Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1997 11 FRÉTTIR A * Friðrik Skúlason ehf. og Islensk erfðagreining vinna að gerð gagnasafns með ættfræðiupplýsingum um alla Islendinga 520 þúsund Islendingar hafa þegar verið skráðir Friðrík Skúlason hf. og íslensk erfðagreining vinna nú sameiginlega að gerð gagnasafns sem innihalda mun ættfræðiupplýsingar um alla íslendinga fyrr og síðar sem einhverjar heimildir fínnast um. Snæfríður Ingadóttir kynnti sér þá möguleika sem safnið býður upp á þegar það kemst í gagnið, líklega um næstu aldamót. „NÚ ÞEGAR eru komnar inn upplýs^ ingar um rúmlega 520 þúsund Is- lendinga en mikil vinna er enn óunn- in við að tengja alla þessa einstakl- inga saman. Þegar upp er staðið verða rúmlega 600 þúsund manns í safninu og vonandi verður hægt að gefa það einhvern tímann út á geisladiski," segir Friðrik Skúlason, annar eigandi hugbúnaðarfyrirtæk- isins Friðriks Skúlasonar ehf. Fyrirtæki hans hefur ráðist í sam- starf við Islenska erfðagreiningu um að skrá niður alla íslendinga fyrr og síðar sem einhverjar heimildir finnast um og setja upplýsingarnar saman í eitt safn. „Hingað til hafa ættfræðingar verið að grúska hver í sínu horni en með tilkomu gagna- safnsins munu allar ættfræðiupplýs- ingar um Islendinga finnast á einum stað,“ segir Friðrik. Tvenns konar útgáfur af safninu Lokaniðurstaða verkefnisins mun fæða af sér tvær útgáfur af safninu. Önnur mun fara í almenna dreifingu en hin er ætluð íslenskri erfðagrein- ingu. „Þeir fá sama safnið sem inni- heldur aðeins opinberar upplýsingar en þeirra safn er á aðeins öðru formi þannig að þeir geta bætt við ýmsum trúnaðarupplýsingum sem við getum ekki sett inn í almenna safnið en eru samt nauðsynlegar fyrir þeirra erfðafræðilegu rannsóknir. Sem dæmi má nefna upplýsingar um raunverulega foreldra barna sem eru ættleidd. Upplýsingar sem þessar munu þeir setja inn í sína útgáfu eftir á, sem eins konar leiðréttingu en við höfum engan aðgang að þeim upplýsingum," segir Friðrik. „Það eru til ýmsir smærri gagna- grunnar sem við höfum bjargað okk- ur með. Við höfum verið að fletta upp í bókum og hringja í fólk þann- ig að þessi gagnagrunnur mun valda mikilli breytingu á starfsháttum okkar sérstaklega þegar fram í sæk- ir,“ segir Guðmundur Sverrisson, yfirmaður upplýsingasviðs hjá Is- lenskri erfðagreiningu. Starfsemi stofnunarinnar felst í grunnrannsóknum í erfðafræði þar sem m.a. er leitað að erfðavísum sem bera galla sem valda því að maður geti fengið einhvern ákveðinn sjúk- dóm. „Erfðafræði byggist á skyld- leika fólks og við þurfum að hafa gögn sem eru mjög góð og ná langt aftur í tímann. Þessi sameiginlegi áhugi Friðriks á ættfræði og okkar þörf á því að hafa aðgang að góðum gögnum hefur komið þessu verkefni af stað,“ segir Guðmundur. Tómstundagaman í byrjun Ættfræðiáhugi Friðriks byrjaði sem tómstundagaman en hann er menntaður tölvufræðingur og hefur meðal annars gefið út stafsetning- arforritið Púka og vírusforritið Lykla-Pétur. Á sínum tíma skrifaði Friðrik ættfræðiforritið Espólín og var það ætlað sem hjálpartól fyrir fólk til að skrá ættir sínar en gagna- safnið sem fylgdi forritinu var lítið. Munurinn á núverandi verkefni og Espólín er sá að nú er gagnasafnið í fyrirrúmi en ekki forritið. Öll vinnan í sambandi við verkefn- ið hefur hingað til verið unnin meira og minna af Friðriki sjálfum í hans frítíma. „Síðustu tvö sumur hef ég haft starfsmenn í vinnu í safninu en með tilkomu fjölnotendaútgáfu af innsláttarkerfinu geta fleiri verið að slá inn upplýsingar samtímis," segir Friðrik sem í dag hefur 6 starfsmenn sem vinna við verkefnið. Undir venjulegum kringumstæð- um hefði Friðrik haldið áfram að vinna verkefnið í frítíma sínum ef Islensk erfðagreining hefði ekki komið inn í þetta. „Mér er í raun sama þó safnið verði ekki tilbúið fyrr en eftir 10 ár en íslenskri erfða- greiningu liggur á þessu og er tilbú- in að leggja peninga í verkefnið svo það gangi hraðar. Þess vegna er ég ekki lengur einn að vinna í þessu og er að bæta við starfsmönnum," segir Friðrik. Minningagreinarnar nýttar Að sögn Friðriks koma upplýs- ingarnar í safnið víða að og er til dæmis efni úr minningagreinum Morgunblaðsins notað þar sem þar er oft miklar ættfræðiupplýsingar að finna. Erfiðasta vinnan við verk- efnið er að hans sögn upplýsinga- söfnun frá fyrri tímum og þarf Frið- rik oft að leita til handskrifaðra kirkjubóka. Sjálfur á Friðrik ágætis bókasafn sem inniheldur nánast allar þær ís- lensku ættfræðibækur sem gefnar hafa verið út á landinu. „Ættfræði- áhugi á íslandi er ótrúlega mikill og gegnum tíðina hefur verið gefið út mikið magn af litlum ættfræðipés- um. Þessum pésum höfum við verið að safna saman þar sem þeir inni- halda oft gífurlegt magn upplýsinga sem við höfum annars ekki aðgang að,“ segir Friðrik. Reiknað með 10 þúsund villum Þegar safnið verður tilbúið er áætlað að gefa það út á geisladiski sem verður til sölu fyrir almenning. Þá ætti hver íslendingur að geta rakið ættir sínar langt aftur í aldir á sinni eigin tölvu heima í stofu án mikillar fyrirhafnar. Til að leita í safninu er nóg að slá inn nafn eða fæðingardag viðkomandi. „Það eru engar upplýsingar um nákvæma búsetu manna, heimilis- föng eða símanúmer í safninu. Það eru til lög um kerfisbundna skrán- ingu er varða einkamál sem tölvu- nefnd hefur með að gera og í þeim lögum er einmitt tekið sérstaklega fram að gagnaskráning í þágu ætt- fræðirannsókna og æviskrárritunar er undanþegin þessum lögum. Svo lengi sem við skráum bara hreinar ættfræðiupplýsingar erum við í góð- um málum,“ segir Friðrik. Hann kallar það vel sloppið ef 10 þúsund alvarlegar villur finnast í safninu þegar það kemur út. „Það er í rauninni ekki mikið miðað við að við erum að tala um safn upp á meira en hálfa milljón einstaklinga. Kaupendur verða beðnir um að senda inn leiðréttingar og að ári liðnu verður þeim boðið að skila fyrsta diskinum inn og fá annan leið- réttan í staðinn," segir Friðrik. íslendingar forvitnir um náungann Kostnaðurinn við gerð safnsins hleypur á einhveijum tugum millj- óna en Friðrik segir að verkefnið muni að einhverjum hluta standa undir sér sjálft enda telur hann að markaðurinn fyrir gagnasafn sem þettasé stór. „Ættfræði er þjóðar- della íslendinga. íslendingar eru svo forvitnir. Það kemur í blöðunum að Jón Jónsson hafi verið dæmdur í fangelsi fyrir hitt eða þetta og þá fer fólk að hnýsast. Hverra manna er hann? Hveijum er hann skyldur? Er þetta nokkuð frændi minn? Þetta er alveg draumaleikfang fyrir for- vitið fólk,“ segir Friðrik. Hann er nú þegar farinn að skipuleggja framtíðarútgáfu af geisladiskinum þar sem nýjar upplýsingar bætast við safnið á hverju ári. Áætlað er að selja viðaukana í áskrift á 5-10 ára fresti. Að sögn Friðriks er í dag hægt að rekja einhveijar ættir flestra nú- lifandi íslendinga en draumurinn er sá að hægt verði að rekja allar ætt- ir allra. „Þegar búið verður að pijóna allar upplýsingarnar saman þá verð- Átak gegn auglýs- á tengikössum ingum UNDANFARNAR vikur og mánuði hefur borið mikið á því að límd hafa verið auglýsingaspjöld á tengi- kassa veitustofnana en það er með öllu óleyfilegt. Þeir sem þetta gera eru að auglýsa skemmtanir, sýning- ar og fleira slíkt og eru nánast all- ir tengikassar útlímdir af þessum auglýsingum og eru af þessu óþrif mikil. Oft á tíðum reynist erfitt að komast í kassana þar sem límt er yfir læsingar, segir í fréttatilkynn- ingu frá Gatnamálastjóra. Gatnamálastjórinn í Reykjavík, Póstur og sími, Rafmagnsveita Reykjavíkur og Vegagerðin hafa ákveðið að gera átak gegn þessari slæmu þróun sem setur ljótan svip á borgina okkar og nánasta um- hverfi. í lögreglusamþykkt Reykjavíkur gr. 10 stendur eftirfarandi: „Öllum ber að gæta þess að ganga vel um á almannafæri og skemma ekki þar hluti sem ætlaðir eru til almenn- ingsnota eða prýði. Þetta á einnig við þann hluta af húsum og öðrum mannvirkjum _ sem liggur að al- mannafæri. Á slík mannvirki og hluti má ekki mála eða teikna og ekki festa auglýsingar nema með leyfi eiganda eða umráða- manns . . .“ Morgunblaðið/Ásdís ÆTTFRÆÐISAFNIÐ er hugarfóstur Friðriks Skúlasonar sem hefur unnið við það í frítíma sínum undanfarin ár. Upplýsingarn- ar í safninu eru hins vegar Islenskri erfðagreiningu mikilvægar og hefur fyrirtækið þess vegna komið á samstarfi við Friðrik. ur hægt að fá svar við spurningum íslenskum ættum eitthvað aftur í eins og eru allir íslendingar komnir aldir eiga að geta rakið ættir sínar af Jóni biskup Arasyni, sem ég per- allt til Egils Skalla-Grímssonar, Ing- sónulega er mjög spenntur fyrir að ólfs, Snorra og fleiri góðra manna,“ fá svar við. Állir þeir sem eru af segir Friðrik. Auglýsing FRÉTTABRÉF FRÁ HEEMSKLÚBBNUM dferðalögum Það er ekki tilviljun sem ræður að fleiri og fleiri snúa sér til HEIMSKLÚBBS INGÓLFS & PRÍMU, þegar vanda á til ferðalaga. Reynslan sýnir að ferðir Heimsklúbbsins eru öruggar og ódýrar en í hærri gæðaflokki en gerist, svo að við nefnum þær BETRI FERÐIRNAR. Flestar skipulagðar hópferðir ársins eru því sem næst uppseldar, en fjöldi beiðna um þjónustu fyrir sérhópa á næsta ári eykst með hverjum degi. Vissirðu, að auglýstar ferðir Heimsklúbbsins eru nú aðeins um einn fjórði af viðskiptum hans og veltu? Sérferðirnar eru orðnar gildasti þátturinn, viðurkenndar fyrir faglega þjónustu, byggða á reynslu og samböndum, sem tryggja besta verð og þjónustu um allan heim, en sérferðimar koma aldrei fyrir augu almennings. Farið nú að huga að ferðum næsta vetrar og næsta árs. Nú þegar eru í undirbúningi ferðir sérfræðinga á þing í Ástralíu á næsta ári, ferðir kennara til að kynnast menningu og mannlífí í Austurlöndum, menningarferðir innan Evrópu fyrir kóra, listunnendur og ýmis félagssamtök og klúbba. Gleymið heldur ekki hinum vinsælu siglingum og dvöl á eyjum Karíbahafs með betri aðstöðu fyrir gestinn en áður hefur þekkst, þar sem Heimsklúbburinn er í lykilaðstöðu vegna sambanda sinna. Lykillinn að góðu ferðalagi fylgir skipulagi okkar, hann fæst í viðskiptum við Heimsklúbb Ingólfs, en það er allra hagur að panta snemma. LAUS SÆTI Á WÆSTUNNI: LISTATÖFRAR ÍTALÍU 9. ÁG. 2 FORFALLAS. TÖFRAR 1001 NÆTUR í AUSTURLÖNDUM 4SÆTI Verið velkomin. FERÐASKRIFSTOFAN HEIMSRLUBBUR INGOLFS Austurstræti 17, 4 hæð , 101 Reykjavík, simi 562 0400, fax 562 6564
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.