Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1997 25
Petersen gagnrýnir Grænlendinga
Johansen sér
nýlendudraug
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
NIELS Helveg Petersen utanrík-
isráðherra Dana segist ekki skilja
gagnrýni Lars Emil Johansens á
dönsku stjórnina fyrir að vilja ekki
ræða möguleika á að Grænland taki
kjarnavopn í geymslu. Hugmyndin
hafi komið upp í vetur og Grænlend-
ingar þá hafnað henni, en vitanlega
sé danska stjórnin tilbúin til við-
ræðna um málið, ef bandarísk stjórn-
völd leiti í alvörunni eftir að nota
Grænland á þennan hátt og Græn-
lendingar óski þess í raun og veru
sjálfir. Johansen gagnrýndi viðbrögð
Dana og vændi þá um að endur-
vekja hugsunarhátt nýlendutímans.
A blaðamannafundi í fyrradag
undirstrikaði Helveg Petersen að nú
sem fyrr hlustaði danska stjórnin
vandlega á erindi heimastjórnarinn-
ar grænlensku, en samkvæmt
heimastjórnarlögunum eigi danska
stjórnin að fara með mál af þessu
tagi. Hins vegar þættu sér viðbrögð
heimastjórinnar nú undarleg. Þann
4. febrúar hefðu birst fréttir um að
Rand Corporation, bandarísk stofn-
un óháð stjórnvöldum, stingi upp á
Grænlandi og_8-10 óðrum stöðum,
þar á meðal íslandi, til að geyma
umframbirgðir kjarnavopna frá
kalda stríðinu. Danska stjórnin hefði
þá strax skrifað stofnuninni bréf og
sagt að hugmyndin vekti ekki hrifn-
ingu í Danmörku.
Danska stjómin hefði svo skrifað
grænlensku heimastjórninni bréf um
þetta 6. febrúar. Lars Emil Johansen
formaður landstjórnarinnar hefði þá
ekki gert neinar athugasemdir við
afstöðu dönsku stjórnarinnar, heldur
lýst því yfir að Grænland ætti ekki
að verða kirkjugarður kalda stríðs-
ins.
Lars Emil Johansen brást hart við
orðum danska utanríkisráðherrans. Á
fundi með grænlenskum og dönskum
flokkssystkinum á Helsingjaeyri í
fyrrakvöld, þar sem landsstjórnar-
formaðurinn hélt ræðu, sagði Johans-
en - samkvæmt frásögn Det Fri
Aktuelt - að í viðbrögðum Dana sæi
hann „afstöðu, sem við [Grænlend-
ingar] höfðu vonað að væru liðnar í
samskiptum landanna. (...) Við sjáum
draug úr hugsunarhætti nýlendu-
tímans vakna til lífs í megni þeirra
viðbragða sem sjá má meðal stjóm-
málamanna og fjölmiðla í Dan-
mörku." Johansen ítrekaði, að land-
stjórnin hefði ekki tekið endanlega
afstöðu til geymslu kjarnavopna á
Grænlandi, en sagði að kæmi beiðni
um slíkt væri „pínlegt að segja nei“.
. s' :
l
1 v ;
k'-v '!'• •
F(|:' ; '"'Mh'
• s Í K
. i .
Reuter
Samningaviðræðurnar á Norður-írlandi
Blair kynnir tillögnr sínar
London, Belfast. Reuter
TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, gerði
breska þinginu grein fyrir tillögum sínum um
afvopnun skæruliða á Norður-Irlandi, í gær.
Tillögur hans felast m.a. í því að Sinn Fein,
stjórnmálaarmur írska lýðveldishersins, IRA, fái
að taka þátt í viðræðunum gegn því að IRA
afhendi vopn sín í áföngum. Þessar tillögur eru
ekki nýjar. Þær voru samdar í samráði við írsku
ríkisstjórnina og fyrst kynntar af George Mitc-
hell bandarískum formanni samninganefndar-
innar árið 1996. John Major, fyn-verandi forsæt-
isráðherra Bretlands hafnaði þeim hins vegar
og krafðist þess að öll vopn IRA yrðu afhent
áður en Sinn Fein fengi að taka þátt í viðræðun-
um.
Þá lagði Blair áherslu á að endurnýjað vopna-
hlé sé algert grundvallaratriði fyrir þátttöku
Sinn Fein í viðræðunum en IRA rauf fyrra vopna-
hlé í febrúar árið 1996.
Metnaðarfullt verk
Blair sagðist gera sér grein fyrir því að það
væri metnaðarfullt verk að ætla sér að koma á
friði á Norður-írlandi. Hann sagðist hins vegar
trúa því að slíkt sé mögulegt ef aliir þeir sem
eiga hlut að máli vinni að því af einhug. Þá
sagðist hann ætlast til þess að liðsmenn IRA
kæmu jafn hreint fram við sig og hann hafi
gert við þá. Einnig áréttaði hann að ekki kæmi
til greina að aðrir aðilar biðu eftir Sinn Fein.
Samningalestin væri að leggja af stað og það
væri undir þeim komið hvort þeir færu með
henni eða ekki.
Aðspurður staðfesti Blair að stjórn hans hafi
skrifað Sinn Fein 13. júní og boðið þeim þátt-
töku í viðræðum sex vikum eftir gildistöku
vopnahlés. Einungis þremur dögum síðar stóð
IRA að morðum tveggja lögreglumanna í borg-
inni Lurgan á Norður-írlandi.
Vopn gerð upptæk á N-írlandi
Lögregla á Norður-írlandi gerði upptæk vopn
og handtók einn mann í Suður-Belfast á miðviku-
dag. Lögreglan gaf út yfirlýsingu um handtöku
mannsins einungis nokkrum klukkutímum áður
en Blair flutti ræðu um málefni Norður-írlands
á breska þinginu.
Atvikið er enn eitt dæmið um vaxandi spennu
á Norður-írlandi en margir óttast að upp úr sjóði
nú þegar líður að sumarskrúðgöngum sem oft
hafa valdið mikilli ólgu á N-írlandi.
m
\.
MIMriÉIÉ
nokkra
sumarafslætti.
Friðarvið-
ræður til
umræðu
SUÐUR-kóreskir hermenn
ganga út skugga um að víg-
girðingin á vopnahléslínunni
milli kóresku ríkjanna
tveggja sé í lagi. I gær voru
nákvæmlega 47 ár frá því
Kóreustríðið hófst. Vopnahlé
hefur verið í gildi frá því um
mittár 1953.
Háttsettir embættismenn
frá Bandaríkjunum, Suður-
og Norður-Kóreu, munu eiga
fund í New York nk. mánu-
dag þar sem þeir munu ræða
möguleikana á því að hefja
friðarviðræður með þátttöku
þjóðanna þriggja og Kín-
verja.
Að sögn suður-kóreskra
embættismanna höfðu Norð-
ur-Kóreumenn áður fallist á
að halda undirbúningsvið-
ræðurnar í ágúst. Akveðið
var að flýta þeim og færa þær
til Bandaríkjanna. Hugmynd-
ina að friðarviðræðum með
þátttöku Kínveija og Banda-
ríkjamanna, auk kóresku
ríkjanna, eiga Bill Clinton
Bandaríkjaforseti og Kim
Young-sam, forseti Suður-
Kóreu, en þeir kynntu hana
á síðasta ári. Er vonast til
þess að friðarviðræðurnar
leiði til friðarsamkomulags
sem leysi af hólmi vopnahlés-
sáttmálann frá 1953.
ÓDÝRAR
GÆÐA
ÞAK-
SKRÚFUR
Heitgalvaniseraðar
Söðulskinnur
í úrvali
Suðurlandsbraut 22
Sími: 588 3220