Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 64
*
<Ö>
AS/400 er...
...med PowerPC
64 bita örgjörva
og stýrikerfi
OPIN KERFIHF
msa
byltinqarkennd
fistölva
MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF5691181
PÓSTHÓLF3040, NETFANG: R1TSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGUR 26. JUNI1997
VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK
Mannbjörg
* þegar trilla
sökk úti af
Hellissandi
MAÐUR bjargaðist þegar trilla
sem hann var á, Hvítá MB2, sökk
um 20 sjómílur norður af Hell-
issandi um kvöldmatarleytið í gær.
Að sögn lögreglunnar á Olafsvík
var manninum, sem var einn um
—í borð, bjargað yfir í Örkina frá
Sauðárkróki og þaðan yfir í Darra
sem var á leiðinni til Rifs, en mað-
urinn er þaðan.
Orsök óhappsins
ókunn
Nærstöddum bátum tókst að
koma spotta í Hvítá þar sem bátur-
inn maraði í kafi og tók Steinunn
SH hana í tog til hafnar á Ólafsvík.
Kaldi var á þeim slóðum þar sem
óhappið varð en með kvöldinu
hægði veður aftur. Að sögn lög-
reglunnar er ekki vitað um orsök
þess að trillan sökk.
Rannsaka
á aflatölur
norskra
loðnuskipa
ÁKVEÐIÐ hefur verið að
fram fari opinber rannsókn á
þeim mismun, sem fram hefur
komið á aflamagni í tilkynnt-
um tölum og lönduðum tölum
hjá norskum loðnuskipum á
síðustu vertíð. Um er að ræða
mismun upp á um 25.000 tonn.
Akvörðun þessi var tekin á
fundi norskra og íslenzkra
embættismanna í Reykjavík í
gær, en tímasetning rannsókn-
arinnar hefur ekki verið ákveð-
in.
Gera ekki athugasemdir
við reglugerðina
Norðmenn gera ekki sérstak-
ar athugasemdir við nýja
reglugerð um loðnuveiðar er-
lendra skipa innan íslenzku
__ sögsögunnar. Fulltrúi norska
utanríkisráðuneytisins segir
hana sambærilega þeim regl-
um, sem gildi um veiðar af
þessu tagi innan lögsögu Nor-
egs.
Lausn Smugudeilunnar var
ekki rædd á fundinum, þó mál-
ið bæri þar á góma.
■ Opinber rannsókn/24
Frelsi í áætlunarflugi 1. júlí
Fjárfest í nýjum
vélum og búnaði
Sting
skemmti
þúsundum
TALIÐ er að á fimmta þúsund
manns, á öllum aldri, hafi fylgst
með tónlcikum breska tónlistar-
mannsins Sting í Laugardalshöll-
inni í gærkvöldi og fór tónleika-
haldið vel fram.
Tónlistarmaðurinn tók með sér
mikinn og flókinn sviðsbúnað til
landsins vegna tónleikanna; há-
talarakerfi fyrir hljómsveitina,
tölvuvæddan Ijósabúnað og
fleira. Búnaðurinn var fluttur til
landsins með rússneskri flutn-
ingavél og var hann settur upp í
gærdag.
Sting heldur heim á leið í dag,
en fyrir tónleikara í gær sagði
hann við blaðamenn að honum
þætti landið fallegt og að hann
hefði áhuga á því að koma ein-
hvern tíma aftur og þá vildi hann
gjarna taka fjölskyldu sína með.
FLUGFÉLAG íslands og íslands-
flug búa sig undir frjálsræði í innan-
landsflugi sem ríkja á hérlendis frá
1. júlí nk. íslandsflug hefur stækkað
flugflota sinn og fjárfest fyrir um 20
milljónir kr. í búnaði og aðstöðu og
Flugfélag íslands fær um helgina
þriðju Fairchild Metro vél sína.
Innlendir sem erlendir aðilar með
flugi-ekstrarleyfi geta frá 1. júlí
stundað áætlunarflug milli þeirra
staða sem þau telja fýsilegt. Fjöldi
farþega í innanlandsflugi hefur far-
ið vaxandi síðustu ár og var í fyrra
um 350 þúsund farþegar.
Flugfélag íslands, sem stofnað
var með sameiningu Flugleiða inn-
anlands og Flugfélags Norðurlands,
flýgur til 14 staða út frá Reykjavík
og Akureyri, alls um 380 ferðir
vikulega. Flugleiðir innanlands
fluttu í fyrra tæplega 300 þús. far-
þega innanlands.
Islandsflug er um þessar mundir
að reisa nýtt hús fyrir afgreiðslu sína
á Reykjavíkurflugvelli og verður það
tekið í notkun á þriðjudag. Hefur fé-
lagið með því og öðrum tækjum og
búnaði fjárfest fyrir um 20 milljónir
króna. Er þá ótalin fjárfesting i nýju
ATR-vélinni sem kom til landsins
fyrir rúmum mánuði. Félagið flutti
um 35 þúsund farþega í innanlands-
flugi í fýrra.
Hjá sumum minni félaganna er til
skoðunar hvort taka á upp áætlun-
arflug. Má sem dæmi nefna að
Mýflug á Mývatni byrjar á þriðju-
daginn reglubundið leiguflug milli
Mývatns og Hafnar í Hoi-nafirði.
■ Frelsi í áætlunarflugi/32
STEGGUR rauðhöfðaand-
ar. Myndin er tekin úr bók-
inni Fuglum á íslandi og
öðrum eyjum í Norður Atl-
antshafi.
Ottast
unga-
dauða við
Mývatn
SÉRFRÆÐINGAR óttast
ungadauða hjá vissum anda-
tegundum við Mývatn í sumar,
m.a. rauðhöfðaönd, vegna þess
að stofn litlu toppflugu, sem er
ein af mörgum tegundum ryk-
mýs, hefur hrunið, en fuglamir
treysta á hana sem fæðuupp-
sprettu til að lifa af.
Að sögn Ama Einarssonar,
forstöðumanns Náttúmrann-
sóknarstöðvarinnar á Mývatni,
hófst undanhald litlu toppflugu
í fyrra og verður hrunið nú því
ekki að hans mati rakið til
kulda í vor þó þeir geti spilað
inn í hve brátt það ber að.
Mikill ungadauði
fyrirsjáanlegur
“Við þekkjum þessar sveifl-
ur, 1989 datt t.d. mikilvægur
hlekkur út úr fæðumynstri
húsandar með þeim afleiðing-
um að það komust aðeins tveir
ungar á legg. Rauðhöfðaung-
arnir reyna að bjarga sér á bit-
mýi sem mikið er af, en þegar
toppflugan hverfur þá vantar
gífurlegan massa í fæðukeðj-
una. Það er því mikill unga-
dauði fyrirsjáanlegur.“
Arni bætti við að fleiri end-
ur liðu fyrir stofnhrun litlu
toppflugu, ungar fleiri teg-
unda nærðust á henni t.d.
stokkönd.
Mikill ungadauði/8
Grandi leggur einu skipi
og segir upp 30 manns
GRANDI hf. hefur ákveðið að
hætta útgerð eins af þremur ísfisk-
togurum fyrirtækisins og mun því
sjómönnum fækka um 15 til 20. Auk
þess verður sagt upp 10 til 15
starfsmönnum í landi vegna skipu-
lagsbreytinga í sumar. Brynjólfur
Bjarnason, forstjóri Granda, segir
þessar aðgerðir óhjákvæmilegar til
að bregðast við minnkandi afla-
heimildum sem nú sé hægt að ná
með fimm skipum í stað sex áður.
Aflaheimildir Granda hf. eru nú
um 25 þúsund tonn en fyrirtækið
hefur lagt kapp á að byggja upp
veiðireynslu á úthafinu undanfarin
ár. „Með því að aflamark hefur ver-
ið sett á úthafskarfa þarf færri skip
til veiðanna og ufsakvóti okkar
minnkaði um 40% eða 1.800 tonn.
Þetta þýðir að nú munum við sækja
stíft með þremur frystitogurum fyi'-
irtækisins og tveimur ísfisktogurum
til að ná sem mestri hagkvæmni,“
segir Brynjólfur Bjarnason.
Af aflaheimildum Granda eru um
43% í karfa innan landhelginnar eða
um 11 þúsund tonn og 8.500 tonn í
úthafskarfa eða 33% af heimildun-
um. Þessi kvóti er óbreyttur á
næsta ári og segir Brynjólfur aukn-
ingu í þorskkvóta hafa lítið vægi í
aflaheimildum fyrirtækisins. Auk
þess sem aflaheimildir hafa minnk-
að hefur einnig dregið úr þörf fyrir
skipakost eftir að siglingar með
óunninn afla á erlendan markað
hafa verið lagðar niður.
Ein áhöfn úr tveimur
Uppsögnum sjómanna verður
þannig háttað að sagt verður upp
áhöfnum á Ottó N. Þorlákssyni og
Jóni Baldvinssyni og ráðin ein
áhöfn úr þeirra hópi á Ottó N. Þor-
láksson. Segir forstjóri Granda það
gert til að skipstjóri geti valið úr
báðum áhöfnum. Jón Baldvinsson
verður settur á söluskrá.
Með fækkun skipa þarf að laga
þann hluta starfsemi Granda, sem
snýr að skipaþjónustu, að breyttum
aðstæðum og þarf að segja upp 10
til 15 starfsmönnum í landi. Tækni-
svið verður lagt niður og verkefni
þess flutt til annarra deilda og ein-
hver verkefni verða boðin út. Búið
er að tilkynna starfsmönnum um
uppsagnirnar.
Brynjólfur segist bjartsýnn á að
afkoma Granda verði sæmileg á ár-
inu enda séu aflaheimildir miklar
og fjárhagsstaðan sterk. „Þetta er
fyrst og fremst aðlögun að breytt-
um aðstæðum eins og hefur þurft
að gera óhemju mikið í sjávarút-
vegi sem verður að vera sveigjan-
legur. í þessu tilviki þarf að taka
skipakostinn til endurskoðunar og
eins og við greindum frá á aðal-
fundi verður lögð meiri áhersla á
vinnslu í landi úr afurðum frysti-
skipanna og því er mikilvægt að
þau hafi góðan kvóta."
Isfisktogararnir Ottó N. Þorláks-
son og Ásbjörn munu sjá frystihúsi
Granda í Norðurgarði fyrir hráefni.
Frystiskipin eru Þerney, Örfirisey
og Snorri Sturluson og verður hluti
af framleiðslu þeirra fullunninn í
landi. Starfsmenn Granda eftir að
uppsagnirnar koma til á næstu
þremur til fjórum mánuðum verða
tæplega 400.