Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 36
.. 36 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Að hengja bakara fyrir smið Athugasemdir vegna skrifa um Borgarfjarðarbraut VEGNA mjög ein- hliða fréttaflutnings og leiðaraskrifa Morgun- blaðsins um lagningu Borgarfjarðarbrautar og búferlaflutning ábú- > enda á Stóra-Kroppi í Reykholtsdal, svo og yfirlýsingar þeirra, tel- ur undirritaður nauð- synlegt að gera eftirfar- andi athugasemdir: 1. Ákvörðun um vegstæði og lagningu þjóðbrauta, þ.m.t Borgarijarðarbrautar, er ekki í höndum um- hverfisráðherra, heldur Vegagerðar ríkisins, sem heyrir undir sam- gönguráðherra. Samkvæmt lögum og regium um mat á umhverfisáhrif- um er lagning nýrra vega háð slíku mati. Ákvörðun um hvort af fram- -r kvæmd verður, sem skipulagsstjóri eða eftir atvikum umhverfisráðherra, hefur fallist á, er hins vegar ekki þeirra heldur yfirmanna vegamála. Fjárveitingar til vegamála eru ákveðnar á Alþingi og skipt milli verka innan kjördæmis af viðkom- andi þingmönnum. 2. Á árinu 1995 voru að beiðni Vegagerðarinnar metin umhverfis- áhrif af lagningu Borgarflarðar- brautar frá Varmalæk í Andakíls- hreppi sunnan Hvítárbakkavegar að Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdals- hreppi. Þann 17. júlí 1995 féllst skipuiagsstjóri ríkisins með úrskurði á valkost Vegagerðarinnar, svokall- aða neðri leið, þar sem legu vegarins er breytt frá því sem nú er og fylgt vegstæði Stóra-Kroppsvegar frá Flókadalsá að Kleppjámsreykjum í stað þess að fylgja núverandi Borgar- fjarðarbraut upp Steðjabrekku að Kleppjámsreykjum. 3. Framangreindur úrskurður var kærður til umhverfísráðherra, sem að vel athuguðu máli staðfesti úr- skurð skipulagsstjóra með úrskurði, dagsettum 16. október 1995, og féllst því á beiðni Vegagerðarinnar um að svoköiluð neðri leið yrði farin og ætti að vera óþarfi að tíunda rök ráðherra v-fyrir þeirri niðurstöðu. Fyrirhugað vegstæði liggur að nokkru leyti um ræktað land á Stóra-Kroppi og hafa verið uppi skiptar skoðanir um meint áhrif þess á búskap á jörðinni. 4. Deilum um vegstæði Borgar- flarðarbrautar linnti þó ekki í Reyk- holtsdal við úrskurð ráðherra, en á þeim tæpu tveimur árum síðan hann var upp kveðinn hefur umrædd veg- arlagning ekki verið til umræðu í umhverfisráðuneytinu og ekkert er- indi um hana borist. í Morgunblaðinu hefur hins vegar komið fram að sam- gönguráðherra hafi á síðastliðnu ári faiið tveimur lögmönnum að skrifa skýrslu um ágreining Vegagerðarinnar, undir- stofnunar sinnar, og meirihluta hreppsnefnd- ar Reykholtsdalshrepps um vegstæðið. Að henni fenginni mun sam- gönguráðherra hafa fal- ið vegamálastjóra að endurmeta vegstæðið og hafi Vegagerðin lagt fram „sáttatillögu", „leið 3“, sem Hönnun hf. hafi unnið umhverf- ismat á, og nú hefur verið sent skipulags- stjóra ríkisins til lögskip- aðrar afgreiðslu. Sam- kvæmt upplýsingum undirritaðs mun skipu- lagsstjóri síðar í þessari viku lögum samkvæmt auglýsa tilkynningu Vegagerðarinnar um hina fyrirhug- uðu vegarlagningu og síðan úrskurða í málinu. Þann úrskurð má kæra til umhverfisráðherra. 5. Ábúandi Stóra-Kropps heldur því fram í viðtali við Morgunblaðið síðastliðinn laugardag að nú standi yfir mikill „pólitískur loddaraleikur" um fyrrgreinda „sáttatillögu" og að búið sé að ákveða lyktir málsins fyrir- fram, sem, vegna tengsla viðkom- andi við undirritaðan, verði þeim í vil, er helst hafa barist fyrir því að vegstæðið verði um svokallaða neðri leið, og breyti þá engu hver niður- staða skipulagsstjóra ríkisins verði. Því sé verið að „toga menn á asnaeyr- unum“ með því að láta fara fram vinnu við' umhverfismatið, sem vel að merkja Vegagerð ríkisins hefur beðið um en ekki umhverfisráðherra. Órökstuddar dylgjur af þessu tagi eru ómakiegar og ósæmandi. Þær eru ekki einungis lítilsvirðandi gagn- vart ráðherra, heldur einnig embætt- ismönnum umhverfisráðuneytisins og starfsfólki Skipulags ríkisins, sem fjalla mun um umhverfismatið og hugsanlega kæru á úrskurði skipu- lagsstjóra ríkisins, og áður hafa fjall- að um mat á umhverfisáhrifum vegna lagningar Borgarfjarðarbraut- ar. Undirrituðum þykir miður að ábúendur Stóra-Kropps skuli hafa lent í deilum við sveitunga sína í Reykholtsdal, sem eru annarrar skoðunar um vegstæði en þeir. Þær deilur eru hins vegar ekki að undir- lagi undirritaðs eða áeggjan og frá- biður hann sér þátttöku í þeim. Hug- leiðingar leiðarahöfundar Morgun- blaðsins um að ráðherra muni beita „flokkspólitísku valdi“ sínu í hugs- anlegu kærumáli eiga við engin rök að styðjast og eru blaðinu ósamboðn- ar. Umrædd sáttatillaga hefur ekki borist á borð umhverfisráðherra og er ekki til afgreiðslu í ráðuneytinu og því fráleitt að halda því fram að búið sé að ákveða niðurstöðu málsins Málið er hvorki á borð- um umhverfisráðherra né landbúnaðarráð- herra, segir Guðjón ---------------------- Olafur Jónsson, heldur Vegagerðar ríkisins og samgönguráðherra. fyrirfram og enn síður að til greina komi að beita „flokkspólitísku valdi“ gegn hagsmunum ábúenda Stóra- Kropps komi til þess að úrskurður skipulagsstjóra verði kærður til ráð- herra. 7. Undirritaður er aðstoðarmaður umhverfisráðherra, ráðinn á stjórn- málalegum forsendum og vinnur á þeim grundvelli. Hann sér ekki um afgreiðslur kærumála, hvorki að því er varðat' skipulags- og byggingar- mál né mat á umhverfisáhrifum. Um það íjalla embættismenn ráðuneytis- ins, sérfræðingar, sem sérstaklega eru til þess ráðnir og hafa til þess þekkingu og reynslu. Þeir gera til- lögu til ráðherra um afgreiðslu mála, en endanleg ákvörðun og ábyrgð er hans. Úrskurður um mat á um- hverfisáhrifum vegna lagningar Borgarljarðarbrautar hefur því ekki verið, er ekki og mun ekki verða á borðum undirritaðs í ráðuneytinu. 8. Að endingu er rétt vegna full- yrðinga leiðarahöfundar að ítreka að það var Vegagerð ríkisins, undir- stofnun samgönguráðherra, sem ætl- aði að leggja Borgarfjarðarbraut neðri leiðina, en ekki framsóknar- menn, hvorki umhverfisráðherra, þingmenn flokksins í Vesturlands- kjördæmi né forystumenn framsókn- armanna í héraðinu. Það verða yfir- menn vegamála, sem tnunu taka ákvörðun um hvort ráðist verður í þá framkvæmd, en ekki umhverfis- ráðherra, sem fallist hefur á hana á grundvelli laga um mat á umhverfis- áhrifum, eða aðrir forystumenn Framsóknarflokksins. Það eru enn- fremur þessi sömu yfirmenn vega- mála, sem beðið hafa um umhverfis- mat á „leið 3“ og munu, ef skipulags- yfirvöld fallast á þá framkvæmd, ákveða hvort til hennar kemur. Mál- ið er því hvorki á borðum umhverfis- ráðherra né landbúnaðarráðherra, heldur Vegagerðar ríkisins og sam- gönguráðherra, sem bera ábyrgð á fyrirhugaðri vegarlagningu og þeim áhrifum, sem hún kann að hafa, m.a. á búskap á Stóra-Kroppi í Reyk- holtsdal. Höfundur er aðstoðarmaður umh verfisráðherra. Guðjón Ólafur Jónsson Fjárfest til framtíðar NÚ ER þess minnst hér á landi að 60 ár eru frá stofnun elsta starfandi íslenska flugfélagsins. í stærstu atvinnugrein veraldar, ferðaþjón- ustu, eru samgöngur undirstaða þess að hún geti þróast. Fyrir eyþjóð eins og okkur íslendinga eru flug- samgöngur mikilvæg- ari en fyrir flestar aðr- ar þjóðir. Hröð þróun flugsamgangna á síð- ustu áratugum hefur í reynd lagt grunninn að uppbyggingu heill- ar atvinnugreinar hér á landi og auðveldað þróun annarra. Á þessu afmælisári flugsins hafa Flugleiðir kynnt stórfelid áform um gífurlegar fjárfestingar í þess- um undirstöðuþætti íslenskrar ferðaþjónustu. Ég er ekki viss um að allir hafi gert sér grein fyrir mikilvægi þessara áforma og satt best að segja velti ég því fyrir mér hvort almenningur og stjórnvöld hafi gert sér ljóst hvaða stærðir er verið að tala um. Hér er einka- fyrirtæki að tilkynna allt að fimm- tíu milljarða flárfestingu í íslenskri ferðaþjónustu á næsta áratug. Fjárfestingu sem skapað getur allt að 1.000 störf hjá viðkomandi fyr- irtæki og er þá ekki talað um margfeldisáhrif svo aukinna um- svifa. Auk þessara fjárfestinga í samgöngutækjum munu svo koma til viðbótar miklar fjárfestingar fyrirtækisins í öðrum grunnþáttum ferðaþjónustunnar, þ.m.t. fjárfest- ing í sölu- og markaðsmálum. í leiðara Morgunblaðsins 17. júní sl. er rætt um mikilvægi Kefla- víkui-flugvallar fyrir Flugleiðir og sagt að lykillinn að mögulegum vexti Flugleiða virðist m.a. felast í Keflavíkurflugvelli sem aðal- tengiflugvelli áætlunarkerfis Flug- leiða. En það er ekki aðeins að þessi tengimöguleiki sé lykillinn að mögulegum vexti Flugleiða. Þessi möguleiki og nýting hans er í reynd forsendan fyrir áframhald- andi þróun heilsársferðaþjónustu hér á landi. Um áramótin 1995 og 1996 gerði ég þetta tengikerfi og þróun þess að umtalsefni í áramótapistli í Mbl. og til að útskýra enn frekar mikilvægi tengistöðvar á Keflavík- urflugvelli læt ég hér fylgja hluta úr umræddum pistli: „Á þessu ári var þess minnst að 50 ár eru síðan reglubundið millilandaflug hófst milli íslands og annarra landa. Við njótum enn áræðni og framsýni frumheijanna í flugrekstri. Byggð með 265.000 íbúa fjarri öllu vega- og járnbrautakerfi stórra markaðssvæða virðist ekki við fyrstu sýn vera álitlegur staður til að byggja upp ferðaþjónustu. Ekki aðeins erum við fjarri markaðssvæðunum heldur er heimamark- aður lítill. Sú hug- mynd, og síðan sú framkvæmd, að hefa flug milli Evrópu og Bandaríkjanna með ísland sem tengistöð, var og er enn forsenda þess að við getum byggt hér upp ferðaþjónustu fyrir erlendan mark- Gjaldeyristekjur af er- iendum ferðamönnum, segir Magnús Odds- son, frá því er Leifsstöð var tekin í notkun, nálg- ast nú 100 milljarða. að allt árið. Hvers konar flugsam- göngur væru milii íslands og ann- arra landa ef eingöngu væri verið að sinna þörfum 265.000 manna byggðar fyrir samgöngur við um- heiminn? Hvaða byggð í heiminum með slíkan íbúafjölda hefur beint flug til 25 staða í Evrópu og Amer- íku? Hver væri tíðnin milli íslands og Bretlands, svo dæmi sé tekið, ef þessarar tengingar nyti ekki við? Daglegt flug allt árið gerir okkur kleift að vera með í sam- keppni um farþega, sem kjósa hvaða ferðalengd sem er hvenær sem er. Framtíð ferðaþjónustunnar hér á landi og þá ekki síst frekari möguleg dreifing erlendra gesta yfir allt árið á verulega undir því hvernig Flugleiðum tekst að þróa þetta tengikerfi enn frekar og á næsta ári munu möguleikarnir aukast enn með tilkomu nýrra ákvörðunarstaða í Evrópu og Ám- eríku. Það er auðvitað ekki einung- is ferðaþjónustan sem hefur notið þessa. Þróun þessa kerfis hefur skipt sköpum fyrir íslenskt við- skiptalíf almennt og útflutning. Matvælaframleiðendur, eins og við erum fyrst og fremst, eiga mikið undir því að vera samkeppnishæfir í að koma vöru sem oftast og sem ferskastri á markað. Hvernig ættum við möguleika á Magnús Oddsson Skattar og samfélagsþjónusta UNDANFARNAR vikur hafa meðlimir ungliðahreyfmgar Sálf- stæðisflokksins í nafni Heimdallar geyst fram á ritvöllinn og birt fjölda greina. Tilefnið er svo- kallaður skattadagur, , en þann dag kalla ungl- iðarnir þann dag, sem | þeir hafa reiknað út að sé fyrsti dagur ársins, sem „íslendingar vinna fyrir sig sjálfa“. Virðist það skilningur þessa fólks, að skattar séu ein- göngu orðnir til fyrir ríkið og komi þegnum ríkisins á engan hátt til Vs góða, að með skattgreiðslum séum við ekki að vinna fyrir okkur sjálf, heldur illa skilgreindan óvin, ríkið. Þó að málflutningur greinarhöfunda sé yfir- borðskenndur og vart svara verður, er þó nauðsynlegt að staldra við og íhuga innihald hans og þó miklu frem- ur það hugarfar, er býr að baki. I málflutningi þeirra bólar ekkert á því, að skattar kunni að gegna hlutverki í að fjármagna þá samfé- lagsþjónustu, sem byggð hefur verið á ís- landi undanfarna ára- tugi. Það er ekki ósenni- legt, að greinarhöfundar hafi notið menntunar í stofnunum þjóðfélags- Stefán J. Hreiðarsson Skattar, segir Stefán J. Hreiðarsson, eru fyrst og fremst til að tryggja ýmsa samfé- lagslega þjónustu. ins, sem eru fjármagnaðar með um- ræddum sköttum. Það er heldur ekki ósennilegt, að einhveijir ættingjar þeirra, ef ekki þeir sjálfir, hafi þurft á samfélagsþjónustu að halda, t.d. aðgerðum vegna hjartasjúkdóma eða meðferðar á krabbameini. Og það getur jafnvel hent þessa einstaklinga að eignast börn með alvarlega sjúk- dóma eða fötlun, sem kallar á aukin útgjöld samfélagsins. Ég þekki af reynslunni, að við slíkar aðstæður eru gerðar fullar kröfur til samfé- lagsins um hjálp og litlar áhyggjur hafðar af hugsanlegum áhrifum til hækkunar skatta. Væntanlega hafa þessir einstaklingar heldur ekki séð tilefni til að afþakka niðurgreidd leik- skólapláss fyrir börn sín og líklega aka þeir kinnroðalaust um gatna- kerfi landsins, á meðan þeir kvarta undan álögum á bifreiðar sínar. Ritari Heimdallar nefnir sína grein „Frí frá opinberri þjónustu". Vonandi haga örlögin því þannig, að greinar- höfundar fái sem lengst frí frá því að þurfa að nota ýmsa kostnaðarsama opinbera þjónustu á sviði heilbrigðis-, félags- og menntamála, þó að slíkt sé reyndar ólíklegt. Ef slíkt kemur hins vegar upp, ættu þeir að vera þakklátir fyrir þá samfélagsþjónustu, sem byggð hefur verið upp á íslandi og er fjármögnuð af sköttum okkar. Skattar er háir á íslandi í dag og margt má til betri vegar færa. Marg- ar ráðstafanir stjórnmálamanna við ráðstöfun sameiginlegra sjóða okkar orka verulega tvímælis, eins og Heimdellingar benda réttilega á. Slíkt má hins vegar ekki villa okkur sýn og beina augum okkar frá því, að skattar eru fyrst og fremst til að tryggja ýmsa samfélagslega þjón- ustu á sviði félags-, heilbrigðis- og menntamála, jafnframt því sem þeir eru nauðsynlegir til að mæta ýmsum sameiginlegum útgjöldum þjóðfé- lagsins. Það er mikilvægt að við skoðum á hveijum tíma hvernig við högum sameiginlegum útgjöldum okkar og hvernig við öflum fjár til þeirra. Einföldun félaga Heimdallar er ekki innlegg í vitræna umræðu um skattamál. Höfundur er barnalæknir og sérfræðingur í fötlunum barna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.