Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 4
I 4 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þing- manna' skáli (þjónustu- hús) / Garður I kjaljara rehgigarigur 80 bílastæði í kjallara J Núverandi byggingar ] Áætlaðar nýbyggingar Endurskoðað deiliskipulag á Alþingisreit Þingmannaskáli verði tengdur Alþingshúsi Tenging við aðra hæð nauð- synleg í GREINARGERÐ frá skrif- stofu Alþingis um tengsl Al- þingishússins við nýbyggingar á Alþingisreit segir að til þess að þinghúsið og aðrar bygg- ingar myndi eina heild þurfi að vera innangengt, eftir stystu leiðum, um allar bygg- ingarnar. Það takist sam- kvæmt þeirri hugmynd að tengja Þingmannaskálann við Alþingishúsið úr sal efri deild- ar. Tenging með öðru móti svo sem neðanjarðar komi ekki að sama gagni. Bent er á að ef tengingunni verði ekki komið á verði öll umferð úr Alþingishúsinu um aðaldyr hússins eða um jarð- göngin með þeim afleiðingum að ekki verði hægt að breyta neðri hæð þinghússins og koma fyrir móttökusal og skrifstofum fyrir forseta þingsins og skrifstofustjóra. Jafnframt sé ljóst að í Alþing- ishúsinu verði áfram aðstaða, sem aðkallandi sé að fari úr húsinu, svo sem kaffístofa, símaklefar og fundaherbergi þingflokka. Fram kemur að breyting hafí orðið á notkun Alþingis- hússins fyrir löggjafarstarfíð síðustu ár samfara margvís- legum breytingum í starfi þings og þingmanna. Mikil- vægt sé að þeirri áníðslu linni, sem nú er á húsinu. Umferð um húsið sé mun meiri en það þolir til langframa. Með náinni tengingu við Þingmannaskál- ann megi færa starfsemi úr húsinu þannig að Alþingishús- ið fái sitt rétta hlutverk sem umgjörð um sjálft löggjafar- starfíð. Þinghúsið krefjist í raun frekari þjónustu en nú er unnt að veita, svo sem að- stöðu fyrir fatlaða á þingpöll- um og fyrir fréttamenn, svo dæmi sé tekið. NYTT og endurskoðað deili- skipulag af Alþingisreit hefur verið kynnt í skipulagsnefnd. Að söng Sigurðar Einarssonar arkitekts, eru helstu breytingar þær að áhersla er lögð á Alþing- ishúsið, sem verður þungamiðja, en jafnframt er gert ráð fyrir að byggt verði nýtt hús, Þing- mannaskáli, þar sem Lista- mannaskálinn stóð og að hann verði tengdur með tengigangi og/eða glergangi á brú á 2. hæð inn í Alþingishúsið. í deiliskipulagi Kvosarinnar frá 1996 er gert ráð fyrir að uppbygging á Alþingisreitnum miðist við verðlaunatillögu í samkeppni um nýbyggingar fyr- ir Alþingi árið 1986, segir í greinargerð með tillögunni. Fram kemur að síðan hafi verið ákveðið að endurbyggja Kirkju- stræti 8b og 10 í stað þess að fjarlægja þau. Með þá reynslu sem fékkst við endurbygging- una var gerð úttekt á Kirkju- stræti 8a, Skjaldbreið, sem leiddi í ljós að endurbygging hússins myndi kosta 88 milljón- ir. Jafnframt kom í ljós að nýt- ingarmöguleikar væru rýrir og að hátt verð væri fyrir hverja vinnustöð. Hafi því verið ákveð- ið að fara fram á að húsið verði fjarlægt eða rifið. Starfsemi tengd innanhúss Tillagan gerir ráð fyrir að framtíðarstarfsaðstaða Alþingis TILLAGAN gerir ráð fyrir þriggja hæða skrifstofubyggingu frá Kirkjustræti 8b, meðfram Tjarnar- götu, að Vonarstræti 12. Viðbygging við Oddfellowhúsið verður á fjórum hæðum í norðvestur homi hússins og fimm hæðir við norðurgafl. Önnur hæð byggingarinnar sem skagar út tekur mið af annarri hæð Þingmannaskálans. Morgunblaðið/Arnaldur EINS og sjá má á líkani, er gert ráð fyrir nýrri þriggja hæða skrifstofubyggingu á Alþingisreit frá Kirkjustræti 8b, meðfram Tjarnargötu, að Vonarstræti 12. Byggingarnar verða tengdar með tengibrú á 2. hæð frá nýbyggingunni að Þingmannaskála og millibyggingu í Kirkjustræti 8b og 10. verði á Alþingisreitnum og að Alþingishúsið verði áfram mið- stöð þinghaldsins. Jafnframt að áhersla verði lögð á að öll starf- semi Alþingis tengist innanhúss og að tengslin verði eins eðlileg og kostur er. Stefnt er að því að nýbyggingar verði aðlagaðar yfirbragði nálægrar byggðar með því að bijóta þær upp í smærri einingar. Ahersla verð- ur lögð á að viðhalda opnum göngutengslum frá miðbænum að Tjörninni og Ráðhúsi Reykja- víkur. Bílastæði fyrir 32 bíla verða áfram í suðausturhluta reitsins en auk þess er gert ráð fyrir 80 bílastæðum í kjallara undir stórum hluta lóðarinnar. í tillög- unni er gert ráð fyrir að fram- kvæmdir verði í áföngum á Al- þingisreit. ÞINGMANNASKÁLINN við Kirkjustræti 12 verður sjálfstæð bygging á tveimur hæðum rétt vestan við Alþingishúsið. Þar verður anddyri þinghússins fyrir daglega starfsemi þingsins en auk þess verður þar til húsa aðstaða fyrir starfsmenn, fréttamenn, setustofa og mötuneyti. Hugmyndin er að Þingmannaskálinn verði tengdur Alþingishúsinu með tengigangi i kjallara og/eða brú á 2. hæð. Fiskvinnslufyrirtæki víðs vegar um land athuga möguleika á blönduðu bónuskerfi Einstaklingsbónus með nýrri tækni? KOMIÐ hefur til tals hjá nokkrum fískvinnslufyrirtækjum að taka upp einstaklingsbónus að einhveiju leyti og fækka þeim sem starfa eftir því hópbónuskerfí sem hefur verið ríkj- andi síðasta áratuginn. Er þetta mögulegt m.a. með tilkomu nýrra flæðilína frá Marel að sögn Arnars Sigurmundssonar framkvæmda- stjóra Sambands fískvinnslustöðva. Verið er að setja slík kerfí upp á nokkrum stöðum, m.a. hjá ísfélagi Vestmannaeyja, og verða þau prófuð á næstu vikum og mánuðum. „I tengslum við breytingar og nýjungar í flæðilínum frá Marel og í nokkrum eldri kerfum er nú möguleiki á að tímamæla starfsfólk eins og um ein- staklingsbónus væri að ræða. Þessi vinna er í gangi núna og verður athugað til dæmis hvort hægt er að tímamæla hluta starfsfólks,“ segir Arnar Sigurmundsson. Hann segir að hópbónuskerfíð gæti samt sem áður verið áfram við iýði en tímamæla mætti hluta starf- anna með einstaklingsbónus í huga. „Þetta er hvorki afturhvarf til gamla einstaklingsbónussins né óbreyttur hópbónus. Það er enginn farinn að vinna eftir þessu því enn er verið að tímamæla og skoða og það tekur vikur eða mánuði í viðbót,“ segir Arnar ennfremur. Amar Sigurmundsson segir að það sem ýti meðal annars undir að frystihús vilji taka upp einstaklings- bónus að einhveiju Ieyti sé að hvat- inn sem hafi verið i gamla bónus- kerfínu hafí dofnað með hóplauna- kerfunum. „Þetta myndi gefa fólki möguleika á að auka tekjur enda myndu afköstin trúlega aukast og meiri hvati væri þá fyrir hendi. Mér sýnist að allir geti notið góðs af þessu kerfi ef hluti starfsfólksins verður tímamældur því að heildin myndi líka njóta árangursins ef af- köstin ykjust. Það má því segja að þetta miði að því að nýta kosti hóp- launakerfisins og einstaklingsbónus með því að blanda þessum kerfum að einhveiju leyti saman með nýj- ustu flæðilínum húsanna." Slíkt kerfí hefur þegar verið tekið upp að nokkru leyti hjá Búlandstindi í Breiðdalsvík. Jóhann Þór Halldórs- son framkvæmdastjóri Búlandstinds á Djúpavogi og Einar H. Birgisson vinnslustjóri fyrirtækisins á Breið- dalsvík sögðu að einstaklingsbónus hefði að nokkru leyti verið tekinn upp við snyrtingu fyrir rúmu ári og gefist vel. Sögðu þeir að forráða- menn annarra frystihúsa hefðu spurst nokkuð fyrir um reynslu þeirra í þessu sambandi. Forráða- menn Búlandstinds sögðu að aukin krafa um gæði krefðist þess að ná- kvæmlega væri fylgst með allri snyrtingu til að rekja mætti galla ef upp kæmu. Matthildur Siguijónsdóttir hjá Einingu á Akureyri sem sæti á í stjórn fískvinnsludeildar VMSÍ, segir þessa hugmynd hafa komið til tals hjá nokkrum verkendum en enginn á Eyjafjarðarsvæðinu hefði tekið einstaklingsbónus upp enn. Verið væri að prófa nýtt vinnufyrirkomu- lag hjá UA og hefði verið samið um það til tveggja mánaða. Iljá Fiskiðjusamlaginu á Húsavík fengust þær upplýsingar að í des- ember næstkomandi stæðu til breyt- ingar á vinnslulínum en ekki væri búið að vinna vinnslukerfi. Forráðamenn frystihúsa sem rætt var við sögðu tækniframfarir varðandi skráningu við einstakl- ingsbónus auðvelda það að hann yrði tekinn upp á ný en áður kost- aði það mikla vinnu að fylgjast með afköstum og gæðum hjá hveijum og einum starfsmanni. Er það til skoðunar hjá nokkrum húsum að taka upp einstaklingskerfi í hluta vinnslunnar. i | ) ) >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.