Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
_ >
Gengið frá uppgjöri vegna samningsslita UTRF o g Islenzkra sjávarafurða
„IS tapar eugri fé á
samningsslitunum“
GENGIÐ h'efur verið frá uppgjöri
milli íslenzkra sjávarafurða og
UTRF á Kamtsjatka-skaga í Rúss-
landi vegna slita Rússa á samstarfs-
samningi fyrirtækjanna í marz síð-
astliðnum. Benedikt Sveinsson, for-
stjóri ÍS, segir að ÍS tapi engum
peningum vegna samningsslitanna,
allar kröfur fyrirtækisins á hendur
UTRF fáist greiddar. Samningsslitin
hafi hins vegar þau áhrif að velta
ÍS dragist saman um um það bil 20%
á þessu ári, þar sem sala afurða frá
UTRF sé nú aðeins um þriðjungur
þess sem var á síðasta ári og hagnað-
ur verði minni. Á móti hafí viðskipti
ÍS annars staðar aukizt frá síðasta
ári. Loks sé unnið að frekari starf-
semi ÍS á Kamtsjatka.
„Við vorum með þennan samning
við UTRF á árinu 1996, þegar við
stjórnuðum veiðum á um 100.000
tonnum af fiski og seldum afurðir
fyrir á milli 50 og 60 milljónir doll-
ara,“ segir Benedikt í samtali við
Morgunblaðið. „Við höfðum af því
mjög góðar tekjur og góða afkomu
og verkefnið gekk allt saman mjög
vel, en við vorum þar með rúmlega
30 starfsmenn á landi og úti á sjó.
Afurðirnar seldust nánast jafnóðum,
sem sýnir vel hve mikil geta sölu-
kerfis ÍS er. Þegar nýr samningur
var gerður fyrir þetta ár þyngdist
aliur róðurinn og endaði það með
því að Rússar sögðu upp samning-
um.
Góður endir
Samningnum var sagd; upp 10.
marz síðastliðinn og nú höfum við
lokið uppgjöri milli UTRF og ÍS
vegna þess. Þetta uppgjör var unn-
ið af endurskoðendum beggja fyrir-
tækjanna og var endanlega farið
yfir það í hér í Reykjavík. UTRF er
í framhaldi þess skuldlaust við okk-
ur. Það hefur greitt allar þær kröf-
ur sem ÍS átti á fyrirtækið. Við
komum því skaðlausir út úr þessum
samningsslitum og sömuleiðis lán-
ardrottnar okkar. Við fáum greidda
þá þóknum sem okkur bar.
Þetta er því góður endir miðað
við óvissuna er samningum var sagt
upp. Við sáum ekki ástæðu til að
fara í skaðabótamál vegna uppsagn-
arinnar, þar sem við fáum allar kröf-
ur greiddar, enda hefði slíkt einnig
verið tímafrekt og erfitt og komið í
veg fyrir mögulega samvinnu fyrir-
tækjanna síðar meir.
Um 20% samdráttur í veltu
Á þessu ári nemur sala ÍS á af-
urðum frá UTRF á milli 16.000 og
17.000 tonnum, en á síðasta ári var
salan um 50.000 tonn. Velta ÍS nú
er tæplega 10 milljarðar króna en
var rúmlega 12 milljarðar á sama
tíma á síðasta ári. Hvað allt árið
varðar gerum við ráð fyrir sam-
drætti í veltu um nálægt 20% frá
síðasta ári, sem var algjört metár
í starfsemi ÍS. Viðskipti annars
staðar hafa hins vegar gengið betur
en við áttum von á. Það hefur bæði
gengið betur hér heima og víða er-
lendis og því erum við ekkert ósátt-
ir í stöðunni. Aðalatriðið eftir að
Rússarnir sögðu samningnum upp,
var að komast skaðiaus frá viðskipt-
unum við þá og það er nú orðið
staðreynd.
Reynslunni ríkari
Því má ekki gleyma að við erum
nú reynslunni ríkari, en þessi mál
hafa verið unnin í mjög nánu sam-
starfí við lögfræðing okkar, Þórð
Gunnarsson, og endurskoðendurna
Coopers og Lybrand. Þekking þeirra
og reynsla af rússneskum lögum og
viðskiptaháttum er feikimikil. Nú er
hugmyndin sú að halda áfram að
vinna þarna austur frá og verið er
að vinna að því. Reynslan kemur sér
þá mjög vel, en við höfum áhuga á
því að vinna frekar með rússenskum
fyrirtækjum og hugsanlega kaupa
og selja vörur og hugsanlega verður
sett upp starfsemi í eigin nafni. Nú
erum við með fjóra starfsmenn á
Kamtsjatka, sem vinna að kaupum
og sölu afurða og vinna að nýjum
verkefnum, sem ekki er tímabært
að greina frá. Þá er okkur boðið að
heimsækja UTRF í september til
frekari viðræðna um hugsanlegt
framhald.“
Deilt um ýmsa þætti
Hvers vegna slitnaði upp úr þessu
samstarfi?
„Það er erfitt að meta það. Sam-
starfið gekk ágætlega á fyrra árinu,
en reyndar höfðum við átt í ágætu
minni háttar samstarfi árið þar áður.
Nú varð viss ágreiningur um það
hvenig staðið skyldi að ákveðnum
þáttum. Við stýrðum peningamálum
mjög stíft og Rússarnir reyndu að
knýja fram breytingar, sem við vild-
um ekki gera. Þeir voru einnig með
hugmyndir um að skipta stjórnun-
inni á milli okkar, en það vildum við
ekki. Við vorum hins vegar tilbúnir
að gera aðrar breytingar á samn-
ingnum í samræmi við breytingar á
lögum í Rússlandi, ef á því þyrfti
að halda. Niðurstaða Rússanna varð
svo sú að segja samningum upp.
Ég útiloka samt sem áður ekki að
fyrirtækin geti unnið saman síðar.
Þess vegna munum við hittast í
haust og fara yfir málin.“
Þarf að fara varlega
Er þá niðurstaðan sú að hæpið
sé eða varasamt að stunda viðskipti
af þessu tagi við Rússa?
„Nei það er alls ekki hæpið. Það
þarf hins vegar að fara mjög varlega
og undirbúa sig mjög vel, kannski
betur en við höfðum tök á. Það er
þá nauðsynlegt að byggja á fenginni
reynslu, en með hana í farteskinu
mætum við mun sterkari til leiks en
áður. Tækifærin í Rússlandi eru
mikil. Þetta er stór og vel menntuð
þjóð, sem býr yfir miklum auðævum.
Hún er kannski anzi nálægt botnin-
um núna svo leiðin hlýtur að liggja
upp á við. Rússar eiga miklar auð-
iindir í sjónum, sem þeir kappkosta
að nýta af skynsemi. Gefíst okkur
nokkur kostur á því að taka þátt í
nýtingu þessara auðlinda með þeim,
er ekki spurning um það að þar er
eftir miklu að slægjast. Það þýðir
ekkert að hverfa á brott um leið og
eitthvað blæs á móti.
Mikill styrkur
ÍS sýndi mikinn styrk í fyrra,
þegar við tókum að okkur að stjórna
100.000 tonna veiði og sölu á
50.000 tonnum afurða, tiltölulega
lítið undirbúið. Ég tel líka að við
höfum sýnt mikinn styrk í því að
ná viðunandi niðurstöðu í þetta erf-
iða mál. Áhættan á fjárhagslegu
tapi virtist veruleg og ég minnist
þess að einhveijir fjölmiðlar, sem
ég hirði ekkert um að nefna, full-
yrtu að við værum að tapa um 750
milljónum á samningsslitunum.
Ennfremur gekk sú saga í verð-
bréfafyrirtækjunum ekki fyrir
löngu. Nú er þetta alit komið heim
og saman og ljóst að ÍS tapar engu.
Um þessi samningsslit hafa ríkt
vinsamleg samskipti milli okkar og
UTRF. Eg met það mikils af hve
mikilli samvizkusemi Rússarnir
unnu að því að koma viðunandi nið-
urstöðu í málið. Þeir lögðu sig alla
fram um að hjálpa okkur að vinna
okkur út úr verkefninu. Ég finn það
á þeim að þeir vilja vera skilamenn
og þeir meta mjög mikils samvinn-
una við ÍS og Landsbankann, sem
studdi okkur dyggilega í þessu verk-
efni.“
Engin
skakkaföll
Hvaða áhrif hafa samningsslitin
þá á ÍS?
„Við verðum ekki fyrir neinum
skakkaföllum, þar sem allir hlutir
verða gerðir upp. Tekjur okkar
minnka tímabundið en á móti er
töluverður rekstrarkostnaður inni í
kerfinu, sem tekur dálítinn tíma að
koma af okkur. Til skemmri tíma
hefur þetta þau áhrif að hagnaður
félagsins verður minni en ella hefði
orðið. Til lengri tíma Iitið tel ég að
þetta verkefni hafi mjög jákvæð
áhrif á reksturinn. Það er rétt að
minna á að árið í fyrra var hið
langbezta á öllum meginsviðum í
sögu ÍS. Vilji menn svo leggja sam-
an árið í ár og síðasta ár, verður
útkoman að meðaltali mjög góð,“
segir Benedikt Sveinsson.
Umferð og aðkoma að bensíndælu
við Snorrabraut
Samstaða um umsögn
borgarverkfræðings
Morgunblaðið/Jim Smart
VIÐ kynningu á bældingnum Að Iesa landið. F.v: Ólafur Arnalds náttúrufræðingur, Þorsteinn
Tómasson, forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, Guðmundur Bjarnason, umhverfis- og
landbúnaðarráðherra, og Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri.
Nýr fræðslubæklingur um ástand landsins
„Landið okkar er í tötrum“
AÐ lesa landið, er heiti á nýjum
fræðslubæklingi frá Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins og Land-
græðslu ríkisins sem kynntur var á
þriðjudag, en markmiðið með honum
er að auðvelda fólki að skynja ástand
landsins. Bæklingurinn er að stórum
hluta byggður á bókinni Jarðvegsrof
íslands sem fyrrnefndar stofnanir
gáfu út í febrúar sl. og er höfundur
efnis dr. Ólafur Arnalds náttúru-
fræðingur.
Á kynningarfundi, sem haldinn
var vegna útgáfunnar, sagði Ólafur
m.a. að bæklingurinn gæfi til kynna
að landið okkar væri í tötrum en
jafnframt að margt væri hægt að
gera til að bæta það ástand. Sem
dæmi nefndi Ólafur að gróðurfar
landsins væri ekki með þeim hætti
sem það ætti að vera og að víða
væri gróðurfar mjög rýrt og jarð-
vegsrof mikið. „Auk þess einkenn-
ast stórir hlutar landsins af rof-
svæðum og auðnum þar sem slíkt
Margft hægt
að gera til að
bæta ástandið
ætti ekki að vera,“ sagði hann.
Taldi Ólafur að við þessu væru
ýmis ráð en lagði um leið áherslu á
að lykillin að þeim væri vitundin um
ástand landsins. Sem dæmi um úr-
bætur nefndi hann friðun þeirra
svæða sem að hans mati ættu sann-
arlega ekki að vera nýtt, en þau
svæði væru fyrst og fremst auðnir
almennt og rofsvæði hálendisins.
„Fyrir mér er það fullkomin þver-
sögn að núna um aldamótin 2000
skulum við þessi siðmenntaða þjóð
ennþá vera að nýta þetta land til
beitar. Það er röng landnýting og
stuðlar að eyðingii landsins," sagði
hann. Þá nefndi Ólafur nauðsyn
landgræðslu, fræðslustarfs og laga-
setningar um jarðvegsvernd.
Jarðvegsrof erfitt viðfangsefni
Guðmundur Bjamason, landbún-
aðar- og umhverfísráðherra, sagði á
kynningarfundinum að jarðvegsrof
væri eitt þeirra erfiðu viðfangsefna
sem þyrfti að fást við á sviði landbún-
aðar- og umhverfismála. Hann sagði
að verið væri að vinna að ýmsum
málum til að snúa vöm í sókn í þeim
efnum og nefndi sem dæmi að í land-
búnaðarráðuneytinu væri verið að
huga að því að skoða Iög sem fjalli
um búfjárhald, afréttarmál, fjallskil
og fleira. Þá sagðist hann hafa fullan
hug á því skoða stöðu hrossaræktar-
innar í samráði við Félag hrossa-
bænda og Landsamband hestamanna,
en vegna aukinnar hrossaræktar
hefðu margir áhyggur af ýmsum
beitarlöndum hrossa í landinu.
Bæklingurinn, Að lesa landið, er
gefinn út í um 12 þúsund eintökum
og verður honum dreift ókeypis víða
um land, m.a. til skóla.
STEFÁN Hermannsson borgar-
verkfræðingur segir það vera mis-
skilning, sem fram hafi komið í
fréttum, að skiptar skoðanir séu
hjá hans embætti um ágæti lausnar
á umferð og aðkomu að bensíndælu
við Snorrabraut. Sagði hann að
umsagnir embættisins hafi verið
unnar í samvinnu við embættis-
menn umferðar- og gatnadeildar
og að um þær hafí verið samstað.
í fyrri umsögn borgarverkfræð-
ings frá því í nóvember sl. eru færð
rök fyrir að embættismenn borgar-
verkfræðings, þar á meðal yfirverk-
fræðingur umferðardeildar, séu
ekki ánægðir með aðkomu að
bensíndælu frá Snorrabraut. Jafn-
framt kemur fram að ef það sé vilji
skipulags- og umferðardeildar þrátt
fyrir þau rök að verða við erindinu
væri rétt að taka fyrstu 15 metra
lóðarinnar undir götustæði. „Það
má engan veginn mistúlka þessa
umsögn á þann veg að við séum
fylgjandi tillögunni," sagði Stefán.
„Þetta var ekki gagnrýni sem kom
fram eftir að ákvörðun var tekin
um aðkomu að lóðinni heldur um-
sögn um tillögur, sem lagðar voru
fram í skipulags- og umferðarnefnd
svo hún gæti tekið ákvörðun. Fyrri
tillagan er ekki skipulagsslys en
seinni tillagan er mun betri enda
er seinni umsögni ekki eins neikvæð
en engu að síður erum við sam-
mála um að þetta sé ekki góð
lausn.“
í síðari umsögn borgarverkfræð-
ings er vitnað til fyrri umsagnar
og sagt að hún byggi á hugmynd
um að tengja aðkomu að lóðinni
beint í Ijósastýrð gatnamót við
Snorrabraut en að einnig hafí þá
verið í myndinni tenging inn á lóð-
ina við Egilsgötu en ekki út. Fram
kemur að núverandi tillaga miðast
við að loka fyrir tengingu frá Egils-
götu en í staðinn verður gerður
rampi milli bilastæðis vestan við
Egilsgötu 3 og 5.
Fram kemur að borgarverkfræð-
ingur telur að eftir sem áður sé
bensíndæla á lóðinni óæskileg, þar
sem hún muni auka umferð um
Snorrabraut. Mikilvægt sé að þjón-
ustustig sé gott á Snorrabraut
þannig að hún geti tekið við með
góðu móti þeirri tiltölulega litlu
umferðaraukningu sem spáð er í
hverfinu að óbreyttu, án þess að
umferð fari að leita á aðliggjandi
og samsíða götur svo sem Eiríks-
götu, Egilsgötu og Barónsstíg.
Jafnframt segir að erfítt sé að
spá um hve mikil umferðaraukning-
in verði vegna bensíndælunnar. Ein-
hver aukning muni verða á Snorra-
braut, einhver hluti muni fara um
Egilsgötu en á móti komi að aðkom-
an að lóðinni nr. 5 verði lokuð frá
Egilsgötu, sem draga muni úr um-
ferð þar. Það sé því mat umferðar-
deildar að sú breyting sem tillagan
feli í sér muni ekki valda merkjan-
legri breytingu á umferð um Egils-
götu.
Ennfremur segir að afstaða til
aðkomu að lóð beint um umferðar-
ljós sé óbreytt. Hún sé stílbrot og
virki óeðlilega en muni ekki beinlín-
is valda neinum vandræðum nema
þá sem slæmt fordæmi. Loks segir
að vilji skipulags- og umferðarnefnd
samþykkja tillöguna sé rétt að gerð
verði grein fyrir kostnaði borgar-
sjóðs, nýtingarhlutfalli og gatna-
gerðargjöldum.