki varð annað séð en að lögreglan væri líka komin í góða skapið. Stuttu síðar var ég síðan sann- færður um af trúverðugum manni að hér væri ekki á ferðinni grín heldur mikill alvöruþungi og verð ég að játa að mér brá heldur við tíðindin. Þessi klögumál urðu mér tilefni til að riija upp málaferli frá 1984, þar sem ég kom við sögu í sams- konar máli, en ég var veijandi Ulf- ars Þormóðssonar, rithöfundar, í svonefndu Spegilsmáli. Tilefni ákærunnar var í sjálfu sér ekki merkilegt en ein grein Spegilsins fjallaði um þá aulafyndni sem leiða má af því þegar fermingarbömin inntaka blóð Krists í formi víns sem oft er þeirra fyrsti sopi. Við undirbúning Spegilsmálsins 1984 leitaði ég dómafordæma eins og venja stendur til og fyrr en varði var ég kominn út í sagnfræði. Uppruni guðlastshugtaksins er ævaforn og sjálfsagt jafngamall sögu mannsandans. Samfélög hafa á öllum tímum búið sér til „tabú“ vegna þeirra guða sem dýrkaðir vom í það og það skiptið. Ef ein- hver braut gegn þessu „tabúi“ varð að refsa honum og það harðlega ella gat reiði guðanna eða þess sem var dýrkað lent, ekki bara á þeim sem af sér braut heldur á samfélag- inu öllu. Aðvitað er þetta ekki tengt kristninni einni saman og allir þekkja níðvísu Hjalta Skeggjasonar um Oðin og Freyju: Eigi vil ég goð geyja grey þykir mér Freyja Æ man annat tveggja Óðinn, grey eða Freyja Fyrri partinn skilja allir en í seinni partinum er Hjalti að vísa til kynvillu Óðins og varð hann sekur fjörbaugsmaður fyrir. Kristinn uppmna guðlastshug- taksins má rekja til þriðju Móse- bókar en afstaða Jahve er þar skráð TUJBOÐ /2jóiMt)Hdasfofa (^utmars úngimarssouar Suðurveri, sími 553 4852 svona: „Leið því lastmælandann út fyrir herbúðirnar og allir þeir er heyrt hafa skulu leggja hendur sín- ar á höfuð honum og því næst skal allur söfnuðurinn grýta hann. Og þú skalt tala við ísra- elsmenn og segja: Hver sá, er formælir guði sínum baki sér synd. Og sá er last- mælir nafni Jahve skal líflátinn verða, allur söfnuðurinn skal vægðarlaust grýta hann“. Lögmál Móse gekk inn í Rómarrétt- inn og var því fram- fylgt af kirkjunni sjálfri í kaþólskum sið en eftir siðaskipti tóku við borgaraleg lög enda höfðu þá orðið eigendaskipti á kirkj- unni. Þrátt fyrir að hugmyndafræðin á bak við refsingar fyrir guðlast hafi tekið ýmsum breytingum í ald- anna rás vom refsingarnar nánast öbreyttar, t.d. var ákvæðið í lögum Kristjáns V, sem er tiltölulega ný- farinn frá völdum í sagnfræðilegum skilningi, svona: „Hanem skal tungen udvendis af hans mund Áður er Spegilsmálið svonefnda var dómtek- ið, segir Sigurmar Albertsson, hafði Hæstiréttur íslands aldrei fjallað um ákæru vegna guðlasts. udskæris, demæst hans hoved af- slagis og tillige med tungen sættes pá en stage“. Aður en Spegilsmálið svonefnda var dómtekið hafði Hæstiréttur Is- lands aldrei fjallað um ákæm vegna guðlasts. Hæstiréttur Dana, sem var hæstiréttur okkar íslendinga um nokkurra alda skeið, hefur sárasjaldan fjallað um guðlast. Yngsti dómurinn er frá 1938, þar sem dæmt var vegna grófs nas- istaáróðurs gegn gyðingum, en slík brot heyra nú undir önnur hegn- ingarlagaákvæði bæði í dönskum og íslenskum rétti. Aðrir danskir dómar vom frá því fyrir síðustu og næstsíðustu aldamót og eru m.a. um ávirðingar um páfann í Róm, áróður fyrir því að aðskilja ríki og kirkju, níðkvæði um heilag- an anda og fleira í þeim dúr. íslenskir dómar eru þó til. Brynj- ólfur Bjarnason, síðar menntamála- ráðherra, var árið 1925 dæmdur í undirrétti í 30 daga einfalt fang- elsi, skilorðsbundið í 5 ár, vegna ritdóms um Bréf til Láru en Brynj- ólfur hélt því meðal annars fram í tilefni bókarinnar að Guð (Gamla testamentisins) væri ekki „annað Efni og tæki fyrir wireé járngorma innbindingu. en hégómagjarn og öfundsjúkur harðstjóri og óþokki“. Þórbergur var aldrei ákærður þó frumlagið að þessum orðum væri að fínna í bók hans. Árið 1646 var Sveinn „skotti" Axlarbjarnarson „strýktur stór- kostlega fyrir guðs orða og sakra- mentanna foraktan og sína óráð- vendni“. Árið 1685 var óláns- maðurinn Halldór Finnbogason dæmdur til að brennast á báli fyrir ægilegar sakir en Halldór hafði m.a. snúið faðirvorinu upp á and- skotann svo og skriftaganginum og klykkt svo út með því að snúa hinum góða sálmi „Eilífi guð og faðir kær“ upp á sjálfan myrkra- höfðingjann. Norðmenn og Svíar hafa verið sparir á beitingu refsinga fyrir guðlast og í Finnlandi var síðast dæmt 1968 vegna bókar eftir rit- höfundinn Hannu Salama og var refsingin sekt og 3ja mánaða skil- orðsbundið fangelsi, en athyglis- vert er að bókin var þýdd og gefin út í Danmörku, Noregi og Svíþjóð án eftirmála. Annars staðar í Evr- ópu fann ég ekki nein dæmi um dóma vegna guðlasts, enda löndin flest kaþólsk eða ríki og kirkja aðskilin, þannig að borgaraleg lög taka ekki á þessum hlutum. I þá- verandi járntjaldslöndum A-Evrópu var óþarft að leita. Niðurstaðan af jiessum athugun- um er því sú að Ulfar Þormóðsson er sá er seinast hefur verið dæmd- ur fyrir brot á þessari fornu laga- grein í Evrópu og hefur raunar lagt það sjálfur til að hann verði hafður í sérstökum sýningarbási á Þingvöllum á væntanlegri hátíð árið 2000 í tilefni af kristnitökunni. Prófessor í guðfræði fullyrti í einu dagblaðanna fyrir skömmu að með guðlasti sé sjálfur „guðdómur- inn í brennipunkti". Það er auðvitað ekki svo. Guðlastshugtakið, tengt hegningarlagaákvæðum ríkis- og kirkjuvalds, hefur í margar aldir þjónað þeim tilgangi einum að við- halda valdi, skoðanakúgun og tak- mörkunum á tjáningarfrelsi. Nægir að vísa til frægustu guðlastsdóma seinustu alda yfir Galileo, Brunó og Kópernikusi. Það eru heldur ekki nema tveir áratugir síðan Rómarkirkjan lagði að mestu af „Index librorum prohibitorum" eða listann yfir bönnuðu bækumar, en á þeim lista voru lengst af fræg- ustu rithöfundar heimsins m.a. Halldór Laxness. Sænsku og dönsku réttarfarsnefndimar höfðu líka tjáningarfrelsið í huga þegar lagt var til á sjöunda og áttunda áratugnum að guðlastsákvæðin yrðu felld úr hegningarlögum Svía og Dana og hafa ákvæðin þegar verið felld niður í Svíþjóð. Fyrir 13 árum vom hæg heima- tök að fá ráð vígðra manna við undirbúning málflutnings í Spegils- málinu en biskupsskrifstofumar voru þá í sama húsi og skrifstofa mín. Ég fór á fund hálærðra manna og vildi fá svar við því hvert væri inntak kristninnar og hvort hægt væri að lýsa því í einu orði. Svör voru á ýmsa vegu þar til ég stakk upp á því sjálfur hvort það gæti ekki verið kærleikurinn. Því var tekið fagnandi á Biskupsstofu og eins því sjónarmiði að fyrirgefning- in væri eitt aðal elementið í kær- leikanum. Þess vegna skildi ég ekki þá og skil ekki enn af hveiju starfsmenn ríkiskirkjunnar eru að fara fram á refsingar vegna meintra móðgana við kærleikann. Þetta gengur ekki upp og er and- stætt öllum dogmum kristninnar. Úlfar Þormóðsson var raunar dæmdur fyrir að gera grín að altar- issakramentinu, en það er tákn fyrirgefningarinnar, eins og lesa má í skýringum Lúthers. Að lokum er ekkert annað eftir en að óska þess að kirkjunnar menn komi sér út úr hugsunar- hætti hinna myrku miðalda og fari að praktisera fyrirgefninguna í staðinn fyrir hefndina. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. MARGT er búið að segja og skrifa um ofangreint efni á undan- förnum mánuðum, og kannski er ekki við það bætandi. En þar sem ég hef nokkra reynslu af þessum málum og þekki til beggja þeirra aðila sem hafa verið í brennidepli þessara umræðna, ætla ég að leyfa mér að leggja orð í belg. Ég vil taka það fram að ég met báða þessa menn mikils og tel þá mikla hæfileika- menn á sínum sviðum. Þegar taka á svo afdrifaríka ákvörðun, eins og að velja orgel í kirkju sem á að vera þar til frambúðar, ef til vill næstu hundrað árin, er leikmönnum mikill vandi á höndum. Sóknarnefndum eða einstaklingum í sóknamefnd sem og presti er jafn- an falið að velja orgel þegar að þeim þætti kemur í framkvæmdum við kirkjubyggingar, eða þegar endumýja skal bráðabirgðahljóð- færi. Það er ekki gefið að í þeim hópi sé fólk með þá þekkingu sem til þarf. Jafnvel organisti, sé hann þegar starfandi í viðkomandi kirkju, hefur sjaldnast þá þekkingu á orgelsmíði sem nauðsynleg er. Það er því mjög gott og þakkar- vert að á vegum þjóðkirkjunnar skuli vera til ráðgefandi nefnd fag- aðila sem þessir leikmenn geta leit- að til. Þar sem ég þekki til, það er í Digraneskirkju í Kópavogi, var ekki búið að ráða organista þegar farið var að huga að orgelkaupum. En betra var en ekki að hafa í hópnum, sem bar ábyrgð á orgel- kaupunum, tvo vana kórsöngsmenn og dugmikinn byggingarstjóra og samningamann. Við hin vorum að- eins tónlistarunnendur og segir það heldur lítið. Digraneskirkja er þannig hönnuð að orgelið er staðsett í sjálfu kirkju- skipunu, vinstra megin við altarið og blasir við kirkjugestum og kirkjukórinn líka. Okkur, sem að byggingu kirkjunnar stóðum fyrir hönd safnaðarins, þótti því miklu skipta að orgelið kæmi strax, sem sjálfsagður hluti af kirkjubúnaðin- um og var það inni í kostnaðaráætl- un frá byijun. Arkitektinn lagði líka ríka áherslu á að hönnun orgelsins félli sem best að öðrum innrétting- um og formi kirkjuskipsins, þannig að mikilvægt reyndist að samvinna gæti verið á milli arkitekts, orgel- smiðs og hljóðfræðings jafnframt því sem verkinu vatt fram. Það að við völdum íslenskt orgel og íslenskan orgelsmið, Björgvin Tómasson, gerir hlut Hauks Guð- laugssonar söngmálastjóra þjóð- kirkjunnar, engu minni í því sam- bandi. Við leituðum samráðs hans, eins og lög mæla fyrir um, og einn- ig samstarfsmanns hans í orgel- nefndinni, Guðna Guðmundssonar organista í Bústaðakirkju. Enn fremur leituðum við til Harðar Áskelssonar organista í Hallgríms- kirkju, sem veitti okkur fróðlegar og fullkomlega hiutlægar ábend- ingar. Við áttum með þeim Hauki og Guðna marga fundi og fórum með þeim í margar kirkjur á höfuð- borgarsvæðinu til þess að hlusta á orgel. Þeir fóru líka í ferð á okkar vegum til Þýskalands, Austurríkis og Danmerkur til þess að kynna sér orgel og orgelsmíði þar í löndum í þeim tilgangi að færa okkur upp- lýsingar um það nýjasta sem þar væri að gerast í orgelsmíði. Við höfðum af því og öllum okkar við- ræðum við þá ómetanlegt gagn. Þeir veittu okkur innsýn og vitn- eskju um hluti sem ég tel að ekk- ert okkar hafi haft mikla vitneskju um áður. Þeir út- skýrðu mismun milli einstakra hljóðfæra og samhengi milli ein- stakra atriða í hljóð- færabyggingunni, og ekki síst, áætluðu þeir um hæfilega stærð orgels í kirkjuna, sem síðan fleiri reyndust sammála um. Allt þetta gerði okkur mun auðveldara að taka lokaákvörðun. Haukur Guðlaugs- son setti sig aldrei á móti því að við leituð- um eftir tilboði frá Björgvin Tómassyni til viðbótar þeim sem við höfðum þegar fengið. Hann sagði okkur af tveim orgelum sem hann vissi að Björgvin hafði smíðað og annað þeirra væri í Lágafellskirkju, og mælti hann með því að við fær- um að hlusta á það. Sem við og gerðum innan skamms, ásamt full- skipaðri orgelnefnd, því þá var staddur í Reykjavík Björn Steinars- son, organisti í Akurevrarkirkju, Það er gott og þakkar- vert, segir Þorbjörg Daníelsdóttir, að á vegum þjóðkirkjunnar skuli vera til ráðgefandi nefnd fagaðila sem leik- menn geta leitað til. en hann er þriðji fulltrúi í nefnd- inni. Haukur hafði einnig bent okk- ur á Ketil Siguijónsson, Forsæti í Villingaholtshreppi, og að orgel eftir hann væri í Víkurkirkju. í fundargerð byggingarnefndar frá 4. febrúar ’93 er þetta bókað: „Haukur Guðlaugsson sagði frá hlustun á orgelið í Lágafellskirkju. „Hann vill mæla með Björgvin Tómassyni, sem smíðaði Lágafell- sorgelið. Hann vildi þó helst setja það skilyrði að inntónatör væri aðkomandi og helst sá sem inntón- aði orgelið í Vík.“ Tilvitnun lýkur. Þegar ákvörðun okkar var tekin gerði hann engar athugasemdír við hana og þegar kom að því að tón- stilla orgelið og Björgvin Tómas- son, sem kaus að leita til hins þýska kennara síns Reinharts Tzschöc- kels um aðstoð, fannst okkur eðli- legt að hann réði því. Aldrei hefur Haukur átalið okkur fyrir það. Ef Hauki Guðlaugssyni hefði stórlega mislíkað sú ákvörðun okk- ar að velja orgel eftir Björgvin Tómasson, hefði hann t.d. getað sýnt vanþóknun sína með því að synja beiðni okkar um að leika á það við vígslu kirkjunnar. Sömu- leiðis hefði hann getað látið ógert að senda okkur afrit af mjög já- kvæðri umsögn prófessors Ger- hards Dickels, organista við stærstu kirkju Hamborgar, en hann hélt tónleika í nokkrum kirkjum hér á síðasta ári, m.a. í Digranes- kirkju. Orgelið í Digraneskirkju hefur fyllilega staðist þær væntingar og kröfur sem við gerðum um gott hljóðfæri. Það hefur hlotið mjög góða dóma hinna hæfustu organ- ista sem á það hafa leikið. Þótt það sé ekki nema 19 radda þá fyllir hljómur þess alveg það rými sem Sigurmar Albertsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.