Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26.JÚNÍ1997 45 stofnunarinnar. Þar átti starfssvið hennar að breytast nokkuð og var henni falið að hafa umsjón með gagna- og skjalasafni rannsókna- sviðsins. Sá starfi varð þó skemmri en að var stefnt; skammt var liðið af þessu ári þegar hún tók að kenna þes^ meins sem nú hefur dregið hana til dauða um aldur fram. Aðal- heiður gegndi starfi sínu af mikilli alúð og natni, m.a. við ritun og frá- gang á innanhússblaði stofnunar- innar sem kemur út vikulega megn- ið af árinu. Kynni okkar Aðalheiðar og und- irritaðs voru ekki löng, þar sem ég hóf störf á Orkustofnun sl. haust. En þegar við fyrstu komu mína á stofnunina, sem nýr yfirmaður hennar, veitti ég Aðalheiði sérstaka athygli. Svipmót hennar og fas allt lýsti í senn hógværð og góðlyndi og skynjaði ég mig boðinn velkom- inn tii starfa sem af móðurlegri umhyggju væri. Þessi fyrstu kynni áttu eftir að staðfestast. í samskipt- um í starfi sýndi Aðalheiður ávallt sama hlýja viðmótið, auðfús að vinna þau verk sem henni voru falin. Við á Orkustofnun vildum sjá Aðalheiði að störfum með okkur þar tii hún hefði sjálf kosið að fara að njóta næðis að loknu ævistarfí. En kallið kom fyrr og því skilja nú leið- ir. Við söknum sárt trausts starfs- manns en ekki síður hugljúfs félaga og minnumst hennar með hlýju og þakklæti. Fyrir hönd Orkustofnunar sendi ég eiginmanni hennar, afkomendum og öðrum ástvinum dýpstu sam- úðarkveðjur. Þorkell Helgason orkumálastjóri. Nú er sál þín rós i róságarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti (Ragnheiður Pála Ófeigsdóttir) Á Orkustofnun ríkir söknuður vegna fráfalls Aðalheiðar. Hún hafði verið frá vinnu nokkra mánuði og við vissum að hún glímdi við erfíðan sjúkdóm. Hún kom á starfsmanna- fund 22. maí og við glöddumst yfir því að hún virtist vera á góðum batavegi. Við vorum grunlaus um að þetta væri kveðjustundin, en skömmu síðar fékk hún annað sjúk- dómsáfall og lést af völdum þess. Aðalheiður hóf störf á Orkustofn- un haustið 1981. Frá fyrsta degi ávann hún sér traust og virðingu okkar hinna. Framkoma hennar var hlý og traust og gott var að eiga hana að vini. Hún var ávailt reiðu- búin að aðstoða og rétta fram hjálp- arhönd ef með þurfti. Hún vann ötullega að málefnum starfsmanna sem trúnaðarmaður BSRB árin 1988-1995 og var ritari OSSA, inn- anhússblaðs starfsmanna frá 1989 og þar tii hún varð frá að hverfa vegna veikinda. Horfinn er á braut góður félagi, sem skilur eftir sig ljúfar minning- ar. Við kveðjum Aðalheiði með sökn- uði og þökkum samfylgdina um leið og við sendum Hauki, börnum þeirra og öðrum ástvinum innilegar sam- úðarkveðjur. Samstarfsmenn á Orkustofnun. • Fleirí minningargreinar um Aðalheiði Jóhannesdóttur bíða birtingar ogmunu birtast í blað- inu næstu daga. MINNINGAR INGIBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR + Ingibjörg Þor- steinsdóttir fæddist á Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd 16. júní 1910. Hún lést í Hafnarfirði 18. júní siðastliðinn. Foreldrar hennar voru Natalie Vil- helmine Rosalinde Jörgensen, síðar Árnason, f. 30.7. 1883, d. 7.1. 1961, og Þorsteinn Árna- son, f. 24.10. 1884, d. 22.5. 1946. Systir Ingibjargar var Karoline Helene, f. 7.7. 1914, d. 7.5. 1925. Eiginmaður Ingibjargar var Sigvaldi Sigurbergur Svein- björnsson, skipstjóri, f. 1.1. 1904, d. 2.3. 1974. Börn þeirra: 1) íris Sigurberg, ljósmyndari í Hafnarfirði, f. 17.4. 1932, maki Olgeir Jónatan Þórarinn Friðgeirsson. 2) Þorsteinn Sig- urberg, stýrimaður og síðar starfsmaður Veðurstofu Is- lands, f. 1.7.1935, maki Guðleif Jóhannesdóttir, þau eiga fjögur börn. 3) Sveinbjörn Sigurberg, f. 28.3. 1942, d. 21.4. 1960. 4) Árni Ingi Sigurberg, verslunar- maður, f. 8.1.1947, maki Sigríð- ur Tómasdóttir, þau eiga tvö börn. Utför Ingibjargar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Horfin er á braut ein litríkasta félagskona SVDK Hraunprýði, Ingibjörg Þorsteins- dóttir. Hún flutti ung til Hafnarfjarðar og gekk strax í deildina og starfaði af miklum áhuga í áratugi. Hún var formaður basarnefndar í um 45 ár og vann einnig við merkjasöluna. Þeir muna hana áreiðanlega starfsmenn í Straums- vík, en þar mætti hún 11. maí ár hvert með merki SVFÍ. Hún var aðaldriffjöðrin á kvöldvökunum, sem eldri Hafnfirð- ingar muna er Hraunprýðikonur fylltu Bæjarbíó jafnvel tvö kvöld í röð, enda var það ein aðalskemmtun- in í bænum. Ingibjörg fór nokkrum sinnum á landþing SVFÍ. Þar lá hún ekki á skoðunum sínum frekar en á fundum deildarinnar. Tilkynningaskyldan var hennar hjartans mál enda gift sjó- manni og þekkti því vel til. Ingibjörg átti mestan þátt í að píanó var keypt \ hús deildarinnar í Hjallahrauni 9. í tilefni af sjötugs- afmæli sínu stofnaði hún sjóð til kaupa á píanói. Við þökkum fyrir að hafa fengið að njóta starfskrafta Ingibjargar um áratuga skeið í þágu deildarinnar og nú kveðjum við einn af okkar góðu heiðursfélögum. Við vottum aðstand- endum hennar samúð okkar. Kveðja, Hraunprýði. + Minningarathöfn um elskulega móðursystur mína, SOFFÍU TÚBALS, Njálsgötu 39b, Reykjavík, fer fram í Hallgrímskirkju föstudaginn 27. júní kl. 13.30. Útförin fer fram frá Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð laugardaginn 28. júní kl. 14.30. Jarðsett verður í heimagrafreit í Múlakoti. Guðbjörg Hjörleifsdóttir. + Eiginmaður minn, faðir okkar og afi, GUÐMUNDUR SVAFAR GUÐJÓNSSON, Lækjargötu 10, Hvammstanga, verður jarðsunginn frá Hvammstangakirkju föstudaginn 27. júní kl. 14.00. Gunnhildur Vigdís Þorsteinsdóttir, Ingimar S. Guðmundsson, Elínbjörg Kristjánsdóttir, Gunnar Þ. Guðmundsson, Kristín Einarsdóttir, Guðrún Þ. Guðmundsdóttir, Árni B. Ingvarsson, Kristín H. Guðmundsdóttir, Birgir Æ. Einarsson, Garðar Þ. Guðmundsson, Róberta Gunnþórsdóttir, Edda H. Guðmundsdóttir, Davíð Kristinsson, Inga M. Guðmundsdóttir, Anna M. Guðmundsdóttir, Þór Oddsson, Davíð E. Guðmundsson, Auður S. Jónsdóttir og barnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA ERLINGSDÓTTIR, er andaðist föstudaginn 20. júní, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavik föstu- daginn 27. júni kl. 10.30. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Skjóli fyrir mjög góða umönnum á liðnum árum. Helga Stefánsdóttir, Stella Stefánsdóttir, Guðmundur Stefánsson, Erlingur Stefánsson, Albert Stefánsson, Friðgeir Gunnarsson, Aðalsteinn Þorbergsson, Valborg Björgvinsdóttir, Eria Ottósdóttir, Vigdís Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Móðurbróðir minn, ÞÓRÐUR KRISTLEIFSSON menntaskólakennari, lést á Droplaugarstöðum þriðjudaginn 24. júní. Þorsteinn Þorsteinsson. + Bróðir okkar, JÓN ÞORSTEINSSON frá Giljahlíð, verður jarðsunginn frá Reykholtskirkju laugar- daginn 28. júní kl. 14.00. Rútuferð verður frá BSÍ kl. 11.00 f.h. og 13.00 frá Borgarnesi. Sigríður Þorsteinsdóttir, Dýrunn Þorsteinsdóttir, Gísli Þorsteinsson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, LOFTUR SIGURÐUR LOFTSSON, Breiðanesi, sem lést miðvikudaginn 18. júní sl., verður jarðsunginn frá Stóra- Núpskirkju laugarda- ginn 28. júní kl. 14.00. Kristjana Bjarnadóttir, Sesselja Loftsdóttir, Gunnhildur Loftsdóttir, Björn Árnason, Helga Guðrún Loftsdóttir, Hrafnhildur Loftsdóttir, Ingvar Bjarnason, Loftur Sigurður Loftsson og barnabörn. + Móðir okkar, amma, langamma, tengdamóðir og systir, MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR, Kleppsvegi 20, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum 17. iúní, sl. verð- ur jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 27. júní, kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, íris Eggertsdóttir, Hjördís B. Sigurðardóttir, Sigtryggur Mariusson, Helgi Sigurðsson, Grétar Sigurðsson, Jóna B. Pálsdóttir, Jónas Sigurðsson, Svanhvít Albertsdóttir, Borghildur Thors, Marel Einarsson. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR HELGASON, dvalarheimilinu, Höfða, veður jarðsunginn frá Akraneskirkju, föstu- daginn 27. júní, kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Sjúkrahús Akraness eða dvalarheimilið Höfða. Hjörtur Ágúst Magnússon, Jóna Margrét Sigurðardóttir, Helgi Ingólfsson, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Maggi Guðjón Ingólfsson, Sigrún Valgarðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður míns, tengdaföður, afa og bróður, JÓNS EINARS EINARSSONAR. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður H. Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.