Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1997 41 Ji ÞORKELL EGGERTSSON + Þorkell Egg- ertsson fæddist á Bakkaseli í Öxnadal 28. maí 1926 en ólst upp hjá móður sinni í Skagafirði. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 18. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Hólmfríður Jóseps- dóttir, fædd á Hofi í Lýtingsstaða- hreppi, og Eggert Þorkelsson, fæddur á Flatatungu í Akrahreppi. Þorkell giftist Sigurlaugu Pálsdóttur úr Skagafirði 21. júní 1949. Hún lést 5. ágúst 1995. Börn þeirra eru Guðrún, húsmóðir á Akureyri, Páll, lög- reglumaður á Akureyri, Krist- ján, starsfmaður Vegagerðar, og Lilja, húsmóðir í Reykjavík. Útför Þorkels fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ávallt kemur það á óvart þegar hverfa af sjónarsviðinu menn, sem á einhvem hátt hafa átt góð sam- skipti við samborgara sína. Minn- ingin í hugum flestra er bundin atburðum eða atvikum sem hinn látni tengdist á einn eða annan hátt. Þeir sem þekktu Þorkel Egg- ertsson, vissu að þar fór reynslu- ríkur maður. Að morgni miðviku- dags 18. júní bárust okkur starfs- félögum Kela, en það var hann ávallt kallaður í okkar hópi, þau tíðindi, að hann væri látinn. Fyrstu viðbrögð við slíkum fregnum eru ólýsanleg. í gegnum hugann þjóta á augabragði atburðir liðinna ára og samverustunda. Gleymdir at- burðir verða allt í einu ljósir og allar hugsanir tengjast þeim sem genginn er. Það var gott að hafa Kela sér við hlið, þennan stóra og sterka mann, þegar barist var við eldinn, mesta óvin slökkviliðs- mannsins. Þar var maður sem hægt var að treysta. Hann stóð þar eins og klettur, þrautseigja hans og seigla áttu sér fáar hlið- stæður. Þorkell fæddist í Bakkaseli í Öxnadal 28. maí 1926, en ólst upp hjá móður sinni vestur í Skaga- fírði. Um tvítugt fluttist Keli til Akureyrar og fór þá að vinna hjá Kristjáni á BSA, fyrst við akstur leigubíla en síðan á viðgerðaverk- stæði hans. Kom þar fljótt í ljós hvílíkur völundur hann var í hönd- unum. Viðgerðir á vélum virtust honum meðfæddur eiginleiki. Nýttist það vel í starfi hans hjá slökkviliðinu, þar sem ætíð hafa verið til gömul tæki sem hafa þurft mikið viðhald og góða umönnun, en þar réðst Keli til starfa í ársbyrj- un 1953. Það ár voru menn fyrst ráðnir til brunavörslu á föstum vöktum og skyldu þeir vera bæj- arbúum til taks ef eldsvoða bæri að höndum. Auk þess áttu þeir að sjá um viðhald tækja stöðvarinnar. Ráðning þessara fyrstu brunavarða markaði tímamót í sögu Akureyrarbæjar og mikið var í húfi að þetta væru traustir menn, vinnusamir og ósérhlifnir. Alla þessa þætti hafði Keli til að bera. Enn var hann í hlutverki brautryðj- andans, þegar hann var gerður að varð- stjóra 1973. Kela var margt til lista lagt. Hann hafði mikla unun af veiðum, átti trilluhorn um nokkurra ára skeið og stundaði fiskveiðar sér til gamans. Hann var mjög fískinn og kom sjaldan fisklaus úr Iaxveið- um, var við þær sérstaklega þolin- móður og þrautseigur. Sumir vinnufélagar hans fengu sína fyrstu reynslu af sportveiðum und- ir hans leiðsögn. Þorkell Eggertsson giftist 21. júní 1949 sómakonunni Sigurlaugu Pálsdóttur úr Skagafírði. Það var Kela mikið áfall er Sigurlaug, sú ágætis- og dugnaðarkona, lést skyndilega 5. ágúst 1995 en þau hjón voru mjög samrýnd. Þorkell og Sigurlaug eignuðust fjögur böm Guðrúnu, Pál, Kristján og Lilju. Öll eru þau gift, þrjú búa á Akur- eyri, en eitt í Reykjavík. Með Þor- keli Eggertssyni er genginn traust- ur og heilsteyptur maður. Hann var skapríkur og sagði sínar skoð- anir umbúðalaust. Hann var bón- góður og vildi hvers manns vanda leysa. Stórt skarð er nú höggvið í hóp félaganna. Þar lifir nú minn- ingin ein, þakklát minning fyrir allar samverustundimar. En stærst er skarð íjölskyldunnar sem horfir á eftir ástríkum föður, tengdaföður, afa og langafa. Við starfsfélagarnir vottum þeim öllum okkar innilegustu samúð og biðjum algóðan guð að styrkja þau og blessa. Ó heyr mig Guð, mitt ákall er ef eldur verður laus. Að megi bæn mín þóknast þér og þjónsstarf er ég kaus. Ó, mætti ég lífi blessaðs bams til bjargar finna ráð, og einnig sérhvers eldri manns frá eldsins voða bráð. Og ger mér kleift að komast skjótt að kveikineistans stað, svo geti ég bálsins bugað þrótt og bælt og stöðvað það. Að vemda þannig bróðurbú frá bráðri hættu og neyð, skal ætíð vera skylda mín á skammri ævileið. En sé þinn vilji góði Guð að gisti ég brátt þinn fund. Ég bið konu og bömin mín að blessa alla stund. (Daníel Kristinsson.) Starfsmenn Slökkviliðs Akureyrar. mws fgs í stórum og rúmgóöum sýningarsal okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða. Hvergi meira úrval. Yfir 45 ára reynsla Verið velkomin til okkar, eða fáið myndalista. wm m HfM'iJÍiJdli SKEMMUVEGI 48, 200 KOP., SIMI: 557-6677/FAX: 557-8410 KRISTJÁN SIGURGEIRSSON + Kristján Sigur- geirsson fæddist í Súðavik 28. sept- ember 1918. Hann lést í Landspítalan- um 18. júní síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Sigurðardóttir, f. 5. júní 1892, d. 17. maí 1971, og Sigurgeir Auðunsson, f. 24. ágúst 1888, d. 24. maí 1924. Seinni maður Margrétar og stjúpfaðir Krislj- áns var Karl Þorláksson, f. 16. ágúst 1906, d. 5. apríl 1978. Krislján átti þijú alsystkini. Þau eru: Jóna, f. 21. mars 1917, Garð- ar, f. 8. maí 1922, og Sigríður, f. 12. ágúst 1924. Hann átti einn hálfbróður, Kjartan Gieir Karls- son, f. 30. apríl 1934. Hinn 1. nóvember 1941 kvænt- ist Kristján eftirlifandi konu sinni, Guðmundu Árnadóttur frá Bolungarvík. Foreldrar hennar voru Arni Sigurðsson, f. 1888, d. 1945, frá Bolungarvík og Sig- ríður Guðmundsdóttir, f. 1892, d. 1985, frá Brekku í Gilsfirði. Börn þeirra eru fjögur: 1) Árný, f. 16.3.1942, gift Helga Sigurðs- syni, eiga þau tvær dætur: Gunn- ur, f. 6.5, 1963, og Sigrún, f. 16.10. 1968. 2) Sigríður Gróa, f. 4.10. 1943 gift Helga Ingólfs- syni, eiga þau þijú börn: Krist- Hann elsku afí okkar er dáinn. Við sendum samúðarkveðjur yfir hafíð til ján, f. 20.6. 1962, Ólafía Margrét, f. 27.2.1965, og Ingólf- ur, f. 4.10. 1967. 3) Margrét Jóna, f. 24.8. 1954, gift Gísla Hermannssyni, eiga þau tvær dætur: Guðmunda Hrund, f. 30.1. 1978, og Kristín Gígja, f. 1.6. 1988. 4) Sigurgeir, f. 7.12.1964, sambýl- iskona hans er Ás- laug Geirsdóttir. Kristján átti 9 bamabarnabörn. Þegar faðir Kristjáns deyr árið 1924 fer Kristján til Helgu ömmu sinnar og Jóns Bjarnason- ar á Kambsnesi í Álftafirði. Hann var hjá móður sinni á veturna í skóla. Árið 1932 tekur Margrét, móðir Kristjáns, börnin til sín. Kristján fór ungur til sjós og var hann sjómaður mestan hluta starfsferils síns. Ásamt sjó- mennsku vann Kristján tíu sum- ur í Hvalstöðinni í Hvalfirði. Hann var til sjós allt frá tímum lítilla vélbáta til tíma stórra far- skipa. Að lokinni sjómennsku vann hann í Hampiðjunni um skeið og gerðist siðan starfsmað- ur við sundlaug Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti. Útför Kristjáns fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. ykkar allra. Elsku afí var meira en afi í huga okkar. Það fylgdi honum alltaf kærleikur, blíða og bros á vör. Afi var svo sérstaklega bamgóður. Við þökkum þér allar stundimar okk- ar með þér. Við þökkum þér fyrir að vera hjá okkur hér í Kaliforníu. Við þökkum þér fyrir gönguferðimar og löngu gönguna á ströndinni. Hjá afa leið öllum svo vel. Þótt afi væri orð- inn veikur var hann alltaf fyrstur til að spyija hvemig öðrum liði. Þolin- mæði afa var svo sérstök alla tíð. Ef einhver getur kennt litlu bami í leik og starfi að „þolinmæði þrautir vinnur allar“, þá var það afí okkar. Afí sýndi okkur llka hvemig vilja- styrkur hjálpar í lífsins þrautum. Við vissum alltaf, að það væri sama hvað bjátaði á, við myndum fá hlýju og styrk frá afa. Afí eldaði svo oft fyrir okkur og við þökkum honum fyrir bestu kjötsúpu í heimi. Veðrið, náttúr- an og sjórinn vom stór þáttur f hans lífí. Þegar við létum hann vita að við værum á leið til hans vissi afí alltaf allt um veðrið. Það var sama hvaða veður var þegar við komum, rigning eða rok, það var alltaf sól hjá afa. Nú er afí okkar farinn í hinstu ferðina sína og hann fer þegar allt er grænt og gróið og fallegi Islands- bláminn mun alltaf minna okkur á afa. Elsku afí nú förum við með bænina okkar fyrir þig: Vertu hér yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Shji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Kveðja frá Gísla. Kristin Gígja Gísladóttir Guðmunda Hrund Gísladóttir, San Jose, Kaliforníu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.