Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 50
. 50 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ + Dýraglens k/eia souuft, uppMhalds \ Tommi og Jenni BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Eignaspjöll af völdum ófyrirleitinna Frá Jónu Rúnu Kvaran: AÐ GEFNU tilefni vil ég koma á framfæri frásögn af atburðarás sem hefur verið í gangi í götunni minni á liðnum vikum. Ég hef búið við hana í tvo áratugi og líkað það vel. Á þessu svæði hafa í gegnum tíðina, eins og víða annars staðar, gerst óásættanlegir atburðir. íbúar hverfisins hafa ekki sloppið við öku- tækjahnupl, benzínþjófnaði og önn- ur óviðeigandi vandræði áreitis og angurs. Það þótti t.d. ömurlegt þeg- ar glugganíðingur var gómaður hér við ósæmilega og sérhverfa iðju fyrir örfáum árum. Flest afbrot- anna hafa, að ég held, verið upplýst. Spellvirkjar og virðingarleysi Tilefni þessara skrifa minna er að á undangengnum vikum hefur lakk á bílum hér verið eyðilagt. Jafnframt hafa blóm í einkagörðum verið rifin upp og þeim verið hent við útidyr eiganda sinna. Auk þess- ara staðreynda hafa tengileiðslur úr gasgrillum verið skornar í sund- ur og í kjölfarið hefur kútum grillanna verið stolið. Þetta eru skemmdarverk sem unnin hafa ver- ið hlutaðeigandi til ama og tjóns, án þess að sökudólgar hafi náðst. Hvort um er að ræða sömu skemmdarvargana í öllum tilvikum skal ósagt látið. Á hinn bóginn er alveg ljóst að viðkomandi bera ekki virðingu fyrir eigum annarra eða hafa eðlilega sómatilfinningu. Við sem höfum orðið fyrir framkvæmd- um þessara óprúttnu og siðlausu spellvirkja erum mjög ósátt við þessa vítaverðu og neikvæðu at- burði. Greinilegt er að um er að ræða ásetningsbrot sökum þess að skemmdarverkin eru úthugsuð og skipulögð. Þau eru því vanvirðandi og ósæmileg. Af tilefni leikur grun- ur á því að höfundar þessara verka séu unglingar. Sá skaði sem þegar hefur verið unninn verður ekki bættur eigendum nema spellvirkj- arnir finnist og játi brot sín um- búðalaust. Gaskútamisnotkun og heilsutjón Varðandi gaskútana sem horfið hafa er rétt að benda á þá sorglegu staðreynd að ef viðlíka kútur er meðhöndlaður af skammsýni og barnaskap, er hann hættulegur. Reynist tilgangur hnuplaranna sá að nota hann til þess að sniffa úr honum er alvara á ferðum. Hvers- kyns sniff óæskilegra efna er lífs- hættulegt. Slíkur ásetningur getur valdið varanlegu heilsutjóni. Það sanna hryggileg dæmin. Ég vil því benda fólki á að geyma ekki grillin sín á stöðum þar sem auðvelt er að grípa fylgihluti þeirra og mis- nota. Éinnig vil ég skora á alla for- eldra að brýna fyrir börnum sínum mikilvægi þess að virða eignarrétt annarra og áhuga á tjónlausum samskiptum við samferðafólk sitt. Fortíðarfjötrar og skemmdarverk Eðlilega ímyndar maður sér að sá sem haldinn er eyðileggingarhvöt og skemmdarfýsn sé illa staddur og haldinn andlega. Vandamál okk- ar verða ekki upprætt með því að valda öðrum íjárhagslegu tjóni og óþarfa áhyggjum. Líklegra er að lausnir slíkra tilfinninga liggi innra með okkur sjálfum. Skemmdarverk eru óafsakanleg. Oftast eru tilefni þeirra langsótt og torskilin. Spell- virkinn er oft, ómeðvitað eða með- vitað, að jafna einhverja óuppgerða og óþægilega fortíðarfjötra með þessari tegund útrásar. Það er sorg- legt þegar slíkt gerist. Það er í raun skynsamlegra og hagkvæmara að við stöndum ótilkvödd vörð um það sem náunga okkar er kært fremur en að eyðileggja það og vanvirða. Við eigum öll rétt á því að fá að vera laus við afskipti siðlausra skemmdarfíkla í samskiptum. JÓNA RÚNA KVARAN, Kambsvegi 25, Reykjavík. Ferdinand Nú er lag Frá Sjöfn Haraldsdóttur: SEM INNFÆDDUR Reykvíkingur hefi ég af áhuga fylgst með lagfær- ingu Skólavörðuholts og finnst svo sannariega tímabært að hafist verði handa. Nú mun vera komið að lóð sjálfrar höfuðkirkjunnar. Öll þessi ár hefur stytta Leifs heppna blasað við augum í hróplegu ósamræmi við guðshúsið. Væri ekki viðeigandi að sæfaran- um yrði búin vegleg umgjörð við sjávarsíðuna, til dæmis höfnina, nú þegar þúsund ára afmæli Vínlands- fundar er í nánd? SJÖFN HARALDSDÓTTIR, Espigerði 4, Reykjavík. Smáfólk SEE, MAKCIE? HERE ARE TME NAME5 0F EVERYONE WHO'S UP FOR " OUT5TANPIN6 5TUDENT OF THE YEAR:'. THERE'S MY NAME, 5EE? Sérðu, Magga? Hér eru nöfn allra sem eru tilnefndir „Framúr- skarandi nemandi ársins“ ... I COUNTED THEM, 5IR.. YOU'RE FOUR HUNDREDTH ON THE LI5T.. FOUR HUNDREDTH AND MOVINO UP FA5T! Eg taldi þau, herra ... þú ert í fjögurhundraðasta sæti á listanum ... Fjögurhundraðasta og hreyfist hratt upp á við! Þarna er nafnið mitt, sérðu? Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Eitt blað fyrir alla! -kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.