Morgunblaðið - 26.06.1997, Page 10

Morgunblaðið - 26.06.1997, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Málefni samkynhneigðra til umræðu á Prestastefnu DRÖG að samþykktum um málefni samkynhneigðra voru kynnt á Prestastefnu á Akureyri í gær. Séra Ólafur Oddur Jónsson, sóknarprest- ur í Keflavík, sem farið hefur fyrir þeirri nefnd sem vann að drögunum, fiutti framsögu. í fyrirliggjandi drögum er hvatt til þess að helgisiða- nefnd verði falið að undirbúa bæn og blessun fyrir samkynhneigt fólk, sem staðfest hefur samvist sína. Einnig er í drögunum hvatt til að haldið verði áfram fræðsluátaki á vegum íslensku þjóðkirkjunnar um málefni samkynhneigðra, til að eyða fordómum, ranghugmyndum, fælni og til að efla skilning á sam- kynhneigð. Minnt er á að bæði kirkjuþing og leikmannastefna þjóðkirkjunnar hafa hvatt til nær- færinnar umræðu um málefni sam- kynhneigðra. Loks er hvatt til að samþykktir og greinargerðir kirkjunnar um þetta viðkvæma málefni verði kynntar sérstaklega fyrir leik- mannahreyfmgu þjóðkirkjunnar og forstöðumönnum annarra trúfé- laga, svo um það náist sem víðtæk- ust samstaða. Full alvara í málinu Miklar umræður urðu um fyrir- liggjandi drög og verður þeim fram haldið í dag. í umræðunum kom helst fram ágreiningur um þann lið er snýr að helgisiðanefnd. Ólafur Oddur sagði skipta miklu máli hvernig Prestastefnan ályktar um þetta mál og þá hvert framhald- ið verður. „Það er full alvara í þessu máli en þó getur verið nauðsynlegt að taka þetta í áföngum, því bæði þurfí þjóðin og kirkjan umþóttunar- tíma. Menn vilja tryggja að þetta mál fái farsæla lausn.“ I greinargerð með drögunum kemur m.a. fram að biskup Islands og þjóðkirkjan hafí lagt á það áherslu að engum verði synjað um fyrirbæn. „Talið er að um 5% karla og kvenna á Vesturlöndum séu sam- kynhneigð. Þessu fólki fínnst það hafa goldið fyrir ósanngimi, for- dóma, andúð og að mannréttindi hafí verið brotin á því. Samkyn- hneigðu fólki hefur oft verið hafnað af eigin fjöldskyldum. Kristnir menn hafa dæmt áskapaða kynhneigð þess sem syndsamlega. Jafnvel hefur ver- ið dregið í efa að samkynhneigðir gætu starfað fyrir kirkjuna. Læknar töldu það áður fyrr sjúkt og lög gáfu í skyn eitthvað glæp- samlegt. Það er fyrst og fremst á síðustu árum að kirkjunnar þjónar hafa sýnt samkynhneigðum aukinn skilning. Þekking á eðli og mótun samkynhneiðgar hefur opnað augu æ fleiri fyrir að hneigðin er hvorki synd né sjúkdómur," segir í greinar- gerðinni. Fjölmennt knattspyrnumót Fjölgar um tvö þúsund manns í V estmannaeyj um Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. UNGIR knattspyrnumenn fjöl- menntu til Vestmannaeyja í gær þar sem næstu daga fer fram árlega knattspyrnumót, Shellmót IBV. í gærkvöldi fór hópurinn í skrúðgöngu að Hásteinsvelli þar sem mótið var sett. Rúm- lega 900 þátttakendur eru í mótinu en forsvarsmenn móts- ins reikna með að rúmlega annar eins fjöldi fylgi þátttak- endum. Það verða því um 2000 manns sem heimsækja Eyjarn- ar um helgina sem er um 40% aukning á fólksfjölda i Eyjum. Mikil örtröð var hjá flutn- ingsaðilum í gær vegna móts- ins. Flugfélag Islands flutti um 500 farþega í 15 ferðum, Flug- félag Vestmannaeyja flutti um 50 farþega frá Bakka og um 800 manns komu með Heijólfi í tveimur ferðum í gærdag. Mikið er pantað fram að helgi en fleiri foreldrar og aðrir sem áhuga hafa á að fylgjast með mótinu eru væntanlegir þá. Friðrik Pálsson talar á ráð- stefnu ESB FRIÐRIK Pálsson, forstjóri Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, flytur erindi og tekur þátt í pallborðs- umræðum á ráðstefnu, sem Evrópu- sambandið heldur í Brussel í dag og á morgun. Friðrik er eini fulltrúinn utan ESB sem heldur framsögu- erindi á ráðstefnunni, sem fjalla mun um framleiðslu sjávarafurða, áætl- anir og viðfangsefni henni tengd. Yfír 200 fulltrúar og sérfræðingar á sviði sjávarútvegs koma til með að taka þátt og flytur Emma Bon- ino, framkvæmdastjóri sjávar- útvegsmála á vegum ESB, opnun- arræðu ráðstefnunnar, sem er sú fyrsta sinnar tegundar, en ekki sú eina þar sem að ESB hefur á pijón- unum fleiri slíka fundi með þjóðum og landssvæðum, sem eiga mikið undir sjávarútvegi. Markmið fundaherferðarinnar er að freista þess að fá heildarsýn yfir núverandi stöðu og þróun greinar- innar svo og að meta þá umbreyt- ingu, sem til þarf, til að auðvelda og styrkja samræmingu hinna ýmsu hagkerfa. ESB leggur fram sem svarar 600 millj. ECU á árabilinu 1994-1999 til að bæta samkeppnis- hæfni fískiðnaðar innan bandalags- ins til að auðvelda greininni að kom- ast yfír þá erfiðleika, sem við blasi. í þessu tilliti er sérstök áhersla lögð á svæði, sem byggja mikið á físk- veiðum og vinnslu. ♦ ♦ ♦---- Rallkappar fá 2 milljónir BORGARRÁÐ hefur samþykkt að styrkja verkefnið Rallí Reykjavík um 2 milljónir króna. Atvinnu- og ferðamálnefnd hefur samþykkt þróunaráætlun um fram- kvæmd Rallí Reykjavík, sem Lands- samband ísl. akstursíþróttamanna stendur fyrir. í áætluninni felst að verkefnið verði styrkt með 800 þús. króna framlagi á árinu 1997 og 1,2 millj. á árinu 1998. Lagði stjórn Atvinnu- og ferðamálanefndar til að borgarráð samþykkti áætlunina. EIGNAMEÐUMN Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali, sölustjóri. Sími 55555 9(»9() • Fax 555« 9095 SíAimuila — I Garðastræti - hæð og ris Vorum að fá í einkasölu fallega 215 fm hæð og ris í þessu húsi. Hæðin er með mikilli lofthæð og skiptist í hol, eldhús, bað, 3 herb. og 2 saml. stofur. í risi eru 3 herb. og snyrting. Góður bílskúr. Góð eign á vinsælum stað. Verð 14,0 millj. 7725. Nefndafundir Norðurlandaráðs Niðurskurður á fjárlögum líklegur Ok á ljósa- staur og þrjár bif- reiðar UNGUR ökumaður missti stjórn á bíl á Gerðavegi í Garði í gærmorgun, eftir gáleysisleg- an akstur. Hafnaði bíllinn á ljósastaur og síðan á þremur kyrrstæðum bifreiðum. Urðu verulegar skemmdir á þremur ökutækjanna, en engin slys á fólki. Samkvæmt upplýsingum lögreglu viðurkenndi ökumað- ur að hafa ekið á tæplega 100 kílómetra hraða og var sviptur ökuleyfi til bráðabirgða. VALGERÐUR Sverrisdóttir, for- maður íslandsdeildar Norðurlanda- ráðs og fulltrúi í forsætisnefnd ráðs- ins, býst við því að niðurskurður á fjárlögum Norðurlandaráðs fyrir árið 1998, verði einhveijir tugir milljóna króna, en samstarfsráðherr- ar Norðurlandaráðs, sem nú funda í Svíþjóð, munu leggja fjárhagsáætl- unina fyrir forsætisnefndina í dag til umsagnar. Þetta kom m.a. fram í samtali Morgunblaðsins við Valgerði í gær í tilefni af því að þá hófust nefnda- fundir Norðurlandaráðs á Grand Hótel í Reykjavík, en áætlað er að þeim ljúki á föstudag. Um 140 manns taka þátt í fundunum og er þetta í fyrsta sinn sem sameiginleg- ir nefndafundir Norðurlandaráðs eru haldnir hér á landi. Að sögn Valgerðar mun fyrmefnd- ur niðurskurður ekki þýða róttækar breytingar á samstarfinu innan Norð- urlandaráðs, því ekki sé verið að tala um að leggja niður stofnanir. Hins vegar gæti þetta haft áhrif á íjárveit- ingar til sérstakra verkefna. Fimm nefndir starfa nú innan Norðurlandaráðs og eru þær auk forsætisnefndar, Norðurlandanefnd, grannsvæðanefnd, Evrópunefnd og eftirlitsnefnd, en nefndarfyrikomu- lagi ráðsins var breytt haustið 1995. Morgunblaðið/Birla Rós Amórsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.