Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1997 URVERINU ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/JIM EMBÆTTISMENN funda. Fulltrúar utanríkisráðuneyta og sjávarútvegsráðuneyta íslands og Nor- egs funduðu um samskipti íslands og Noregs á sviði sjávarútvegs í Reykjavík í gær. Á myndinni eru Jóhann Sigurjónsson, sendiherra, Helgi Ágústsson, ráðuneytisstjóri i utanrikisráðuneytinu, Árni Kolbeinsson, starfsbróðir Helga í sjávarútvegsráðuneytinu, og Snorri Rúnar Pálmason, deildar- stjóri i sjávarútvegsráðuneytinu. Næst á myndinni eru Johan Williams og Erik Glenne, en þeir eru aðstoðarráðuneytissljórar sjávarútvegs- og utanríkismála í Noregi. Opinber rannsókn á mis- vísandi tölum Norðmanna um loðnuafla ákveðin Norskir og íslenzkir embættismenn vinna að bættum samskiptum þjóðanna á sviði sjávarútvegs ÁKVEÐIÐ hefur verið að fram fari opinber rannsókn á þeim mismun, sem fram hefur komið á aflamagni í tilkynntum tölum og lönduðum tölum hjá norskum loðnuskipum á síðustu vertíð. Um er að ræpa mis- mun upp á um 25.000 tonn. Ákvörð- un þessi var tekin á fundi norskra og íslenzkra embættismanna í Reykjavík í gær, en tímasetning rannsóknarinnar hefur ekki verið ákveðin. Á fundinum ríkti gott and- rúmsloft og töldu fulltrúar beggja landanna fundinn hafa verið góðan þátt í því að bæta á ný samskipti þjóðanna á sviði sjávarútvegs. „Við höfum farið yfir velflest eða öll ágreiningsatriði okkar á sviði sjávarútvegs," segir Helgi Ágústs- son, ráðuneytisstjóri utanríkisráðu- neytisins, í samtali við Morgunblað- ið. „Eiður Guðnason, sendiherra íslands í Ósló, afhenti norska utan- ríkisráðuneytinu í gær orðsendingu frá íslenzkum stjórnvöldum. Þar voru sett fram þau sjónarmið, sem við viljum helzt koma að. Þau varða töku nótaskipsins Sigurðar, þau varða orð og anda Jan Mayen-sam- komulagsins og síðustu loðnuvertíð og veiðar norskra skipa innan lög- sögu íslands í fyrra. Vonbrigði með ósveigjanleika Að auki ræddum við um stöðuna í Smugunni og tilraunir fslendinga til að ná samningum við Norðmenn á undanfömum mánuðum og reynd- ar árum. Þar var lýst vonbrigðum okkar með þann óveigjanleika Norð- manna, sem hefur komið fram í samskiptum landanna á þessu sviði. Þerney fær viðurkenningu PÁLL Pétursson, framkvæmda- stjóri gæðamála Coldwater, af- henti fyrir skömmu áhöfn Þern- eyjar RE, eins af frystitogurum Granda hf., viðurkenningarskjöld Coldwater, fyrir framúrskarandi framleiðslu fyrir Bandarikja- markað á síðasta ári. Athöfnin fór fram í matsal Norðurgarðs. Á myndinni má sjá Þórð Magnússon, skipsljóra á Þerney, taka við skildinum fyrir hönd áhafnarinn- ar úr hendi Páls Péturssonar. Þessi fundur var góður til að skýra málin. Ég er ekki í nokkrum vafa um að norsk stjómvöld skilja nú mun betur þau sjónarmið, sem íslenzkir ráðherrar og stjórnvöld hafa sett fram á undanförnum dög- um og mánuðum. Þetta var að því leyti til góður fundur til að skýra málin af fullri hreinskilni og til hvers við ætlumst af Norðmönnum í samskiptum okkar á þessu sviði." Vonandi upphaf betri samskipta Má búast við betri samskiptum á milli landanna í framtíðinni? „Það er ljóst að hagsmunir ís- lendinga og Norðmanna og reyndar fleiri þjóða við Norður-Atlantshaf fara mjög saman, þegar kemur að sjávarútvegi. Ég held að þessi fund- ur sé byijunin á frekari viðræðum okkar á milli til að bæta þessi sam- skipti frá því sem verið hefur. Þau hafa farið versnandi og vonandi er fundurinn upphaf nýrri og betri samskipta milli íslands og Noregs." Ekki fyrirsjáanlegt að reglugerð verði breytt Verður reglugerðinni um loðnu- veiðar í sumar eitthvað breytt í kjöl- far fundarins? „Það var rætt um reglugerðina. Ákveðnar óskir komu frá Norð- mönnum um betri aðgang norskra skipa að veiðunum en verið hefur. Norðmönnum voru engin loforð gefin um breytingar. Að mínu mati er ekki fyrirsjáanlegt að reglugerð- inni verði breytt, en það er ís- lenzkra stjórnvalda að taka ákvörð- un um,“ segir Helgi Ágústsson. Góður fundurog gagnlegar viðræður „Þetta var mjög góður fundur, haldinn í góðu andrúmslofti. Auk þess höfum við skipzt á upplýsing- um og skoðunum, sem er nauðsyn- legt fyrir báða málsaðila," sagði Eril Glenne, aðstoðarráðuneytis- stjóri í norska utanríkisráðuneytinu. „Við höfum átt mjög gagnlegar við- ræður um samskipti Islands og Noregs á sviði sjávarútvegs og ætl- unin er að halda áfram á þeirri leið. Markmiðið er að ná sem beztri sam- vinnu við íslendinga á sviði fisk- veiða í Norður-Atlantshafí og við erum að reyna að yfirstíga þá erfið- leika, sem nú hafa komið upp.“ Reglugerðin sambærileg þeirri norsku Hvaða athugasemdir hafa norsk stjórnvöld að gera við reglugerð um loðnuveiðar erlendra skipa innan lögsögu fslands? „í öllum aðalatriðum er íslenzka reglugerðin sambærileg þeirri, sem gildir um sams konar veiðar innan lögsögu Noregs. Við höfum því ekki deilt um þessa reglugerð í dag. Markmiðið með fundinum var að þjóðimar hvor um sig skýrðu afstöðu sína og það höfum við gert.“ Áttu von á samkomulagi um veiðar íslendinga í Smugunni í ár? „Við ræddum veiðamar í Smug- unni ekki á þessum fundi og vegna takmarkaðs kunnugleika á því máli, vil ég ekkert um það segja,“ segir Erik Glenne. Bossi fyrir rétt vegna meiðyrða Mílanó. Reuter. DÓMARI í Mflanó úrkurð- aði í gær að Umberto Bossi, leiðtogi hins aðskilnaðar- sinnaða Norðursambands, bæri að mæta fyrir rétti fyrir að hafa borið Oscar Luigi Scalfaro, forseta landsins, saman við Raspút- ín. Dómarinn ákvað að rétt- arhöldin skyldu hefjast 17 Umberto Bossi marz á næsta ári, þar sem Bossi ber að svara fyrir ákæm um að hafa móðgað þjóðhöfð- ingjann. Bossi lét hin móðgandi ummæli falla í viðtali í dag- blaðinu Corriere della Sera fyrir fjórum ámm. Þar bar hann hinn strangtrúaða Scalfaro saman við munkinn dularfulla, sem hafði mikil áhrif á síðustu rússnesku keisaraynjuna, eiginkonu Nikulásar II. Leiðtogafundur JapansogESB RYUTARO Hashimoto, forsætis- ráðherra Japans, hlýðir á þjóð- söng lands síns ásamt Wim Kok, forsætisráðherra Hollands, fyrir utan hollenzka þinghúsið í Haag í gær. Ráðherramir sátu í gær sameiginlegan samráðs- og leið- togafund Evrópusambandsins, ESB, og Japans, en þetta var sjötta árið í röð sem slíkur fund- ur var haldinn. Að fundinum loknum lýsti Jacques Santer, forseti fram- kvæmdastjórnar ESB, yfir mik- illi ánægju með hvernig til tókst. „Við emm í sterku pólitísku bandaiagi, sem er sífellt að efl- ast,“ sagði hann. Umræðuefni fundarins snerust um hið verðandi Efnahags- og myntbandalag Evrópu, EMU, um viðskiptaafgang Japana í við- skiptum við Evrópu, og allt til þróunarmála í Afríku og ástands- Reuter ins í Kambódíu. Spá Eurostat um mannfjöldaþróun Þverrandi vægi Evrópu Brussel. Reuter. EVRÓPUSAMBANDIÐ, ESB, er með hinum 15 aðildarþjóðum sín- um og 373 millj- ónum íbúa ekki þungamiðja al- heimsins. Þetta staðfesti fram- kvæmdasljóm sambandsins í gær með útgáfu nýrrar skýrslu undir titlinum „Handan hins fyrir- sjáanlega: Lýðfræðilegar breyting- ar í ESB til 2050.“ „Árið 1950 voru íbúar ESB um 12% af íbúafjölda heimsins. Um þessar mundir er þetta hlutfall um 7% og (...) árið 2050 er útlit fyrir að það verði komið niður í um 3%,“. sagði talsmaður fram- kvæmdastjórnarinnar, Joao Vale de Almeida, á blaðamannafundi í Brussel í gær, þar sem fram fór kynning á nýju riti Eurostat, hag- stofu ESB, með upplýsingum og spám um þróun mannfjölda í Evr- ópusambandinu, aldursskiptingu íbúanna og fleira þessu tengdu fram til ársins 2050. Hlutfall Evrópubúa af jarðarbú- um fer síminnkandi. Við upphaf ársins 1996 voru sex Kínveijar og fímm Indveijar á hveija tvo íbúa ESB. Útlit er fyrir að þessi þróun haldi áfram á næstu áratugum. Fæðingarhlutfall hefur aldrei verið lægra en nú í sögu Evrópu - meðaltalið í ESB-löndunum 15 er 1,45 börn á konu. Ef ekki verður róttæk breyting á þessu og fjöldi innflytjenda eykst ekki þeim mun meira frá því sem búizt er við (það er reiknað með a.m.k. 400.000 nýjum innflytj- endum á ári) er útlit fyrir að íbúafjöldinn í löndum ESB verði árið 2050 kominn niður í sömu tölu og árið 1950, eða 303 milljónir. 40% íbúa yfir ellimörkum Eurostat spáir því ennfremur í skýrslunni að árið 2050 verði hlut- fall íbúa yfír ellimörkum verða kominn upp í 40% af heildaríbúa- fjölda Evrópu, og að þriðjungur þessa hóps verði yfir áttrætt. Á sama tíma mun fjöldi fólks undir tvítugu minnka úr 90 milljónum samtals í um 52 milljónir. Utlit er fyrir að hlutfall vinnandi fólks muni minnka að sama skapi snemma á næstu öld. En fyrir þá Evrópumenn sem eru áhyggjufullir yfir þverrandi vægi Evrópu í heiminum, ef svo heldur fram sem horfir, býður skýrsla Eurostat upp á lítils háttar sárabætur. Evrópsk börn sem fæð- ast árið 2050 gætu átt von á því að eiga um 20 ára lengri ævi en þau sem fæddust snemma á tutt- ugustu öld. Og þrátt fyrir allt eru Evrópubúar enn fyölmennari en Norður-Ameríkumenn. EVROPA^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.