Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1997 2 7 Jarð- sprengju- bann undirbúið ALLS hafa 62 ríki undirritað yfirlýsingu um algert bann við jarðsprengjum, sem hugs- uð er til undirbúnings bind- andi alþjóðasamnings um slíkt bann. Frá þessu greindu belgískir embættismenn í gær, en fulltrúar 115 þjóða eru nú í Brussel til að ræða alheimsbann við framleiðslu, dreifingu, geymslu og notkun jarðsprengja. Stefnt er að því að alþjóðasamningur um bannið verði undirritaður í Ottawa í Kanada í lok þessa árs. Sjálfsmorð vegna barnakláms FRANSKA lögreglan greindi frá því í gær, að fimmti Frakkinn, sem grunaður var um barnaklámsfíkn, hefði framið sjálfsmorð. Maðurinn, sem starfaði sem barnaskóla- kennari í bæ nálægt Borde- aux, fannst hengdur í fyrra- dag, en skömmu áður hafði hann verið látinn laus úr varð- haldi sem hann hafði verið hnepptur í vegna þess að í fórum hans fundust mynd- bandsspólur með barnaklámi. Hann var einn 800 manna, sem lögreglan hafði handtekið víða um Frakkland í áhlaupi til upprætingar á barnaklámi. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt aðgerðirnar, eink- um fyrir að þær séu óþarflega mikið flenntar upp í fjölmiðl- um. 3.500 ára gamalt hálsmen EGYPZKIR fornleifafræð- ingar, sem stunda rannsóknir við ósa Nílarfljóts, hafa fund- ið gullhálsmen, sem talið er hafa verið heiðursgjöf Ahmose faraós til hermanns, sem þjónaði honum fyrir meira en 3.500 árum. Frá þessu greindi dagblað í Kaíró í gær. Hálsmenið, sem er samsett úr 19 lykkjum í formi flugna, fannst við uppgröft í Tell Basta, um 70 km norð- austur af Kaíró. Ahmose faraó ríkti á árunum 1570 til 1546 fyrir Krist. Sligandi stjórnunar- kostnaður STJÓRNUNAR- og umsýslu- kostnaður er að sliga breska varnarmálaráðuneytið, sam- kvæmt skýrslu bresku ríkis- endurskoðunarinnar sem birt var í fyrradag. Að jafnaði er kostnaður við umfjöllun og afgreiðslu smápantana í ráðuneytinu 75 sinnum dýr- ari en það sem keypt er, að sögn ríkisendurskoðunarinn- ar. ERLENT Ríkisstjórn Benjamins Netanyahus í vanda eftir atkvæðagreiðslu um vantraust Skipan nýs ráð- herra frestað Jerúsalem. Reuter. ÞÓTT Benjamin Netanyahu, forsæt- isráðherra ísraels, og stjórn hans hafi staðið af sér atkvæðagreiðslu um vantraustsyfirlýsingu stjórnar- andstæðinga á þriðjudag er langt því frá að vandræðum Netanyahus sé lokið. Auk þess sem baktjaldamakk og hrókeringar Netanyahus hefa valdið óánægju innan samsteypustjórn- arinnar kvarta óánægðir stjórnar- þingmenn um óstjórn. Til að leggja áherslu á óánægju sína voru einung- is 55 af 66 þingmönnum stjórnarinn- ar viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Á meðal þeirra sem voru fjarverandi var David Levi, utanríkisráðherra, sem nú stendur í deilum við forsætis- ráðherran um stöðu Ariels Sharon innan stjórnarinnar. Sharon er einn af hönnuðum land- námsstefnu ísraela og varð að segja af sér sem yfirmaður varnarmála árið 1983 eftir að hann var fundinn sekur um óbeina aðild að fjölda- morði á palestínsku flóttafólki í Beir- út. Hann krafðist þess er honum var boðin staða fjármálaráðherra, um síðustu helgi, að fá einnig aðild að öryggisráði sem skipað er David Levi, utanríkisráðherra, Yitzhak, varnarmálaráðherra, og Netanyahu. Öryggisráðinu er ætlað að skapa nýja stefnu í samningaviðræðum Israela og Palestínumanna og mun hvorki Levi né Mordechai taka í mál að vinna með Sharon að því máli. Þá hafa bæði arabar og Bandaríkja- menn lýst yfir andstöðu við þátttöku Sharons í ráðinu. Áður en til atkvæðagreiðslunnar kom þurfti því Netanyahu að fresta skipan nýs fjármálaráðherra og er það talið enn einn álitshnekkurinn fyrir hann. Forsætisráðherrann sem fyrr á árinu slapp naumlega við ákæru um spillingu í tengslum við ráðningu lagalegs ráðgjafa stjórn- arinnar hefur setið undir sívaxandi gagnrýni, bæði innanlands og utan. Búðu þig undir nýja byltingu - ofurhraða og hljóðláta - sem færir vinnuumhverfi þitt inn á nýjar brautir og mætir framtíðarkröfum í hugbúnaði. Nýja AST forystutölvan er hljóðlátari, hraðari og tæknilega fullkomnari en fiestir bjuggust við auk þess sem hún er hagkvæmari í rekstri. AST forystutölvurnar vinna við hlið eigenda sinna í enn ríkari mæli en áður - þær eru tölvurnar sem menn treysta ár eftir ár eftir ár eftir ár. Haföu samband við sölumenn okkar RAÐGREIÐSLUR Intel örgjörvar • Instant on Hljóöeinangraður diskur og einstaklega hljóölát vifta Minna en 30 dB Nýjustu PCI Intcl rásirnar 430TX Ultra DMA-33 stuöningur 312KB Synchronous Burst Pipeline skvndiminni • SDRAM háhraða minni, 60ns Gratísk hágæði (2-6 MB SGRAMi • NIX hönnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.