Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Ófaglærðir á SH greiða atkvæði um innanhússsáttatillögu Samninganefndir deiluaðila samþykktu Verkfall heldur áfram meðan atkvæðagreiðsla stendur yfir SAMNINGANEFNDIR Verkalýðs- félags Húsavíkur og rlkisins sam- þykktu báðar innanhússsáttatillögur ríkissáttasemjara í gær vegna kjara- deilu ófaglærðs starfsfólks á Sjúkra- húsi Húsavíkur. Verkfalli starfs- mannanna 65 var þó ekki frestað þar sem verkalýðsfélagið ákvað að fá fyrst niðurstöður úr atkvæða- greiðslu starfsmannanna um tillög- una sem kynnt var á félagsfundi í gærkvöldi. Atkvæðagreiðslunni á að vera lokið kl. 11 í dag. Þórir Einarsson ríkissáttasemjari segir að í tillögunni sé tekið á nokkrum atriðum sem ágreiningur var um til að höggva á hnútinn í deilunni. Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavík- ur, sagði í gær að engin ástæða hefði verið talin til að fresta verk- fallinu áður en endanleg niðurstaða úr atkvæðagreiðslu starfsmanna lægi fyrir. Að sögn Aðalsteins voru það einkum þrjú stór atriði sem tekist var á um undir lokin en þau eru um fyrirkomulag vakta á sjúkra- húsinu, óánægju starfsmannanna yfir því að samningurinn gilti frá 1. júní og vegna kröfu um að starfs- menn eigi möguleika á að sækja sérhæfninámskeið. Tekið var á þessum atriðum í tillögu sáttasemj- ara, skv. upplýsingum blaðsins. Tvær undanþágur veittar Friðfinnur Hermannsson, fram- kvæmdastjóri sjúkrahússins, segist líta svo á að samningur sé kominn á milli aðila eftir að samninganefnd- irnar undirrituðu innanhússtillögu sáttasemjara í gær. Kom honum á óvart að verkfallinu var ekki frestað þegar sú niðurstaða lá fyrir. Frið- finnur sagðist vona að deilan leyst- ist í dag. Verða þá sjúklingar sem þurfti að útskrifa vegna verkfallsins strax kallaðir inn og starfsemi sjúkrahússins ætti að komast í eðli- legt horf, að sögn hans. Verkfallið hófst sl. sunnudags- kvöld og hafa á seinustu dögum verið lagðar fram átta undanþágu- beiðnir og hefur verkalýðsfélagið veitt tvær undanþágur. EMíbrids Island í 8. sæti eftir tap fyrir Spáni Montecatini. Morgunblaðið. ÍSLENSKA liðið í opnum flokki á Evrópumótinu í brids tapaði illa fyr- ir Spánveijum í 27. umferð í gær- kvöldi og er í 8. sæti með 476,5 stig. Viðureignin við Spán var sýning- arleikur umferðarinnar. íslensku spilaramir voru langt frá því að sýna sínar bestu hliðar og leikurinn endaði 6-24 fyrir Spánveija sem komust við þennan sigur í 2. sætið með 503 stig. Efstir eru ítalir með 527,5 stig. Pólveijar eru í 3. sæti með 502,5 stig, Frakkar eru í 4. sæti með 496, Norðmenn í 5. sæti með 493, Hollendingar í 6. sæti með 484 og Danir í 7. sæti með 478 stig. Fyrr um daginn unnu íslendingar Dani, 20-10, og vom Danimir raunar heppnir að sleppa svo vel því íslendingar nýttu ekki nokkur færi í lok leiksins. Staðan á toppnum er frekar óljós, því efstu þjóðimar eiga margar eft- ir að spila innbyrðis. íslendingar eiga hins vegar aðeins eftir að spila við Frakka og eiga því góða mögu- leika á að enda í efsta hlutanum þegar mótinu lýkur á laugardag. í dag spilar Islenska liðið við Króatíu, San Marínó og Líbanon. íslenska kvennaliðið vann Tyrki 19-11 I fyrri leik gærdagsins en tapaði síðan fyrir Austurriki, 12-18. Liðið er I 20. sæti eftir 17. umferðir en Bretar leiða kvenna- flokkinn. ■ Skipt um sæti/40 Lést í vinnuslysi MAÐURINN sem lést I vinnuslysi í Grindavík á þriðjudag hét Ágúst Karl Guðmundsson húsasmíða- meistari. Hann lætur eftir sig eigin- konu og þrjú böm. Siglt á knerri frá Grænlandi til Vínlands Morgunblaðið/Amaldur KNÖRRINN Snorri bíður þess í Sundahöfn að vera fluttur sjóleiðis til Grænlands á morgun, þaðan sem hann siglir 7. júli nk. Bandaríkja- menn í kjöl- far Leifs KNÖRRINN Snorri, sem er í eigu bandariskra aðila, kom til lands- ins í liðinni viku og verður fluttur á morgun til Grænlands, þaðan sem hann mun sigla þá leið sem talið er að Leifur Eiriksson og menn hans hafi farið þegar hann uppgötvaði Ameríku. Leiðangurinn er farinn að und- irlagi rithöfundar að nafni W. Hodding Carter sem hefur verið heillaður af norrænum vikingum frá barnæsku að sögn og kom á fót stofnuninni New Vineland Foundation gagngert í því skyni að fræða almenning um afrek vík- inga í Norður-Ameríku, Græn- landi og íslandi. Kostar 35 milljónir Carter fékk fyrirtækið Lands’ End til að styrkja Ieiðangurinn, sem kostar um hálfa milljón doll- ara, eða um 35 milljónir króna. Fyrirtækið hefur á sínum snærum stofnun sem styrkir ýmis málefni sem talin eru verðug stuðnings, og fær skattafrádrátt í staðinn. Siglingin er í því skyni að minn- ast þess að nú í aldarlok eru talin liðin um 1000 ár frá því Leifur lagði upp frá Brattahlíð á Græn- landi og nam land á Vínlandi. Miðað er við að fagna þessum tímamótum árið 2000. Þá er Snorri, sonur Guðríðar Þorbjam- ardóttur og Þorfinns Karlsefnis sem voru með í för, talinn vera fyrsti Evrópubúinn sem fæddist á meginlandi Ameríku. Tólf manns verða um borð í Snorra og er meðalaldur leiðangursmanna 35 ár. Gert er ráð fyrir að Snorri leggi upp frá Grænlandi 7. júlí næstkomandi og sigli í nokkrum áföngum til Nýfundnalands. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins NOKKRIR leiðangursmanna á Snorra sigldu með íslend- ingi um Faxaflóa í gær undir sljóm Gunnars Marels Egg- ertssonar. John Gardner, einn leiðangurs- manna, segir að knörrinn hafi verið smíðaður liðinn vetur á Hermit Island í Maine undir hand- leiðslu Roberts nokkurs Stevens skipasmiðs. Smíðin hafi staðið yfir í um sjö mánuði og því ekki gefist langur tími til að reyna sjó- hæfni skipsins en af um mánaðar- löngum prófunum fyrir utan strönd Maine í maí megi ráða að um gott skip sé að ræða. Siglt í 6-8 vikur „Knörrinn er mjög sterklega byggður og stöðugur í sjó, þannig að við eram bjartsýnir á að ferðin yfir Atlantshafið gangi vel. Við áætlum að leiðangurinn taki 6-8 vikur og þar af verðum við 18 til 36 daga á landi, við siglum í norð- ur yfir heimskau tsbaug til Sisim- iut og þaðan meðfram Baffin-eyju og niður til L’Anse aux Meadows á Nýfundnalandi, en það er eini staðurinn sem vitað er með vissu að norrænir menn hafi búið sér dvalarstað á þeim tíma sem um ræðir. Knörrinn er opinn og leiðang- ursmenn sofa með himininn yfir höfði sér, þó svo að skjólfatnaður sé með öðrum hætti nú en á tímum víkinganna. Höfð verður viðdvöl í landi með reglulegu millibili, en þegar komið verður á áfangastað verður knörrinn gefinn safni í Kanada," segir Gardner. Leiðin sem farin er á milli Grænlands og Nýfundnalands er um 1.900 mílur alls og er áætlað að á hverjum degi verði sigldar 40-70 mílur. Knörrinn er um 16,5 metrar að lengd og vegur 12 tonn, en 25 tonn með ballest. Landflutning-ar hafa aukist síðustu ár Meira flutt til höfuð- borgar- svæðisins SÁ munur sem til skamms tíma var á vöruflutningum til og frá Reykja- vík hefur að sögn Helga Hallgríms- sonar vegamálastjóra jafnast út og vega fískflutningar til Reykjavíkur þar þyngst. Helgi segir að fyrir nokkrum árum hafi forsvarsmenn flutninga- fyrirtækja kvartað yfir því að þeir hefðu aðeins vörur til að flytja frá Reykjavík en keyrðu svo tóma bíla til baka. Nú hafi þetta breyst og jafnvel snúist við, þar sem talið er að meira sé flutt til höfuðborgar- svæðisins en frá því. HÍ og Vegagerðin kanna flutninga Haustið 1995 hófst könnun á því hvað flutt væri eftir þjóðvegum landsins I samvinnu Vegagerðar- innar og Háskóla íslands. Að sögn Helga safna starfsmenn Vegagerð- arinnar upplýsingum en könnunin er skipulögð af HÍ og þar fer úr- vinnsla gagna fram. Skv. þeim könnunum sem þegar hafa verið gerðar eru það aðallega flutningar á fiski sem jafna muninn sem áður var á flutningum til og frá Reykjavík. Að sögn Helga virð- ist sem meiri fiskur sé fluttur til höfuðborgarinnar en frá henni. Helgi segir litlar haldbærar upp- lýsingar hafa legið fyrir um land- flutninga undanfarin ár og því sé erfitt að gera samanburð þótt reynt hafi verið að giska á ýmsar stærðir. Hins vegar sé vitað að umferð á þjóðvegum landsins hafí vaxið um 60% á síðustu tíu árum og ef flutn- ingamir væru teknir út úr þá hafi aukning þeirra jafnvel verið enn meiri. Helgi segir vegfarendur vera sam- vinnuþýða og taka því vel þegar þeir séu spurðir. Könnunin hófst haustið 1995 og einnig var safnað nokkru af upplýsingum á síðasta ári. Enn er verið að vinna úr könn- uninni og að sögn Helga er hún verkefni sem mun taka nokkur ár. ♦ ♦ ♦---- Breytingar á jarðhæð Hafnarstrætis 20 Settur umhverfisráð- herra fellst á endurupptöku ÞORSTEINN Pálsson, settur um- hverfisráðherra I máli vegna breyt- inga á jarðhæð Hafnarstrætis 20, hefur fallist á að málið verði endur- upptekið. Sem settur umhverfísráð- herra felldi hann 2. maí sl. úr gildi leyfi byggingamefndar Reykjavíkur til framkvæmda á jarðhæð hússins. í kjölfar þess úrskurðar kröfðust Hjörleifur Kvaran borgarlögmaður, fyrir hönd SVR, og Hlynur Jónsson héraðsdómslögmaður, fyrir hönd Tritons ehf. og Gerpis sf., sem höfðu sótt um byggingarleyfi fyrir breytingunni á húsinu, þess að úr- skurðurinn yrði felldur úr gildi. Að sögn Stefáns Eiríkssonar, lögfræðings I dómsmálaráðuneyt- inu, er aðalástæða þess að settur umhverfísráðherra fellst á endur- upptökuna sú að eftir að hafa at- hugað málið nánar hafi verið talið að andmælaréttur aðila sem sóttu um byggingarleyfið hafi ekki verið virtur, þar sem þeim var ekki sér- staklega gefinn kostur á að koma að athugasemdum sínum þegar úr- skurðurinn var I vinnslu. I I I I Í i I I I I I I 1 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.