Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 33
32 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1997 33 Jltargitiifrlafrtfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÁTAKÍ TÓB AKS V ÖRNUM TÓBAKSFRAMLEIÐENDUR í Bandaríkjunum hafa fallizt á að borga um 370 milljarða dala í sérstakan sjóð, sem greiða á úr skaðabætur vegna heilsutjóns af völdum reyk- inga. Þeir viðurkenna og að tóbak sé vanabindandi og fallast á að hlíta ströngum reglum um framleiðslu og markaðssetn- ingu. Þá vekur það athygli að Matvæla- og lyfjaeftiriitið í Bandaríkjunum (FDA) fær vaid til að ákveða í reglugerð, hve mikið nikótín má vera í tóbaki. Á móti fá framleiðendur tryggingu fyrir því að ekki komi til málssóknar á hendur þeim vegna veikinda, sem rekja má til reykinga. í framhaldi af þessum tíðindum hefur landlæknir sett fram tilmæli um að heilbrigðisyfirvöld hér á landi kanni, hvort gera megi kröfu á hendur erlendum tóbaksframleiðendum vegna kostnaðar, sem leiðir af tóbakstengdum sjúkdómum hér á landi. Það er og skoðun landlæknis að verja eigi öllum sköttum af tóbaksvörum til forvarna, ekki sízt í aðgerðir til að forða börnum og unglingum frá því að ánetjast tóbaki. Heilsuþenkjandi fólk fagnar þeirri þróun tóbaksvarna sem orðin er í Bandaríkjunum. Staða íslenzka ríkisins er á hinn bógin nokkuð sérstök, þar sem það hefur lengi verið eini heildsali tóbaksvöru í landinu. Tekjur þess af tóbakssölu námu um þremur milljörðum króna á síðasta ári. Framlag ríkisins til tóbaksvarna á líðandi ári nemur óverulegum hluta af þeirri fjárhæð, aðeins um 34 m.kr. Fátt er mikilvægara í heilbrigðismálum en fyrirbyggjandi aðgerðir. Stórátak í tóbaksvörnum skilar kostnaði sínum margföldum, þegar til lengri tíma er litið, í betri líðan fólks, lengri starfsævi, minni fjarvistum frá vinnu og færri tóbaks- tengdum sjúkratilfellum. Fjárveitingavaldið, heilbrigðisyfir- völd, skólar, fjölmiðlar og önnur áhrifaöfl þurfa að fylkja liði til forvarna af þessu tagi. LAUNÞEGAFÉLÖG SAMEINAST SAMEINING verkalýðsfélaga er nú mjög á dagskrá, og síðastliðinn sunnudag var stofnað eitt stórt 800 manna verkalýðsfélag í Húnavatnssýslum og standa að því fjögur stærstu félögin í sýslunum. Nokkur smærri félög í héraðinu standa þó utan stofnunarinnar, en þeim mun bjóðast aðild síðar, vilji þau taka þátt. Þá hafa viðræður milli Verkamannafélagsins Hlífar í Hafn- arfirði og Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar farið fram, en þar er nú ósætti í sameiningarmálum, sem getur tafið eitthvað fyrir. í fyrra hófst sameiningarferli Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar og Verkakvennafélagsins Framsóknar, en því er ekki lokið enn. Halldór Björnsson formaður Dagsbrúnar sagði í samtali við Morgunblaðið fyrir rúmu ári, að kynskipt verkalýðsfélög væru arfur liðins tíma. Undir það er tekið, en nú er slíkur háttur á í Reykjavík, Hafnarfirði, Sauðárkróki og Vestmanna- eyjum. Það er áreiðanlega mikill kostur að verkalýðsfélög samein- ist. Með því næst niður rekstrarkostnaður félaganna og sjóð- ir þeirra eflast við sameiningu og geta því þjónað félagsmönn- um mun betur en ella, hagkvæmni eykst. Félögin mynda og sterkari heildir og eiga þar með auðveldara með að beijast fyrir bættum kjörum verkafólks. FRÁLEITAR FULLYRÐINGAR SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ gaf út í lok síðustu viku reglugerð um veiðar erlendra skipa á loðnu innan ís- lenzkrar lögsögu. Þar eru settar nýjar reglur um veiðar norskra skipa, m.a. með tilkynningaskyldu, takmörkun á fjölda veiðiskipa við 30 hveiju sinni, daglega tilkynningu um afla og loks verða skipin að fara í gegnum sérstakar athugun- arstöðvar. Allt er þetta gert til að hafa nánara og strangara eftirlit með veiðunum. Nýju reglurnar eru sniðnar eftir þeim, sem íslenzk skip verða að sæta innan norskrar lögsögu, og er því setning þeirra eðlileg. Miklu veldur sá sem upphafinu veldur og allar fullyrðingar Norðmanna um, að hér sé um hefndarráðstafanir að ræða af hálfu íslendinga vegna Sigurðarmálsins eru fráleitar. Frelsi í áætlunarflugi innanlands frá 1. júlí i ,nB«ng.., : 1 "MUmjBBW' • ■ 4 ÞRJÁR 19 manna Metró-vélar verða meðal annars notaðar í áætlunarflugi Flugfélags íslands. „ ^ Morgunblaðið/Ásdís HJÁ Islandsflugi verða einkum notaðar ATR- og Dornier- vélar í áætlunarfluginu. Þ RÁTT fyrir fijálsræði í áætlunarflugi innanlands frá 1. júlí næstkomandi má ætla að ráðandi afl_ á þeim markaði verði Flugfélag Is- lands, sem reist er á grunni Flugleiða innanlands og Flugfélags Norð- urlands, og býður 380 vikulegar ferð- ir til 14 staða. Ljóst er þó að íslands- flug ætlar sér stækkandi hlut af kök- unni og hefur félagið sett upp áætl- unarnet til níu staða með um 160 ferðum á viku. Þessi tvö fyrirtæki verða því helstu keppinautarnir á innanlandsleiðunum. Minni félögin, til dæmis lítil félög, sem einkum hafa annast leiguflug, munu sum hver hugsa sér til hreyf- ings í þessum efnum en þau munu tæpast ná til sín stórri sneið. Þá er ekki á dagskrá hjá flugfélaginu Atl- anta að hverfa frá sérstöðu sinni, sem eru erlend verkefni, enda er núver- andi flugfloti félagsins ekki ætlaður til flugs á stuttum innanlandsleiðum eða flugvöllum hér. Um 350 þúsund farþegar Um 350 þúsund farþegar ferðast í flugi innanlands og hefur orðið 20 til 30% aukning á síðustu þremur árum. Fjölmennasta leiðin er milli Reykjavíkur og Akureyrar en á þeirri leið flugu í fyrra um 120 þúsund farþegar. Þrír staðir eru svipaðir, Egilsstaðir, ísafjörður og Vest- mannaeyjar með 60 þúsund farþega hver og munu Flugfélag íslands og íslandsflug keppa á öllum þessum leiðum og Sauðárkróki að auki. Á síðasta ári fluttu Flugleiðir inn- anlands um 300 þúsund farþega en inni í þeirri tölu eru farþegar í Fær- eyjaflugi. Fjölgun innanlandsfarþega kemur ekki síst til vegna fleiri er- lendra ferðamanna hérlendis en einn- ig telja flugrekendur að --------- fleiri íslendingar ferðist með flugi í viðskiptaerind- um og notfæri sér tilboð og pakkaferðir. Nokkur bjartsýni ríkir meðal þeirra um að einhver aukning haldi áfram. Hundruð ferða á viku í áætlunarfluginu notar Flugfélag íslands fjórar Fokker 50-, sem eru 48 manna vélar, tvær 19 manna Twin Otter-, eina 9 manna Piper Chieftain- og þijár 19 manna Metró- vélar. Eru tvær þeirra glænýjar og kemur sú síðari til landsins frá Bandaríkjunum um helgina. Er Flugfélag íslands og Islandsflug munu skipta markaðnum Ólíklegt að er- lend félög hasli sér völl Metró ein hraðfleygasta 19 sæta vélin og sú eina af þeirri stærð sem búin er jafnþrýstibúnaði sem gerir henni kleift að fljúga ofar veðrum. Áætlun Flugfélags íslands tekur til 14 leiða, sjö áfangastaða út frá Reykjavík og sjö frá Akureyri. Eru alls farnar 380 ferðir, þ.e. fram og til baka. Það eru ríflega tvöfalt fleiri leggir en íslandsflug flýgur en sæta- framboðið er talsvert meira vegna stærri flugvélaflota. Þetta eru þær leiðir sem Flugleiðir innanlands og Flugfélag Norðurlands flugu til en flugi á Patreksfjörð hefur verið hætt. Tekið er fram í áætlun- inni hvaða vélartegund er notuð á hverri leið þannig að farþegar geta í flestum tilvikum séð með hvaða vél þeir fara og valið ferð samkvæmt því ef það skiptir máli. Bæði Fokker 50 og Metró eru notaðar á langflest- um leiðanna en sem dæmi má nefna að milli Homafjarðar og Reykjavíkur er eingöngu notuð F-50 í sumar. Á leiðunum út frá Akureyri eru jöfnum höndum notaðar Piper Chief- tain og Twin Otter, þ.e. á öðrum leið- um en til Reykjavíkur, svo sem Grímseyjar, Raufarhafnar, Þórshafn- ar og víðar. Þær vélar verða einnig notaðar í leiguflugi og sérverkefnum. Um 20 milljóna fjárfesting íslandsflug hefur um árabil stund- að áætlunarflug til nokkurra staða á landinu, m.a. á Vestíjörðum og Aust- Ijörðum. Þá hefur það síð- ustu árin fengið hlutdeild í flugi til Vestmannaeyja og Egilsstaða eftir að farið var að skipta hiuta sæta- framboðs milli Reykjavík- ur og nokkurra staða á landinu. Hefur áætlunarflug íslandsflugs ver- ið um þriðjungur af veltu félagsins sem var á síðasta ári um 600 milljón- ir króna. Aðrir þættir í rekstrinum eru leiguflug og reglubundið frakt- flug til Englands. Félagið hefur yfir að ráða tveimur ATR-vélum sem taka 46 farþega, þremur 19 manna Dorni- er-vélum, tveimur Piper Chieftain, sem eru 9 manna, og King Air, sem Um 350 þúsund farþegar fljúga innanlands á ári hverju og geta eriend og innlend flugfélög keppt á þeim markaði frá 1. júlí. Jóhannes Tómasson ræddi við flugrekendur og kynnti sér hvemig þeir hyggjast bregðast við breyttu starfsumhverfi. FOKKER-vélar verða burðarásar í innanlandsflugi Flugfélags íslands. tekur allt að 12 farþegum. íslands- flug flutti á síðasta ári kringum 35 þúsund farþega í áætlunarflugi og um 19 þúsund í Ieiguflugi. Forráðamenn íslandsflugs gera ráð fyrir allt að 100 milljóna króna veltuaukningu þegar aukið áætlun- arflug kemur til og telja að það verði um 40% af veltunni. Þeir hafa sett upp ákveðna áætlun sem byggist á markaðsrannsóknum meðal 250 manna á höfuðborgarsvæðinu og 250 manna á landsbyggðinni svo og á reynslu þeirra sjálfra og annarra sem þekkingu hafa á flugmálum. For- ráðamenn íslandsflugs segjast ekki ætla sér að gleypa allan markaðinn heldur stíga ákveðin skref í byijun og bæta við ef þörf krefur. Markmið fyrirtækisins sé að þjóna vel því leiða- neti sem sett hefur verið upp. íslandsflug hefur lagt í u.þ.b. 20 milljóna króna fjárfestingu vegna áætlunarflugsins. Er það vegna kaupa á tækjum og búnaði fyrir af- greiðslu en stærsti liðurinn er viðbót við afgreiðslu félagsins á Reykjavík- urvelli, nýtt 150 fermetra hús sem taka á í notkun á þriðjudag þegar áætlunarflugið hefst eftir nýja leiða- kerfinu. Minni flugrekendur skoða markaðinn Allmörg minni flugfélög hafa stundað leiguflug með ferðamenn, einkum erlenda, og hvers kyns þjón- ustuflug annað. Eru það flugrekend- ur sem eiga tveggja hreyfla, 7 til 12 manna vélar sem yfirleitt eru ekki búnar jafnþrýstibúnaði til að fljúga ofar veðrum ef svo ber undir. í við- ræðum við nokkra slíka höfðu fæstir ráðgert að fara út í áætlunarflug enda þurfa þeir að setja sig í aðrar stellingar ef til þess kæmi, setja upp afgreiðslur eða semja við aðra um þjónustu, kynna áætlun sína og halda henni. Flugfélagið Jórvík hefur þó áætl- unarflug til skoðunar. Auk leiguflugs með ferðamenn frá Reykjavíkurflug- velli og frá Skaftafelli hyggst. félagið reka í júlí og ágúst reglubundið leigu- flug frá ísafirði á Gjögur og Reykja- fjörð. Flugfélag Vestmannaeyja hefur lengi stundað reglubundið leiguflug milli Eyja og flugvallanna á Bakka í Landeyjum og á Selfossi og mun gera áfram. Félagið hefur yfir að ráða fímm vélum, einni 9 manna Chieftain- vél og ijórum þriggja til flmm manna vélum, flestum eins hreyfils. Flug til Selfoss tekur 15-25 mínútur eftir vélartegund en aðeins um 5-7 mínút- ur milli Heimaeyjar og Bakka. Félag- ið flutti í fyrra 17 til 18 þúsund far- þega og voru um 90% á Bakka. Mývatn-Höfn Þá heldur Mýflug í Mývatnssveit uppi reglubundnu leiguflugi á sumrin milli Reykjavíkur og Mývatns og sér íslandsflug um afgreiðsluna í Reykjavík. Flogið er ------------- snemma morguns alla daga frá Reykjavík og til baka um kvöldmat og geta menn staldrað við í Mý- vatnssveit og farið skoðun- ’ arferðir um nágrennið. Ferðir þessar hófust um miðjan maí og standa út september. Frá 1. júlí og fram eftir sumri verða teknar upp ferðir milli Mý- vatnssveitar og Hafnar í Hornafirði sem er rúmlega hálftíma flug en þarna á milli er 5-6 tíma akstur. Með því opnast nýr möguleiki, ekki síst fyrir ferðamenn en mjög lítið er um reglulegt flug milli Norðaustur- lands og Suðausturlands. Mýflug notar Navajo- og Chieftain-vélar sem eru 7 og 9 manna. Fluttir voru 1.500 farþegar í fyrra í fluginu milli Reykjavíkur og Mý- vatns og er gert ráð fyrir um 2.000 farþegum á þessum tveimur leiðum í sumar auk um þúsund manna í útsýnis- og leiguflugi. Flugmenn vantar Enn má nefna aðila eins og Leigu- flug ísleifs Ottesen sem hefur annars vegar sinnt umfangsmikilli flug- kennslu en hins vegar sérhæft sig í útsýnisflugi fyrir ferðamenn. ísleifur Ottesen segist hafa leitt hugann að því að blanda sér í áætlunarflug en þar á bæ er sá vandi uppi, sem hann á reyndar sameiginlegan með hinum litlu félögunum, að reynda flugmenn vantar. Ungir flugmenn hefja feril sinn hjá þeim en hverfa jafnharðan og tækifæri gefast til stærri félag- anna og því getur þeim reynst erfitt að hefja áætlunarflug sem byggjast þarf að talsverðu leyti á lítt reyndum flugmönnum. Talið er að þessi vandi standi næstu tvö árin eða þar til sú aukna aðsókn sem nú er að flugnámi skilar sér út á vinnumarkaðinn. Einn af minni flugrekendunum benti á þann vanda sem minnstu þéttbýlisstaðirnir búa við, að stóru félögin vilja ekki eða geta ekki sinnt þeim vegna lítilla flutninga. Minni félögunum myndi hins vegar henta það með t.d. 9 manna vélum sínum en jafnvel þær væru stundum að fljúga hálftómar. Kæmi þá til greina að sveitarstjórnir legðu þeim til rekstrarstyrk ef þeim væri mikið mun að hafa flugsamgöngur við höf- uðborgarsvæðið. Er t.d. bent á að sú hafi orðið raunin í Noregi þrátt fyrir frelsi. Þá hafa þeir einnig bent á að nú séu flugfarþegar orðnir góðu vanir og að þeir ferðist helst ekki nema í stórum vélum. Hörð samkeppni Samkeppni í áætlunarfluginu verður einkum milli stóru félaganna tveggja, Flugfélags íslands og ís- landsflugs, bæði um verð og þjón- ustu. Harla ólíklegt má telja að er- lend félög hasli sér völl í áætlunar- flugi hérlendis. Fargjöld hafa verið svipuð til þessa þar sem íslandsflug og Flugleiðir hafa flogið sömu leiðum. “ Ljóst er að hvorugur aðilinn vill verðstríð þar sem rekstur áætlunarflugs hérlendis stendur járnum. Báðir aðilar munu hins veg ar leggja allt kapp á að þjóna dyggi lega áfangastöðum sínum og fella ekki niður ferðir þótt fáir farþegar séu bókaðir. Þar myndu einkanlega veður og bilanir setja strik í reikning- inn og því er mikilvægt að vera með nýlegar flugvélar og öruggar rekstri. 20-30% far- þegaaukning á 3 árum Morgunblaðið/SigurgeirJónasson NORSKI sendiherrann ásamt kirkjubyggingarnefndinni skoða að- stæður á Hörgaeyri. Undirbúningur hafinn ' að kirkjubyggingu á Hörgaeyri í Eyjum Sú hugmynd hefur kviknað að reisa kirkju á þeim stað á Heimaey sem talið er að fyrsta kirkja í kristni á íslandi hafí verið byggð, segir í grein Gríms Gíslasonar fréttaritara ^ í Vestmannaeyjum. Hugsanlega munu Norð- menn styrkja bygginguna. UNDANFARIN ár hefur verið unn- ið að undirbúningi þess að kirkja verði byggð á Hörgaeyri í Vest- mannaeyjum. Hörgaeyri er norðan innsiglingarinnar til Eyja, þar sem nyrðri hafnargarðurinn liggur, en þar er taljð að fyrsta kirkja í kristni á íslandi hafi verð byggð árið 1000. Árni Johnsen alþingismaður kom fram með hugmynd að bygg- ingu kirkjunnar og vill að með byggingu hennar verði minnst 1000 ára kristnitöku á Islandi. Árni sagði í samtali við Morgun- blaðið að hugmynd hans hafi kviknað þegar farið var að ræða um hvernig mætti minnast þess, árið 2000, að 1000 ár væru frá kristnitöku á Islandi. Hann sagði að í Kristnisögu kæmi fram að er þeir Hjalti Skeggjason og Gissur hvíti, kristni- boðar Noregskonungs, sigldu til íslands á leið til Alþingis árið 1000 hafi þeir haft meðferðis tilhöggv- inn við í kirkju, gjöf frá Noregs- konungi, og áttu þeir að reisa kirkjuna á fyrstastað sem þeir kæmu að landi á íslandi. Fyrsti viðkomustaður þeirra var í Vest- mannaeyjum og þar reistu þeir kirkjuna. I Kristnisögu Islendinga- sagna segir að þeir hafi rætt um hvort reisa ætti kirkjuna sunnan eða norðan innsiglingarinnar og niðurstaðan hafi verið að reisa hana norðan innsiglingarinnar, á Hörgaeyri, en þar voru áður hald- in hörgar og blót að heiðnum sið. Árni sagði að undirbúningur hefði nú staðið í nokkur ár og hefði strax verið viðruð sú hug- mynd við Norðmenn hvort þeir væru tilbúnir að taka átt í þessari framkvæmd sem þeir hefðu tekið mjög jákvætt í. Árni sagði að síðan hefði verið unnið talsvert að mál- inu á vettvangi Norðurlandasam- starfsins og sagði hann að Geir Haarde alþingismaður hefði veitt málinu mikinn stuðning og talað fyrir því á þeim vettvangi. Hann sagði að málið hefði síðan þróast með þeim hætti að Norðmenn hefðu haft áhuga á að verða ekki bara þátttakendur í þessu verkefni heldur hefðu þeir hug á að gefa kirkjuna í tilefni 1000 ára frá kristnit ökunni. Árni sagði að nú væri komin fram tillaga frá forsæt- isnefnd norska stórþingsins, sem lægp fyrir norsku ríkisstjórninni, að gefa kirkju sem yrði reist á Hörgaeyri í Eyjum. Árni sagði að norski sendiherr- ann á Islandi, Nils Dietz, hefði lagt málinu lið og hefði verið tengiliður við norsk stjórnvöld í málinu. Þá hefðu þessi mál verið rædd við Jan Syse, forseta norska stórþingsins, og Brattesta, skrifstofustjóra stór- þingsins, og hefðu þeir lagt málinu lið. Eftir að búið var að hreyfa mál- inu boðaði Árni til almenns fundar í Safnaðarheimili Landakirkju í Eyjum þar sem hann kynnti hug- myndir sínar. Á fundinum var kos- in nefnd til að vinna að málinu sem í eiga sæti; Árni Johnsen formað- ur, Guðjón Hjörleifsson, bæjar- stjóri í Eyjum, séra Bjarni Karls- son, sóknarprestur í Eyjum, Páll Siguijónsson, forstjóri Istaks, og Jóhann Friðfinnsson, formaður sóknarnefndar Landakirkju. Nefndin hefur unnið að málinu í samvinnu við bæjaryfirvöld í Eyjum, sóknarnefnd Landakirkju og biskup Islands en að sögn Árna telja flestir sem komið hafa að málinu að hér sé um einstaka teng- . ingu við kristnitökuárið að ræða. Einnig eigi þessi bygging vel heima í Eyjum vegna sögulegrar sérstöðu Vestmannaeyja en marg- ar trúarhreyfingar sem náð hafa fótfestu á landinu byijuðu í Eyjum svo sem hvítasunnusöfnuðurinn, mormónar og aðventistar. Einnig væri staðarval slikrar kirkju gott í Eyjum með tilliti til mikils ferða- mannastraums þangað. Árni sagði að ekki væri vitað nákvæmlega hvar kirkjan hefði staðið á Hörgaeyri en ljóst væri að talsverðar breytingar hefðu orðið á landi þar í áranna rás og trúlega hefði eyrin verið mun stærri árið 1000 en hún er nú. , Hann sagði að unnið yrði að bygg- ingu kirkjunnar í samráði við sér- fræðinga í Noregi og á Islandi en miðað væri við að byggð verði lítil kirkja, u.þ.b. 40 fermetrar að flat- armáli. Líklega yrði um að ræða norska stafakirkj u eins og trúlegt sé að reist hafi verið í Eyjum á sínum tíma, en talið er að allar norskar kirkjur sem reistar hafi verið á 10. öld hafi verið þannig og mið yrði tekið af Holtsálskirlqu í Noregi sem er þannig bygging. Hann sagði að málið væri nú í góðum farvegi og vonaði hann að það myndi komast í heila höfn inn- an skamms. Norski sendiherrann á íslandi var á ferð í Eyjum fyrir skömmu og hitti þá kirkjubyggingarnefnd- ina og fór út á Hörgaeyri ásamt nefndinni til að skoða þar aðstæð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.