Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Þjóðkirkjan - sameiginleg ábyrgð presta og leikmanna STUNDUM bregður svo undar- lega við að prestum og leikmönn- ^um í safnaðarstarfi er stillt upp sem andstæðingum innan kirkj- unnar. Ábyrgðin í þjóðkirkju ís- lands er þó beggja því að henni er skipt milli presta og safnaða. Einstakir safnaðarmenn bera ábyrgð sem þeir eru lýðræðislega valdir til að bera með kjöri í sóknarnefndir en embættismenn kirkjunnar bera ábyrgð og hafa umboð samkvæmt köllun, vígslu og eiðstaf. Boð- un fagnaðarerindis- ins, messan, sakra- mentisþjónustan, trú- fræðslan, sálgæslan er á ábyrgð prestsins. Sóknamefndir bera einnig ábyrgð gagn- vart andlegri velferð í söfnuðunum þótt fyrst og fremst sé umboð þeirra á hinu verald- lega sviði. Báðum að- ilum, embættismönnum kirkjunn- ar annars vegar og kjörnum sókn- arnefndarmönnum og kirkjuþings- mönnum hins vegar, er með ný- -jsettum lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar fengið miklu meira sameiginlegt umboð en áður var. Presturinn er ekki settur undir vald sóknarnefndar og sóknarnefndin er ekki undir- nefnd prestsins. Eðli máls sam- kvæmt hljóta aðilarnir að vinna saman eins og hefur verið allt frá því í frumkirkjunni (1. Kor. 14:26). Hver einstaklingur er á grundvelli trúar sinnar kallaður til þjónustu við náungann. Hver maður ber trú sinni vitni með lífi sínu og allri kirkjunni er ætlað að vera farveg- ur réttlætis, miskunnar og kær- leika í mannlegu samfélagi. Prest- ar og leikmenn í kirkjulegu starfi "verða að þekkja þetta í þaula. Samstarf þeirra í kristnum anda er grundvallaratriði í kristnu samfélagi. Kirkjan er öllum opin. Hún er þjóðkirkja og opin ekki síður þeim sem leita og efast en hinum trúarvissu. Meðal skírðra manna er enginn mismunur eða mismunum. Sam- kvæmt kristniboðsskipun Jesú Krists og því sem Lúther kallar hinn almenna prestdóm er hver einstaklingur ábyrgur fyrir trú kirkjunnar, boðun hennar og kenn- ingu. Kirkjan er söfnuður, samfé- lag í Kristi, á biblíulegu máli (Róm. 2:4-8). Hún er hvort tveggja í senn prestakirkja og safnaðar- kirkja. Þjónusta og umboð presta, prófasta og biskupa er vissulega mikið í kirkjunni en almenna ábyrgðin sem byggist á skírninni og er allra jafnt ræður mestu um það hvort kirkjan er raunveruleg þjóðkirkja. Prestur án samverkamanna í söfnuðinum má sín lítils. Hann er jafnilla settur og prestlaus söfnuð- ur. Samhent safnaðarforysta prests og sóknarnefndar er skil- yrði fyrir blómlegu safnaðarstarfi hverri kirkjusókn. Víðast hvar er það líka svo. Á engan hátt er það til góðs þegar alið er á tortryggni milli þessara aðila. Allra síst hæfir það forystu- mönnum í prestastétt. Þegar frumvarp til laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóð- kirkjunnar var til með- ferðar á Alþingi á liðnu vori beittu engir óeðlilegum þrýstingi gegn hagsmunum prestastéttarinnar. Við þá vinnu var lýð- ræði í heiðri haft og að þinglegri meðferð frumvarpsins lokinni varð það að lögum. Allir Ég fagna aukinni ábyrgð leikmanna í þjóðkirkjunni, segir Hjálmar Jónsson, og tel hana dýrmæta fyrir Guðs kristni í landinu. hljóta að sætta sig við þá niður- stöðu. Þegar þjóðkirkjan hefur nú fengið nánast fullt sjálfstæði skiptir miklu að vel takist sam- vinna leikra og lærðra í forystu- sveit kirkjunnar. Ég fagna aukinni ábyrgð leik- manna og tel hana dýrmæta og mikilvæga fyrir Guðs kristni. Þús- undir manna, kvenna og karla starfa fyrir kirkjuna sína í söfnuð- um landsins. Hvarvetna starfar það ágæta fólk á grundvelli trúar sinnar af áhuga, góðvilja og fórn- fýsi. Næsta fátt er jafn gleðilegt í kirkjunni og það hversu þátttak- an vex og um leið safnaðarstarfið bæði að umfangi og fjölbreytni. Fólk með margháttaða hæfileika kemur til starfa í söfnuðum sínum og vinnur ásamt og undir forystu prestsins sem er leiðtogi safnaðar- ins, hirðir hans, á máli kirkjunnar. Og eins og mannlífið yfirleitt þá á safnaðarlífið allt undir því að kærleikurinn falli aldrei úr gildi. Höfundur er prestur og alþingismaður. Hjálmar Jónsson NÝ UNDIR- FATALÍNA «^* . (_ Kringlunni S. 553 7355 Morgunblaðið/GSH ÍSLENDINGAR unnu ítali þegar þessar þjóðir mættust á Evrópumótinu. Á myndinni spila Aðal- steinn Jörgensen og Matthías Þorvaldsson við Norberto Bocchi og Georgio Duboin. Skipt um sæti með sigri á Dönum BRIPS Montccatini, Ítalíu EVRÓPUMÓT í SVEITAKEPPNI Evrópumótið í sveitakeppnier hald- ið í Montecatini Terme á Ítalíu, dagana 14.-29. júni. ísland tekur þátt í opnum flokki og kvenna- flokki. ÍSLENDINGAR unnu Dani í gær í 26. umferð á Evrópumótinu i brids. íslendingar hafa lengi haft gott tak á Dönum við bridsborðið pg niðurstaðan nú varð 20-10, íslandi í vil. Við þetta höfðu þjóð- irnar tvær sætaskipti: íslendingar fóru upp í 5. sæti en Danirnir nið- ur í það 8. ísland var 22 stigum yfír í hálf- leik en síðari hálfleikurinn var jafn. í þessu spili græddi íslenska liðið á veiku opnununum sínum: Suður gefur, NS á hættu. Norður ♦ 987 ♦ ÁG7 ♦ K1096 ♦ 973 Austur ♦ KG53 ¥952 ♦ - ♦ Á108642 Suður ♦ 62 ¥ KD843 ♦ D8752 ♦ D Það fást auðveldlega 11 slagir í spaðasamningi í AV en NS eiga góða fórn í 5 tígla, sem fara að- eins tvo niður þrátt fyrir tígulleg- una. Þá fórn fundu örfá pör, og Danirnir Lars Blakset og Sören Christiansen voru langt frá því gegn Jóni Baldurssyni og Sævari Þorbjörnssyni. Vestur Norður Austur Suður JB SC SÞ LB pass 1 grand pass 2 lauf 2 hjörtu 2 spaðar 3 hjörtu 4 spaðar/ Opnun Aðalsteins sýndi veik spil með annaðhvort 5-5 í hjarta og láglit eða 6-lit í spaða. Auken teygði sig í tvö grönd sem Matthí- as doblaði og bað Aðalstein með því að sýna hvaða liti hann ætti. Þetta setti kerfið úr skorðum hjá AV: hefði doblið ekki komið hefði Koch-Palmlund getað sagt 3 lauf til að spyrja vestur um hálit en nú var hann ekki viss svo hann sagði 3 grönd. Aðalsteinn sagði þá 4 tígla „í bræði sinni“ eins og hann sagði á eftir, og Auken taldi sig ráða við þá með allan þennan tígul. En 4 tíglar fóru aðeins einn niður, 100 til Danmerkur og 11 stig til íslands. Of sterkur til að hindra íslendingar mættu Hollending- um í sýningarleik 25. umferðar. ísland byijaði vel og þetta var annað spilið sem sást á sýningar- töflunni: Austur gefur, NS á hættu. Jón fékk 11 slagi í 4 spöðum og 650 fyrir. Við hitt borðið sátu Aðalsteinn Jörgensen og Matthías Þorvaldsson NS og Jens Auken og Denis Koch-Palmlund AV: Vestur Norður Austur Suður JA MÞ DCP AJ 2 hjörtu 2 grönd dobl 3 grönd 4 tíglar dobl// Norður ♦ 9832 ¥ D643 ♦ KG32 ♦ G Vestur ♦ G104 ¥ ÁIO ♦ ÁD1094 ♦ 1073 Suður *ÁKD6 “ K752 ♦ 876 + Á5 í opna salnum sátu Sævar og Jón NS og Jan Jansma og Jan van Clef AV: Vestur Norður Austur Suður JvC SÞ JJ JB pass 1 lauf 2 tiglar dobl pass 2 spaðar pass 4 spaðar/ Spekingunum í sýningarsalnum þótti sérkennilegt að austur skyldi ekki opna á 3 laufum, en skýring- in var sú að hindrunaropnun í lág- lit er „fárveik" samkvæmt sagn- kerfi Hollendinganna og austur var því of sterkur! Jón fékk að opna á sterku laufi og 2 tígla hindrun vesturs truflaði Islending- ana ekkert á leiðinni í besta geim- ið. Það er hægt að hnekkja 4 spöð- um ef vestur spilar út tígulás, gefur austri stungu, fær hjarta til baka og gefur austri aðra stungu. En van Clef spilaði út laufi, og Jón drap heima með ás og spilaði strax litlu hjarta á blindan; sá að hann gæti lent í erfiðleikum ef hann tæki trompin fyrst af and- stæðingunum því þeir gætu þá spilað á hann laufi. Van Clef hoppaði upp með ás og tók nú tígulás og gaf austri tígulstungu, en svo átti Jón af- ganginn, 10 slagir og 620. Við hitt borðið sátu Guðmundur Páll Arnarson og Þorlákur Jónsson AV og Jan Westerhof og Piet Jan- sen NS. Norðurlandabúarnir opna örugglega á 3 laufum, sögðu spek- ingarnir og spáðu því að Island myndi græða á spilinu t.d. með ví að finna fórn í 5 lauf sem ostar 300. Vestur Norður Austur Suður ÞJ PJ GPA JW 3 lauf dobl 3 tíglar// Þorlákur sagði 3 tígla á leiðinni í 4-5 lauf eftir atvikum en var skilinn eftir þar. Hann fór 3 nið- ur, 150 til Hollendinga en Islend- ingar græddu 10 impa. Barátta í butlernum Mikil barátta er háð í butlernum svokallða, en frammistaða allra para í mótinu er reiknuð út sam- kvæmt butlertvímenningi. Jón og Sævar hafa lengst af verið meðal efstu para og voru í 3. sæti eftir 24 umferðir. Guð- mundur Páll og Þorlákur voru í 15. sæti og Aðalsteinn og Matthí- as í 35. sæti en alls eru skráð 127 pör í mótinu. Efstir voru Frakk- arnir Chemla og Perron og Italirn- ir Buratti og Lanzarotti voru í 2. sæti. Guðm. Sv. Hermannsson Vestur ♦ ÁD104 ¥106 ♦ ÁG43 ♦ KG5 Austur ♦ 75 ¥ G98 ♦ 5 ♦ KD98642
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.