Morgunblaðið - 06.06.1997, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 06.06.1997, Qupperneq 40
40 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi. ÓLAFUR KRISTINN BJÖRNSSON, Arnarheiði 8, Hveragerði, sem lést á heimili sínu þriðjudaginn 27. maí, verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 7. júní kl.14.00. Guðríður Jóna Indriðadóttir, Bjarni Halldór Kristinsson, Þrúður Brynja Janusdóttir, Indriði Kristinsson, Margrét Guðrún Karlsdóttir, Grétar Jón Kristinsson, Ástrós Gyða Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför JÚLÍUSAR GÍSLASONAR, Þingholtsstræti 23, Reykjavík. Inga S. Þorsteinsdóttir, Sigríður Hólm Samúelsdóttir, Sara Hólm og aðrir vandamenn. + Móðir okkar, VILBORG HELGADÓTTIR, Eystra Súlunesi, verður jarðsungin frá Saurbæjarkirkju, Hvalfjarðarströnd, þriðjudaginn 10. júní kl. 14.00. Jarðsett verður að Leirá. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Sjúkrahús Akraness. Guðlaug Bergþórsdóttir, Helgi Bergþórsson, Unnur Bergþórsdóttir. + Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför bróður okkar, PÉTURS ÓLAFS MAGNÚSSONAR frá Siglufirði, Baðsvöllum 16, Grindavík. Vigdís Magnúsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Bragi Magnússon. GRÍMEY JÓNA TANSDÓTTIR + Grímey Jónat- ansdóttir fædd- ist á Smáhömrum í Steingrímsfirði 21. ágúst 1908. Hún Iést á Garðvangi í Garði 1. júní síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Jónat- an Arnason og Þur- íður Guðmunds- dóttir. Hún var yngst sjö systkina. Grímey giftist Aðalsteini Agústi Aðalsteinssyni, f. 3. júní 1895, d. 29. nóv. 1951. Þau bjuggu á Hey- dalsá frá 1926 til 1949 og fluttu þá til Hólmavíkur. Börn þeirra eru Aðalheiður Hanna, f. 28. Nú þegar amma mín blessunin er dáin, leita á mig minningar um hana og allar kalla þær fram bros og hlýjar tilfinningar. Dettur mér meðal annars í hug, að fyrir nokkr- um árum keyrði ég fyrir fyrirtæki sem flytur inn pappír og sá ég meðal annars um að senda pappír til Keflavíkur, sem síðan var notaður í Suðurnesjatíðindi. Þegar ég kom að heimsækja ömmu var hún alltaf tilbúin með bunka af blaðinu sem hún ætlaði mér og stundum sendi hún nokkur blöð til mín með mömmu og Hallgrími, svo strákurinn hefði eitthvað að lesa. Henni þótti varið í að ég kom nálægt þessu blaði, þó í litlum mæli væri. sept. 1928, d. 16. sept. 1945; Jónatan Arni, f. 7. júní 1931, kvæntur Onnu Margréti Há- konardóttur og eiga þau þrjú börn; Ásthildur, f. 21. mars 1934, gift Hallgrími Krist- geirssyni sem lést 26. sept. 1996. Ást- hildur á einn son. Grímey fluttist til Keflavíkur 1970. Hún átti fjögur barnabörn og átta barnabarnabörn. Útför Grímeyjar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Önnur minning er frá bernskuár- unum. Þá bjó amma á Hólmavík. Alli frændi minn og vinur dvaldist hjá henni á sumrin, en ég var í sveit í Hlíð í Kollafirði hjá systur- börnum og systur ömmu. Fékk ég stundum að dveljast hjá ömmu og Alla í nokkra daga. Við frændumir voru miklir grallarar og gerðum ýmis sprell. Eitt sinn vorum við frændur í bílaleik uppi á lofti hjá ömmu og þótti gólfið eitthvað ekki nægilega gott í leikinn. Tókum við þá hveiti sem var í stórum sekk og bjuggum til vegi og stóra skafla til að hafa allt sem raunveruleg- ast. Væntanlega hefur ekki verið þrifalegt um að lítast þegar amma kíkti upp á skörina, en hún tók því RUT HERMANNS ■4- Rut Hermanns ' fiðluleikari fæddist í Hamborg 11. ágúst 1913. Hún lést í Reykjavík 29. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Friedel og Hans Hermanns. Systur hennar eru Beatrice H. Sim- mat, f. 1911, og Esther H. Srevekr- ug, f. 1916. Eiginmaður Rut- ar var Halldór Hansen yfirlæknir en hann lést árið 1975. Rut Hermanns var af tónlistar- Útför Rutar fór fram frá fólki komin. Móðir hennar Friedel Garðakirkju 2. júní. var píanóleikari, faðir hennar Hans Það var mikil gæfa Sinfóníuhljómsveitar íslands, að strax við stofnun hennar komu til liðs ágætir tónlist- armenn sem numið höfðu og þroskast við helstu höfuðból evr- ópskrar tónmenning- ar. Sumir þessara góðu gesta festu hér rætur og unnu hér alla sína starfsævi við góð- an orðstír og lögðu ómetanlegan skerf til íslenskrar tónmenn- ingar. + Þökkum af alhug alla samúð, hlýhug og virðingu við andlát og útför mæðgnanna, SIGRÍÐAR INGIMUNDARDÓTTUR, Bústaðavegi 89, Reykjavík. ERLU ÓSKARSDÓTTUR, Búð, Þykkvabæ. Jón Stefánsson, Stefán Jónsson, Sigríður Sveinsdóttir, Ingiríður Karen Jónsdóttir, Þröstur Eyjólfsson, Bryndís Jónsdóttir, Ágúst Ingi Andrésson, Steinunn Jónsdóttir, Hallur Ólafsson, Daníel Hafliðason, barnabörn og barnabarnaböm. Daníel Hafliðason, Sigurður Daníelsson, Soffía Bragadóttir, Kolbrún Kristín Daníelsdóttir, Ellert Hreinsson, Hafrún Inga Daníelsdóttir, barnabörnin, Jón Stefánsson og systkini. Guð geymi ykkur öll. öllu vel og ekki man ég eftir að við fengjum nokkum tíma skamm- ir. Hún var ákaflega stolt af okkur barnabörnunum og þótti mjög vænt um okkur öll. Það fann maður á öllu hennar viðmóti, hlýjunni sem streymdi frá henni og hvernig hún talaði um okkur og til okkar. Þegar síðan barnabarnabörnin fóru að fæðast í heiminn, varð það sama upp á teningnum, þau urðu einnig augasteinarnir hennar og gætti hún þess vel að til væri eitthvert góðgæti í skápunum, þegar þau komu í heimsókn. Amma var alveg sérstök kona, sjálfstæð í hugsun og verki og það gustaði alla tíð af henni. Hún var, eins og fólk af hennar kynslóð, vön mikilli vinnu strax frá bernsku, ólöt og vann fljótt og vel. Hún varð ekkja aðeins 43 ára gömul og vann fyrir sér ein allar götur upp frá því. Á Hólmavík vann hún lengst af í fiski og síðan við að skúra skólann. Þegar hún flutti síðan til Keflavíkur árið 1970 vann hún í fiski hjá Jónatani syni sínum í Litlu milljón. Hún hætti að vinna úti þegar hún varð sjötug og lét sér nægja ellilífeyrinn til framfærslu. Amma var mikil hannyrðakona og pijónaði á okkur barnabörnin vettl- inga og sokka og síðar einnig á langömmubörnin. Hún bakaði heimsins bestu kleinur og oft fékk maður kleinupoka með sér heim eftir heimsóknir til hennar. Elsku amma, ég er þess fullviss að þín hafa beðið ástvinir handan móðunnar miklu og tekið vel á móti þér. Ég á yndislega minningu um konu með hlýjan faðm og léttan hlátur. Guð geymi þig. Þinn, Hörður. einnig píanóleikari og tónskáld. Héldu þau hjónin iðulega tónleika saman, bæði í Þýskalandi sem og erlendis. Heimili fjölskyldunnar var mikið menningarheimili og mjög gestkvæmt. Þar komu saman þekktustu listamenn Hamborgar á þeim tíma þegar Rut var að alast upp. Rut nam fiðluleik í fæðingar- borg sinni. Á árunum eftir síðari heimsstyijöldina þegar Þýskaland var í sárum leituðu margir ungir Þjóðveijar gæfunnar utan heima- lands síns. Þar í hópi var Rut Her- manns. Það var fyrir áeggjan vin- konu hennar Hermínu S. Kristjáns- son, píanóleikara, sem þá var nem- andi föður hennar, að Rut hélt til Islands árið 1948 til þess að stunda tónlistarkennslu á Akureyri. Frá stofnun Sinfóníuhljómsveitar ís- lands árið 1950 lék hún með hljóm- sveitinni en varð fastráðinn starfs- maður árið 1953. Frá því Rut flutti suður til Reykjavíkur stundaði hún þar einnig kennslu. Rut var góður fiðluleikari og hélt tónleika hér á landi, m.a. lék hún oftar en einu sinni einleik með Sinfóníuhljóm- sveitinni. Hún lét af störfum hjá Sí árið 1978. Rut var mjög smekkvís og mikil kunnáttumanneskja í tónlist. Hún sótti mikið tónleika bæði hér heima og ekki síður erlendis. Hún vílaði ekki fyrir sér að fara sérstakar ferðir til útlanda alveg fram á síð- asta ár til þess að hlýða á tónleika sem henni þóttu eftirsóknarverðir. Rut lést í Landakotsspítala þann 29. maí sl. eftir nokkurra mánapa sjúkralegu. Sinfóníuhljómsveit Is- lands kveður Rut Hermanns með þökk og virðingu. Helga Hauksdóttir, tónleikastjóri SÍ. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess þess Mbl@centrum.is en nánari upp- lýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.