Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR PIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1997 29 kaflinn sem Mahler tók út og það skýrir kannski þetta frávik,“ segir Guðmundur Óli. Þriðji kaflinn er hægur og byggir á stefinu um Meist- ara Jakob nema hér er hann í moll. „Þetta er útfærður keðjusöngur og er einhverskonar dauðamars, en þó nefnir hann kaflann „Commedia Humana“ og í einu þunglyndislegu stefi hans má heyra líkingu af því þegar þorpslúðrasveit gengur fram- hjá með vaxandi styrkleika, nær hámarki og deyfist síðan niður eftir því sem fjær dregur. Fjórði kaflinn táknar síðan beina leið til heljar og sinfóníunni lýkur með miklum krafti", segir Guðmundur Óli. Hann segir að með samsetningu tveggja hljómsveita sé þó ekki verið að sækj- ast eftir meiri hávaða heldur meiri dýpt og lit. „Með svona stórri hljóm- sveit fáum við meiri fyllingu í tón- inn,“ segir hann. Nú víkur sögunni að einleik- ara kvöldsins en hann heitir Richard Simm. Hann fæddist á Englandi og flutti til íslands fyrir átta árum. Hann hefur stundað tónlistarkennslu fyrir norðan auk þess sem hann hefur leikið á tónleikum víða um heim og hljóðritað píanóverk við góðan orðstír. Hann segir að honum hafi fyrst þótt hundrað manna hljómsveitin svo yfiþyrmandi að eitt píanó hafi mátt sín lítils gegn ofur- eflinu. „Ég hélt að ég þyrfti magn- ara,“ segir hann og hlær, en bætir því við að þeir sem fylgdust með æfingum hafi tjáð sér að ailt skilaði sér með ágætum. „Maður þarf þó að hafa almennilegan konsertflygil og flygillinn hérna á sviðinu stendur vel undir nafni.“ Richard segir að þótt píanókonsert kvöldsins sé í há- rómantískum anda sé hann laus við alla væmni. „Þessi konsert markar líka að vissu leyti upphaf nýs tíma- bils hjá Rachmaninoff því hann hafði verið þunglyndur vegna efasemda um sitt eigið ágæti. Það er bjartsýn- istónn í þessum konsert, enda hafði hann öðlast tiltrú á sjálfum sér á nýjan leik með hjálp sálfræðingsins Dr. Dahl,“ segir Richard. „Það verð- ur að segjast að tónlist Rachmanin- offs var nokkuð gamaldags en frá og með þessum konsert truflaði til- hugsunin um vinsældir á kostnað frumleika hann ekki. Hann fann sinn tón og lét ekki samtíðina trufla sig. Það er vel hugsanlegt að sálfræði- meðferðin hafi haft þessi áhrif," segir Richard að endingu. Tónleikarnir hefjast í Háskólabíói kl. 20 i kvöld og_á Akureyri verða þeir endurteknir í íþróttaskemmunni laugardaginn 28. júní kl. 17. Síðustu sýning- ar leikárs Þjóð- leikhússins TVÆR sýningar eru eftir í sumar á söngleiknum Fiðlaranum á þakinu sem sýndur hefur verið á Stóra sviði Þjóðleikhússins frá miðjum apríl og fengið góðar viðtökur gagnrýnenda og áhorfenda, segir í kynningu. Það er Jóhann Sigurðarson sem leikur aðalhlutverkið, mjólkurpóst- inn Tevje, og Edda Heiðrún Back- man leikur eiginkonu hans. Með önnur hlutverk fara Sigrún Edda Björnsdóttir, Steinunn Olína Þor- steinsdóttir, Vigdís Gunnarsdóttir, Aníta Briem, Álfrún H. Örnólfsdótt- ir, Margrét Guðmundsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson, Arnar Jónsson, Sig- urður Siguijónsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Örn Árnason, Valur Freyr Einarsson, Hjálmar Hjálmars- son, Stefán Jónsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Magnús Ragnars- son, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Sveinn Þ. Geirsson, Jóhann G. Jó- hannsson, Sigríður Þorvaldsdóttir, Hany Hadaya, Hjálmar Sverrisson og Gylfi Þ. Gíslason. Sex manna hljómsveit leikur í sýningunni undir stjórn Jóhanns G. Jóhannssonar. Leikstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir. Síðustu sýningar leikársins eru föstudags- og laugardagskvöld. Lars - Henrik Olsen hlýtur Norrænu bamabókaverðlaunin NORRÆNU barnabókaverðlaunin 1997 komu að þessu sinni í hlut danska rithöfundarins Lars-Henrik Olsen. Það eru samtök norrænna skóla- safnskennara (Nordisk skolebiblio- tekarforening) sem standa að verð- laununum og hafa þau verið veitt árlega síðan 1985. Arið 1992 hlaut Guðrún Helgadóttir verðlaunin. Framlag íslands til norrænu barna- bókaverðlaunanna nú var bók Vig- dísar Grímsdóttur, Gauti vinur minn. Aðrir rithöfundar sem voru tilnefndir eru: Unni Lindell og Klaus Hagerup frá Nor- egi, Bisse Falk frá Svíþjóð, Bent Haller frá Dan- mörku, Veronica Leo frá Finnlandi og Jógvan Isaksen frá Færeyjum. í kynningu seg- ir að Lars-Henrik Olsen sé mikill sagnamaður. Söguefni hans sé lífið sjálft, ást og hatur, hamingja og söknuður, trúnaður og svik. Sögu- persónur hans eru ýmist æsir og jötnar sem eiga í stöðugri baráttu, nútímadrengur sem kynnist lífinu í Ásgarði fyrir tilstuðlan Þórs, al- þýðufólk fyrir þúsund árum eða klausturstúlkur og dvergur við refil- saum í Normandí. Tvær bóka höfundarins hafa ver- ið þýddar á íslensku, Erik Menn- eskeson (Ferð Eiríks til Ásgarðs) og Kampen om sværdet (Ferð Ei- ríks til Jötunheima) í þýðingu Guð- laugar Richter. Fulltrúi Félags skólasafnskenn- ara í dómnefndinni var Fríða S. Haraldsdóttir skólasafnskennari. Lands- bankakór- inn syngur í Jónshúsi LANDSBANKAKÓRINN heldur í söngferð til Kaup- mannahafnar og Uddevalla í Svíþjóð asamt sjö öðrum kór- um frá íslandi á vegum Tónal og stendur ferðin 28. júní til 7. júlí nk. Landsbankakórinn mun syngja í Jónshúsi í Kaup- mannahöfn sunnudaginn 29. júní kl. 16. Söngstjóri er Guð- laugur Viktorsson. Lars-Henrik Olsen FÖT FYRIR ÚTIVISTINA, LÍKAMSRÆKTINA OG BARA OKKUR HIN Opnumí dag og betri verslun qugqvegS 51 á 2 hæðum Brussell ATHLETIC 4fcColumbia " Sportswear Company* HREYSTI Laugavegi 51 - S. 551-7717 Ath. Opnunartilboð einnig í Skeifunni 19 og Fosshálsi 1 Vandadar Vandadir stuttermabolir peysur kr. 1.690.- kr. 2.990.- Bamapeysur 3-12 ára kr. 1.250.- 2 stk. kr.2.200.- 100% bómull 1 stk. kr. 890.- 2 stk. kr. 1.490.- Barnabolir 3-12 ára kr. 550.- 2 stk. kr. 990.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.