Morgunblaðið - 06.06.1997, Page 21

Morgunblaðið - 06.06.1997, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 21 __________ERLEIMT_______ Stjórn Jospins bíða erfið verkefni Aðalfimdur Hafnarfjarðardeildar RKI verður haldinn í Bæjarhrauni 2 fimmtudaginn 12. júní kl. 17.15. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. París. Morgunblaðið. FORSETI Frakklands, Jacques Chirac, kvaðst í gær treysta því að reisn, gagnkvæm virðing og umhyggja fyrir hag landsmanna myndi einkenna samstarf sitt og ríkisstjórnar Lionels Jospins. Fyrsti fundur ríkisstjórnarinnar var hald- inn í gær og stóð í hálftíma. Chirac heilsaði ráðherrunum en ræddi ekki við þá sérstaklega. Hann held- ur ræðu í Lille á morgun, en þar var Martine Aubry, einn valda- mesti ráðherrann í nýju stjórninni, aðstoðarborgarstjóri þar til í vik- unni. Hún er ráðherra atvinnumála og önnur í valdaröð frá Jospin. Atvinnumál og málefni útlend- inga eru sérsvið Aubrys, sem er vinsæll vinnuþjarkur, komin til valda fyrir eigin verðleika fremur en orðstír föður síns, Jacques Del- ors, fyrrum forseta framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins. Aubry var aðstoðarráðherra í vinnumálaráðuneytinu 1981 og ráðherra þar tíu árum síðar. Hún hefur barist gegn kynþáttafordóm- um og meðal annars stofnað sam- tök_ í því skyni. Árið 1995 hafnaði hún því að verða varaformaður Sósíalista- flokksins en fær nú valdamesta ráðherraembættið að forsætis- ráðuneytinu undanskildu. Mála- flokkur hennar er talinn sá erfið- asti sem nokkur ráðherra þarf að fást við en Aubry nýtur mikils trausts og er spáð glæstum frama í stjórnmálum. Fyrstu verkefni hennar tengjast undirbúningi mikils vinnumála- fundar í sumar og næstu mánuði þarf hún að hefjast handa við að efna loforð um að stytta vinnuvik- una og skapa 350 þúsund ný störf handa ungu fólki. Aubry hefur starfað náið með Claude Allegre, sem nú er menntamálaráðherra, og Elisabeth Guigou, dómsmála- ráðherra. Fjármálaráðherrann Dominique Strauss-Kahn er burðarstoð í stjórninni ásamt Aubry. Þessi hag- fræðiprófessor og höfundur stefnu sósíalista í efnahagsmálum þykir fær og öruggur stjórnmálamaður. Hann var formaður fjárlaganefnd- ar þingsins í þijú ár þar til hann var iðnaðarráðherra 1991. Strauss-Kahn bíða erfið verkefni. Lofað hefur verið að lækka virðis- aukaskatt á matvæli og ákveða verður hvort framhald verður á einkavæðingu ríkisfyrirtækja á borð við France Telecom, Renault og Thomson. Konur þriðjungur ráðherra Ráðherrahópurinn þykir um margt nýstárlegur. Konur eru þriðjungur ráðherra stjórnarinnar, sem er sú fámennasta frá 1962. Ráðherrar fyrri stjórnar voru 32 en eru nú 15. Þrír nýiiðar eru í stjórninni og athygli vekur að Josp- in valdi ekki gamlar stjörnur á borð við Laurent Fabius, Jack Lang og Michel Rocard. Reynt fólk er í mikilvægum stöð- um. Aubry, Guigou og Strauss- Kahn auk Jean-Pierre Chevenem- ent og Hubert Vedrine í ráðuneyt- um innanríkis- og utanríkismála. Chevenement var í forsetatíð Mitt- errands m.a. varnarmálaráðherra. Hann sagði sig úr Sósíalistaflokkn- um eftir átök um aðgerðir Frakka í Persaflóastríðinu og stofnaði eig- in hreyfíngu. Byggt á reynslu Hann studdi Jospin fyrir forseta- kosningarnar 1995 og hefur verið í náðinni síðan. Hans bíður m.a. að endurskoða innflytjendalöggjöf- ina. Jospin hefur greinilega viljað að hann einbeitti sér að frönskum málefnum, þar sem að hann er yfirlýstur andstæðingur Maastric- ht-sáttmálans. Öðru máli gegnir um Vedrine. Hann er mikill Evrópusinni og van- ur samstarfi forseta og ríkisstjórn- ar úr andstæðum fylkingum. Vedr- ine starfaði með Mitterrand frá upphafi 1981 og þekkir Chirac frá því hann var forsætisráðherra 1986-1988. STEINAR WAAGE 1 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR 1 STEINAR WAAGE , SKÓVERSIUN SÍMI 551 8519 ^ \oppskórinn JL VELTUSUNDI ■ INGÓLFSTOGI SÍMI: 21212 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN SlMI 568 9212 Róa þarf sjúklinga London. Reuter MIKILVÆGT er að sjúkraherbergi og herbergi á slysadeildum séu fal- lega innréttuð samkvæmt nýrri yf- irlýsingu breskra heilbrigðisyfir- vakla. í kjölfar mikillar aukningar árása á starfsfólk sjúkrastofnana hefur heilbrigðisráðherra látið útbúa leið- beiningar um það hvernig draga megi úr streitu á sjúkrastofnunum og um leið hættunni á því að sjúk- lingar og aðstandendur ráðist á starfsfólk. í leiðbeiningunum er mælt með því að hengdar séu upp róandi vatnslita- og landslagsmyndir, mál- að sé í samræmdum litum og stór- um, þægilegum stólum, sjónvörpum og áhugaverðu lesefni komið fyrir á stofunum. Róandi litir sem mælt er með eru grænn, blágrænn og gulgrænn. Hins vegar er varað við skærgulum og rauðum litum. ------------» »-------- Aftur í loftið Hong Kong. Reutcr. TALSMENN tveggja flugfélaga í Hong Kong, Cathay Pacific og Dragonair, tilkynntu í gær að þess væri vænst að allar Airbus 330-300 flugvélar félaganna yrðu komnar í notkun á ný nú um helgina. Vélarn- ar voru teknar úr umferð vegna vélabilana í Rolls Royce-hreyflun- um, sem á þeim eru, 24. maí sl. Bilanirnar urðu í hreyfli á þrem véla Cathay og einnar frá Dragona- ir. Misstu hreyflarnir afl á flugi. Airbus 330-300 er tveggja hreyfla. Yfirverkfræðingur Cathay sagði á fréttamannafundi í gær að búið væri að komast fyrir orsakir bilan- anna og að reynsluflug hefði leitt í ljós að hreyflarnir væru í lagi. Flugmálayfirvöld í Hong Kong, Bretlandi og Frakklandi, hafa stað- fest að viðgerðin á hreyflunum sé viðunandi. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.