Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ 4 t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, STEINFRÍÐUR MATTHILDUR THOMASSEN, verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju laugar- daginn 12. júlí kl. 10.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsamlega bent á Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi. Guðjón Sigfússon, Guðbjörg Guðjónsdóttir, Styrmir Gunnarsson, Unnur Fríða Halldórsdóttir, Marinó Már Marinósson og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls elskulegs eiginmanns, föður, tengda- föður, afa og langafa, HALLS HERMANNSSONAR, Dvergabakka 36, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Sigurveig Halldórsdóttir, Haukur Hallsson, Elín Ragnarsdóttir, Stefán Skaftason, Sigríður R. Hermóðsdóttir, Halidór Skaftason, fna Gissurardóttir, Gyða Thorsteinsson, Sveinn Þorláksson, Rósa Thorsteinsson, Árni Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til ykkar allra, sem sýndu okk- ur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður og tengdaföður, EGILS ÓLAFS GUÐMUNDSSONAR, Klapparstíg 7, Hvammstanga. Hansína Þorsteinsdóttir, Hrólfur Egilsson, Guðrún Hauksdóttir. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, GUÐBJARGAR HERMANNSDÓTTUR, Munkaþverárstræti 8, Akureyri. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á Kristnesspítala fyrir góða umönnuri. Börnin. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURBJARGAR SÆMUNDSDÓTTUR. Fyrir hönd aðstandenda, Sævar Kristinn Jónsson, Sigurður Jónsson, Halldóra Jónsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar og afa, GUÐMUNDAR SVAVARS GUÐJÓNSSONAR, Lækjargötu 10, Hvammstanga. Sórstakar þakkir til starfsfólks á Sjúkrahúsi Hvammstanga. Gunnhildur Vigdfs Þorsteinsdóttir, Ingimar S. Guðmundsson, Elfnbjörg Kristjánsdóttir, Gunnar Þ. Guðmundsson, Kristfn Einarsdóttir, Guðrún Þ. Guðmundsdóttir, Árni B. Ingvarsson, Kristfn H. Guðmundsdóttir, Birgir Æ. Einarsson, Garðar Þ. Guðmundsson, Róberta Gunnþórsdóttir, Edda H. Guðmundsdóttir, Davíð Kristinsson, Inga M. Guðmundsdóttir, Anna M. Guðmundsdóttir, Þór Oddsson, Davfð E. Guðmundsson, Auður S. Jónsdóttir og barnabörn. Val á íslenska landsliðinu í hestaíþróttum Styrmir og Boði með aðra hönd á sæti Senn fer að draga til tíðinda í vali í þau tvö sæti sem enn er óráðstafað í íslenska landsliðinu í hestaíþróttum. Liðsstjórinn og einvaldur Sigurður Sæmundsson fór um helgina á þýska meistaramót- ið til að fylgjast með Islendingunum sem þar kepptu og sjá hvort nærvera einhvers þeirra myndi styrkja liðið á heimsmeistaramótinu.Valdimar Kristinsson ræddi við Sigurð og veltir hér upp þeim möguleikum sem virðast líklegastir í stöð- unni en valið verður kynnt á morgun föstudag. Sigurður kvaðst ánægður með frammistöðu Styrmis Arnasonar sem keppti á Boða frá Gerðum en þeir urðu í öðru sæti í tölti á eftir Wolfgang Berg sem keppti á Bletti frá Aldenghoor. Þá urður þeir í þriðja sæti í fjórgangi á eftir Jolly sem sigraði og Irenu Reber sem keppti á Kappa frá Álftagerði, hesti þeim sem Gísli Geir Gylfason var með í íslenska liðinu á síðasta heimsmeist- aramóti. Sagði Sigurður að Kappi væri orðinn ævintýralega góður hjá Irenu en þau voru efst eftir for- keppni en fyrir óheppnisakir glut- ruðu þau forskotinu niður í úrslitum. Reiknaði Sigurður með þeim geysi- sterkum á heimsmeistaramótinu og taldi vafasamt að Jolly og Ófeigur næðu að sigra þau þá. Vignir og Þyrill sækja á Vignir Siggeirsson varð í þriðja sæti í töltinu á Þyrli frá Vatnsleysu og sagði Sigurður þá vera í geysi- góðri uppsveiflu. Sagði Sigurður að menn hefðu rætt það á mótinu að næst þegar þeir Vignir og Þyrill kæmu fram í keppni yrðu tölurnar enn hærri ef Þyrill héldi þessari sigl- ingu sem hann er kominn á. Martin Guldner varð fjórði á Hugarburði frá Guggenberg og Silke Fuchthafen varð fimmta á Nör frá Aegidien- berg. í fjórða sæti í fjórgangi varð margfaldur heimsmeistari Bernd Vith á Röði sínum frá Gut Ellenbach og Helmut Lange varð fimmti á Erni frá Eyrarbakka. Karly skæður í fimmgangi Fimmgangskeppnin vekur að von- um áhuga íslendinga en þar sigraði Karly Zingsheim á Feyki frá Rinksc- heid og var hann sem fyrr með fá- gæta útfærslu á skeiðinu í úrslitun- um. Reið hann á feti nánast alla skammhliðina, skipti hestinum í einu vettfangi á stökk og leyfði honum að taka tvö til þijú stökk og síðan kom skeiðið. Angantýr Þórðarson varð annar í fimmgangi á Spólu frá Vallanesi og blandar sér þar með í slaginn um sæti í íslenska landslið- inu. Angantýr sigraði á Stóra-Jarpi í gæðingaskeiði. Jöfn í þriðja og fjórða sæti urðu Tanja Gundlach á Geysi frá Hvolsvelli og Walter Feld- mann á Val frá Njálsstöðum. Kai Klingelhöfer varð fímmta á Hrók frá Wiesenhof. Ule Reber sigraði í slaktaumatölti á Þræði frá Hvítárholti, Borte Mit- gau varð önnur á Glettu frá Gut Ellenbach, Walter Feldmann þriðji á Val frá Njálsstöðum, Susan Beuk fjórða á Kolfínnu frá Vatnsleysu en Rosl Rösner var dæmd úr leik, lík- lega vegna of þungra hófhlífa sagði Sigurður en talsverð bleyta var með- an úrslit fóru fram og drekka leður- hlífar í sig rigningarvatnið og þyngj- ast. Sagði Sigurður að vigtun hóf- hlífa færi fram að loknum úrslitum en ekki fyrir eins og tíðkast hér á landi og því geta keppendur átt von á að vera með ólöglegar hlífar í lok keppni þótt þeir mæti með löglegar hlífar í keppnina. Góðir tímar náðust í skeiðinu en þar var fljótastur Gammur frá Hofsstöðum sem Lot- har Schenzel sat. Fóru þeir 250 metrana á 21,8 sek. og því ljóst að Þjóðveijar munu veita íslendingum harða keppni þegar á heimsmeist- aramótið kemur. Sigurður sagði það hafa vakið athygli sína hversu ólmir skeiðhestarnir voru í rásbásunum og hefði í tvígang- legið við stór- slysi. Átti þar í öðru tilfellinu hlut að máli Marlise Grimm sem verður liðsstjóri þýska liðsins á mótinu í Noregi. Tveir í fjórgang eða sinn af hvoru tagi Eftir að hafa fylgst með þýska meistarmótinu sagði Sigurður að lín- urnar um sætin tvö væru nokkuð farin að skýrast. Ekki vildi hann þó upplýsa hveijir yrðu fyrir valinu enda ekki frágengið hveijir hlytu hnossið. Valið stæði nú um það hvort Hestaleiga og rafvæðing á Skógarhólum HM í Noregi Sex kynbóta- hrossvalin fyrir Island SEX kynbótahross munu að þessu sinni keppa fyrir hönd íslands á heimsmeistarmótinu í Noregi í ágúst n.k. Nú eru sýnd hross í þremur flokkum í stað tveggja áður, en yngst eru þau fimm vetra gömul sem fyrr. Hrossin sem hafa verið valin til þátt- töku eru stóðhesturinn Fengur frá íbishóli fimm vetra sem Jóhann Skúlason mun sýna en hann er í Danmörku. Glaður frá Hólabaki verður sýndur í flokki sex vetra hesta en Sigurður V. Matthiassson mun sýna hann. Glaður er undan Garði frá Litla-Garði. í flokki stóðhesta sjö vetra og eldri kemur Breki frá Eyr- arbakka, knapi verður Angantýr Þórðarson en þeir eru báðir í Þýska- landi. Hryssurnar sem fara eru Þota frá Akurgerði, knapi Gísli Gíslason en hún var sýnd á nýafstöðnu fjórð- ungsmóti. Þota er fimm vetra en í sex vetra flokki verður Viðja frá Síðu sýnd, knapi er Kristjón Krist- jánsson. í flokk hryssna sjö vetra og eldri fer Kolfinna frá Egilsstöð- um en hana mun sýna Styrmir Árnason. Dómnefnd mótsins skipa þeir Kristinn Hugason hrossaræktar- ráðunautur sem er jafnframt for- maður dómnefndar, John Siiger Hansen frá Danmörku og Jóhannes Hoyos frá Austurríki. Vikingur Gunnarsson ræktunarfulltrúi í stjórn Evrópusambands eigenda ís- lenskra hesta verður sýningarstjóri. STARFSEMI Landsambands hestamannafélaga á Skógarhól- um á ÞingvöIIum er komin í fullan gang og er mikil aðsókn hestamanna að staðnum að sögn Björns ólafssonar en hann og kona hans Guðríður Gunnars- dóttir hafa tekið við rekstrin- um. Straumurinn í Skógarhóla hefur vaxið með hveiju árinu og sýndist Birni enn á ný stefna í metaðsókn. í júlí verður tekið inn raf- magn og mun öll aðstaða batna verulega við það. Verður þá hægt að lýsa og hita upp leigu- herbergi og sagði Björn að til stæði að selja upp sturtur. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson AÐKOMAN að réttinni í Selkoti var dapurleg. Þar úði og grúði af allskyns rusli. Yfirleitt er umgengni þarna góð en einhveijir sóðar hafa verið þarna á ferð, líklega í félagi við Bakkus bróður sem ekki er þekktur að þrifnaði. <ei . V C< c í (1 I í í i i I i i I i i i ( I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.