Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Morgunblaðið/Sig. Fannar. HAUKUR Gíslason, Ragnhildur Benediktsdóttir, Ólaf- ur Bachmann og Samúel Smári Hreggviðsson, starfs- menn Fasteignamats ríkisins. ÞAÐ var fjöldi fólks samankominn til að fagna opnun á nýju húsnæði Héraðsdóms Suðurlands og Fasteigna- mats ríkisins á Selfossi. ÞÓRHALLUR Ólafsson, Samúel Smári Hreggviðsson, Fasteignamati rikisins, Þorsteinn Pálsson ,ráðherra, Krislján Þórðarson, dómstjóri Héraðsdóms Suður- iands og Gísli Ágústsson, JÁ-verktökum. Morgunblaðið/Davíð Pétursson MEÐAL þess sem boðið var upp á á Iandbúnaðarsýningunni var nautgripasýning. Landbúnaðar- sýningn á Hvanneyri lokið Grund- Á sunnudaginn lauk landbúnaðarsýningunni. Fjöldi fólks sótti Hvanneyri heim alla dagana og þrátt fyrir nokkra vætu á föstudag og laugardag gekk allt hnökralaust, sýnendum og framkvæmdaaðilum til sóma. Landbúnaðarsýningin var haldin í tengslum við landsmót UMFIog var keppt í nokkrum greinum landsmótsins á Hvann- eyri, enda vel við hæfi, því fyrsta landsmót UMFÍ var haldið á Hvanneyri 1943. Dagarnir þrír voru fljótir að líða því margt var að sjá svo sem keppni landsmótsins í dráttar- vélaakstri, að leggja á borð, jurtagreiningu, brids og knatt- spyrnu. Á vegum landbúnaðar- sýningarinnar var boðið að skoða stórglæsilega búvélasýn- ingu, sjá gamlar dráttarvélar búvélasafnsins, hrossa-, nauta- og sauðfjársýningar, keppni í tijáplöntun, pijónakeppni, hlýða á söng Kirkjukórs Hvanneyrar sem var styrktur með söngvur- um úr kirkjukórum Bæjar- og Reykholtskirkna, ennfremur voru þjóðdansar, leiksýning (Bjartur í Sumarhúsum) o.m.fl. Það var álit margra að sýn- ing sem þessi þyrfti að standa yfir í viku en ekki aðeins þijá daga. HÚS Landmælinga íslands. Nýtt hús Landmæl- inga f slands á Höfn Höfn - Fimmtudagmn 3. júlí var formlega tekið í notkun hús sem að frumkvæði Landmælinga ís- lands var reist og búið tækjum í samvinnu við landmælingastofn- anir i Noregi og Þýskalandi. Auk þessara stofnana hafa Rannsókn- arráð íslands, umhverfisráðu- neytið og Bæjarstjórn Horna- fjarðar Iagt hönd á plóginn. í húsinu er aðstaða fyrir ýmsar grundvallarmælingar í landmæl- ingum ogjarðeðlisfræði sem byggja á nýjustu tækni svo sem nákvæmum GPS-mælingum. í tengslum við aðrar stöðvar, sem eru hluti af alþjóðlegu mælinga- neti, má fá nákvæmt yfirlit yfir landrekið og einnig breytingar á jarðskorpunni undir mælinga- stöðinni, svo sem landris og land- sig. Þannig getur stöðin til dæm- is veitt Hornfirðingum mikilvæg- ar upplýsingar sem að gagni koma við rannsóknir í innsigling- unni. Einnig veitir stöðin mjög nákvæmar upplýsingar um eðlis- eiginleika jarðskorpunnar. Viðstaddir vígsluna voru inn- lendir og erlendir gestir og kom fram í máli ræðumanna að þeir væntu mikils af þessari nýju mælingastöð. Sagði Björn Eng- en, einn af yfirmönnum norsku landmælinganna, að þetta væri ein besta stöðin sem hann hefði séð. í stöðinni eru, auk flókinna mælingatækja, vistarverur fyrir vísindamenn sem vilja notfæra sér þessa aðstöðu og hafa nú þegar borist óskir erlendis frá um að nýta sér hana. Þess má geta að undirrituð var viljayfir- lýsing um samstarf milli Land- mælinga íslands og Framhalds- Morgunblaðið/Stefán Ólafsson FRÁ vígslu hússins, f.v. Guð- mundur Bjarnason, umhverf- isráðherra, prófessor Herman Seiger frá þýsku landmæling- unum og Ágúst Guðmundsson, forstjóri Landmælinga. skólans í Austur-Skaftafellssýslu um afnot skólans af húsinu og aðgang að þeim vísindamönnum sem koma til starfa i stöðinni. Púttvöllur eldri borgara á Húsavík Fasteignamat ríkisins og Héraðsdómur Suð- urlands í nýtt húsnæði Selfossi - Héraðsdómur Suður- lands og Fasteignamat ríkisins, Selfossi, fluttu á dögunum í nýtt húsnæði sem hefur risið í hjarta Selfossbæjar. Húsnæðið er á ann- ari hæð og er það 440 fm. Hæðin er í eigu ríkisins og er kostnaður við húsnæðiskaupin rúmlega 50 milljónir. Hjá Héraðsdómi Suðurlands starfa fimm manns en hjá umdæ- misskriftofu Fasteignamats rík- isins starfa fjórir. Þorsteinn Pálsson dóms- og kirkjumálaráð- herra sagði í opnunarræðu sinni að það væri komin tími á þessi kaup. Aðstaða sú sem þessar stofnanir hafa búið við til þessa hafi ekki staðist nútimakröfur. Það voru JÁ-verktakar sem sáu um framkvæmdir og tóku þær rúmt ár. Það hefur enn ekki verið ákveðið hvaða fyrirtæki verða með starfsemi á öðrum hæðum hússins en það mun þó skýrast á komandi mánuðum. Húsavík - Félag eldri borgara á Húsavík vígði níu hola púttvöll fyrir skömmu í fagurri vin í miðj- um bænum. Nánar tiltekið að Túni, húsgarði Jóhanns heitins Skaftasonar, sýslumanns. Innan félags eldri borgara starfar iþróttadeild og að vetri er boccia mikið leikið innanhúss. Var því leitað að annarri íþrótta- grein til sumariðkana og varð golfið fyrir valinu. Gerður hefur verið 9 hola púttvöllur sem opinn verður öllum sem áhuga hafa frá kl. 9-22. Félagið leggur til bæði kúlur og kylfur og væntir góðs áhuga eldri borgara á þessu framtaki. Það hyggst gangast fyrir sér- stökum mótum þá frá Iíður. Völlurinnvar vígður með við- höfn og sló Ásmundur Bjarnason, formaður félagsins og áður þjóð- þekktur spretthlaupari fyrsta FRÁ vígslu púttvallarins á Húsavík. Morgunblaðið/Silli höggið, Óli Kristinsson, þekktur golfleikari, það næsta og Sigríð- ur B. Ólafsdóttir, formaður Golf- klúbbs Húsavíkur, það þriðja. Sigríður Birna, hjúkrunar- fræðingur, færði félaginu fjárg- jöf frá Heilsuátakinu HHH sem með því vildi sýna að það teldi að þetta átak gæti verið til efling- ar heilsu manna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.