Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Fjallkirkjan BOKMENNTIR Skáldsaga Fjallkirkjan eftir Gunnar Gunnarsson. Halldór Laxness íslenskaði. Gunnar yngri Gunnarsson myndskreytti söguna. Mál og menning 1997.866 bls. ÞAÐ er gleðilegt að nú skuli Fjallkirkjan eftir Gunnar Gunnars- son (1889-1975) aftur fáanleg í þýðingu Hall- dórs Laxness. Eins og flestum er kunnugt kom bókin fyrst út á dönsku í fimm hlutum á árunum 1923 til 1928. Halldór Laxness þýddi svo verkið á ís- lensku á árunum 1939 til 1943. Sagan kom þá út í þremur hlutum og ritaði Gunnar eftir- mála við hvern þeirra þar sem hann sagði meðal annars frá tilurð verksins. Þessi útgáfa kom út aftur árið 1951 og hafði Halldór þá jrfirfarið þýðingu sína og gert á henni nokkrar breytingar sem einkum miða að því að fylgja orðalagi frumtextans nákvæmleg- ar. Á árunum 1964 og 1967 var verkið endurútgefíð á dönsku og sænsku, endurskoðað og stytt af höfundi. Breytingamar sem þar eru gerðar eru að miklu leyti þær sömu og Gunnar gerði síðan á sögunni þegar hann þýddi hana sjálfur á íslensku á síðari hluta sjöunda ára- tugarins og fyrstu árum þess átt- unda. Þýðing Gunnars á Fjallkirkj- unni kom út í heild árið 1973, „stytt og endursamin", eins og skáldið tók til orða. Voru mjög skiptar skoðan- ir á þessari þýðingu. Fjallkirkjan hefur æði sérstæða stöðu í höfundarverki Gunnars Gunnarssonar. Þótt hún sé án nokk- urs vafa höfuðverk hans - og um leið eitt af höfuðverkum norrænna nútímabókmennta - þá er hún eins konar millispil á höfundarferli hans og að mörgu leyti sér um efni. Með Fjallkirkjunni nær skáldskapur Gunnars hins vegar hámarki og er hún í þeim skilningi vendipunktur í list hans. Sagan er ævisöguleg, þótt skáld- ið hafi alltaf viljað segja að hún væri fyrst og fremst skáldskapur, og sker sig að því leyti úr í höfund- arverki Gunnars. í henni er ekki glímt við stórar tilvistarlegar, hug- myndalegar eða sið- ferðilegar spurningar eins og í öðrum verk- um Gunnars heldur rakin uppvaxtarsaga drengs, Ugga Greips- sonar, sem elst upp í stöðnuðu bændasam- félagi Austurlands um síðustu aldamót og fiyst ungur til Dan- merkur til að láta skáldadrauma sína rætast. Líta má á söguna sem leit Gunnars að forsendum og ástæð- um skáldskapar síns, þannig er hún á vissan hátt innhverfari en aðrar bækur hans sem eins og áður sagði fást iðulega við almennari og víðtækari spurningar. Gunnari hlotnaðist frægð í Dan- mörku með Sögu Borgarættarinnar sem kom út á árunum 1912 til 1914. Þetta var óvenju magnað byijanda- verk en ekki mjög nýstárlegt, fýlgdi evrópskum síðrómantískum straum- um í sagnagerð. Nokkrar næstu sögur hans vöktu einnig stormandi lukku og voru jafn- framt djörf og háskaleg glíma við stríðstímana. Þessar sögur hafa ver- ið kallaðar tilvistarlegar og sagðar lýsa átökum mannsins við lífíð og leit hans að merkingu og tilgangi í heimi ringulreiðar og óvissu en þær eru Ströndin (1915), Vargur í véum (1916) og Sælireru einfaldir (1920). Á öðrum áratugnum hefur Gunn- ar líka að skrifa sagnaflokk um sögu íslands sem hann kallaði Landnám en fyrsta bókin í honum var Fóst- bræður (1918). Gunnar heldur áfram með þennan flokk fljótlega eftir að hann lauk við Fjallkirkjuna en í lok þriðja áratugarins og upp- hafí þess fjórða komu út þær bækur sem ásamt henni teljast til bestu verka hans, svo sem Svartfugl (1929) og Vikivaki (1932). Gunnar byijaði á öðrum sagna- flokki á þessum árum sem hann kallaði Urðarijötur og fjallaði um líf þjóðarinnar í landinu. Bækur sem telja má með vissu til þessa flokks urðu einungis tvær, Heiðaharmur (1940) og Sálumessa (1952). Gunnar skrifaði auk skáldsagn- anna nokkur smásagnasöfn, leikrit og þijár ljóðabækur sem voru það fyrsta sem hann sendi frá sér. Einn- ig var hann afkastamikill ritgerða- og greinahöfundur en í þeim var honum fátt óviðkomandi. Síðasta bók Gunnars var Brimhenda. Hún var skrifuð á íslensku og kom út árið 1954. Þessi útgáfa af Fjallkirkjunni er myndskreytt af Gunnari yngri Gunn- arssyni. Flestar myndirnar birtust fyrst í áðumefndum dönskum og sænskum endurútgáfum á sögunni en sumar þeirra birtast nú á bók í fyrsta sinn. Það hefði verið skemmtilegt að birta í þessari bók fyrmefnda eftir- mála Gunnars við þessa þýðingu Halldórs á sögunni. Þar var ýmislegt sem varpaði ljósi á tilurðarsögu verksins og afstöðu skáldsins til þess. Að lokum skal þess aðeins óskað að áframhald verði á þessari útgáfu Máls og menningar á Gunnari Gunn- arssyni því eins og áður sagði eru þessar eldri þýðingar á verkum hans vandfundnar. Þröstur Helgason Gunnar Gunnarsson Myndlistarsýning í til- efni afmælis Egilsstaða Englar í dómkirkju NÚ stendur yfír englasýning í for- kirkju dómkirkjunnar að Hólum í Hjaltadal. Á sýningunni eru þijátíu og tveir leikfangaenglar úr smiðju Stubbs á Laugalandi í Eyjafirði, skreyttir af jafnmörgum myndlistar- mönnum. Þetta er í þriðja sinn sem sýning- in er sett upp. Áður hefur hún verið í Deiglunni, Akureyri og í Dómkirkj- unni í Reykjavík. Sýningin er tileink- uð baminu sem lifir í okkur öllum, segir í kynningu. Henni er ætlað að vekja fólk til umhugsuanr um mikil- vægi friðar og gagnkvæmrar virð- ingar milli þjóða. Sýningin er opin alla daga frá kl. 9-18 og stendur út ágústmánuð. -----♦ ♦ ♦ Nýtttímarit um menningu NÝTT ársfjórðungslegt tímarit hefur göngu sína 4. júlí að nafni Fjölnir. útgefendur segja í tilkynningu að tímaritið muni eiga efnisþætti sam- eiginlega með samnefndu tímariti sem gefið var út á síðustu öld, þ.e. menning, listir og þjóðfélagsmál. Fjölnir er gefínn út af Bókaforlag- inu Dægradvöl í samvinnu við ís- lensku Kvikmyndasamsteypuna, Mokka-kaffí/Sjónarhól og Toyota. Ritið verður um 80 til 100 blaðsíður í stóru broti, rétt aðeins minna um sig en dagblað. Blaðið verður selt á 850 krónur í lausasölu en árgjald áskrifenda verður 3.000 krónur. Ár- gjald fyrir 1997 vrður 2.300 krónur. Egilsstöðum. Morgunblaðið. í TILEFNI af 50 ára afmæli Egils- staðabæjar hefur Myndlistarfélag Fljótsdalshéraðs sett upp allviða- mikla myndlistarsýningu í Grunn- skólanum á Egilsstöðum. Hafa því 6 kennslustofur skólans fengið veigamikið hlutverk í sumar, því sýning þessi mun standa til 10. ágúst. Við byijum í stofu 11 þar sem hanga á veggjum málverk eftir ekki minni meistara en Örlyg Sigurðsson, Steinþór Eiríksson, Gunnar Gunnarsson, Jóhannes S. Kjarval og Ásgrím Jónsson. Mál- verkin eru í eigu Listasafns Islands og nokkurra Austfirðinga. í stofum 12 og 17 má sjá mynd- ir félaga úr Myndlistarfélagi Fljótsdalshéraðs. Félagar eru alls 27 og þar af sýna 18 þeirra verk á þessari sýningu. Eru hér myndir unnar með olíu, vatnslitum, akryl, blandaðri tækni, úr stáli og kakt- us, rekaviði og birki. Stofu 14 er sá sómi sýndur að geyma 34 verk nemenda úr Egilsstaðaskóla. Gest- ir sýningarinnar hafa fengið stofu 15 fyrir sig. Það eru þau Gréta Ósk Sigurðardóttir, Karl Vil- hjálmsson, Guðný G.H. Marínós- dóttir og Ingiberg Magnússon. All- ir þessir gestir eiga það sameigin- legt að vera tengdir Egilsstöðum og Héraði á einn eða annan hátt. Tveir færeyskir listamenn hafa fengið til ráðstöfunar stofu 16. Það eru þeir Jóhannes Símunarson Hansen og Karstín Olgar Lam- hauge. Eru þeir hér í boði Egils- staðabæjar. Jóhannes er bæjar- listamaður Runavíkur, en Runavík er vinabær Egilsstaðabæjar í Fær- eyjum. Hann er sjálflærður lista- maður og hefur haldið fjölda sýn- inga bæði í Færeyjum og í Dan- mörku. Karstín Olgar Lamhauge stundaði nám við Myndlista- og handíðasköla íslands frá 1992 þar til í vor. Hann hefur einnig tekið þátt í nokkrum samsýningum áður. Á gangi skólans eru einnig tvö listaverk. Eru þau eftir Ingiberg Magnússon og Björn Kristleifsson. Eins og áður er tekið fram stendur þessi frábæra sýning, sem enginn ætti að láta framhjá sér fara, til 10. ágúst og er opin dag- lega frá kl. 14 til 22. Formaður Myndlistarfélags Fljótsdalshéraðs er Björn Kristleifsson arkitekt. Morgunblaðið/Ragnheiður Kristjánsdóttir BJÖRN Kristleifsson, Sigrún Einarsdóttir myndlistarmaður og Karsten Olgar Lamhauge myndlistarmaður. Norræna húsið Fyrirlestur um handritin í OPNU húsi í Norræna húsinu verður fyrirlestur fímmtudag- inn 26. júní kl. 20.00, en sum- ardagskrá hússins byijaði 19. júní. Dagskráin er einkum ætluð ferðamönnum frá Norð- urlöndum og eru fyrirlestram- ir fluttir á einhveiju Norður- landamáli, en að sjálfsögðu eru allir velkomnir að koma og hlusta á fróðlegan fyrirlestur. í fyrirlestrinum á fímmtu- dag ætlar Sigurgeir Stein- grímsson, cand. mag. og sér- fræðingur hjá Stofnun Árna Magnússonar á íslandi, að segja frá Árna Magnússyni og handritasöfnun hans. Sigur- geir mælir á sænsku. Á eftir kaffihléi verður sýnd kvikmynd um ísland sem heit- ir Island rundt og er hún með dönsku tali. Aðgangur er ókeypis. Kaffistofa Norræna hússins er opin til kl. 22 á fimmtudags- kvöldum og býður hún upp á íslenska sérrétti. Fimmtudaginn 3. júlí heldur Hrafnhildur Schram listfræð- ingur fyrirlestur og talar um myndlist á íslandi og fjallar einkum um landslagsmálverk frá 1900-1945. I sýningarsölum í kjallara stendur yfir sýningin Sögn í sjón og þar eru til sýnis mynd- lýsingar í íslenskum forn- ritaútgáfum á 20. öld, sem helstu listamenn þjóðarinnar hafa gert. Einnig er sýning á grafíkverkum eftir danska listamanninn Lars Munthe og sækir hann myndefni sitt m.a. til handritanna. Sýningin er opin daglega kl. 13-19. Skyndisýning á Lauga- vegi 20 SKYNDISÝNINGIN „Art Take Away“ er á Laugavegi 20. Þar sýna listamennirnir Ásdís Kalmann, Ingimar Waage, Jóhann Torfason, Karl Jóhann Jónsson og Sig- ríður Ólafsdóttir olíumálverk. Einnig sýnir Birna Matthías- dóttir grafíkmyndir, Bryn- hildur Olgeirsdóttir stein- skúlptúra, Catherine Dodd gull- og silfurskartgripi, Frey- dís Kristjánsdóttir vatnslita- myndir, Guðrún Bryndís Karlsdóttir lampa úr pappír og Jónas Bragi Jónasson gler- verk. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18 og síðasti sýn- ingardagur er mánudaginn 30. júní. Flóka- sýningum að ljúka SÝNINGUNUM Flóka án takmarka, sex lönd - tíu raddir og Flókaflíkur Bjargar Fjetursdótturer, Sverrissal, sem hafa verið undanfarið í Hafnarborg, menningar-og listastofnun Hafnarfjarðar, fer nú senn að ljúka og er þetta síðasta sýningarhelgi. Sýningarsalir eru opnir frá kl. 12-18 alla daga nema þriðjudaga, til 30. júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.