Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Deila formanns Húseigendafélagsins og Húsnæðisstofnunar Ummæli dæmd dauð og ómerk Ný þota Atlanta nefnd Þorsteinn Jónsson FLUGFÉLAGIÐ ATLANTA tók nýja þotu í notkun í maí og hefur hún verið nefnd eftir Þorsteini Jónssyni flugkappa. Venja hefur skapast hjá félaginu að gefa vél- um fyrirtækisins nöfn íslendinga og á félagið meðal annars vélar merktar Ulfari Þórðarsyni augn- lækni og Agnari Kofoed-Hansen, fyrrverandi flugmálasljóra. Þorsteinn, sem hefur flogið í 47 ár, var að vonum ánægður með nafngiftina en hann fór til Bret- lands árið 1940 til að læra að fljúga og lenti oft í lífsháska í starfi sínu á stríðsárunum. Nú eru hinsvegar liðin tíu ár síðan hann hætti að fljúga. Vélin ber einnig nafnið Tony en Þorsteinn er þekktur erlendis undir því nafni. Nýja þotan er Lockheed Tristar vél frá 1974. Hún er með sæti fyrir 362 farþega og var áður í notkun hjá flugfélagi í Hong Kong. Vélin verður í flugi fyrir Úrval-Útsýn, Samvinnuferðir- Landsýn og þýskar ferðaskrif- stofur. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt dauð og ómerk fjölda ummæla sem Sigurður Helgi Guð- jónsson, framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Húseigendafé- lagsins, lét falla um Húsnæðisstofn- un ríkisins og lögfræðideild stofn- unarinnar í samtölum við Stöð 2 og Bylgjuna í október og nóvember á seinasta ári. Stefndu, Sigurði Helga og Hús- eigendafélaginu, var einnig gert að greiða 120 þúsund krónur í sekt eða sæta 12 daga varðhaldi ella, greiða málskostnað stefnenda sem eru Húsnæðisstofnun ríkisins og þrettán einstaklingar sem starfa innan hennar, samtals 350 þúsund krónur að viðbættum virðisauka- skatti, greiða miskabætur að upp- hæð 20 þúsund krónur fyrir hvern og einn stefnanda að undanskilinni Húsnæðisstofnun ríkisins og til að greiða 200 þúsund krónur vegna kostnaðar við að birta dóminn, for- sendur hans og dómsorð í þremur dagblöðum. Heildarkostnaður sem fellur því hinn stefnda nemur um 930 þúsund krónum, fyrir utan vexti. Ummælin í nafni félagsins Málavextir eru þeir í stuttu máli að Sigurður Helgi ritaði Húsnæðis- stofnun bréf 11. september sl., þar sem hann gerði í nafni félagsins kröfu um að stofnunin endurskoðaði afstöðu sina í máli konu sem taidi sig eiga skildar bætur frá hendi stofnunarinnar vegna fasteigna- kaupa Byggingarsjóðs ríkisins. Stofnunin vísaði kröfum Húseig- endafélagsins fyrir hönd konunnar á bug með bréfi 10. október og fór Sigurður Helgi í viðtal á Stöð 2 og Bylgjunni nokkru síðar vegna máls- ins og við’nafði þau ummæli sem óskað var ómerkingar á. í kjölfarið óskaði framkvæmdastjóri Hús- næðismálastofnunar við stjórn fé- lagsins efir opinberri afsökun á ummælum formannsins í garð stofnunarinnar og starfsmanna hennar. Stjórnin varð ekki við þeirri ósk, heldur staðfesti á stjórnarfundi 9. nóvember sl., að ummælin væru sett fram í nafni félagsins og með fullum stuðningi allra stjórnar- manna. I framhaldi af þessu stefndi stofnunin og starfsmenn lögfræði- deildar hennar Sigurði. jár>$san Morgunblaðið/Björn Blöndal FYRIR framan þotuna Þorstein Jónsson standa Arngrímur Jóhannsson forstjóri Atlanta, Þorsteinn Jónsson og Einar Guðlaugsson flugstjóri hjá Flugleiðum. Þeir flugu allir saman í Biafra-stríðinu ásamt Krisljáni Richter. Ummæli í Alþýðublaði dæmd ómerk Doktorspróf í hagfræði •GYLFI Magnússon lauk í vor doktorsprófí í hagfræði frá Yale- háskóla í Bandaríkjunum. Ritgerð Gylfa fjaliar um byggðaþróun og byggðastefnu á íslandi og nefn- ist á ensku „Int- ernal and Ext- ernal Migration in Iceland 1960-94: A Structural Mod- el, Govemment Policies and Welfare Implications.“ í ritgerðinni er litið á fólksflutn- inga á milli sveitarfélaga á Islandi og meðal annars skoðuð tengsl þeirra við atvinnuþróun og aðgerðir ríkisvalds. Sérstaklega eru skoðaðir fólksflutningar til höfuðborg- arsvæðisins og metin áhrif breyttra atvinnuhátta á hag íbúa höfuðborg- arsvæðisins annars vegar og ann- arra landsmanna hins vegar. Þá er skoðuð skilvirkni og hugsanleg rétt- læting ýmissa aðgerða ríkisvalds til að hafa áhrif á búsetuþróun. Leið- beinandi Gylfa var Ariel Pakes en aðrir í dómnefnd voru Steve Berry og John Rust, prófessorar við Yale- háskóla. Gylfi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1986 og varð viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands árið 1990. Með námi við Háskóla íslands kenndi hann við Menntaskólann við Sund og var blaðamaður á Morgunblaðinu á sumrin. Á árunum 1992-95 kenndi hann við Yale-háskóla og hlaut M.A. og M.Phil. gráður í hagfræði þaðan áður en hann lauk doktorsprófi. Síðastliðið haust hóf hann störf við rannsóknir á Hagfræðistofnun Há- skóla íslands og kennir að auki við hagfræðiskor. Gylfí er sonur Dóru Jóhannsdóttur húsmóður og Magnúsar R. Gíslasonar yfírtann- læknis. Unnusta hans er Hrafnhild- ur Stefánsdóttir nemi. HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt dauð og ómerk þrenn ummæli Magnúsar Hafsteinssonar sem hann viðhafði um Jóhann G. Bergþórsson í grein í Alþýðublaðinu í september síðastliðnum. Magnús var jafnframt dæmdur til að greiða 50 þúsund krónur auk vaxta í miskabætur, 50 þúsund krónur til birtingar dómi, 20 þúsund krónur í sekt í ríkissjóð eða sæta sex daga varðhaldi ella og greiða 70 þúsund krónur í málskostnað stefnanda, Jóhanni G. Bergþórssyni. I niðurstöðu dómsins kemur fram að brotið telst ekki stórfellt og við ákvörðun refsingar er meðai annars tekið tillit til þess að hluti af þeim ummælum sem Jóhann óskaði ómerkingar á, væru rituð af pólitísk- um tilfinningahita. Meðal þeirra ummæla sem dóm- urinn taldi eiga að vera dauð og ómerk, eru staðhæfingar um að Jóhann hafí hagnast persónuiega á kaupum Hafnarfjarðarbæjar á lóð að Helluhrauni, að hann hafi fengið gjafir frá Sjálfstæðisfiokknum og að hann hafi barist fyrir því að Hafnarfjarðarbær keypti fyrrum aðalstöðvar Hagvirkis að Skútu- hrauni með eigin umbun í huga. Fastráðið í sjö stöður í útvarpi og sjónvarpi Á FUNDI Útvarpsráðs í síð- ustu viku gaf ráðið álit sitt á umsækjendum um sjö fastar stöður hjá útvarpi og sjón- varpi. Geir Magnússon fékk fjög- ur atkvæði í Útvarpsráði í vali í stöðu íþróttafrétta- manns hjá sjónvarpinu, en Þorsteinn Gunnarsson fékk þijú og mun útvarpsstjóri ráða Geir. í sjónvarpinu var einnig verið að ganga frá ráðningu á tveimur frétta- mönnum og þar fengu Gunnar Salvarsson og Hrannar Pét- ursson sex atkvæði hvor í Útvarpsráði en Dagmar Sig- urðardóttir fékk tvö. Gunnar og Hrannar verða ráðnir. Útvarpsráð var sammála í umsögn sinni um að mæla með Ara Sigvaldasyni, Þórdísi Arnljótsdóttur og Jóhönnu Margréti Einarsdóttur í þijár fastar stöður á fréttastofu útvarps, en til eins árs var mælt með Sveini Helgasyni. Þau munu öll verða ráðin. Gus Gus fær milljón BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt að styrkja Gus Gus listahópinn um eina milljón króna vegna tónleikaferða- lags hópsins um Norður- Ameríku og Evrópu. Hópurinn sótti um þijár milljónir vegna ferðalagsins sem stendur frá 25. júní til 1. september. Hópurinn mun koma fram á tónlistarhátíð- um, í sjónvarpi, útvarpi og á tónleikum, sem hann stendur sjálfur fyrir í samvinnu við umboðsmenn. Ellefu íslend- ingar og einn Bandaríkjamað- ur fara í ferðina og er heildar- kostnaður um 16 milljónir eft- ir að áætluð miðasala og aðr- ar tekjur hafa verið dregnar frá. Þegar er búið að tryggja 13 milljóna króna framlag frá erlendum aðilum. Grafarvogur Langirimi opnaður BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt tillögu skipulags- og umferðarnefndar um að Langirimi í Grafarvogi verði opnaður almennri bílaumferð í tilraunaskyni. Fram kemur að umferðinni verði beint austur Langarima, um bílastæðalóð. Borgarráð 200 þús. til Reðurstofu BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt tillögu atvinnu- og ferðamálanefndar um 200 þús. króna styrk til Reður- stofu Islands. Sótt var um 300 þús. vegna breytinga og lagfæringar á húsnæði og búnaði safnsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.