Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 44
~ 44 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1997 MIIMIMIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ I I i + Faðir okkar, BENEDIKT GUÐLAUGSSON fyrrv. garðyrkjubóndi í Víðgerði, Gaukshólum 2, Reykjavík, lést á Landakotsspítala þriðjudaginn 24. júní. Gunnar Benediktsson, Kristján Benediktsson, Guðrún B. Kolbeins, Kirstín Benediktsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, HEIÐRÚN HELGADÓTTIR, Stangarholti 3, Reykjavík, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 24. júní. Anna Einarsdóttir, Ragnar J. Jónsson, Reynir Einarsson, Laufey Jensdóttir, Ólafía G. Einarsdóttir, Valgerður H. Einarsdóttir og barnabörn. + Faðir okkar, fósturfaðir og tengdafaðir, HALLDÓR SNORRASON, Dvalarheimili aldraðra, Reykhólum, áður til heimilis í Suðurgötu 63, Hafnarfirði, andaðist á Dvalarheimili aldraðra, Reykhólum, laugardaginn 21. júní. Útför hans fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Snorri Halldórsson, Sigurgeir Halldórsson, Sigurdór Halldórsson, Kristín Ásgeirsdóttir, Sigurósk H. Svanhólm, Magnús Jón. + Elskuleg eiginkona mín, ÁSTRÍÐUR HELGA SIGURJÓNSDÓTTIR frá Þórormstungu í Vatnsdal, lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi, miðvikudaginn 25. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Skúli Jónsson. + Faðir minn, tengdafaðir og bróðir, ÞÓRODDUR HINRIK SÍMONARSON, til heimilis á Kirkjubraut 21, Innri-Njarðvík, andaðist á Landspítalanum þriðjudaginn 24. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnar Þ. Þóroddsson. + Móðir mín, VILBORG SIGMUNDSDÓTTIR, Seljahlíð, áður Njálsgötu 77, lést að morgni miðvikudagsins 25. júní. Reynir Kristinsson. Elskulegur sonur okkar, faðir og bróðir, SIGURÐUR ÖRN ARNARSON flugþjónn, Löngumýri 39, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju, Garðabæ, föstudaginn 27. júní kl. 15.00. Karen Sigurðardóttir, Örn Jóhannsson, Kolbrún Karen Sigurðardóttir, Jóhann Már Arnarson, Svanhvít Arnardóttir, AÐALHEIÐ UR JÓHANNESDÓTTIR + Aðalheiður Jó- hannesdóttir fæddist í Reykjavík 9. febrúar 1931. Hún lést í Sjúkra- húsi Reykjavíkur 15. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhannes Nor- dal Þorsteinsson, f. 18. október 1905 á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, d. 12. júní 1937, iðnrekandi í Reykjavík, og Anna Gísladóttir, f. 26. apríl 1906 í Stóra- dal í Svínahreppi, Austur-Húna- vatnssýslu, d. 27. desember 1993, húsmóðir og starfsstúlka í Reykjavik. Systir Aðalheiðar er Jóhanna, tæknifræðingur, f. 28. nóvember 1937. Aðalheiður giftist Hauki Pálmasyni, rafmagnsverkfræð- ingi, aðstoðarrafmagnsstjóra, 17. júlí 1954. Hann er f. 7. febr- úar 1930 í Reykjavík. Þau eign- uðust þijú böm: 1) Anna Soffía, rafmagnsverkfræðingur og prófessor, f. 7. júní 1958. Hún er gift Þorgeiri Oskarssyni, sjúkraþjálfara, f. 8. mars 1955. Þeirra böm em Haukur Óskar, f. 6. desember 1992, og Margrét Aðalheiður, f. 11. maí 1996, 2) Jóhannes, viðskiptafræðingur, fjárhagsáætlunarfulltrúi Reykjavikurborgar, f. 11. nóv- ember 1963, 3) Helga, lögfræðingur, full- trúi sýslumannsins í Vestmannaeyjum, f. 18. febrúar 1969. Hennar maður er Hafþór Þorleifsson, rð- ís- landsbanka í Vest- mannaeyjum, f. 7. nóvember 1967. Aðalheiður lauk prófi frá Verslunar- skóla íslands 1949. Hún stundaði jafn- framt tónlistarnám í píanóleik, síðast við Tónlistar- skólann í Reykjavík, og kenndi síðar píanóleik um nokkurra ára skeið. Haukur og Aðalheið- ur bjuggu fyrstu hjúskaparárin í Svíþjóð þar sem Aðalheiður vann við skrifstofustörf. Þau fluttust heim árið 1957. Aðal- heiður tók próf sem leiðsögu- maður ferðamanna árið 1973. Auk húsmóðurstarfa vann hún við ferðaleiðsögn í 5 ár, en var síðan skrifstofumaður, lengst af sem fulltrúi á Orkustofnun. Aðalheiður var um árabil félagi í International Training in Communication og einn af stofnfélögum ITC-deildarinnar Kvists. Útför Aðalheiðar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Fáeinum orðum vil ég minnast elskulegrar mágkonu minnar, Aðal- heiðar Jóhannesdóttur, er lést um aldur fram á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 15. júní síðastliðinn eftir stutt en ströng veikindi. Skjótt skipast veður í lofti og harmi lostnir ástvinir og samferðamenn verða nú að sætta sig við að sjá á bak Aðalheiði, ástríkri eiginkonu og móður, tengdamóður, systur og vini. Sár tími fer í hönd er kynnin góðu og samskiptin fyrr og síðar, mikil eða lítil, verða að dýrmætum minningum, sem einar verða að nægja. Aðalheiður fæddist í Reykjavík, dóttir hjónanna Önnu Gísladóttur og Jóhannesar Nordals Þorsteinssonar. Þau voru bæði frá Vatnsdal í Húna- vatnssýslu, en fluttu þaðan til höfuð- staðarins árið 1930. Jóhannes dó er Aðalheiður var aðeins 6 ára, en sama ár fæddist einkasystir hennar, Jó- hanna. Ólust þær systur upp hjá móður sinni, en Anna bjó um hálfrar aldar skeið á Njálsgötu 86 í Reykja- vík. Hún lést í hárri elli fyrir hálfu fjórða ári. Óvænt verður skemmra en skyldi milli þeirra mæðgna. Auk skyldunáms og náms í Versl- unarskóla íslands er lauk árið 1949 hlaut Aðalheiður tónlistaruppeldi. Allt frá æskuárum og fram yfír ungl- ingsár stundaði hún tónlistamám, síðast við Tónlistarskólann í Reykja- vík. Tónlistin skipaði síðan sess ofar- iiy H H H H H H H H H H Erfidrykkjur Sími 562 0200 -> I III I U2L KJ 2. Pixxxxxx XXX H H H H H H H H H H a lega í huga Aðalheiðar og varð henni kær tómstundaiðja. Hún naut menntunar sinnar í listgreininni, og leyfði öðrum að njóta, fylgdist vel með viðgangi tónlistarlífsins í land- inu og var dómbær á það sem bar hátt. Aðalheiður tók próf í leiðsögn ferðamanna árið 1973 og vann hún við ferðaleiðsögn um 5 ára skeið. Hún var því vel að sér um land og lýð, en naut þess einnig að ferðast til annarra landa og kynnast öðrum þjóðum. Mágkona mín var félagslynd og sinnti félagsmálum ýmiss konar. En auk húsmóðurstarfa hefur Aðal- heiður lengst af unnið skrifstofustörf hjá_ Orkustofnun. Árið 1954 giftist Aðalheiður Hauki Pálmasyni rafmagnsverk- fræðingi, núverandi aðstoðarraf- magnsstjóra Reykjavíkurborgar. Þau bjuggu um tíma í Sviþjóð, en fluttu alkomin til íslands árið 1957. Hafa þau búið í Reykjavík síðan. Aðalheið- ur lagði alúð við fallegt og hlýlegt heimilið, og uppeldi bamanna. Hús- móðurstörf vom farsællega af hendi leyst og stofur og munir bera vitni um fágað fegurðarskyn húsráðenda, gestum tekið opnum örmum og kappkostað að hlúa að hveijum og einum. Móðurást endurguldu bömin þijú með umhyggju fyrir foreldrum sínum og sjálfstæði í eigin lífí og starfí. Aðalheiður var vel lesin og fróð, viðræðugóð og yfirveguð í öllum samræðum. Hæglát kímni kryddaði tal hennar. Henni var margt til lista lagt, en auk tónlistargáfunnar rækt- aði hún með sér hæfileika á sviði myndlistar sem hún stundaði nokkuð fyrr á ámm. Ekki alls fyrir löngu hafði hún tekið upp pensilinn að nýju og hugðist veija tómstundum í myndlistina er um hægðist í störfum hjá þeim Hauki næstu ár. Hastarlega er nú fyrir það tekið sem annan undirbúning að ánægjulegu ævi- kvöldi. Margs er að minnast við þátta- Vcmdaðir íegsteinar Varardeg rainning BAUIASTEINN Síðumúla 33, 108 Reykjavík. Sími: 568 8530 Fax: 568 8513. Úrval Ijóskera, krossa og fylgihluta. skil, áratuga kynna án minnsta skugga eða styggðaryrðis, kynna yljuð birtu og hlýhugar í minn garð og allra minna fyrr og síð. Jafn- lyndi, skilningur og hjálpfysi ein- kenndu fas Aðalheiðar og atferli. Jóhanna kona mín syrgir sárt ljúfa systur og vin frá bernsku, en kær- leikar vom með þeim Aðalheiði. Börn okkar höfðu dálæti á Ödu frænku sinni. Hafa þau úr fjarlægð handan hafa, og þeirra tengdafólk, fylgst áhyggjufull með veikindastríði Áðal- heiðar undanfama mánuði. Mikilhæf kona hefur nú lokið göngu sinni, fullsnemma, en enginn fær við því gert. Sársauki í hjarta og framandleiki tilvemnnar við hinn mikla missi nístir ástvini. En svo sem tíðum er sagt sefa um síðir minning- amar um góða konu, móður og vin. Skilja leiðir um sinn, en farsæl hefur verið samfylgd Aðalheiðar og Hauks, og hamingjurík. Svili minn syrgir sinn ástúðlega lífsfömnaut, ásamt vel gerðum og vel gefnum börnum þeirra hjóna, Onnu Soffíu, Jóhannesi og Helgu, og tengdasonum. Samtaka fjölskylda sem hefur kunnað að gleðjast saman og standa saman í amstri daganna, og stutt hvort ann- að í þoiraun þessa vors og sumars, mun er stundir líða sigrast sameigin- lega á hinni þungu sorg. Blessuð sé minning Aðalheiðar Jóhannesdóttur. Þór Jakobsson. í dag er kær mágkona okkar, Aðalheiður Jóhannesdóttir, kvödd frá Hallgrímskirkju, en hún lést hinn 15. júní síðastliðinn eftir skamma en erfíða baráttu við illvígan sjúkdóm, sem hefur reynst læknavísindunum erfiður viðureignar. Aðalheiður fæddist í Reykjavík hinn 9. febrúar 1931. Foreldrar hennar vom hjónin Anna Gísladóttir og Jóhannes Nordal Þorsteinsson, sem bæði áttu ættir að rekja norður í Húnavatnssýslu. Aðalheiður missti föður sinn, þegar hún var sex ára gömul og ólst upp hjá Önnu móður sinni ásamt yngri systur sinni, Jó- hönnu. Aðalheiður stundaði nám í Verslunarskóla íslands og jafnframt nám í píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík. Að loknu námi starfaði Aðalheiður við skrifstofustörf um árabil, síðustu árin sem fulltrúi á Orkustofnun. Á sólbjörtum hásumardegi hinn 17. júlí 1954 gengu þau Aðalheiður og Haukur Pálmason, bróðir minn, í hjónaband. Um haustið héldu ungu hjónin til Svíþjóðar, þar sem Haukur var þá við nám, og bjuggu þar fyrstu búskaparárin til ársins 1958 við nám og störf. Síðan'lá leiðin aftur heim til íslands. Þar fæddust þeim bömin þeirra þijú, elst Anna Soffía, raf- magnsverkfræðingur og prófessor, þá Jóhannes viðskiptafræðingur og yngst Helga lögfræðingur. Fjölskyld- an stækkaði, tengdasynimir tveir komu til sögunnar og barnabömin tvö, augasteinar afa og ömmu. Þau hjónin áttu sér fallegt og menningarlegt heimili og samhenta fjölskyldu og er missir hennar mikill. Það var ættingjum og vinum Aðal- heiðar mikið áfall þegar sjúkdómur hennar greindist, en þá sýndi hún hve sterk og yfirveguð hún var er á móti blés. Við viljum að leiðarlokum þakka Ödu samfylgdina um liðin ár og biðj- um henni blessunar á Guðs vegum. Við sendum Hauki, börnum, tengdasonum og bamabörnum sam- úðarkveðjur, einnig einkasysturinni Jóhönnu og hennar fjölskyldu. Guð varðveiti ykkur og styrki í sorginni. Blessuð sé minning mætrar konu. Unnur og Sigurhjörtur. Starfsfólk Orkustofnunar kveður í dag látna starfssystur, Aðalheiði Jóhannesdóttur. Aðalheiður hafði þjónað Orkustofnun um langt ára- bil, lengst af sem ritari forstjóra jarðhitadeildar stofnunarinnar, Guðmundar Pálmasonar. Um síð- ustu áramót urðu skipulagsbreyt- ingar og yfirmannsskipti á Orku- stofnun. Lét þá Guðmundur af störf- um en Aðalheiður hélt áfram sem ritari á hinu nýja rannsóknasviði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.