Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 26. JUNÍ Í997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Gvlfa .Traustasvni.TiteeröíOnnlhhrsSUóiis ÁR. hótaö véíöUeyfissyiptingu: SVONA engan æsing góði. Þetta er nú bara norska aðferðin. júnítilboð "PPSBP - kjami málsins! Mótmælti förgun kjarnorku- vopna GUÐMUNDUR Bjamason, um- hverfisráðherra, átti á þriðjudag fund með Marianne Jensen, um- hverfísráðherra í grænlensku heima- stjórninni vegna frétta um hugsan- lega förgun kjarnorkuvopna á græn- lensku landsvæði. Fundurinn fór fram í New York þar sem ráðherr- arnir sátu fund Allsheijarþings Sam- einuðu þjóðanna um umhverfísmál og sjálfbæra þróun. í frétt frá umhverfisráðuneytinu segir: „Marianne Jensen sagði málið ekki hafa verið rætt innan dönsku heimastjórnarinnar og að hún hefði því lítið um það að segja. Hún hefði ekki haft tök á því að ræða málið við Lars Emil Johansen, formann grænlensku heimastjómarinnar og hún liti svo að ekki væri um að ræða formlegt tilboð grænlensku heimastjórnarinnar um að taka að sér förgun kjarnorkuvopna á græn- lensku landsvæði. Guðmundur Bjarnason, umhverf- isráðherra, gerði Marianne Jensen grein fyrir þeim sjónarmiðum ís- lands að öllum geislavirkum úrgangi beri að koma fyrir með ömggum hætti í því landi þar sem hann verð- ur til. Ríkisstjóm íslands myndi því mótmæla kröftuglega öllum hugsan- Iegum áformum um að farga geisla- virkurn efnum af þessu tagi á Græn- landi. íslensk stjómvöld myndu líta á allar slíkar fyrirætlanir sem alvar- lega ógnun við umhverfísvemd á Norðurslóðum sem væri íslending- um mikið kappsmál. Minnti um- hverfisráðherra ráðherra græn- lensku heimastjómarinnar í því sam- bandi á hörð viðbrögð íslenskra stjórnvalda fyrr og síðar við öllum áformum breskra stjómvalda um að auka losun geislavirkra efna í sjó frá endurvinnslustöðvunum í Doun- reay og Sellafield. Einnig minnti umhverfísráðherra á nýlega samþykkta yfírlýsingu umhverfísráðherra ríkja á norður- heimskautssvæðinu í Alta í Noregi hinn 14. júní sl. þar sem samþykkt var að herða aðgerðir til varnar frek- ari gegn mengun á Norðurslóðum." Náttúrurannsóknarstöðin á Mývatni Ottast dauða rauðhöfða- unga í sumar Árni Einarsson rni Einarsson segir að Náttúrurann- sóknarstöðin við Mývatn sé stofnun sem heyri undir umhverfís- ráðuneytið og hlutverk hennar sé að fylgjast með framvindu lífríkisins á svæðinu og að standa fyr- ir rannsóknum sem geti varpað ljósi á alla þætti þessa lífríkis. „Við fylgj- um eftir allri fæðukeðj- unni frá fuglum og fiskum niður í flugur og krabba- dýr. Við köfum eins djúpt og við getum ef þannig mætti að orði komast, þ.e.a.s. við reynum einnig að fylgjast með hvað er að gerast hjá þörungum og öðrum vatnagróðri," segir Árni. En tilefni þess að slegið var á þráðinn til Árna var hið slæma vor og hvort það hafí leikið fuglalífið illa. „í fljótu bragði verð ég að segja að þetta virðist ekki hafa haft nein úrslitaáhrif á framgang varpsins. Ég hef ekki beinlínis fylgst með andavarpinu sjálfur, en margir í sveitinni ganga í vörp- in og fólkið segir mér að dálítið hafí verið um að frosið hafí undir kollunum eins og kallað er, en mér skilst að það sé þegar jörð frýs á meðan kollan er að verpa, en þá liggur hún ekki á. Hún leggst ekki á fyrr en hún er full- orpin og eggin geta því skemmst vegna þessa. En þó aðeins hafi borið á þessu segir fólkið að ástandið sé svipað og áður.“ Hafa svona kuldar þá ekki áhrif á varp? „Það eru einhver hret flest vor. Eitt það kaldasta á öldinni var 1979 þegar það kom ekkert vor að heitið gæti og varla nokkurt sumar. Þetta líkist svolítið árinu 1979 núna, en þá var lífríkið samt í góðu lagi, mikið mý, eðlilegt varp o.s.frv. Áðeins einu sinni man ég eftir því að veður hafí farið illa með varp. Það var um Jónsmessuleytið 1992. Þá kom hret, síðan annað tveimur eða þremur dögum seinna. Þessum hretum fylgdi mikil úrkoma og á þessum tíma voru margar endur langt komnar í útungun. Það gengur hratt á fítuforða og þar með þrek fugla við álegu og kollurnar voru því orðnar linar og þoldu illa veðrið. Þetta olli því að geysimikið af öndum afrækti hreiður sín. Sumarið 1989 var einnig minn- isstætt fyrir það að mikilvæg fæða húsandar brást með þeim afleið- ingum að við vissum aðeins um tvo unga sem komust á legg.“ Er þá lífríkið ígóðum farvegi þrátt fyrir kuldatíð, rétt eins og 1979? „Ekki er það nú al- veg. Núna er að gerast nokkuð sem á sér nokk- um aðdraganda. Við fundum fýrir því í fyrra að litla toppflugan var á undan- haldi. Þetta er tegund sem við höfum miðað við 10. júní og skipt- ir sköpum fýrir unga sem eru að koma í heiminn á sama tíma, s.s. rauðhöfðaunga. Þessi flugnastofn virðist nú vera hruninn og það er fyrirsjáanlegur mikill ungadauði. Það er mikið bitmý núna og það bjargar einhveiju, en þegar litlu toppfluguna vantar þá vantar mikinn fæðumassa. ► Árni Einarsson er fæddur í Reykjavík 2. janúar 1954. Hann varð stúdent við MR1973 og lauk BS námi í líffræði við HI1976. Áratug seinna, árið 1986 lauk hann doktorsnámi í vistfræði frá Háskólanum i Aberdeen í Skotlandi. Árið 1985 hóf hann rannsóknarstörf við Náttúrurannsóknarstöðina við Mývatn og hefur starfað þar síðan. Hann hefur verið forstöðumaður stofunnar síð- ustu árin. Eiginkona Árna er Sigrún Jónsson háskólanemi og húsmóðir og fjögur börn þeirra eru Sigríður Ásta 23 ára, Steingrímur tvítugur, Ein- ar Baldvin 12 ára og Emil 6 ára. Það er sama hvort um er að ræða unga sem eru að vaxa eða kollur sem eru að framleiða egg, það þarf prótein sem fæst ekki nema úr kjötmeti og það fá fugl- arnir úr flugunni. En hvers vegna stofn litlu toppflugunnar hrynur vitum við ekki nákvæmlega. Það getur tengst veðri en það er ekki einhlít skýring, sbr. að hrunið var byijað í góðri tíð í fyrra.“ Misferst ekki varp vegna flóða sem tengjast veðursveiflum á vor- in og, ef það gerist, hvaða mögu- leika hafa fuglar á að verpa aftur? „Að varp misfarist á þann hátt þekki ég ekki á Mývatnssvæðinu, en slíkt gerist oft, t.d. í Svarfað- ardal þar sem við teljum fugla og rannsökum flugnastofna. Flestar endur og flestir fuglar aðrir geta orpið aftur, en tímasetningin skiptir sköpum. Fuglar eins og t.d. álftir og gæsir geta lent í vondum málum. Þeir fuglar þurfa allt sumarið til að koma ungum sínum upp og ef varp þeirra dregst eitthvað að ráði er málið einfaldlega að ungarnir verða ekki fleygir þegar yfírgefa þarf landið. Tímasetningin ræð- ur sem sagt. Fuglar eru fítulitlir á vorin, staðfuglar eftir veturinn og farfuglar eftir strangt farflug. Þeir treysta á ákveðna fæðuuppsprettu til að braggast og framleiða egg á sama hátt og ungamir þurfa vissa fæðu til að lifa af. Oftast miðast þetta við einhver skordýr sem fylgja óskráðum dagatölum náttúrunn- ar. Ef fuglar missa af þessu er eins og þeir skynji að tíminn sé genginn þeim úr greipum.“ Vítaðtil að veður hafi einu sinni spillt varpi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.