Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C/D 153. TBL. 85.ÁRG. FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Leiðtogafundur NATO í Madríd Skil austurs og vesturs afmáð Madríd. Morgnnblaðið. TVEGGJA daga leiðtogafundi Atl- antshafsbandalagsins (NATO) lauk í gær með hástemmdum yfirlýsing- um um að með fyrirhugaðri stækk- un þess, samstarfi við fyrrverandi Varsjárbandalagsríki og sérstökum samningi NATO og Úkraínu væri verið að þurrka út þau skil, sem mynduðust milli austurs og vesturs á tímum kalda stríðsins. Á fyrri degi fundarins hér í Madríd komu saman leiðtogar 16 aðildarríkja NATO, en í gær var fundur 44 ríkja, sem sitja í nýstofnuðu Evró-Atl- antshafssamstarfsráði. „Margar tungur voru talaðar við fundarborð- ið í dag,“ sagði Bill Clinton Banda- ríkjaforseti í gær. „En tungumálið var það sama, tungumál lýðræðis og sóknarinnar eftir sameiginlegum draumi um óskipta Evrópu, sem er fijáls og býr við frið. NATO er hjarta þeirrar sýnar.“ Helmut Kohí, kanslari Þýska- lands, lýsti yfir ánægju sinni á blaðamannafundi í gær. „Samning- arnir voru erfiðir og stundum hljóp harka í þá, en okkur tókst að brúa bilið,“ sagði hann. „Hér hefur náðst gríðarlegur árangur.“ Fyrri dagur fundarins var stormasamur, en lyktir voru þær að það sjónarmið Bandaríkjamanna að bjóða þremur ríkjum að ganga til samninga um inngöngu í NATO, Pólverjum, Tékkum og Ungverjum, en ekki fimm eins og Frakkar, ítalar og sjö ríki önnur vildu, varð ofan á. Sér- staklega hefur verið heitt á milli Bandaríkjamanna og Frakka, sem saka þá fyrrnefndu um yfirgang í NATO. Frakkar ákváðu meðal ann- ars að draga til baka áform sín um að taka að nýju þátt í hernaðarsam- starfi bandalagsins vegna þess að kröfur þeirra um aukið vægi Evrópu í hernaðar- og stjórnmálasamstarfi þess fengu ekki hljómgrunn. Ágreiningurinn hefur nokkrum sinnum komið upp á yfirborðið hér á fundinum, nú síðast síðdegis í gær þegar Jacques Chirac, forseti Frakklands, lýsti yfir þvi að Frakk- ar myndu ekki greiða umfram- franka til NATO til að fjármagna inngöngu væntanlegra aðildarríkja. Clinton var spurður um orð Chiracs á blaðamannafundi í gær og sagði Bandaríkjaforseti að bandamenn myndu þurfa að bera „hógværan kostnað". Ýmsar tölur hafa verið nefndar um kostnað af stækkuninni og er mikill munur á þeim. Chirac sagði í gær að hann væri NOKKRIR leiðtogar NATO-rílqa slá á létta strengi í Madríd í gær. Helmut Kohl Þýskalandskansl- ari kemur athugasemd á framfæri við Tony Blair og Jean Chretien, forsætisráðherra Bretlands og Kanada. Jacques Chirac Frakklandsforseti, Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, Walter Neuer, ráðuneytisstjóri Kohls, og Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, fylgjast með. þess fullviss að Rúmenum og Sló- venum yrði boðin aðild að NATO þegar taka ætti stækkunarferlið til endurskoðunar árið 1999 þegar bandalagið verður 50 ára. Clinton þakkaði íslendingum Emil Konstantinescu, forseti Rúmeníu, átti i gær fund með Dav- íð Oddssyni forsætisráðherra. Sagði Davíð eftir fundinn að það hefði komið sér mjög á óvart að Konst- antinescu hefði trúað því fram á síðustu mínútu að Rúmenum yrði boðin innganga. íslendingar voru meðal þeirra sem vildu takmarka stækkun NATO við þijú ríki og lögðust því gegn því að Rúmenum yrði boðið til viðræðna um aðild í fyrstu atrennu. Davíð sagði að þótt atkvæði íslendinga hefði ekki ráðið úrslitum hefði verið óþægilegt fyrir Bandaríkjamenn að standa einir. Hefðu þeir verið það ánægðir með þann stuðning sem íslendingar hefðu veitt með því að styðja af- stöðu Bandaríkjamanna til stækk- unarinnar að Clinton hefði komið margsinnis að máli við Davíð til að lýsa yfír ánægju sinni með stuðning Islendinga. Leiðtogar bandalagsins hleyptu í gær af stokkunum nýju Evró-Atl- antshafssamstarfsráði. í því eru 28 samstarfsaðiljar auk NATO-ríkj- anna 16. Einnig var undirritaður samstarfssamningur NATO við Úkraínu og fór sú athöfn fram með sama hætti og þegar Rússar gerðu samstarfssamning við bandalagið í París í maí. Davíð Oddsson tók til máls eftir undirritunina og sagði að samningurinn væri viðurkenning „mikilvægis lands, sem hefur lagt mikið fram til öryggis" í Evrópu. „Samningurinn við Úkraínu styrkir samstarf landsins við NATO,“ sagði Davíð. „Og með gerð þessa samnings undirstrikar NATO stuðning við sjálfstæði Úkraínu og viðurkennir mikilvægi landsins í öryggisskipan framtíðarinnar. Þetta samkomulag er því mikilvægt skref í átt að nýrri Evrópu, í átt að álfu, þar sem unnt verður að lifa við öryggi og frið um fyrirsjáan- lega framtíð." ■ Ákvörðunin/22-23 ■ Rússar snúa sér/35 Sogaðist út úr þotu FARÞEGI brasilískrar þotu af gerðinni Fokker-100 sogaðist út úr flugvélinni og beið bana er stórt gat myndaðist skyndilega á þotunni aftanverðri er hún var á Ieið frá Vitoria til Sao Paulo í innanlandsflugi í gær. Óljóst er hvort gatið myndaðist vegna sprengingar um borð eða veik- leika í byrðingi þotunnar. Reuter Meri þakkar árangur stuðningi Norðurlanda Madríd. Morgnnblaðið. LENNART Meri, forseti Eistlands, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að það væri Norðurlönd- unum að þakka að Eystrasaltsríkj- anna hefði sérstaklega verið getið í kafla yfirlýsingar leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Madríd um að dyr bandalagsins yrðu áfram opnar fyrir stækkun. „Ég vil leggja áherslu á að allt, sem var samþykkt á tveimur mjög erfiðum dögum í Madríd, var að þakka mjög dyggum stuðningi Norðurlandanna," sagði Meri. „Við höfum aldrei gleymt þætti íslands í að við skyldum öðlast sjálfstæði að nýju. Við fengum sama dygga stuðninginn frá Islendingum að þessu sinni. Vitaskuld verðum við varir við hinn mikla stuðning Norð- urlandanna og sérstaklega íslend- inga. Ég vil því nota tækifærið til að þakka landi ykkar og þjóð stuðn- inginn, sem og öðrum Norðurlanda- þjóðum. Við höfum fulla ástæðu til að vera þakklátir." Norrænu ríkin þijú í NATO, Danir, íslendingar og Norðmenn, lögðu á það áherslu að ætti að nefna Rúmeníu og Slóveníu í lokaályktun leiðtogafundarins yrði ekki hægt að undanskilja Eystrasaltsríkin þijú, Eistland, Lettland og Litháen. Meri sýndi þann hug, sem hann ber til íslendinga, þegar hann hitti Davíð Oddsson forsætisráðherra í veislu Jóhanns Karls fyrsta Spánar- konungs á þriðjudagskvöld. Faðm- aði hann þá forsætisráðherra að sér. 500 manna liðsauki til N-Irlands Belfast, London. Reuter. FIMM hundruð manna liðsauki verður sendur breska hernum á Norður-írlandi. Tilkynnt var um þetta í gær og átti flutningurinn að verða innan tveggja sólarhringa. Fulltrúi hersins sagði að markmiðið væri að sporna við ofbeldisverkum og halda uppi lögum og reglu. Átj- án þúsund manna breskt herlið er fyrir á Norður-írlandi. Þjóðernissinnaðir kaþólikkar ítrekuðu í gær andstöðu sína við skrúðgöngur mótmælenda, og áttu íbúar við Lower Ormeau-götu í Belfast fund með írskum ráðherr- um. Eru íbúarnir andvígir fyrirhug- aðri göngu meðlima Óraníureglu mótmælenda á laugardag, sem verða á hápunktur árlegrar göngu- tíðar mótmælenda. Gerard Rice, talsmaður íbúanna, sagðist vilja að ríkisstjórn Irlands tæki undir kröfur um að göngu Óraníureglunnar yrði beint frá ka- þólska hluta götunnar. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lýsti í gær stuðningi við Mo Mowlam, Norður-írlandsmálaráðherra, en hún hefur að undanförnu sætt harðri gagnrýni fyrir að leyfa göngu Óraníureglunnar í hverfi kaþólikka VEGGMYND á íbúðarhúsi í Belfast tjáir viðhorf kaþó- likka til göngu félaga Óraniu- reglunnar. í bænum Portadown sl. sunnudag. Öfgahópur innan írska lýðveldis- hersins, svonefndur Þjóðfrelsisher írlands (INLA), hefur hótað að ráð- ast á meðlimi reglunnar, haldi þeir fast við kröfur sínar um að ganga niður Lower Ormeau-götu. Ein versta ofbeldisalda í mörg ár hefur gengið yfir Norður-írland í kjölfar göngunnar í Portadown á sunnu- dag. Hefur INLA lýst ábyrgð á hendur sér vegna nokkurra af þeim skotárásum sem gerðar hafa verið á breska hermenn og lögregluþjóna á hveiju kvöldi síðan þá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.