Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Málefni samkynhneigðra til umræðu á Prestastefnu DRÖG að samþykktum um málefni samkynhneigðra voru kynnt á Prestastefnu á Akureyri í gær. Séra Ólafur Oddur Jónsson, sóknarprest- ur í Keflavík, sem farið hefur fyrir þeirri nefnd sem vann að drögunum, fiutti framsögu. í fyrirliggjandi drögum er hvatt til þess að helgisiða- nefnd verði falið að undirbúa bæn og blessun fyrir samkynhneigt fólk, sem staðfest hefur samvist sína. Einnig er í drögunum hvatt til að haldið verði áfram fræðsluátaki á vegum íslensku þjóðkirkjunnar um málefni samkynhneigðra, til að eyða fordómum, ranghugmyndum, fælni og til að efla skilning á sam- kynhneigð. Minnt er á að bæði kirkjuþing og leikmannastefna þjóðkirkjunnar hafa hvatt til nær- færinnar umræðu um málefni sam- kynhneigðra. Loks er hvatt til að samþykktir og greinargerðir kirkjunnar um þetta viðkvæma málefni verði kynntar sérstaklega fyrir leik- mannahreyfmgu þjóðkirkjunnar og forstöðumönnum annarra trúfé- laga, svo um það náist sem víðtæk- ust samstaða. Full alvara í málinu Miklar umræður urðu um fyrir- liggjandi drög og verður þeim fram haldið í dag. í umræðunum kom helst fram ágreiningur um þann lið er snýr að helgisiðanefnd. Ólafur Oddur sagði skipta miklu máli hvernig Prestastefnan ályktar um þetta mál og þá hvert framhald- ið verður. „Það er full alvara í þessu máli en þó getur verið nauðsynlegt að taka þetta í áföngum, því bæði þurfí þjóðin og kirkjan umþóttunar- tíma. Menn vilja tryggja að þetta mál fái farsæla lausn.“ I greinargerð með drögunum kemur m.a. fram að biskup Islands og þjóðkirkjan hafí lagt á það áherslu að engum verði synjað um fyrirbæn. „Talið er að um 5% karla og kvenna á Vesturlöndum séu sam- kynhneigð. Þessu fólki fínnst það hafa goldið fyrir ósanngimi, for- dóma, andúð og að mannréttindi hafí verið brotin á því. Samkyn- hneigðu fólki hefur oft verið hafnað af eigin fjöldskyldum. Kristnir menn hafa dæmt áskapaða kynhneigð þess sem syndsamlega. Jafnvel hefur ver- ið dregið í efa að samkynhneigðir gætu starfað fyrir kirkjuna. Læknar töldu það áður fyrr sjúkt og lög gáfu í skyn eitthvað glæp- samlegt. Það er fyrst og fremst á síðustu árum að kirkjunnar þjónar hafa sýnt samkynhneigðum aukinn skilning. Þekking á eðli og mótun samkynhneiðgar hefur opnað augu æ fleiri fyrir að hneigðin er hvorki synd né sjúkdómur," segir í greinar- gerðinni. Fjölmennt knattspyrnumót Fjölgar um tvö þúsund manns í V estmannaeyj um Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. UNGIR knattspyrnumenn fjöl- menntu til Vestmannaeyja í gær þar sem næstu daga fer fram árlega knattspyrnumót, Shellmót IBV. í gærkvöldi fór hópurinn í skrúðgöngu að Hásteinsvelli þar sem mótið var sett. Rúm- lega 900 þátttakendur eru í mótinu en forsvarsmenn móts- ins reikna með að rúmlega annar eins fjöldi fylgi þátttak- endum. Það verða því um 2000 manns sem heimsækja Eyjarn- ar um helgina sem er um 40% aukning á fólksfjölda i Eyjum. Mikil örtröð var hjá flutn- ingsaðilum í gær vegna móts- ins. Flugfélag Islands flutti um 500 farþega í 15 ferðum, Flug- félag Vestmannaeyja flutti um 50 farþega frá Bakka og um 800 manns komu með Heijólfi í tveimur ferðum í gærdag. Mikið er pantað fram að helgi en fleiri foreldrar og aðrir sem áhuga hafa á að fylgjast með mótinu eru væntanlegir þá. Friðrik Pálsson talar á ráð- stefnu ESB FRIÐRIK Pálsson, forstjóri Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, flytur erindi og tekur þátt í pallborðs- umræðum á ráðstefnu, sem Evrópu- sambandið heldur í Brussel í dag og á morgun. Friðrik er eini fulltrúinn utan ESB sem heldur framsögu- erindi á ráðstefnunni, sem fjalla mun um framleiðslu sjávarafurða, áætl- anir og viðfangsefni henni tengd. Yfír 200 fulltrúar og sérfræðingar á sviði sjávarútvegs koma til með að taka þátt og flytur Emma Bon- ino, framkvæmdastjóri sjávar- útvegsmála á vegum ESB, opnun- arræðu ráðstefnunnar, sem er sú fyrsta sinnar tegundar, en ekki sú eina þar sem að ESB hefur á pijón- unum fleiri slíka fundi með þjóðum og landssvæðum, sem eiga mikið undir sjávarútvegi. Markmið fundaherferðarinnar er að freista þess að fá heildarsýn yfir núverandi stöðu og þróun greinar- innar svo og að meta þá umbreyt- ingu, sem til þarf, til að auðvelda og styrkja samræmingu hinna ýmsu hagkerfa. ESB leggur fram sem svarar 600 millj. ECU á árabilinu 1994-1999 til að bæta samkeppnis- hæfni fískiðnaðar innan bandalags- ins til að auðvelda greininni að kom- ast yfír þá erfiðleika, sem við blasi. í þessu tilliti er sérstök áhersla lögð á svæði, sem byggja mikið á físk- veiðum og vinnslu. ♦ ♦ ♦---- Rallkappar fá 2 milljónir BORGARRÁÐ hefur samþykkt að styrkja verkefnið Rallí Reykjavík um 2 milljónir króna. Atvinnu- og ferðamálnefnd hefur samþykkt þróunaráætlun um fram- kvæmd Rallí Reykjavík, sem Lands- samband ísl. akstursíþróttamanna stendur fyrir. í áætluninni felst að verkefnið verði styrkt með 800 þús. króna framlagi á árinu 1997 og 1,2 millj. á árinu 1998. Lagði stjórn Atvinnu- og ferðamálanefndar til að borgarráð samþykkti áætlunina. EIGNAMEÐUMN Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali, sölustjóri. Sími 55555 9(»9() • Fax 555« 9095 SíAimuila — I Garðastræti - hæð og ris Vorum að fá í einkasölu fallega 215 fm hæð og ris í þessu húsi. Hæðin er með mikilli lofthæð og skiptist í hol, eldhús, bað, 3 herb. og 2 saml. stofur. í risi eru 3 herb. og snyrting. Góður bílskúr. Góð eign á vinsælum stað. Verð 14,0 millj. 7725. Nefndafundir Norðurlandaráðs Niðurskurður á fjárlögum líklegur Ok á ljósa- staur og þrjár bif- reiðar UNGUR ökumaður missti stjórn á bíl á Gerðavegi í Garði í gærmorgun, eftir gáleysisleg- an akstur. Hafnaði bíllinn á ljósastaur og síðan á þremur kyrrstæðum bifreiðum. Urðu verulegar skemmdir á þremur ökutækjanna, en engin slys á fólki. Samkvæmt upplýsingum lögreglu viðurkenndi ökumað- ur að hafa ekið á tæplega 100 kílómetra hraða og var sviptur ökuleyfi til bráðabirgða. VALGERÐUR Sverrisdóttir, for- maður íslandsdeildar Norðurlanda- ráðs og fulltrúi í forsætisnefnd ráðs- ins, býst við því að niðurskurður á fjárlögum Norðurlandaráðs fyrir árið 1998, verði einhveijir tugir milljóna króna, en samstarfsráðherr- ar Norðurlandaráðs, sem nú funda í Svíþjóð, munu leggja fjárhagsáætl- unina fyrir forsætisnefndina í dag til umsagnar. Þetta kom m.a. fram í samtali Morgunblaðsins við Valgerði í gær í tilefni af því að þá hófust nefnda- fundir Norðurlandaráðs á Grand Hótel í Reykjavík, en áætlað er að þeim ljúki á föstudag. Um 140 manns taka þátt í fundunum og er þetta í fyrsta sinn sem sameiginleg- ir nefndafundir Norðurlandaráðs eru haldnir hér á landi. Að sögn Valgerðar mun fyrmefnd- ur niðurskurður ekki þýða róttækar breytingar á samstarfinu innan Norð- urlandaráðs, því ekki sé verið að tala um að leggja niður stofnanir. Hins vegar gæti þetta haft áhrif á íjárveit- ingar til sérstakra verkefna. Fimm nefndir starfa nú innan Norðurlandaráðs og eru þær auk forsætisnefndar, Norðurlandanefnd, grannsvæðanefnd, Evrópunefnd og eftirlitsnefnd, en nefndarfyrikomu- lagi ráðsins var breytt haustið 1995. Morgunblaðið/Birla Rós Amórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.