Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Nýtt íþróttahús að rísa á Seyðisfirði Seyðisfirði - Framkvæmdir eru nú hafnar við nýtt íþróttahús á Seyðis- firði. Ólafur M. Ólafsson íþrótta- garpur og fyrrum íþróttakennari tók fyrstu skóflustunguna á nýlega við hátíðlega athöfn. A meðan stóðu yngri félagar íþróttafélagsins Hug- ins heiðursvörð. Nýja íþróttahúsið er viðbygging og stækkun félagsheimiiisins Herðu- breiðar þar sem núverandi íþróttaað- staða er. Talið er að húsið komi til með að kosta um 150 til 160 milljón- ir króna. Fyrsti áfangi nýja íþrótta- hússins er uppsteypa og frágangur að utan sem á að verða lokið í maí á næsta ári. Fullklárað verður húsið um 1.950 fermetrar að stærð, og uppfyllir öll skilyrði til þess að lögleg handboltakeppni geti farið þar fram. Rúm verður fyrir um 380 áhorfendur. Fyrsti áfangi verksins var boðinn út í maí síðastliðnum. Töggur ehf. á Seyðisfirði átti lægsta tilboðið sem hljóðaði upp á 78 milljónir króna og hefur Seyðisfjarðarkaupstaður sam- ið við það fyrirtæki um framkvæmd- ina. Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson ÓLAFUR M. Ólafsson tók fyrstu skóflustunguna. Með honum á myndinni eru Þorvaldur Jóhannsson bæjarstjóri og yngri félagar íþróttafélagsins Hugins, sem stóðu heiðursvörð. Morgunblaðið/Silli MALBIKUNARVIÐGERÐIR á Húsavík. 52 milljónir til gatnagerða Húsavík - Húsavíkurbær áætlar að veija 52 milljónum króna til gatna- gerðar á líðandi ári. Götur komu heldur illa undan vetri svo nokkru hefur orðið að kosta til að gera við skemmdir. Aðalverkefni ársins er að ganga frá gagnstéttum og malbika þær götur sem hafa áður verið undirbyggðar og að undirbyggja nýjar götur í nýrri hverfunum sem ekki hafa fengið var- anlegt slitlag. Þetta skapar töluverða atvinnu en atvinnuástand í bænum mun teljast nokkuð gott. Morgunblaðið/Þorkell María Lóa Friðjónsdóttir, Kristín Sölvadóttir og Sigurlaug Magnúsdóttir skoða fyrsta bás sýningar- innar „Konur á Króknum". „Konur á Króknum“ Erindið „Pilsaþytur" var flutt af Maríu Grétu Ólafsdóttur, Önnu Pálu Þorsteinsdóttur og Sigrúnu Öldu Sighvatsdóttur. „KONUR á Króknum" nefnist sýning sem fjallar um líf og störf kvenna á Sauðárkróki síðustu 125 árin. Það eru kvennafélögin á staðnum sem standa að sýning- unni en forveri þeirra, Hið skag- firska kvenfélag, var stofnað árið 1895. Sýningin er í Barnaskólan- um og á efri hæð skólans var opnað kaffihúsið Guðrúnarlund- ur, tileinkað Guðrúnu B. Árna- dóttur frá Lundi. Á sömu hæð eru sýndir munir eldri borgara og kvenna sem búa á Sauðárkróki. Þema sýningarinnar „Konur á Króknum" eru þvottar og er leið- in þrædd eftir því. Jón Þórisson, leikmyndateiknari, setti upp sýn- inguna og segir hann að reynt hafi verið að tína til það sem átti við í umhverfi hvers tíma. Básarn- ir skipta á tuttugu ára fresti og tekin voru ártöl sem breyttu miklu í lífi kvennanna. Hið fyrsta var árið 1895 þegar kvenfélagið var stofnað, á næsta bás er árið 1912 en þá var vatn lagt í húsin á Sauðárkróki og hafði það mikil áhrif á daglegt líf. Næst er árið 1922 tekið fyrir þegar rafmagnið kom og þar á eftir árið 1947 þeg- ar Barnaskólinn var vígður. Síð- asti básinn endar á hundrað ára afmæli byggðarinnar á Króknum sem varárið 1971. I básunum hanga lök með aug- lýsingum sem höfðuðu sérstak- lega til kvenna og auglýst var eftir vinnu eða þjónustu kvenn- anna. „Þetta hefur verið mjög ánægjulegt og gaman að hitta eldri konurnar sem draga ýmis- legt fram,“ sagði Jón Þórisson. Meðal þessara muna eru ljós- myndir af hvundeginum sem sýna hið venjulega umhverfi og segir Jón þær gefa ómetanlegar upplýs- ingar um daglega amstrið og tíð- arandann sem var. Jón segir að hversdagslegir hlutir týnist gjarnan og því sé erfitt að vita hvernig hlutir eins og þvottaduft litu út á ákveðnum tímabilum. Ymislegt kom í leitirn- ar við undirbúning sýningarinnar og fann Jón flösku af sódavatni síðan um 1940. „Þetta finnst hjá fólki sem ekki hefur flutt mikið,“ sagði Jón. Kristín Sölvadóttir er ein elsta innfædda konan á Sauðárkróki. Hún var áhugaleikona og starfaði í verslun. Hún var aldrei í Kvenfé- laginu en segir konurnar á Krókn- um sérstaklega duglegar og sterkar. Kristín hefur búið á Sauðár- króki allt sitt líf en hefur ferðast um landið og átti aðeins eftir að fara hluta af Suðurlandi. Hún kom síðast til Reykjavíkur árið 1975 og segist ekki hafa verið sérlega hrifin af höfuðborginni. Kristín var fengin til að opna sýninguna og segir hana dæmi um framtakssemi kvenna á Sauð- árkróki og vera til fyrirmyndar. „Það hafa alltaf verið hér skör- ungskonur," sagði Kristín. Kristín er heilsuhraust þrátt fyrir háan aldur en hún er fædd 1. október árið 1905. Hún segist viss um að hafa þekkt flesta á mynd- um sýningarinnar ef sjónin væri ekki svona dauf. „Sýningin spann- ar næstum æviskeið mitt,“ sagði Kristín hress í bragði. Formleg opnun sýningarinnar ^ var á kvenréttindadagpnn, 19.júní og sama kvöld var flutt erindi Aðalheiðai- B. Ormsdóttur, „Pilsa- þytur", um sögu kvenna og kven- félaga í Skagafirði sem María Gréta Ólafsdóttir, Anna Pála Þor- steinsdóttir og Sigrún Alda Sig- hvatsdóttir fiuttu. Erindið var fyrsta af nokkrum sem flutt eru í Guðrúnarlundi á meðan á sýn- ingunni stendur. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson FUNDARMENN Flugráðs fóru í útsýnisferð upp á Bolafjall og skoðuðu þar ratsjármannvirkin. Fundur Flugráðs haldinn í Bolungarvík Bolungarvík - Flugráð hélt einn af sínum reglulegum fundum hér í Bolungarvík nýlega. í Flugráði eru haldnir um 20 fundir á ári og er gjarnan stefnt að því að halda tvo fundi utan höfuðborgarsvæðisins. Þar sem fundur Flugráðs var að þessu sinni á Vestfjörðurn voru mál- efni Vestfjarða megið fundarefnið. Helstu mál Flugráðs er snerta Vest- firði eru m.a. stækkun flugstöðvar- innar á Isafirði en núverandi aðstaða í flugstöðinni annar illar þeirri um- ferð sem um hana fer en með við- byggingu þeirri sem ákveðið hefur verið að ráðast I verður unnt að aðskilja afgreiðslusali fyrir brottfar- ar- og komufarþega. Þessi fram- kvæmd á flugstöðinni mun kosta um 40 milljónir króna og er gert ráð fyrir að ný og bætt flugstöð verði tekjn í notkun á næsta ári. Á þessu ári voru tekin í notkun svokölluð_ hindrunarljós fyrir brott- flug frá ísafjarðarflugvelli. Með til- komu þeirra geta flugvélar farið frá ísafjarðarflugvelli í myrkri. Áfram verður unnið að því að bæta við hindrunarlýsingu við ísafjarðarflug- völl, m.a. til að bæta aðflug að vellin- um. Þá hefur Flugráð verið að fjalla um hlutverk Þingeyrarflugvallar, en hugmyndir manna eru að hanna verði varaflugvöll fyrir flug til Isa- Ijarðar. Þá liggur fyrir að með bætt- um samgöngum, með tilkomu Vest- fjarðaganga, fari umferð um flug- völlinn að Holti í Önundarfirði minnkandi, en Flugráð telur nauð- synlegt að halda uppi lágmarks við- haldi á þeim velli. Á suðursvæði Vestíjarða hefur flugvöllurinn við Patreksfjörð verið aðal áætlunarflugvöllurinn en flug til Bíldudals hefur verið vaxandi og er unnið að því að bæta aðbúnað þar. F í [ I ft í i ft I F í ■ t i r í € ifi i i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.