Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1997 19 FRÉTTIR Kórfyrirliði í knatt- spymutreyju Selfossi - Blaðafulltrúi ítalska knattspyrnuliðsins Inter Milan, Ginó Franchetti, sendi nýlega Unglingakór Selfosskirkju að gjöf leikmannstreyju leikmanns númer 6, Djorkaeffs. Ástæða gjafarinnar er sú að fyrirliði Unglingakórsins klæðist ávallt Intertreyju við óopinber tækifæri, á æfingum og svipuðum samkomum. Intertreyjuhefðin í Unglinga- kórnum á sér þá forsögu að Jó- hanna Ýr Jóhannsdóttir sem um tíma var fyrsti fyrirliði kórsins mætti á æfingu í Intertreyju og braut þar með reglu kórstjórans um klæðnað fyrirliða. Kórstjórinn, Glúmur Gylfason, tók á málinu með festu og gerði það að reglu að fyrsti fyrirliði skyldi ávallt klæðast Interpeysu eftir þetta, hver orðið hefur raunin. Á ferð um Ítalíu bar Glúmur sig á sínum tíma upp við Gínó Franch- etti blaðafulltrúa Inter Milan vegna þessa og skýrði honum frá fyrir- liðareglu kórsins og sögunni á bak við hana. Gínó var einnig gert skilj- anlegt að kórinn myndi ekki slá hendinni á móti treyju sem leikið hefði verið í á San Siro leikvangin- um í Milano. Níu mánuðum síðar kom peysa Djorkareffs. Morgunblaðið/Sig. Jóns. KOMA Intertreyjunnar var nýlega staðfest með mynda- töku af Jóhönnu Ýri Jó- hannsdóttur og sóknar- prestinum, síra Þóri Jökli Þorsteinssyni, í blásvörtum embættisklæðnaði - að sjálfsögðu. Fýlsungi á fósturstigi Vestmannaeyjum - Bjargfuglar liggja nú á eggjum sínum og innan skamms fara ungarnir að skríða úr þeim. Fýllinn er einn þeirra fugla sem nú liggur á og ungar eru að myndast í eggjunum. Fýllinn verpir einu eggi og liggur á í rúmar 7 vikur áður en unginn skríður úr egginu. Nái fýllinn að liggja á í nokkra daga fer f\jótt að myndast ungi og ekki er óalgengt að stropi sé kominn og ungamyndun að byija í eggjum bjargfugla sem borin eru á borð yfir eggjatimann. Ekki er víst að margir geri sér grein fyrir hvern- ig ungamyndunin á sér stað og hvernig umhorfs er inni í egginu þegar fýll hefur legið á því þijár til fjórar vikur. Sigurgeir ljósmyndari rakst á nokk- Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson ur fýlsegg er hann var í skoðunarferð í einu af fuglabjörgum Vestmannaeyja fyrir skömmu og við athugun kom í ljós að ungamyndun var vel á veg komin. Fýlsungafóstrið liggur samanhniprað í egg- inu og strax er mynd komin á ungann og fjaðrir farnar að myndast á honum þó fýllinn hafi ekki legið á nema í þijár til fjórar vikur. Á myndunum má sjá hvernig fóstrið fær næringu í gegnum æðar, nokkurs konar naflastreng sem liggja frá unganum út í rauðuna. Frábœr flallahjól V á frábœru ver&i Pco-styie fjaliahjólin eru meb Shimano-búnabi Pro-style hjólin eru me6 álgjarðir 24" og 26" hjóiin eru me6 gírskiptingu í handfangi Pro-styie hjólin eru me6 órs óbyrgb Yarahluta- og vi&ger&arþjónusta Nota5u tœkifœrið og hjóia&u fjöiskyiduna upp PRO STÝLE FORCE Ljósrautt, 20", ó gíra fjaUahjól, fyrir 6-8 ár stelpur, með Shimano-búnaði. PRO STÝLE MEGA Svart, 22", 6 gíra fjallahjól með Shimano-búnaði PRO STYLE UNIQUE Dökkrautt, 2ó", m 18 gíra fjaUahjól ” með Shimano-búnaði. PRO STYLE ENERGY Dökkblátt, 24", 18 gíra fjallahjól með Shimano-búnaði PRO STYLE VISION Fjólublátt, 26", 18 gíra fjallahjól með Shimano-búnaði HAGKAUP ■fiirirfjölslQflduHi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.