Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÞORKELL ÁSMUNDSSON + Þorkell Ás- mundsson fæddist í Fellsaxl- arkoti í Seljahlíð Skilamannahreppi 25. apríl 1902. Hann lést í Reykja- vík 18. júní síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Krist- björg Þórðardóttir frá Heggstöðum í v Andakíl, f. 7.9. 1864, d. 22.5. 1943, og Ásmundur Þor- láksson, f. á Ósi 25.5. 1871, d. 29.4. 1909. Voru systkini Þorkels níu að tölu og einn fósturbróð- ir. Voru þau Sveinn Júlíus, f. 20.7. 1894 (látinn), Þorlákur, f. 14.9. 1895 (iátinn), Magnús, f. 29.9. 1896 (látinn), Sigur- björn, f. 14.1. 1898 (látinn), Þórður, f. 8.1. 1899 (látinn), Ásbjörg Gróa, f. 21.5.1900, býr á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 97 ára gömul, Guð- ríður Jósefína, í. 14.4. 1903 (látin), Guðrún Ólafia, f. 1.11. ' 1904, búsett á Akranesi, Krist- ján, f. 5.4. 1907 (látinn), fóstur- bróðir þeirra er Ásmundur Guðmundsson, f. „21.9. 1921, býr í Kópavogi. Öll systkinin náðu háum aldri. Þorkell missti föður sinn sjö ára gam- all og var þá sendur til vanda- lausra. Fór hann svo 14 ára gamall að Hægindakoti í Reyk- holtsdal til Helga Þorbjörns- sonar bónda og konu hans og reyndust þau honum sem bestu foreldrar. Þar var hann til 1923, er hann fór suður til Hafnarfjarðar og lærði húsa- smíðar hjá Ingibergi Þorkels- syni. Árið 1926 fór hann til Reykjavíkur og trúlofaðist Jenny Sigurðardóttur. Átti með henni eina dóttur, Guð- björgu Amelíu, f. 24.9. 1929, gifta Páli Guðjónssyni, búsett í Vestmannaeyjum og eiga þau fjögur börn, Oddstein, Sess- elju, Guðjón og Ægi, og eru þau öll búsett í Vestmannaeyj- um nema Oddsteinn í Reykja- vík. Barnabörn þeirra eru átta og eitt barnabarnabarn. Hinn jr 5. júlí 1930 kvæntist Þorsteinn Bergþóru Kristinsdóttur, f. 14.6. 1907, d. 11.2. 1976, frá Patreksfirði. Áttu þau sjö börn saman en fimm þeirra komust á legg. Þau eru: 1) Kristín Evl- alía, f. 12.2. 1931, d. 31.7. 1934. 2) Ásmundur Kr. húsasmiður, f. 10.7. 1932, kvæntur Hrafnhildi Krist- insdóttur og eiga þau tvö börn, Þor- kel Arnar og Ey- gló, og fimm barna- börn. 3) Louise El- len, f. 5.9. 1933, gift Gunnari B. Kristinssyni stýrimanni og eiga þau einn son, Kristin, og tvö barnabörn. 4) Kristín Evlalía, f. 3.5. 1936, gift Kristjáni B. Samúelssyni, starfsmanni Flugleiða, og eiga þau tvo syni, Bergþór og Björn, sem býr í Danmörku og á hann tvö börn. 5) Óskírður sonur, f. 1941, dáinn sama ár. 6) Helga Ingibjörg, f. 18.9. 1942, gift Guðmundi H. Har- aldssyni vélsljóra og eiga þau þijú börn, Virginíu Evu, Helga Þór og Gunnar Má. Einnig á Guðmundur eina dóttur, Ragn- hildi Hafdísi, og þrjú barna- börn. 7) Guðmundur Valdimar, f. 12.2. 1945, kvæntur Jónu S. Sigurðardóttur og eiga þau tvö börn, Ásdísi Evlalíu og Aron Frey. Öll eru börnin búsett á höfuðborgarsvæðinu. Þorkell vann ly'á meistara sínum, Ingibergi, í 20 ár við byggingu ýmissa stórbygginga eins og Landspítalans, Háskól- ans, Heilsuverndarstöðvarinn- ar, Sjúkrahúss ísafjarðar og fleiri stofnana. Einnig vann hann fjölda ára hjá Byggingar- fél. Múr, sem Magnús Vigfús- son átti og reyndist hann hon- um góður húsbóndi alla tíð. Þorkell starfaði við húsa- smíðar til ársins 1966, en þá hóf hann störf hjá Kirkjugörð- um Reykjavíkur og starfaði þar til ársins 1984, þá 82 ára að aldri. Þorkell var einn af stofnendum Musterisriddara- reglunnar Heklu í Reykjavík, sem var stofnuð árið 1947. Útför Þorkels verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú kveðjum við þig með sökn- uði og trega. í minningu okkar geymum við allt það, sem þú gerð- ir fyrir okkur og kenndir á upp- vaxtarárunum, öll handarverk þín í hýbýlum okkar flestra eigum við til minningar um þig. Börnin okkar minnast þeirra stunda þegar afi sagði þeim sögur frá uppvaxtará- rum sínum og finnst nútímaborg- arbömunum það allt svo óraun- verulegt. Margar spurningar koma upp á yfirborðið, sem erfitt er að » svara. Mikið varstu lánsamur að fá Önnu frænku þér sem lífsföru- naut síðustu 20 ár ævi þinnar og þökkum við henni fyrir allt sem hún gerði fyrir þig og okkur. Við biðjum Guð að geyma þig og varð- veita. Nú vitum við að þú átt eftir að hitta mömmu og börnin þín sem á undan voru farin og munu þau taka vel á móti þér. Pabbi, pabbi. Kallið er komið, komin kveðju stund. Kristur hefur boðað þig á sinn dýrðarfund. Þótt hupr fyllist sðknuði og trega er trúin brúin, okkar faðir elskulegur. Pabbi. Hveijum ber að þakka öðrum meir en þér, þakka ást og elsku þakka kærleiks störfin, þakka allt er varstu okkur öllum þakka að alltaf varstu þar sem mest var þörfin. Þeim sjúku að líkna og leggja lið í þraut, lítilmapann að styðja og leiða á beina braut. Bera ljós í bæinn og bæta allra hag. Og lýsa þeim er ljósið þrá var starf þitt sérhvem dag. Pabbi. Jarðnesk augu sjá ekki - sólarhvelið þitt, en þú sérð okkur hér, sem heima sitjum. Þunn er hulan sem hylur sviðið þitt og okkar. Hver veit þá stund er þangað næsti flytur? Pabbi. Kristur er kærieikans ljósið sanna. Kristur er konungur allra manna, Kristur I lífi og dauða. Við biðjum að Meistarinn Meistaranna megi þig blessa, elsku pabbi. Við kveðjum þig með söknuði, elsku pabbi. Börnin þín og fjölskyldur. Elsku pabbi. Þá er komið að kveðjustund. Ég hef aldrei verið pennalipur, en mig langar að skrifa nokkur MINNIIMGAR kveðjuorð til þín. Það var farið að taka svo á mig að sjá þig, þennan sterka mann, þig sem varst stoð mín og stytta alla tíð, verða svo vanmáttugan og ósjálfbjarga, og geta ekkert hjálpað þér, að ég þakka guði fyrir að hafa tekið þig til sín, ég veit að mamma og börn- in þín, sem á undan þér fóru taka vel á móti sínum ástkæra eigin- manni og föður. En margs er að minnast, eins og t.d. þegar ég keypti mína fyrstu íbúð, sem þú áttir margt handtakið í ásamt Ása bróður. Þá sagðir þú: „Helga mín, það er viturlegra að láta pening- ana sína í íbúð en bíl,“ en það var ég fyrst að hugsa um að kaupa mér, „því bílar rýrna í verði, en íbúðir síður,“ sagðir þú. (Og sé ég ekki eftir að hafa keypt íbúð- ina.) En þú varst ekki eins ánægð- ur þegar ég fór sama árið til út- landa. Þá sagðir þú: „Er ekki betra að láta þessa peninga í innrétting- ar frekar en að bruðla svona með þá?“ En ég svaraði þér að það væri svo gott að vera heima og að mér lægi ekki á að flytja að heiman. Ég lét ekki alltaf að stjórn. En ég held að ég hafi nú ekki verið þér mjög erfið dóttir. Við Gummi minnumst þeirra stunda þegar þú komst til okkar í hádegismat á sunnudögum eftir að mamma dó. Þá sagðir þú okkur oft frá þínum uppvexti og hvernig var að koma upp heimili og börn- um þegar litla og stundum enga vinnu var að fá, en þú tókst hvað sem að höndum bar. En þú komst upp öllum þínum barnahópi með sóma og oft var gestkvæmt á Grettó, alltaf var hægt að taka við næturgestum þó þröngt væri um þá, en allir tóku því, bæði gestir og heimafólk. Ég held að ekkert okkar barnanna þinna sé mislukkað og þá ekki tengdabörn- in eða barnabörnin, og veit ég að barnabarnabörnin eiga líka eftir að verða þér til sóma um ókomna framtíð. Þú áttir mörg smíðaverkin á heimilum okkar systkinanna, þó mismörg. Þegar við Gummi byggðum okkur hús í Grafarvogi varst þú orðinn 82 ára gamall og vannst hjá okkur með miklum áhuga þó aldraður værir og hafðir þú gaman af að hafa litlu börnin í kringum þig og þökkum við það og allt annað. Þar sem börnin okkar komu seint þá nutu þau ekki eins lengi samveru við þig eins og hin barnabörnin, en þau minnast þeirra stunda þegar ég kom með þau í pössun til ykkar Önnu. Þú fórst þá með þau í göngutúr út á Njálsgöturóló, og Anna bakaði pönnukökur á með- an. Þegar komið var á Grettó eft- ir göngutúrinn þá var sest til borðs og þið sögðuð þeim sögu frá upp- vexti ykkar. Vöknuðu þá margar spurningar þegar heim var komið og var þá sagt; það var ekkert útvarp, sjónvarp eða ísskápur þeg- ar amma (en þau kölluðu Ónnu alltaf ömmu) og afi voru lítil. Hvernig fengu þau kalda mjólk eða ís? Og þau áttu engin leik- föng, bara leggi og skeljar til að leika sér að. Þetta finnst nútíma- borgarbömum nokkuð skrítið. Við öll systkinin erum Önnu móðursystur okkar afskaplega þakklát fyrir þá umhyggju sem hún sýndi þér og okkur alla tíð eftir að hún flutti inn á heimili þitt. Hún hugsaði mjög vel um þig til æviloka og á hún margfaldar þakkir fyrir. Einnig viljum við færa þakkir til allra er um þig hugsuðu í Seljahlíð. Elsku pabbi, ég bið góðan guð að vernda þig og styrkja Önnu og okkur í sorg okkar. Guð leiði þig, en líkni mér sem lengur má ei fylgja þér. En ég vil fá þér englavörð míns innsta hjarta bænagjörð Guð blessi þig. (M. Joch.) Ástarkveðja. Þín dóttir, Helga og fjölskylda. Afi minn blessaður er látinn í Reykjavík 95 ára að aldri. Mér finnst kafla í lífi mínu lokið. Afi var hlédrægur og hélt sig til hlið- ar. Þess vegna er erfiðara að sjá í fljótu bragði hver áhrif hans voru á líf mitt. Hann var maður orða sinna og eitt er víst að það var gott og öruggt að alast upp í hans skjóli. Fyrstu tíu ár ævi minnar naut ég þess að búa í húsi afa og ömmu á Grettisgötunni. Afi vann mikið og eyddi ekki tímanum í tómstund- ir frekar en aðrir af hans kynslóð. Ég var lítill pjakkur og minnist þess að þegar afi kom úr vinnunni þá hjálpaði hann vinum og grönn- um að skipta um rúður í gluggum og skrár í hurðum, auk þess að dytta að eigin húsnæði. Ég sni- glaðist í kring. Á haustin fékk ég að fara með afa á æskustöðvar hans við Akra- nes. Við sóttum kartöflur í sveitina og fórum síðan inn á Skaga í heim- sókn til systra hans. Þetta þóttu mér skemmtileg ferðalög. Seinna ræktaði afi sjálfur kartöflur. Mér þótti gaman að fylgjast með hon- um í kjallaranum á Grettisgötu, þegar hann umstaflaði kössum með útsæðiskartöflum til að fá spírurnar jafnar, handbragðið ró- legt og nærvera hlý. Eftir að ég flutti úr húsi afa og ömmu sótti ég þangað oft. Heimili þeirra var eins konar mið- stöð, óhugsandi var að fara í bæ- inn án þess að koma við hjá þeim. Þó erindið væri niður á Lækjar- götu eða vestur í Háskólabíó var gengið til þeirra uustast á Grettis- götunni áður en strætisvagninn var tekinn heim. Mikið gladdi það mig þegar amma og afi tóku sér ferð á hend- ur og komu óvænt í heimsókn. Hann sýndi garðyrkju minni áhuga. Um tíma vann ég, þá ungling- ur, með afa í kirkjugörðunum. Naut ég þess að sjá verklagni hans og vonandi hef ég lært eitt- hvað af því. Hann var ætíð góð fyrirmynd. Nú síðustu árin fann ég hvað heimsóknir mínar til afa glöddu hann mikið. Það var gott að finna hlýjuna sem hann gaf mér og fjöl- skyldu minni. Guð veri með þér, afi minn. Arnar. Elsku afi. Þá er komið að kveðjustundinni, góðu og farsælu ævistarfi er lokið. Á svona stund streyma fram minningarnar, minningar sem gott og hollt er að ylja sér við. Alltaf þótti okkur svo notalegt að koma í heimsókn á Grettó þegar við vorum á ferð í bænum. Hlýja og umhyggja voru jafn sjálfsögð og kaffi og meðlæti á þeim bæ, að ekki sé talað um þegar þú varst kominn í kjólfötin, tilbúinn að fara á fundi, þá varð Gauja það á orði: „Hann afi er eins og kóngur.“ Og víst var sam- líkingin ekki út í hött. En allt gott tekur enda og nú hefur þú lokið þínu dagsverki. Við vitum að vel verður tekið á móti þér á nýjum slóðum. Við biðjum góðan Guð að styrkja ömmu Önnu og systkinin á þessari stund. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Barnabörnin í Vestmannaeyjum. Viðmótsprúður geði glöðu gekk hann fram í blíðu og stríðu, hæfur fyrir hærri stöðu, hann var sinnar stéttar prýði. (Grímur Thomsen.) Gamall maður er genginn. Höndin haga hefur lagt frá sér verkfærin í hinsta sinn. Fleiri verða ekki fundir með vinum og bræðrum. Fyrir nokkrum árum hlýddi ég á Þorkel Ásmundsson segja frá bernsku sinni og æskudögum á góðra vina fundi. Hóglátt fas og hlýr rómur voru umgerðin um skýrar myndir af löngu liðnum stundum. Ekki var mulið un'dir hann ungan. Föður sinn, einstakan elju- og dugnaðarmann, missti hann á bamsaldri. Móðir hans ör- snauð stóð uppi með stóran barna- hóp. Fjölskyldunni var tvístrað af því miskunnarleysi sem metur alla hluti til fjár. Drengurinn, sem var bundinn móður sinni sterkum til- finningaböndum, var rifinn frá henni og kastað til þess stórbónd- ans sem treystist til að taka hann á heimili sitt fyrir minna gjald en aðrir. Á unglingsárum komu í ljós einstakir hæfileikar til ákveðinna verka. Hann dreymdi um lang- skólanám og orðaði það við hús- bændur sína. Slíkar hugmyndir voru taldar firn mikil og fjar- stæða. Hann var fátæklingur og honum bar að hegða sér sam- kvæmt því. „Enginn spurði hvort ég ekki ætti aðra starfaþrá," kvað síðar annar Borgfirðingur nokkru yngri en Þorkell. Úr rættist, þó að með nokkuð öðrum hætti væri en æskudraumar hans stóðu til. Hann komst í trésmíðanám og gerðist prýðilegur og vel metinn iðnaðarmaður. Frá þessum atburðum sagði Þorkell Ásmundsson af þeirri hóg- værð og því lítillæti sem einkenndi fas hans allt. Mál hans var falleg íslenska, raunar allt annað tungu- mál en það illskiljanlega muldur, tafs og tilgerð, sem okkur er boð- ið að hlusta á í ljósvakamiðlum, jafnvel í föstum þáttum í sjálfu Ríkissjónvarpinu. Þó að sumar bernskuminningarnar væru dap- urlegar örlaði hvergi á sárindum eða biturð. Hins vegar kom hann vel til skila hlýjunni sem hann bar í bijósti til foreldra sinna og systk- ina. Mér varð löngum hugsað til frá- sagnar hans og fannst að sagan af baráttu móður hans fyrir að fá að hafa börn sín hjá sér mætti ekki falla í geymslu og dá þegar gamli maðurinn færi veg allrar veraldar. Nú hefur, sem betur fer, verið komið í veg fyrir að svo illa fari. Bróðursonur hans, Bragi Þórðarson, bókaúgefandi og rit- höfundur, hefur skráð sögu afa síns og ömmu. Þátturinn sá er í nýjustu bók Braga, ákaflega vel gerð frásögn og skemmtileg þó að um óskemmtilega atburði sé fjallað. Bernska og æska Þorkels Ás- mundssonar voru síður en svo sæludagar. Ýmsum mun finnast mikill munur á þeim dögum og okkar tímum þegar ungu fólki virðast flestar leiðar opnar. Þó var bót í máli að þá stóðu ekki á öðr- um hveijum húsgafli, og jafnvel á íþróttavöllum og í íþróttahúsum, skilaboð frá erlendum og innlend- um fjárplógsmönnum og auraöp- um um að vatn megnað ákveðinni eiturtegund væri eðalvara sem yfirvöld teldu heppilegt að væri sem víðast á boðstólum. Það ógeð, ásamt slepjulegri hræsni fyrir því unga fólki sem eitrað er fyrir, er seinni tíma_ fyrirbrigði. Þorkell Ásmundsson slapp sem sé við þær snörur sem „löglegir" vímuefnasalar leggja nú fyrir ungt fólk. Og þó að bernsku- og æskuár hans væru síður en svo dans á rósum komst hann heill og óskadd- aður til manns og vann þjóð sinni vel langa ævi. Hljóðlátur, velvirkur og glaðvær gekk hann til starfa. Ekkert var honum fjær en sýndar- mennska og framapot. Þess vegna lifir í huga okkar minningin um einstakan prúðan, greindan og skemmtilegan félaga. Sú minning er björt og heið og umfram allt ljúf. Kvaddur er góður drengur og vammlaus. „Farðu vel, bróðir og vinur.“ Ólafur Haukur Árnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.