Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hafnarstræti
lokað til austurs
HLUTI borgarráðs hefur samþykkt
að loka Hafnarstræti til austurs frá
Pósthússtræti að Lækjargötu. Til-
lögu sjálfstæðismanna um að gatan
verði opin var vísað frá.
í tillögu Reykjavíkurlista segir að
forsenda lokunarinnar sé sú að nú-
verandi ástand skapi verulega slysa-
hættu fyrir farþega SVR, sem borg-
aryfirvöld telji óviðunandi.
í bókun Sjálfstæðisflokksins er
lýst yfir andstöðu við afgreiðslu til-
lögunnar í stað þess að bíða með
ákvörðun um að loka götunni þar til
endurskoðað deiliskipuiag miðborg-
arinnar liggi fyrir. Ljóst sé að ákvörð-
un um lokun Hafnarstrætis sé tekin
í andstöðu við flesta hagsmunaaðila
í miðborginni og stjóm Miðbæjarsam-
takanna. Engin viðhlítandi rök hafi
verið færð fram fyrir lokun umferð-
ar. Umferðin sé hæg og auðvelt að
tryggja umferð gangandi fólks.
I bókun Reykjavíkurlista segir að
það sé rangt að engin viðhlítandi rök
séu fyrir lokun götunnar. Þau séu
augljós, talið sé hættuiegt að beina
farþegum SVR yfír umferðaræð frá
biðstöð yfir í strætisvagna. ítrekað
er að um bráðabirgðaákvörun sé að
ræða þar til endanlegar skipulagstil-
lögur liggi fyrir.
Andlát
ÞORÐUR
KRISTLEIFSSON
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
ÓLAFÍA Sigurbergsdóttir með golfhatt frá
Jónsmessumótinu og hanann Sigurð Svein.
Að vakna við
fyrsta hanagal
Keflavík^ Morgunblaðið.
HÚN Ólafía Sigurbergsdóttir í Keflavík vaknar
á hverjum morgni við fyrsta hanagal. Hvernig
skyldi nú standa á því væri næsta spurning og
því er til að svara að Ólafía og eiginmaður henn-
ar Gylfi Ármannsson halda nú hana sem húsdýr
og hafa gert í tæplega eitt ár án teljandi vand-
ræða. Haninn heitir „Sigurður Sveinn“ í höfuðið
á gefandanum og segir Olafía, sem þarf að vakna
snemma á morgnana, að það bregðist ekki að
Sigurður Sveinn byrji að gala um fjögurleytið.
Ólafía átti stórafmæli síðastliðið haust sem hún
fagnaði með vinum og vinnufélögum. Vinnufélag-
ar Ólafíu gáfu henni ungan hana í afmælisgjöf
og var honum pakkað inn eins og hverri annarri
gjöf. „Mér fannst svolítið skrýtið að lögð var
áhersla á að ég opnaði þennan pakka sérstaklega
og ekki varð undrun mín minni þegar lifandi
hani hoppaði upp úr kassanum," sagði Ólafía í
samtali við Morgunblaðið.
„Það fyrsta sem mér datt í hug var að Iosa
mig við hanann, en eiginmaðurinn mátti ekki
heyra á það minnst og við tókum hann því með
okkur heim. Gylfi bjó Sigurði Sveini siðan að-
stöðu í bílskúrnum þar sem hann unir hag sínum
vel.“
Staða prófessors í geðlæknisfræði við Háskóla íslands
Mælt með Hannesi Péturssyni
ÞÓRÐUR Kristleifs-
son, menntaskóla-
kennari og söngstjóri,
lést 24. júní sl., 104
að aldri. Hann fæddist
á Uppsölum í Hálsa-
sveit en ólst að mestu
leyti upp á Stóra-
Kroppi, en foreldrar
hans fluttu þangað
þegar hann var fjög-
urra ára gamall.
Þórður var síðan við
nám í skóla sr. Ólafs í
Hjarðarholti veturna
1913-1927, næstu
þrjú árin var hann
stundakennari í Reykjavík, en gerð-
ist síðan kennari á Laugarvatni. Þar
að auki þjálfaði hann kóra víðs veg-
ar um landið og gaf m.a. út söngva-
safnið Ljóð og lög. Starf hans að
söngmálum hafði mikil áhrif á al-
þýðusöng á íslandi.
Þórður Kristleifsson kenndi þýsku
í menntaskóla um árabil. Hann var
Slasaðist alvar-
lega á handlegg
MAÐUR sem slasaðist á hendi við
færibandsvinnu í Járnblendiverk-
smiðjunni á Grundartanga var flutt-
ur með sjúkraþyrlu á Sjúkrahús
Reykjavíkur í gær.
Hann lenti með hendina í einum
valsinum á færibandinu og fékk al-
varlega áverka á handlegg. Einnig
fékk hann áverka á bijóstkassa.
Maðurinn var á batavegi í gær eftir
að hafa farið í aðgerð.
I
Staðgreiðsluverð:
9.800 kr.
Ármúla 44 • sími 553 2035
nemendum sínum
minnisstæður sem
mikilhæfur maður og
kraftmikill kennari.
Þórður var sonur
Kristleifs Þorsteinsson-
ar á Stóra-Kroppi,
fræðimannsins alkunna.
Hann hvatti föður sinn
til starfa og gaf út rit
hans, sem nú eru meðal
merkustu heimilda um
líf og störf Borgfírðinga
seinni hluta 19. aldar
og fyrri hluta þeirrar
tuttugustu.
Þórður var kvæntur
Guðrúnu Eyþórsdóttur, en hún lést
árið 1983. Síðustu árin dvaldi Þórð-
ur Kristleifsson að Droplaugarstöð-
um í Reykjavík.
LÆKNADEILD Háskóla íslands
hefur mælt með því við háskólarekt-
or að Hannesi Péturssyni, dósent
og yfírlækni á Sjúkrahúsi Reykja-
víkur, verði veitt staða prófessors
í geðlæknisfræði, sem auglýst var
í október síðastliðnum. Mennta-
málaráðherra skipar í stöðuna og
er gert ráð fyrir að gengið verði frá
ráðningunni fljótlega.
Tómas Helgason, sem gegnt hef-
ur stöðunni sl. 36 ár, hættir störfum
fyrir aldurs sakir í lok þessa mánað-
ar. Prófessor í geðlæknisfræði við
Háskóla íslands er jafnframt for-
stöðulæknir geðsviðs Ríkisspítal-
anna, samkvæmt 38. grein laga um
Háskóla íslands.
Auk Hannesar sóttu um stöðuna
Jón G. Stefánsson, dósent og yfir-
læknir á Landspítalanum, og Hall-
grímur Magnússon, heilsugæslu-
læknir í Grundarfirði. Fjórði um-
sækjandinn dró umsókn sína til
baka áður en dómnefnd skilaði
áliti.
Þriggja manna dómnefnd, skipuð
einum fulltrúa læknadeildar og ein-
um fulltrúa menntamálaráðherra,
sem báðir eru prófessorar við
læknadeild HÍ, og einum erlendum
prófessor, mat þá Jón og Hannes
hæfa og því stóð val deildarfundar
læknadeildar milli þeirra tveggja.
Bréf til háskólarektors þess efnis
að læknadeild mæli með ráðningu
Hannesar var undirritað í gærmorg-
un, að sögn Einars Stefánssonar,
forseta læknadeildar HÍ.
Skjalapakka bjargað úr ruslagámi í Osló
Merkar heimildir um
sögu vegagerðar á Islandi
. Morgunblaðið/Arnaldur
I PAKKANUM voru m.a. drög að vegakortum, skissur að brúm
yfir Þjórsá og Ölfusá, blaðaúrklippur og minnisgreinar um
vegamál og afrit af bréfaskiptum norska vegaverkfræðingsins
Nils Olafs Hovdenak og Tryggva Gunnarssonar alþingismanns.
ÞEGAR verið var að ganga frá
dánarbúi manns eins í vesturbæ
Óslóar í apríl síðastliðnum munaði
minnstu að merk skjöl er vörðuðu
upphaf sögu vegagerðar á Islandi
færu forgörðum. Þar var meðal
annars um að ræða safn bréfa frá
Tryggva Gunnarssyni alþingis-
manni, vegakort og drög að teikn-
ingum af brú yfír Ölfusá og Þjórsá.
Það var árvekni nágranna hins
látna fyrir að þakka að skjölin fóru
ekki á haugana.
Að sögn Eiðs Guðnasonar,
sendiherra í Ósló, hringdi granninn
í sendiráðið og kvaðst hafa undir
höndum gögn sem vörðuðu ísland.
Hann spurði hvort hann mætti
koma með gögnin í sendiráðið og
var hann boðinn velkominn þang-
að. „Maðurinn, sem heitir Eilif
Bang, sagði mér að einn af ná-
grönnum hans hefði látist nýlega.
Hann hefði verið ákaflega reg-
lusamur og hirðusamur maður,
sem ekki henti pappírum og skjöl-
um. Faðir hans, sem hét Niels
Olaf Hovdenak, var verkfræðingur
og hafði sem slíkur haft nokkur
afskipti af vegagerð á íslandi,"
segir Eiður í samtali við Morgun-
blaðið.
Nágranni klifrar upp í
ruslagám og bjargaði skjölum
Hovdenak lést árið 1942 og eft-
ir hans dag voru skjöl hans í vörslu
sonar hans. Þegar sonurinn svo
lést nýverið og farið var að skipta
dánarbúinu, var hluta af því, m.a.
nokkrum skjalapökkum, hent í
ruslagám fyrir utan húsið.
Nágranni hans, Eilif Bang, varð
þess var og var smeykur um að
þama væru hugsanlega söguleg
verðmæti að fara forgörðum, svo
hann gerði sér lítið fyrir, klifraði
upp í gáminn og hirti þar m.a.
skjalapakka sem var sérstaklega
merktur íslandi. Þennan pakka fór
hann með í íslenska sendiráðið og
hefur Eiður Guðnason nú komið
honum í vörslu Þjóðskjalasafnsins.
„í pakkanum eru ýmis skjöl frá
níunda og tíunda áratug síðustu
aldar, þar á meðal bréf sem hafa
farið milli eigandans og íslenskra
manna, minnisgreinar og blaðaúr-
klippur, drög að vegakortum, og
skissur að brúm yfir íjórsá og
Ölfusá," segir Guðmundur Magn-
ússon, skjalavörður á Þjóðskjala-
safni.
Kenndi íslendingum
að leggja vegi
„Nils Olaf Hovdenak var fæddur
árið 1854 og dáinn 1942. Hann var
verkfræðingur að mennt og starf-
aði lengst af hjá norsku vegamála-
stofnuninni. A níunda áratug nítj-
ándu aldar var hann kvaddur hing-
að til lands til að vera ráðgjafi ís-
lenskra stjómvalda við vega- og
brúargerð. Hann er hér á landi
nokkur sumur, að því er virðist
fyrst 1884 og síðan næstu sumur
og binst hér kunningsskap við
ýmsa menn, mest þó við Tryggva
Gunnarsson alþingismann, sem á
þessum tíma var einn helsti fram-
kvæmdamaður á íslandi.
Þessi maður hefur sínar skoðan-
ir á vegagerð á íslandi og fínnst
lítið til koma. Hann skrifar ítarlega
skýrslu um þetta til landshöfðingj-
ans yfir íslandi og hún er þýdd
og birt í Andvara 1885, undir titlin-
um „Nokkur orð um vegagjörð á
íslandi." Það hefur stundum verið
sagt um þennan mann að hann
hafí kennt íslendingum að leggja
vegi,“ segir Guðmundur.
Hann segir það ekki koma í ljós
fyrr en eftir nánari rannsókn að
hve miklu leyti hin nýfundnu gögn
bæta við þekkinguna á sögu vega-
gerðar á íslandi.
„Sögu íslenskrar vegagerðar
hefur ekki verið mikið sinnt, þann-
ig að það er ekki til neitt yfirtits-
rit um þau efni. En það er ljóst
að það er fengur að þessum gögn-
um og ánægjulegt til þess að vita
að enn eru að koma í leitirnar
skjöl frá þessum tíma.“